Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 19
henni er raðað í verndarflokk í drög- um að þingsályktunartillögu um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Umrót í pólitíkinni tefur HS Orka er með í undirbúningi nýjar virkjanir í Eldvörpum og Aust- urengjum í Krísuvík til að útvega ál- verinu viðbótarorku. Í báðum til- vikum eru skipulagsmálum ólokið þannig að ekki hefur verið hægt að gera nauðsynlegar rannsóknir með borunum. Eldvörp eru í landi Grindavík- urbæjar og er gert ráð fyrir 50 MW virkjun þar í nýju aðalskipulagi bæj- arfélagsins sem bæjarstjórn hefur samþykkt og sent til Skipulagsstofn- unar. Skipulagið hefur verið lengi í vinnslu og dregist, ekki síst vegna hræringa í pólitíkinni á staðnum. Ein- hverjar raddir eru uppi um að rétt sé að auglýsa skipulagið á ný. Það myndi tefja ferlið enn frekar. Skipu- lagið er unnið samkvæmt eldri lögum og því tekur það ekki gildi fyrr en við staðfestingu umhverfisráðherra. Krísuvík er innan marka Hafn- arfjarðarbæjar og bærinn á land og jarðhitaréttindi í Austurengjum. HS Orka er í viðræðum við stjórnendur bæjarins um nýtingu og skipulagsmál og munu viðræður vera í góðum gangi. Þótt samningar náist er mikið ferli eftir áður en hægt verður að virkja þar. Kostnaður 300-350 milljarðar Áætla má að heildarkostnaður við fyrstu tvo áfanga álvers í Helguvík verði 220 til 240 milljarðar króna. Inni í þeirri fjárhæð er bygging ál- vers, virkjana, háspennulína og hafn- armannvirkja. Búið er að leggja í hluta kostnaðarins. Þannig hefur komið fram að Norðurál hefur nú þegar lagt 15-20 milljarða í undirbún- ing og byggingu álvers. Orkuveita Reykjavíkur hefur byggt Sleggjuna við Hellisheiðarvirkjun og HS Orka lagt í kostnað við undirbúning stækk- unar Reykjanesvirkjunar. Heildarkostnaður við álverið full- byggt er talsvert meiri, eða 300 til 350 milljarðar króna. Margoft hefur komið fram hjá stjórnendum Norðuráls að þeim sé ekkert að vanbúnaði að hefjast handa á nýjan leik, þegar orkuöflunin verð- ur tryggð. Þeir hafa í mörg ár búið í haginn fyrir þetta verkefni og telja sig örugga með fjármögnun á sínum hluta kostnaðar, þótt ekki sé hægt að ganga endanlega frá neinu fyrr en fleiri endar hafi verið hnýttir. Í fyrsta lagi eftir þrjú ár Talið er að byggingarfram- kvæmdir og orkuöflun fyrir fyrsta áfanga taki tvö til tvö og hálft ár. Það þýðir að ef Norðuráli og orkufyr- irtækjunum tekst að uppfæra samn- inga sína á fyrri hluta næsta árs og greitt verði úr öðrum úrvinnslu- málum í sambandi við öflun orkunnar og flutning ætti að vera hægt að gangsetja álver í Helguvík í lok árs 2014. Augljóst er að allt þarf að ganga upp til að svo geti orðið. Annars sýnir reynslan úr Helguvík að óvarlegt er að nefna ártöl, hvað þá nánari tíma- setningar, gangsetningar álvers. Áhrifin verða mikil frá fyrsta degi því bygging álvers og virkjana skapa mikil umsvif og vinnu á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu – í hagkerf- inu öllu. Ekki virðist veita af. fyrirtækjum landsins. Fram hefur komið að Norðurál hefur átt í við- ræðum við Landsvirkjun um að leggja til raforku. Ekki á áætlun Orkuveita Reykjavíkur hafði skuldbundið sig til þess að útvega meirihluta orkunnar í annan áfanga á móti HS Orku. OR hefur lagt í millj- arða kostnað við undirbúning Hvera- hlíðarvirkjunar í þeim tilgangi en virkjunin er þó ekki inni í áætlunum fyrirtækisins. Meðal annars voru pantaðir tveir hverflar frá Japan. Orkuveitan hefur talið sig eiga erfitt með að fjármagna virkjunina og hald- ið því fram að orkusölusamningur við Norðurál væri fallinn úr gildi. Þar er sama uppi á teningnum og í samn- ingum Norðuráls og HS Orku. Orku- veitan vill hærra verð. Vísa má meðal annars til samþykktrar heildarstefnu félagsins þar sem gert er ráð fyrir meiri arðsemi en gengið var út frá í arðsemisútreikningum sem liggja að baki orkusölusamningnum. Það kann að vera í einhverjum takti við hækk- un raforkuverðs í Evrópu sem for- stjóri Landsvirkjunar hefur bent á við kynningu á stefnumörkunarvinnu fyrir það félag. Orkusölusamningur OR mun vera svipaður samningum HS Orku. Því má gera ráð fyrir að niðurstaða gerð- ardómsins slái tóninn við úrlausn þess hvort samningur OR og Norðuráls sé í gildi eða ekki, þótt hann snúi að öðru fyrirtæki. Málið er þó óútkljáð og eru stjórnendur Orkuveitunnar að fara yf- ir málið. Framundan gætu verið erf- iðar samningaviðræður. Lífeyrissjóðirnir hafa sýnt áhuga á að taka þátt í fjármögnun Hverahlíð- arvirkjunar. Þeir bíða átekta. For- sendan er í því eins og öðru að útlit sé fyrir ásættanlega arðsemi af fjárfest- ingunni. Auk Hverahlíðarvirkjunar hafði OR áform um virkjun í Gráumóum og jafnvel Bitru vegna seinni áfanga ál- versins. Þau mál eru styttra á veg komin og raunar eru líkur á að Bitru- virkjun verði ekki heimiluð þar sem 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 M bl 13 11 86 2 • Undirföt • Náttföt • Náttkjólar • Sloppar • Heimagallar Hæðasmára 4 - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Sími 555 7355 - www.selena.is Opið á morgun, aðfangadag, kl. 10-13 Gjöfin hennar Opið í dag kl. 10-22 Gjafakort Afstaða Vogamanna til loftlína skapar óvissu Sveitarfélögin á Suðurnesjum gera ráð fyrir lagn- ingu nýrrar Suðurnesjalínu á skipulagi sínu. Hafn- arfjarðarbær hefur ekki gengið frá skipulagsbreyt- ingum. Þá skapar það óvissu við framkvæmdina að meirihluti bæjarstjórnar Voga hefur hafið undirbún- ing að breytingum á skipulagi þar sem þess er kraf- ist að línan verði lögð í jarðstreng í gegnum bæj- arfélagið. Álver verður ekki byggt í Helguvík og fleiri virkj- anir ekki byggðar á Suðurnesjum nema flutningur orku verði tryggður og aukinn með lagningu Suð- urnesjalínu. Landsnet hefur undirbúið verkefnið. Umhverfismati er lokið og unnið er að öðrum fram- gangi þess. Þannig er búið að semja við einhverja landeigendur á línuleiðinni en samningar hafa ekki tekist við aðra. Málið er þó ekki komið á það stig að óska þurfi eftir eignarnámsheimild. Endurnýja á Suðurnesjalínu í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn felst í því að leggja nýja línu við hlið núverandi, með tengingu til Reykjanesvirkjunar og Helguvíkur. Stjórnendur Landsnets segja að hún sé nauðsynleg til að tengja Suðurnes með öruggum hætti við landskerfið, þar á meðal þær virkjanir sem þegar hafa risið. Því þurfi að byggja hana hvort sem ráðist verði í orkufrekan iðnað í Helguvík eða ekki. Línan er hins vegar forsenda slíkrar framkvæmdar. Seinni áfanginn felst í því að núverandi Suð- urnesjalína verður rifin og öflug háspennulína lögð í staðinn. Þörf verður á henni þegar fleiri virkjanir bætast við á Suðurnesjum og seinni áfangar álvers. Landsnet treystir sér ekki til að lofa því að færa háspennulínurnar í jörð vegna aukins kostnaðar fyr- ir raforkunotendur, nema að undangenginni umfjöll- un Alþingis. Slík umræða gæti farið fram í þinginu í vetur og næsta vetur vegna þingsályktunartillögu umhverfis- og samgöngunefndar um skipan nefndar til að móta stefnu um lagningu raflína í jörð. Það er ógn við Helguvíkurverkefnið ef bæj- arstjórn Voga veitir ekki framkvæmdaleyfi fyrir loftlínum, þegar á það reynir, eða getur að minnsta kosti tafið fyrir. Landsnet hyggst óska eftir fundum með fulltrúum sveitarstjórnanna á línuleiðinni fljótlega eftir ára- mót til að fara yfir stöðu mála. Morgunblaðið/ÞÖK Raflínur Ekki er lokið undirbúningi vegna lagningar nýrra háspennulína til að tengja Suðurnesin betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.