Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 KORTIÐ GILDIR TIL 31.01.2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 30% AFSLÁTTUR Á „JÓL“ MEÐ MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU OG ÞÓRU EINARSDÓTTUR SÓPRAN 28. OG 29. DES. KL. 20 MOGGAKLÚBBUR Á sínum eftirsóttu jólatónleikum, sem nú eru haldnir í 30. sinn, býður Mótettukórinn áheyrendum sínum upp á hugljúfa tónlist frá ýmsum löndum. Erlendir kórfélagar leggja til jólalög frá sínum heimalönd- um og er sungið á móðurmáli þeirra. Flutt verður íslensk jólatónlist eftir Áskel Jónsson, Sigvalda Kaldalóns og Hörð Áskelsson og frumflutt tvö jólalög eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og Halldór Hauksson. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Framvísið Moggaklúbbskortinu í miðasölu Hallgrímskirkju. Miðasalan er opin kl. 9-17 alla daga. Sími 510 1000. Almennt miðaverð 3.900 kr. Moggaklúbbsverð 2.700 kr. Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 2011 LISTVINAFELAG.IS Tíu ungum starfsmönnum Land- spítala, sem stunda klínískar rann- sóknir á spítalanum, voru afhentir styrkir úr Vísindasjóði LSH í vik- unni. Þetta er í fyrsta sinn sem slík- ir styrkir eru veittir, en hver styrk- ur nemur einni milljón króna. Markmið styrkjanna er að efla klín- ískar rannsóknir á Landspítala og styðja rannsóknarvirkni ungra starfsmanna. Guðbjartur Hannes- son velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menning- armálaráðherra voru við afhend- inguna. Styrkþegar og rannsóknir: Ása Guðrún Kristjánsdóttir næringar- fræðingur: Fæðuvenjur kvenna með lotugræðgi og ótilgreinda átröskun. Ásbjörg Geirsdóttir læknir: Súrefn- isbúskapur í aldursbundinni hrörn- un í augnbotnum. Brynja Björk Magnúsdóttir sálfræðingur: Áhrif eintakabreytileika í erfðamenginu á frammistöðu á taugasálfræðiprófum í þýði sjúklinga með geðklofa og stöðlun sömu taugasálfræðiprófa. Erna Sif Arnarsdóttir náttúrufræð- ingur: Svefn- og öndunartruflanir hjá almennu þýði – Evrópukönn- unin lungu og heilsa og eftirfylgd. Freyja Valsdóttir lífeindafræðingur: Sameindalíffræðileg rannsókn á ónæmum bakteríum úr faraldri á Landspítala 2002-2011: Magnús Jó- hannsson sálfræðingur: Tengsl heilarita, hugrænnar færni og líf- fræðilegra skilmerkja í greiningu Alzheimersjúkdóms. Martin Ingi Sigurðsson læknir: Erfðaþættir bráðra líffærabilana. Ómar Sigurvin Gunnarsson læknir: Meðgöngusyk- ursýki á Íslandi. Ragnar Pálsson læknir: Þáttur lungnaþekju í lungnatrefjun. Sandra Dís Stein- þórsdóttir læknir: Blóðþrýstingur í 9-10 ára börnum á Íslandi. Algengi háþrýstings, ástæður og fylgikvillar. Tíu ungir vísinda- menn hljóta styrki  Markmið styrkjanna er að efla klín- ískar rannsóknir á Landspítalanum Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það gengur ágætlega að selja norðurljósin,“ sagði Friðrik Páls- son, hótelhaldari sem á og rekur Hótel Rangá, Hótel Skóga, Hótel Háland og Hrauneyjar á Suður- landi. Friðrik hefur lengi bent á þann möguleika að selja útlend- ingum norðurljósin. „Það er gríðarlega mikið af Bretum og Bandaríkjamönnum hjá mér núna og meira og minna allir í norðurljósaferðum,“ sagði Frið- rik. „Norðurljósaferðir eru gríð- arlega vinsælar.“ Hann sagði það vera býsna þekkt að selja ferða- mönnum norðurljósin. Íslendingar væru nú að feta í fótspor Kan- adamanna, Alaskabúa, Finna, Svía og jafnvel Norðmanna sem hafi selt norðurljósaferðir í fjölda ára. „Ég byrjaði á þessu veturinn 2004 og þetta hefur verið mjög vaxandi allan tímann. Í byrjun komu mikið Japanir en svo hafa Mið- og Norður-Evrópubúar og Bandaríkjamenn tekið við, alla- vega hjá mér,“ sagði Friðrik. Hann taldi að Íslendingar hefðu lengi verið feimnir við að selja norðurljósin. „Ég veit ekki hvort sagan af Einari Ben. hafði eitthvað með það að gera. Málið er að þú þarft að afhenda allt sem þú selur – ekki satt? Afhendingin er ekki okkur háð nema að litlu leyti. Við getum passað að hafa ekki ljós- mengun þar sem við seljum norð- urljós,“ sagði Friðrik. „Mín reynsla er sú að þetta sé af- skaplega ánægjuleg leið til að selja útlendingum Ísland. Þeir koma og njóta margra skemmti- legra stunda við alls kyns afþrey- ingu. Svo eru norðurljósin kaup- auki þegar þau sjást og það er alls ekki sjaldan.“ Engin ljósmengun er frá byggð í kringum Hótel Rangá og eru úti- ljósin einfaldlega slökkt þegar von er á norðurljósum. Gestir, sem langar að sjá norðurljós, láta vita af því í gestamóttökunni. Næt- urvörður hótelsins er alla nóttina á útkíkki eftir norðurljósum. Þeg- ar þeirra verður vart eru gestirnir vaktir. „Það er afar skemmtilegt að sjá fullt af fólki á náttfötunum úti á hlaði um miðjar nætur að skoða norðurljósin,“ sagði Friðrik. „Það er afar gaman að sjá hvað þetta hefur aukist.“ Í haust hafa nokkrir hópar ferðamanna gist uppi á Hraun- eyjum til að skoða norðurljós, enda er oft minni skýja- hula inn til landsins en nær ströndinni. Hótel Háland, sem er í næsta nágrenni við Hrauneyjar, verður opnað 1. febrúar næstkomandi og verður opið fram á vor. Það er gert vegna mik- illar eftirspurnar eftir norðurljósaferðum, að sögn Friðriks Páls- sonar. Gengur ágætlega að selja norðurljós  Ferðamenn koma víða að úr heiminum til að sjá norðurljósin  Aðsóknin að norðurljósaferðunum hefur vaxið ár frá ári  Gestir vilja láta vekja sig um miðjar nætur þegar sést til norðurljósanna Morgunblaðið/hag Norðurljós Útlendingar flykkjast hingað til lands í þeiri von að sjá ljósin dansa í heiðríkju heimskautamyrkursins. „Það þarf þrennt að ganga upp til þess að það sjáist norður- ljós,“ sagði Friðrik Pálsson, ferðafrömuður og hótelhaldari. „Það þarf að vera rétt sólvirkni, sæmilega heiðskírt og myrkur. Við þurfum ekki að kvarta und- an skorti á myrkri á þessum árstíma.“ Hann sagði þann vanda fylgja norðurljósasölu að maður þurfi að geta afhent vöruna sem boð- in er. Íslandsstofa hélt ráðstefnu 1. desember síðastliðinn, „Norð- urljós – vannýtt auðlind“, um hvernig ætti að selja norður- ljósin. Endurtaka á fundinn á Norðurlandi í næsta mánuði, að sögn Friðriks. Hann sagði þetta vera hluta af átaksverkefninu „Ísland allt árið“ sem unnið verður að næstu þrjú árin. Friðrik kvaðst binda miklar vonir við að verk- efnið skilaði miklum árangri í að auka ferðamannastraum- inn þannig að hingað streymdu ferðamenn árið um kring. Vannýtt auð- lind á himni NORÐURLJÓSIN Friðrik Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.