Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mannskæðar sprengjuárásir sem gerðar voru í Bagdad í gær beindu athyglinni að vaxandi togstreitu milli súnníta og sjíta í Írak og deilum sem gætu orðið til þess að landið liðaðist í sundur. Yfirvöld sögðu að 63 manns hefðu beðið bana og 185 særst í tíu sprengjuárásum sem beindust eink- um að hverfum sjíta í Bagdad. For- seti íraska þingsins, Osama al-Nuj- aifi, fordæmdi tilræðin og sagði þau „ógna einingu ríkisins“. Það sama má reyndar segja um pólitísku togstreituna því hún hefur orðið til þess að þjóðstjórnin í Írak virðist riða til falls, um ári eftir að hún var mynduð með það að mark- miði að tryggja einingu landsins. Varaforseti á flótta Deilurnar í stjórninni eru orðnar svo harðvítugar að áhrifamesti stjórnmálamaður súnníta, Tariq al- Hashemi varaforseti, hefur flúið frá höfuðborginni og dvelur nú á sjálf- stjórnarsvæði Kúrda. Hashemi flúði eftir að gefin var út handtökutilskip- un á hendur honum vegna ásakana um að hann hefði fyrirskipað lífvörð- um sínum að myrða pólitíska and- stæðinga hans og staðið fyrir nýlegri sprengjuárás í Bagdad. Hashemi neitar þessu og segir ásakanirnar lið í valdabrölti for- sætisráðherrans Nuris al-Malikis, sem er sjíti og sakaður um að hafa ýtt fulltrúum súnníta til hliðar og fært öll völdin í hendur sjíta. Maliki hefur krafist þess að yfir- völd á sjálfstjórnarsvæði Kúrda framselji Hashemi. Hann krefst einnig þess að aðstoðarforsætisráð- herranum og súnnítanum Saleh al- Mutlak verði vikið frá vegna þess að hann lýsti Írak sem „einræðisríki“. Flokkur súnnítanna tveggja, Ira- qiya, er með 91 þingmenn af alls 325 og margir þeirra eru hættir að sitja þingfundi, auk þess sem níu ráð- herrar flokksins neita að mæta á fundi þjóðstjórnarinnar. Mutlak aðstoðarforsætisráðherra sakaði Maliki um valdaeinokun og skírskotaði m.a. til þess að forsætis- ráðherrann stjórnar sjálfur ráðu- neytum varnar- og innanríkismála og ræður þar með yfir öllum öryggis- sveitum landsins. „Pólitíska ferlið sem átti að leiða til lýðræðis í Írak hefur í raun orðið til þess að einn flokkur er við völd og einn maður stjórnar landinu,“ sagði Mutlaq í við- tali við breska ríkisútvarpið. „Ég ótt- ast að tómarúmið vegna skortsins á pólitískri einingu verði til þess að landið liðist í sundur, klofningurinn verði eftir að stríð blossi upp og hon- um fylgi stríð vegna deilna um landa- mæri og náttúruauðlindir.“ Þrjú héruð súnníta hafa lýst yfir stofnun heimastjórnar og margir íbúanna vilja að þau verði sameinuð líkt og sjálfstjórnarsvæði Kúrda. Að- skilnaðarsinnaðir súnnítar við landa- mærin að Sýrlandi hafa sótt í sig veðrið á síðustu vikum og hvatt til vopnaðrar baráttu gegn stjórninni í Bagdad. Óttast að Írak liðist í sundur  Togstreita milli súnníta og sjíta gæti leitt til pólitískrar upplausnar og stríðs Reuters Blóðbað Her- og lögreglumenn á vettvangi sprengjuárásar í Bagdad. ÞJÓÐERNISSKIPTINGIN Í ÍRAK M j ö g s t r j á l b ý l t ÞJÓÐERNIS- OG TRÚARHÓPAR Íbúafjöldi: 26.074.906 (áætlaður í júlí 2005) Trúarhópar Sjítar 60% - 65% Súnnítar 32% - 37% Aðrir 3% Þjóðernishópar Arabar 75% - 80% Kúrdar 15% - 20% Aðrir* 5% Heimildir: Global Security, CIA World Factbook Tikrit Svæði Kúrda Svæði sjíta Svæði súnníta Helgur staður sjíta Borg með fleiri en 500.000 íbúa Höfuðstaður héraðs Kerbala Najaf Basra SÁDI-ARABÍA 100 km SÝRLAND Mosul Arbil Kirkuk Bagdad ÍRAN TYRKLAND KÚVEIT Konur skreyttar gömlum happdrættismiðum fylgjast með drætti í El Gordo, „Hinum feita“, árlegu happdrætti á Spáni. Vinningarnir námu alls 2,5 milljörðum evra, eða 400 milljörðum króna. Aðalvinningurinn skiptist á 1.800 miða og hver þeirra fær andvirði 60 milljóna króna. Reuters Vinningar að andvirði 400 milljarða dregnir út Nefnd réttarlækna í Noregi hefur staðfest þá niðurstöðu tveggja réttargeðlækna að fjölda- morðinginn, sem varð alls 77 manns að bana 22. júlí, væri ósakhæfur vegna ofsóknargeðklofa sem hann hefði lengi verið haldinn, að sögn norskra fjölmiðla í gær. Norska fréttastofan NTB hafði eftir formanni nefndarinnar, Karl Heinrik Melle, að hún hefði ekki andmælt neinum veigamiklum atriðum í skýrslu sem réttargeðlæknarnir afhentu héraðs- dómi í Osló 29. nóvember. Dómstóllinn hefur loka- orðið um sakhæfi hins ákærða og getur komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur. Norskir dómstólar hafa þó yfirleitt farið eftir mati réttar- geðlækna. Norska ríkisútvarpið hafði eftir Mette Yvonne Larsen, lögmanni fórnarlamba fjöldamorðingjans eða fjölskyldna þeirra, að hún hygðist óska eftir því að dómstóllinn fæli öðrum réttargeðlæknum að meta hvort fjöldamorðinginn væri sakhæfur. Hún sagði að niðurstaða nefndarinnar væri „tor- skilin“. Ríkissaksóknarinn Svein Holden kvaðst ekki hafa tekið afstöðu til niðurstöðu nefndarinn- ar. bogi@mbl.is Norskir sérfræðingar telja fjöldamorðingjann ósakhæfan  Lögmaður fórnarlamba vill að dómstóll óski eftir nýju mati sálfræðinga Nefndin sögð hafa klofnað » Norska ríkisútvarpið kvaðst hafa heimildir fyrir því að þrír af sjö nefndarmönnum hefðu efasemdir um þá niðurstöðu að fjöldamorð- inginn væri ósakhæfur. » Formaður nefndar réttarlæknanna vildi ekki svara því hvort ágreiningur hefði verið um þetta í nefndinni. Íbúum Norður-Kóreu hefur verið sagt að votta minningu Kims Jong- Ils virðingu sína að minnsta kosti þrisvar sinnum á dag opinberlega, að sögn suðurkóresks sérfræðings í málefnum landsins. Þegar faðir leiðtogans, Kim Il-Sung, dó árið 1994 dugði ein ferð á dag til að sýna sorgarviðbrögð. „Norður-Kóreumenn eru mjög meðvitaðir um að þeir þurfa að láta í ljós sorg sína þegar æðsti leiðtogi þeirra deyr, til að komast hjá því að grunsemdir vakni um hollustu þeirra,“ sagði Kim Young-Soo, pró- fessor við Sogang-háskóla í Seúl. „Þeir hafa lært af reynslunni að því sterkari sem sorgarviðbrögðin eru því betra.“ Reuters Viðbrögð N-Kóreumenn gráta. Harmað þrisvar á dag Norður-Kórea Kona ól tveggja höfða sveinbarn á sjúkrahúsi í bænum Anajas í Brasilíu nýlega og læknar segja að hann virðist við góða heilsu. Konan hafði haldið að hún gengi með tvíbura. Þegar læknar sáu að barnið var með tvö höfuð var ákveðið að taka það með keis- araskurði. Barnið er með tvo heila, tvo hryggi en eitt hjarta, að sögn fréttaveitunnar Reuters. Fæddist með tvö höfuð Brasilía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.