Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Nú fer að höndum hátíð sú, er heimi færði von og trú. Frelsari heimsins fæddur var, í fullvissu Guðs um bænasvar. Á jólanótt þá bárust mönnum boð, um barn í jötu, sonur Guðs hann var. Í litlu hreysi vafinn inn í voð, er vöktu englar yfir honum þar. Og fjárhirðarnir komu á hans fund, er fréttin barst, og gleðin ríkti nú. Við fögnuð þann var friðsæl þessi stund, og fullkomnaðist von í þeirra trú. Hér hafði ræst, sem ritað var um það, er raddir spáðu; lýðnum glæddist von. Að sjálfur Guð á góðri stund og stað, af stofni Ísai fæðast léti son. Í Betlehem var barnið fætt er nú, bárust engla raddir út um geim. Af kvisti þessum kærleikans og trú, kemur Guð með frið um allan heim. Lofsyngið Drottni, lofið nafnið hans, úr lindum ausið, fagnið öll með honum. Því máttur Guðs með fæðing frelsarans, færir mönnum ljós í nýjum vonum. Nú ljómar yfir Drottins mikla dýrð, og dásamlegur söngur engla hljómar. Þér berast jólin, þangað sem þú býrð, því fögnuður um Jesú endurljómar. Á jólanótt Eftir Sigurð Rúnar Ragnarsson Sigurður Rúnar Ragnarsson Höfundur er sókn- arprestur í Norð- fjarðarprestakalli. V i n n i n g a s k r á 34. útdráttur 22. desember 2011 A ð a l v i n n i n g u r Toyota Avensis Toyota Land Cruiser Kr. 5.000.000 kr. 10.000.000 (tvöfaldur) 6 0 0 7 6 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 8 7 5 2 4 9 0 4 3 5 6 4 5 6 5 9 3 6 8 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3407 22581 36861 47104 53519 73577 13202 24881 42165 51067 60714 77715 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 5 1 8 9 6 8 6 1 7 6 9 4 2 8 6 3 3 3 6 6 4 8 4 4 9 5 3 5 4 5 4 2 6 3 5 8 6 2 0 5 6 9 9 3 9 1 8 3 2 1 2 8 6 7 5 3 8 3 9 5 4 6 0 2 2 5 7 4 5 1 6 6 1 4 5 2 5 6 6 1 0 4 1 2 1 8 5 2 8 2 9 7 1 2 3 9 8 6 5 4 9 3 5 2 5 8 1 3 2 6 7 2 6 0 3 5 4 7 1 1 7 9 8 1 9 0 4 9 3 0 0 2 0 4 1 7 4 5 4 9 5 1 1 5 8 3 8 4 6 7 8 9 3 3 9 2 8 1 2 2 0 1 1 9 4 6 9 3 1 7 2 7 4 1 8 9 9 5 0 0 6 8 5 8 6 7 3 7 2 2 3 8 4 7 9 1 1 3 6 2 4 2 1 2 3 9 3 2 1 3 0 4 2 1 2 8 5 1 1 0 6 6 0 2 7 7 7 2 3 2 9 5 3 2 7 1 4 2 9 4 2 2 5 4 4 3 3 4 2 2 4 2 6 6 9 5 1 5 3 6 6 0 7 7 1 7 2 7 1 4 7 2 9 1 1 4 6 7 3 2 3 2 7 5 3 4 3 4 3 4 3 7 1 7 5 2 4 1 1 6 1 7 6 3 7 3 0 8 2 7 8 0 7 1 5 1 5 1 2 7 2 8 0 3 5 5 8 6 4 3 7 5 8 5 2 9 7 7 6 1 8 7 1 7 6 0 8 1 8 0 5 3 1 7 0 5 8 2 8 2 8 7 3 5 6 7 8 4 4 9 4 7 5 3 5 8 4 6 2 1 6 7 7 9 3 1 8 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 8 2 5 1 1 0 9 9 2 0 0 1 7 3 1 3 8 9 4 1 0 1 3 5 1 0 8 0 6 3 2 6 6 6 9 9 9 8 1 0 8 1 1 1 1 6 5 2 0 4 8 1 3 1 7 0 2 4 1 4 4 6 5 1 5 2 3 6 3 3 2 6 7 0 1 8 9 1 2 2 7 1 1 5 0 0 2 0 9 2 2 3 1 8 4 1 4 1 8 3 8 5 2 0 7 1 6 3 3 7 0 7 0 6 2 2 1 6 6 0 1 1 9 8 9 2 1 1 1 8 3 1 9 6 1 4 1 9 7 7 5 2 7 5 7 6 3 5 7 3 7 1 7 6 6 1 7 5 7 1 2 0 4 4 2 1 6 1 3 3 2 2 6 9 4 2 0 5 8 5 2 9 7 4 6 3 6 8 2 7 2 1 7 9 1 9 2 7 1 2 8 2 9 2 2 2 6 5 3 2 4 2 7 4 2 8 9 3 5 3 2 5 6 6 3 8 2 9 7 2 6 7 4 2 0 3 6 1 2 9 9 1 2 2 3 1 0 3 2 7 3 3 4 3 3 0 3 5 3 6 3 0 6 3 8 3 0 7 3 0 3 2 2 2 2 8 1 3 1 6 5 2 2 3 8 6 3 2 9 9 4 4 3 3 9 9 5 3 9 6 3 6 3 8 9 8 7 3 6 6 3 2 3 0 9 1 3 4 9 9 2 2 9 1 2 3 3 0 5 7 4 3 6 9 3 5 5 7 6 4 6 4 2 5 0 7 4 4 9 0 2 4 5 6 1 3 5 3 0 2 2 9 5 3 3 3 6 2 9 4 3 7 1 6 5 5 8 3 3 6 4 3 0 3 7 4 7 1 6 2 8 2 0 1 3 6 2 3 2 3 0 4 9 3 3 7 6 7 4 4 5 1 8 5 6 0 0 9 6 4 3 6 3 7 4 7 1 7 3 1 3 9 1 3 6 2 9 2 3 0 9 1 3 4 5 3 5 4 5 3 0 9 5 6 6 8 0 6 4 7 5 6 7 5 3 0 5 3 2 1 3 1 3 7 8 6 2 3 1 1 3 3 4 5 3 9 4 5 4 0 2 5 6 9 0 7 6 5 1 5 6 7 5 4 4 6 3 4 1 9 1 4 6 2 2 2 3 4 7 2 3 4 7 8 7 4 5 5 6 3 5 7 3 0 3 6 5 3 2 9 7 5 4 5 3 4 7 3 6 1 5 0 8 4 2 3 6 6 2 3 5 1 9 7 4 6 1 6 8 5 7 3 4 1 6 5 3 5 2 7 5 4 9 2 5 0 4 7 1 5 0 9 2 2 3 6 7 7 3 5 6 9 5 4 6 6 6 0 5 7 5 5 3 6 5 3 9 2 7 6 4 8 9 5 3 5 1 1 5 2 1 7 2 3 7 4 7 3 5 9 4 5 4 7 0 3 7 5 7 5 9 2 6 5 6 0 3 7 6 6 3 5 5 9 0 5 1 5 2 9 0 2 4 0 9 0 3 6 0 0 3 4 7 2 2 2 5 7 6 4 2 6 5 6 8 1 7 6 9 5 2 6 9 0 4 1 5 6 4 6 2 4 2 0 6 3 6 0 0 8 4 7 2 3 7 5 8 0 0 0 6 6 0 4 2 7 7 2 7 6 6 9 3 0 1 5 8 9 2 2 4 2 1 0 3 6 0 2 7 4 7 4 3 8 5 8 4 2 1 6 6 2 9 4 7 7 4 4 3 7 3 0 1 1 6 2 1 7 2 4 2 6 2 3 6 2 1 7 4 7 5 0 7 5 8 9 5 9 6 6 9 6 6 7 7 9 5 3 8 3 8 7 1 6 3 3 5 2 4 3 1 5 3 6 2 4 5 4 7 7 2 2 5 9 2 8 2 6 7 2 6 4 7 8 6 8 6 9 0 4 4 1 6 4 2 5 2 4 5 6 2 3 6 2 5 4 4 8 0 9 1 5 9 4 4 2 6 7 8 2 7 7 8 7 1 5 9 1 5 5 1 7 0 7 6 2 6 6 8 3 3 7 5 7 7 4 8 8 6 6 5 9 6 3 8 6 8 2 5 7 7 9 1 3 2 9 3 8 7 1 7 3 8 9 2 6 9 1 1 3 7 8 3 8 4 8 8 8 8 5 9 8 2 2 6 8 3 0 2 7 9 6 0 0 9 4 8 1 1 7 4 9 9 2 7 5 4 2 3 8 6 7 6 4 8 9 2 8 5 9 9 0 7 6 8 4 1 1 7 9 6 8 6 9 8 5 6 1 7 5 9 5 2 9 4 0 7 3 8 7 2 2 4 9 2 8 7 6 0 3 6 7 6 8 7 2 1 1 0 0 5 6 1 8 1 2 3 2 9 8 2 6 3 9 0 0 8 4 9 7 6 7 6 0 7 9 7 6 9 2 6 6 1 0 1 3 6 1 8 6 0 4 2 9 9 2 2 3 9 5 4 5 4 9 9 9 0 6 1 2 6 4 6 9 3 9 1 1 0 3 0 3 1 8 6 0 7 2 9 9 6 9 4 0 3 7 6 5 0 0 4 1 6 2 0 0 1 6 9 6 9 1 1 0 7 0 1 1 9 0 1 0 3 1 0 0 0 4 0 5 0 5 5 0 1 9 8 6 3 0 3 5 6 9 7 8 3 1 0 9 4 3 1 9 4 8 4 3 1 0 1 4 4 0 8 6 3 5 0 2 3 7 6 3 1 5 0 6 9 7 9 8 Næsti útdráttur fer fram 29. desember 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is Í dag, á útfarardegi Vac- lavs Havels, verður minnt á tengsl hans við Ísland með lítilli athöfn í Lýðveldisgarð- inum. Sjálfsagt verður þess ánægjulega viðburðar minnst þegar hann, þá orð- inn þjóðhöfðingi lands síns, var viðstaddur fyrstu frum- sýningu á verki eftir sig ut- an Tékklands. Það var í Þjóðleikhúsinu 1990. Leik- ritið nefndist á íslensku Endurbygging og leikstjóri var Brynja Benediktsdóttir. En ekki er síður ánægjulegt að rifja upp af þessu tilefni önnur tengsl Havels við ís- lenskt leikhús. Þannig er nefnilega mál með vexti, að mörgum árum fyrr, árið 1981 í leik- hússtjóratíð undiritaðs, hafði Þjóðleikhúsð sýnt annað leikrit eftir Havel. Um var að ræða einþáttunginn Mótmæli sem sýndur var ásamt öðru tékk- nesku leikriti,Vottorði, eftir Pa- vel Kohout undir samheitinu Vor í Prag. Sýningar voru á Litla sviði Þjóðleikhússins. Leikstjóri var Helgi Skúlason. En aðstæður Havels voru allmiklu öðruvísu en þegar hann kom í seinna skiptið; þá var hann í fangelsi hjá þá- verandi valdhöfum. Havel á Íslandi Eftir Svein Einarsson »En aðstæður Havels voru all- miklu öðruvísu en þegar hann kom í seinna skiptið ... Höfundur er fyrrverandi þjóðleikhússtjóri. Sveinn Einarsson Nú er tími jólahlað- borðanna í algleym- ingi. Margir skjótast í hádeginu og fara oft á bílnum því vinnan bíður þegar gómsæt- um veitingum jóla- hlaðborðsins hafa verið gerð góð skil. Og það er í raun allt í lagi að fara á bílnum en þá verðum við að velja réttu drykkina með matnum, hafa þá óáfenga. Það er nefnilega ekki rétt að það sé í lagi að fá sér einn léttan og aka til baka eftir jólahlaðborðið. Margir halda að það sé í lagi þar sem hans er neytt með mat. Þótt áfengisáhrifin séu minni vegna matarins, þá breytir það ekki hlutfalli áfengisins í blóði. Sumir telja að leyfilegt sé að hafa smááfengismagn í blóði þar sem refsimörkin eru 0,5 prómill. En umferð- arlögin eru skýr: ekki má aka eftir að hafa neytt áfengis. Lög- reglan mun ekki heimila akstur þótt prómillmagnið sé 0,3 eða 0,4 því það er einnig brot á umferð- arlögunum. Við getum flokkað ökumenn sem aka undir áhrifum í nokkra flokka. Meðal þeirra eru þeir sem gera það vegna þess að þeir telja að lög- reglan nái þeim ekki, sér í lagi þar sem þeim tókst það síðast, og svo eru þeir sem telja sig yfir umferð- arlögin hafna og mega brjóta þau að vild, bæði hvað hraða og ölvun varðar. Í báðum tilfellum erum við hin sem í umferðinni ökum í hættu ef við mætum þeim. Þeir hugsa bara um sig og sínar þarfir. Myndu þeir leyfa sér að aka í þessu ástandi eftir þeirri götu sem barn- ið þeirra leikur sér við? – Líklega ekki, því þá snertir það þeirra eig- in hagsmuni. Ég vona að þú, lesandi góður, sért ekki í þessum hópi. Hafirðu hins vegar ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er ekki of seint að snúa blaðinu við. Það er ákvörðun okkar sjálfra hvernig við hegðum okkur í um- ferðinni. Sýnum þá ábyrgð að aka ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og gefum okkur það í jólagjöf. Fórstu á jólahlaðborðið á bílnum? Eftir Einar Guðmundsson »En umferðarlögin eru skýr: ekki má aka eftir að hafa neytt áfengis. Einar Guðmundsson Höfundur er varaformaður Braut- arinnar – bindindisfélags ökumanna. Ég stari upp í him- ininn, allt svo kyrrt og hljótt, svo ólýs- anlega heilagt. Það er jólanótt. Kyrrð og helgi fylla loftið með kærleiks- ríkri nærveru þinni, Jesús Kristur. Ég finn fyrir þér, þótt ég sjái þig ekki og geti ekki snert þig. Hjálp- aðu mér að bjóða þig velkominn á mitt heimili og í hjarta mitt, sem stundum slær með erfiðismunum af því áhyggjur hversdagsins vilja taka völdin og ráða för. Gefðu mér friðinn þinn. Hinn himneska frið, sem enginn getur gefið nema þú og enginn og ekkert megnar frá mér að taka. Ég þakka þér fyrir fólkið mitt. Alla þá sem ég elska og þá sem mig elska. Það er ómetanlegt að eiga góða að. Þakka þér fyrir allar góðu gjafirnar sem ég fékk í kvöld, sem mér voru færðar af svo miklum kærleika af ómetanlegum ástvinum. Hjálpaðu mér að vera þakklátur og glaður og kunna að meta allt hið góða sem ég hef þeg- ið og allan þann kærleika sem býr að baki. Hjálpaðu mér að kunna að meta fólkið mitt, elska það og virða. Hjálpaðu okkur að njóta þess að fá vera saman og þakka fyrir það. Blessaðu mér og okkur öllum minn- ingarnar um ástvin- ina sem settu svip sinn á jólahaldið okk- ar hér áður fyrr en eru nú horfin okkur sjónum og komin inn í hina eilífu jóladýrð hjá þér. Blessaðu okkur minningarnar sem jólahaldinu tengjast. Jafnt þær ljúfu, sem vonandi standa upp úr, en einnig hinar sáru, sem skilið hafa eftir ör vegna einhverskonar von- brigða. Hjálpaðu okkur að lifa með þeim og vinna úr tilfinning- unum sem þeim tengjast. Viltu gefa að sú staðreynd að þú ert mætti fylla hjarta mitt og móta göngu mína í gegnum lífið. Hjálpaðu mér að nema staðar, njóta kyrrðar og hlusta á þig. Hjálpaðu mér að meta stefnu mína í lífinu og afstöðu mína til þess, til þín og samferðamanna minna. Vitjaðu þeirra sem eru ein- mana á þessari helgu nótt. Allra þeirra sem líður illa og þeirra sem upplifa sig yfirgefna á ein- hvern hátt. Já, þeirra sem lífið virðist ekki leika við. Þú átt ein- mitt erindi við slíka. Erindi sem sýnir skilning og veitir samstöðu. Erindi sem glæðir von og gefur lífinu tilgang. Fagnaðarerindi, þrátt fyrir allt. Gefðu fólki að upplifa þig og finna að það sé elskað raunveru- legri og falslausri elsku þinni. Leyfðu okkur að upplifa fyrirgefn- ingu þína og huggun, frið og hvatningu. Leyfðu mér að vera farvegur kærleika þíns, þótt í veikum mætti sé. Láttu mátt þinn fullkomnast í mínum veikleika. Ég þakka þér, kæri Jesús, að ég má opna mig fyrir þér og biðja svona, á þessari helgu nótt, jafnt sem allar aðrar stundir. Ég þakka þér að ég skuli fá að eiga þig að sem vin og bróður, sem frelsara og eilífan lífgjafa. Raunverulegan vin sem yfirgefur mig ekki, heldur stendur með mér og er með mér allar stundir, alla daga, allt til enda veraldar. Helgaðu þessa nótt og líf mitt allt með eilífri nærveru þinni. Bæn á jólanótt Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Gefðu mér friðinn þinn. Hinn him- neska frið, sem enginn getur gefið nema þú og enginn og ekkert megn- ar frá mér að taka. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.