Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 357. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Stormviðvörun og stórhríð 2. Búið að tæma sum útibú af seðlum 3. Debra Messing skilin 4. Andlát: Gísli V. Einarsson »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, Gunnar Guðbjörnsson og Snorri Wium halda tónleika í kvöld kl. 21 á Ingólfstorgi með Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanista. Þau munu flytja valdar lagaperlur, allt frá klass- ík til jólalaga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrír tenórar og einn píanóleikari  Tónlistarmað- urinn Bubbi Mort- hens heldur ár- lega Þorláks- messutónleika sína í kvöld í Há- skólabíói. Bubbi hefur haldið tón- leika á Þorláks- messu í yfir 20 ár og þá lengst af á Hótel Borg. Tónleik- unum verður útvarpað á Bylgjunni og hefjast þeir kl. 22 stundvíslega. Bubbi heldur tónleika í Háskólabíói  Hljómsveitin Of Monsters and Men ætlar að fagna jólunum með miðbæj- argestum á Þorláksmessu. Mun sveitin rölta Lauga- veginn og taka lög í óraf- mögnuðum búningi fyrir utan nokkrar vel valdar versl- anir og enda röltið með fríum tón- leikum á tónleikastaðn- um Faktorý. Of Monsters and Men í miðbænum Aðfangadagur jóla Suðvestan 15-20 m/s og slydda eða rigning en norðvestlæg átt 13-18 og snjókoma NV-til. Suðvestan og vestan 8-13 síðdegis með éljum, hvassari S- og V-lands um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt NA-til og éljagangur upp úr há- degi. Styttir upp austanlands síðdegis. Suðvestan og síðar sunnan 8-15 og slydda eða rigning S-til í kvöld. Hiti yfirleitt við frostmark. VEÐUR Ólafur Stefánsson leikur ekki með íslenska landslið- inu í handknattleik á Evr- ópumeistaramótinu í Serb- íu í síðari hluta næsta mánaðar. Guðmundur Þórð- ur Guðmundsson, landsliðs- þjálfari, segir að Ólafur þurfi tíma til að jafna sig af hnémeiðslum. Hann stefni ótrauður á að vera með landsliðinu í forkeppni Ól- ympíuleikanna sem fram fer í apríl. »1 Ólafur verður ekki með í Serbíu Keppni í NBA-deildinni hefst loksins á jóla- dag, tveimur mán- uðum seinna en venjulega. Aust- urdeildin gæti verið sterkari en Vest- urdeildin í fyrsta skipti í langan tíma og í Los Angeles gæti „gólf- mottan“ haft betur gegn stór- veldinu. Gunnar Valgeirsson fer ítarlega yfir stöðu mála í NBA í íþrótta- blaðinu í dag. »2-3 Verður gólfmottan sterkari en stórveldið? Skautaíþróttir hafa hingað til að- allega verið stundaðar í Reykjavík og á Akureyri en nú eru Austfirðingar búnir að stofna sitt eigið skautafélag. Þeir hafa komið sér upp aðstöðu ut- anhúss bæði á Egilsstöðum og Reyð- arfirði og stefna á vélfryst svell og síðan aðstöðu innanhúss. Félögin fyr- ir norðan og sunnan hafa komið Aust- firðingum til aðstoðar. »4 Austfirðingar eru komnir á skautakortið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ég var búin að vinna dálítið lengi, þannig að ég gerði þetta eiginlega eftir að ég hætti að vinna, þess vegna tók þetta langan tíma. Ég fór öfugt að þessu,“ segir Guðrún Ís- leifsdóttir en hún útskrifaðist í vik- unni frá Menntaskólanum í Hamra- hlíð, 81 árs að aldri. Guðrún stundaði nám við öldungadeild skól- ans. Guðrún vann í Reykjavík- urapóteki í rúm 40 ár en eftir að hún hætti að vinna ákvað hún að skella sér í nám. „Það voru allir eitthvað svo menntaðir í kringum mig að ég varð bara að gera eitthvað í þessu,“ segir Guðrún. Íhugar að fara í guðfræðinám „Ég var svona við það að gefast upp á stúdentinum, fékk þá und- anþágu til að fara í guðfræðideild Háskólans og kláraði þar eitthvað, ég held að það séu um 20-30 ein- ingar. En svo langaði mig að færa mig til og þá þurfti ég að ljúka stúd- entsprófinu þannig að ég sé til hvað ég geri úr þessu, þetta er nú svo sem orðið ágætt,“ segir Guðrún að- spurð hvort hún stefni á að klára guðfræðina eða fara í annað há- skólanám í framtíðinni. Guðrún var ekki með stúdents- veislu en segist þó hafa boðið fjöl- skyldunni í kaffi. „Þeir komu hérna sonarsynir mínir tveir og náttúrulega vinkona mín sem stuðlaði að því að ég hélt þessu alltaf áfram, maður þarf alltaf að hafa einhvern til að ýta við sér, en ég held veisluna bara seinna,“ segir Guðrún. Hún bætir við að hún hafi fengið lánaða stúdentshúfu af yngri son- arsyni sínum sem útskrifaðist fyrir einum 29 árum. Guðrún hvetur fólk á sínum aldri til þess að fylgja fordæmi sínu og fara í nám. „Að sjálfsögðu, aldrei að hætta, aldrei að hætta að læra, þetta er gott fyrir heilagarðinn og maður hefur gott af þessu,“ segir Guðrún. Býr heima og keyrir ennþá Undanfarin tvö ár hefur Guðrún, sem býr ein í heimahúsi, séð um bókmenntakynningar einu sinni í viku hjá Korpúlfum, samtökum eldri borgara í Grafarvogi. Og ekki hefur vafist fyrir henni að fara í skólann á morgnana. „Fyrst tók ég alltaf strætó en svo hvatti vinkona mín mig til þess að kaupa mér bíl, af því ég er með bíl- próf, og nú keyri ég bara alveg eins og ég væri tvítug,“ segir Guðrún, kampakát. Útskrifaðist 81 árs frá MH  Fór í mennta- skóla þegar hún hætti að vinna Morgunblaðið/Kristinn Stúdent Guðrún Ísleifsdóttir var að vonum ánægð þegar hún útskrifaðist frá öldungadeild MH í vikunni, 81 árs að aldri. Stúdentshúfuna fékk hún lánaða hjá yngri sonarsyni sínum sem útskrifaðist fyrir einum 29 árum. „Nei, ég veit ekki um eldri stúdent, ég er hér um bil viss en það er ekki til óyggjandi listi yfir þetta frá upphafi,“ segir Lárus H. Bjarna- son, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Lárus segist þó muna eftir því að hafa fyrir um áratug út- skrifað konu sem var 76 ára, að hann minnir. „Þá vissi enginn um jafn lífsreyndan stúdent,“ segir Lárus. „Nei, þeir eru nú frekar fágætir,“ segir Lárus spurður hvort algengt sé að eldri- borgarar stundi nám við öldungadeild skól- ans. Að hans sögn hefur þróunin verið sú á síðustu árum að nem- endur öldungadeildarinnar eru upp til hópa tiltölulega ungt fólk. Hann segir að áður fyrr hafi þó verið nokkuð mikið um fólk á miðjum aldri í öldungadeild skólans. Man ekki eftir eldri stúdent GUÐRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR 81 ÁRS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.