Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Eyðilegging mannsins ímulningsvél alræðisinser helsta viðfangsefninóbelsskáldsins Hertu Müller. Þegar Müller kom hingað á bókmenntahátíð í Reykjavík í haust flutti hún magnaða ádrepu í þágu mannréttinda. Í skáldsögunni And- arslætti fjallar hún um lífið í rúss- neskum þrælkunarbúðum á seinni hluta fimmta áratugar 20. aldar. Leópold Auberg er þýskur Rúmeni og er í janúar 1945 sendur 17 ára í búðirnar Nova-Gorlovka í Úkraínu, sem heyrði undir Sovétríkin. Eins og fram kemur í eftirmála höfundar krafðist Stalín þess að rúmenska stjórnin framseldi alla Þjóðverja búsetta í Rúmeníu til „uppbygging- arstarfs“ í Sovétríkjunum. Allir karlar og konur á aldrinum 17 til 45 ára voru send í þrælkunarbúðir. Þar á meðal var móðir Müller. Müller byrjaði 2001 að skrásetja samtöl við fólk, sem hafði sætt þessum örlögum. Einn þeirra var vinur hennar, skáldið Oskar Pasti- or. Í upphafi ætluðu þau að skrifa bókina í sameiningu. Hann lést hins vegar 2006. Hún ákvað á endanum að skrifa skáldsögu, sem hún kveðst aldrei hefðu getað gert án upplýsinganna frá Pastior „um hvunndaginn í nauðungarvinnunni“. Eftir að bókin kom út kom í ljós að Pastior hafði verið uppljóstrari fyrir rúmensku öryggislögregluna, Securitate. Deilt er um umfang uppljóstrana hans og hafa vaknað spurningar um að honum hafi verið settir afarkostir og hótað með því að verða sendur í gúlagið á nýjan leik. Müller kvaðst hafa fyllst beiskju og reiði þegar hún frétti að Pastior hefði verið handgenginn Securitate og bætti við að sennilega hefði hún skrifað bókina með öðrum hætti hefði hún vitað af því. Hvað sem því líður er And- arsláttur mögnuð bók. Það hefur ekki verið létt verk að þýða bókina. Müller hefur persónulegan stíl og á það til að slengja saman orðum. Heiti bókarinnar er dæmi um það. Á þýsku heitir hún Atemschaukel og er heitið sett saman úr orðunum andardráttur og róla. Andarsláttur er hugvitssamleg þýðing hjá Bjarna Jónssyni á heitinu og í það heila hefur hann unnið gott verk og vandað. Müller dregur fram sterkar myndir af lífinu og dauðanum í þrælkunarbúðunum. Allir búa við þröngan kost og ömurlegar að- stæður. Hungrið er viðvarandi. Hver munnbiti skiptir máli og ekk- ert má fara til spillis. „Í þrælkunarbúðunum var ósk- hyggjan tekin frá manni,“ segir á einum stað. „Maður þurfti hvorki né langaði að taka ákvörðun um nokkurn skapaðan hlut.“ Við þessar ómanneskjulegu að- stæður eru haldreipin fá. „Ég veit að þú snýrð aftur,“ voru kveðjuorð ömmu hans og þau óma í huga hans. Í kampinum hefur hann með- ferðis hvítan vasaklút, sem hann „geymdi fram á síðasta dag í koff- ortinu mínu sem eins konar minja- grip um móður og son“. Hvíti vasa- klúturinn er hlutur, sem á alls ekki heima í þrælkunarbúðunum, og í því felst gildi hans. Vasaklútur kemur fyrir annars staðar í skrifum Müller. Í ritgerð- inni Jedes Wort weiss etwas vom Teufelskreis í bókinni Immer der- selbe Schnee und immer derselbe Onkel segir Müller frá því að móðir sín hafi alltaf spurt hvort hún væri með vasaklút þegar hún kvaddi hana á morgnana. Hún kveðst óska sér þess að hún ætti setningu fyrir alla þá, sem í einræðisríkjum allt fram á okkar daga eru sviptir virð- ingu sinni og spyr: „Getur verið að þessi spurning um vasaklútinn hafi aldrei snúist um vasaklútinn heldur hina sáru einsemd manneskj- unnar?“ Í byrjun árs 1950 kemur Leó heim úr fangabúðunum, en hann er langt frá því að vera laus og lok- aður inni í sjálfum sér. Honum líð- ur eins og umskiptingi á heimilinu, þar sem hann hafði alist upp í sautján ár. „Af hverju get ég ekki orðið frjáls?“ spyr hann. Andarsláttur er áhrifarík bók. Müller nær áhrifum sínum ekki fram með stórbrotnu orðskrúði, heldur nákvæmum lýsingum á hinu hversdagslega, hvort sem það er burður á sementspokum eða bar- áttan við lúsina, svo úr verður af- gerandi vitnisburður um líf við stjórnarfar þar sem einu gildir um manneskjuna. Morgunblaðið/Kristinn Andarsláttur Eyðilegging mannsins í mulningsvél alræðisins er helsta viðfangsefni nóbelsskáldsins Hertu Müller. Andarsláttur bbbbb Herta Müller. Bjarni Jónsson þýddi. Útgefandi Ormstunga, 2011. KARL BLÖNDAL BÆKUR Þar sem einu gildir um manneskjuna Það þarf ekki mikið til aðhrista upp í lífinu í litlumsjávarplássum úti á landiog það gerðist sannarlega í sjávarplássinu sem fjallað er um í bókinni Eitt andartak í einu þegar ófrísk stúlka birtist þar einn daginn. Ekki síst þegar stúlkan sú á vafa- sama fortíð. Sólveig á þó rætur sínar að rekja í plássið og kynnist fljótt Lárusi, sem er heimamaður og vel liðinn af öllum. Þau verða ástfangin og bókin rekur sögu þeirra, sem vissulega er nátengd sögu þorpsins og fólksins sem þar býr. Þetta er fyrsta skáldsaga Hörpu en áður hefur hún sent frá sér barnabókina Ferðin til Samiraka og ljóðabókina Húsið. Einn helsti kostur bókarinnar er umhverfið en höfundur dregur upp mynd af skemmtilegum en þó eilítið sérstökum bæjaranda í sjávarpláss- inu. Umhyggja fólksins hvers fyrir öðru er áþreifanleg en þrátt fyrir það er vissulega mikið kjaftað um náungann, eins og gerist gjarnan í litlum bæjum. Einhvern veginn er samt fallegur andi sem svífur þar yf- ir og sú fegurð er fólgin í því hve vænt fólkinu þykir um bæinn sinn. Sú umhyggja er jafnáþreifanleg og umhyggja þeirra hvers fyrir öðru. Það eru margar áhugaverðar per- sónur í bókinni og margar sem hefði verið gaman að kynnast betur. Gall- inn er hins vegar að þetta eru mjög margar persónur í einni skáldsögu og afleiðingin verður sú að lesandinn kynnist fæstum þeirra almennilega. Ég náði aðallega tengslum við að- alpersónuna, Lárus, og mögulega við Sissu, sem kemur líka mikið við sögu í bókinni. Þannig verður persónusköpunin flöt og persón- urnar renna jafnvel saman í eina því engin þeirra nær almennilega flugi. Þetta háir sögunni verulega. Eins eru kaflarnir í bókinni stund- um heldur stuttir og ekki endilega samhengi á milli þeirra. Þannig hafði ég stundum á tilfinningunni að ég hefði flett yfir nokkra kafla þegar ég las bókina, sem þó var ekki raun- in. Þrátt fyrir að bókin skilji ekki mikið eftir sig er hún þó þannig að auðvelt er að lesa hana til enda af áhuga. Það var auðvelt að halda at- hyglinni við lesturinn og ég greip fljótt til hennar á dauðum stundum. Ætli þar hafi ekki helst komið til áhugi fyrir því hvernig þetta endaði hjá Lárusi sem og öðrum persónum. Í hnotskurn er bókin ágætis af- þreying þótt persónusköpunin mætti vera betri. Það er skemmti- legt að upplifa bæjarbraginn. Um- hverfið og náttúran þar í kring er heillandi og áður en maður veit af er maður í huganum farinn að heim- sækja þetta skemmtilega pláss þar sem býr fjöldinn allur af fjöl- breytilegu og líflegu fólki. Morgunblaðið/Kristinn Frumraun Eitt andartak í einu er fyrsta skáldsaga Hörpu Jónsdóttur. Fegurð og ást í litlu sjávarplássi Eitt andartak í einu bbmnn Eftir Hörpu Jónsdóttur. 220 bls. Salka gefur út. SVANHVÍT LJÓSBJÖRG BÆKUR Árni Matthíasson arnim@mbl.is Unnur Guttormsdóttir sendi á dög- un frá sér ljóðabókina Það kviknar í vestrinu, sem Ormstunga gefur út. Unnur er einn af stofnendum áhuga- leikfélagsins Hugleiks og hefur skrifað leikverk fyrir hópinn, en hef- ur ekki áður gefið út ljóð. Eins og hún lýsir því fór hún nánast að fást við ljóðformið fyrir tilviljun þegar hún hóf háskólanám í ritlist fyrir áratug til að ná betri tökum á leikrit- uninni. „Ritlistin byrjaði á ljóðakúrsi hjá Nirði P. Njarðvík og hann setti okk- ur fyrir að semja ljóð um hitt og þetta og svo ræddum við ljóðin í framhaldinu, en ég hafði ekki áður samið ljóð. Svo þegar kúrsinn var búinn fór ég að skrifa ljóð eftir minningum um það er ég var í sveit í Grundarfirði og þá fannst mér sem það væri ekki galið að hafa þessar minningar úr sveitinni sem þema í bók,“ segir Unnur, en hún var send í sveit til móðursystur sinnar í Eyr- arsveit við Grundarfjörð og má geta þess að hún helgar bókina móð- ursystur sinni, Jarþrúði Ásmunds- dóttur á Kverná. „Þangað fór ég í fyrsta sinn þegar ég var sex ára og svo á hverju sumri eftir það þangað til ég varð sextán ára og þar leið mér ákaflega vel. Ég er fædd og uppalin á Tjarnarbakkanum í Reykjavík en komst í allt annan heim fyrir vestan, enda var vélvæðingin rétt að hefjast þar í sveitinni, fyrstu árin var raf- magn fengið úr ljósavél og á bænum voru engar dráttar- eða rakstr- arvélar fyrstu sumrin.“ Unnur er enn að semja ljóð og segir að þetta knappa form henti sér vel, en hún gerir aftur á móti minna af því að semja leikrit sem stendur, það er helst að það verði til einþátt- ungar sem eru þá oft einleikir. „Ljóðformið á vel við mig, að vera að glíma við eina hugsun og raða saman orðunum í ljóð.“ Hvað varðar viðfangsefni næstu ljóðasyrpu segist hún vera að bræða það með sér hvort ekki sé vert að fjalla aðeins um miðbæinn þar sem hún hefur búið að segja alla ævi og býr enn. „Nú er ég búin að losa mig við minningarnar að vestan, búin að koma þeim í ljóð og þá tekur það næsta við og það hefur líka margt breyst í miðbænum.“ Glíma við eina hugsun og orð  Unnur með minningar í ljóðum frá Kverná í Eyrarsveit við Grundarfjörð Morgunblaðið/Jim Smart Skáld Unnur Guttormsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.