Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 100/100 „MERRILY OUTRAGEOUS, OVER-THE-TOP FUN“ -ENTERTAINMENT WEEKLY 88/100 „FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ HASARATRIÐUM SEM MINNA EINNA HELST Á LJÓÐLIST“ -CHICAGO SUN TIMES MIÐASALA Á SAMBIO.IS NÆSTU SÝNINGAR MÁNUDAGINN 26. DESEMBER NEW YEAR´S EVE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D L MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:10 - 8 - 10:50 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:10 - 8 - 10:50 2D VIP HAROLD & KUMAR Með texta kl. 8 - 10:10 2D 16 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 3:40 - 5:50 3D L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 3:40 - 5:50 2D L PUSS IN BOOTS Enskt tal kl. 10:30 2D L A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 10:30 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3:20 - 5:40 2D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 8 2D 12 TOWER HEIST kl. 8 2D 12 NEW YEAR´S EVE kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D L GIRLWITHTHEDRAGONTATTOO kl. 5 - 8 - 11 3D 16 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:10 - 8 - 10:45 2D 12 HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 8 - 10:10 3D 16 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 3 - 5:30 3D L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 3:30 2D L HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3 3D L HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3:20 2D L / AKUREYRI NEW YEAR´S EVE kl. 8 - 10:20 2D L MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:40 2D 12 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 6 2D L HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 5:50 3D 16 / KEFLAVÍK / SELFOSSI / KRINGLUNNI / EGILSHÖLL / ÁLFABAKKA NEW YEAR´S EVE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D L MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 3 - 5:40 - 8:20 - 10:10 2D 12 HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 8 3D 16 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 3:40 - 5:50 3D L NÆSTU SÝNINGAR MÁNUDAGINN 26. DESEMBER á allar sýningar merktar með appelsínuguluRBÍÓ 750 kr. SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA Stórstjörnurnar Kristen Stewart, Robert Pattinson og Taylor Lautner eru mætt í vinsælustu myndinni í heiminum í dag ! SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK MÖGNUÐ ÞRÍVÍDDARMYND KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! "BESTA MYND SERÍUNNAR." "SVONA EIGA HASARMYNDIR AÐ VERA." H.V.A. - FBL HHHH "FLOTTUR HASAR." H.S.S. - MBL HHH "HLÝTUR AÐ TELJAST SÚ BESTA HINGAÐ TIL" "FJÖRUGASTA OG SKEMMTILEGASTA HASARMYND ÁRSINS" Þ.Þ. - FT. HHH AF TÓNLIST Davíð Már Stefánsson dms8@hi.is Nú þegar skammdegiðskyggir á sálu fólks ernauðsynlegt að taka lýsið sitt til að verða ekki myrkrinu að bráð. Annað bætiefni sem ætti að halda geðveikinni frá er sólóverk- efni Bradfords Cox, Atlas Sound. Cox er einn forsprakka hljómsveit- arinnar Deerhunter en hann hefur samhliða því gefið út efni undir for- merkjum Atlas Sound. Cox segist semja tónlist sína í ákveðnum spuna þar sem ekkert er ákveðið fyr- irfram eða skrifað niður og tónlist hans því á köflum tilraunakennd. Af þessu leiðir þó að tónlistin kem- ur frá hans dýpstu sálarrótum sem endurspeglast í textagerðinni þar sem Cox tekst m.a. á við kynleysi sitt, eiturlyfjafíkn og baráttu við Marfan-heilkennið sem hefur hrjáð hann allt frá barnæsku.    Marfan-heilkennið er gena-tengdur sjúkdómur sem hef- ur áhrif á vöxt en fólk sem þjáist af honum er yfirleitt mjög hávaxið og með óvenju langa og granna útlimi. Heilkennið hefur óneitanlega haft áhrif á sviðsframkomu Bradfords Cox, hvort sem það hefur verið með Deerhunter eða Atlas Sound. Atlas Sound hefur gefið út þrjár plötur í fullri lengd auk ógrynnis af óskil- greindu efni sem hefur m.a. verið dreift ókeypis af veraldarvefnum. Fyrsta platan í fullri lengd, Let the Blind Lead Those Who Can See but Cannot Feel, kom út árið 2008 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Plat- an er nokkurs konar afkvæmi sækadelíu, popprokks og tilrauna- kenndrar alltumlykjandi-tónlistar. Útkoman er frábær og lög á borð við „RecentBedroom“, „Bite Marks“ og „Ativan“ hafa sest að í heilabúinu til frambúðar. Texti þess síðastnefnda fjallar um sam- band Cox við Lockett Pundt, gítar- leikara Deerhunter, og er platan tileinkuð honum. Þess má geta að Pundt hefur verið að vinna að sóló- verkefninu Lotus Plaza sem vert er að gefa gaum. Næsta stúdíóplata Atlas Sound kom út árið 2009 og bar heitið Logos. Platan er þéttari og aðgengilegri en sú fyrri, mögu- lega vegna þeirra einstaklega gríp- andi laga sem á henni er að finna. Cox er ekki einn á ferð í öllum lög- unum en Noah Lennox, sem margir þekkja úr Animal Collective og Panda Bear, og Lætitia Sadier úr Stereolab koma m.a. að gerð henn- ar. Nokkur af bestu lögum Atlas Sound er að finna á þessari plötu og má þar nefna lögin „Walkabout“, „Shelia“ og „Logos“. Nýjasta afurð Atlas Sound er svo platan Parallex sem kom út í nóvember á þessu ári. Parallax er poppaðasta plata Cox þó svo hún sé tilraunakennd á köfl- um. Það má því velta fyrir sér hvort sálarrætur Cox séu að verða hefð- bundnari. Poppaðir tónar laganna „The Shakes“ og „My Angel Is Broken“ eru til að mynda í skemmtilegri andstæðu við það þriggja mínútna bergmálshljóð sem finna má í laginu „Flagstaff“.    Sú tónlist sem hefur komið fráAtlas Sound er uppfull af ein- hvers konar angurværð og fortíð- arþrá án þess þó að komast nálægt því að verða tilgerðarleg eða á nokkurn hátt yfirdrifin. Þessi ein- læga og jarðbundna túlkun Brad- fords Cox á tilfinningum sínum er til fyrirmyndar. Í viðtali við tíma- ritið Rolling Stone segir Cox m.a. að við gerð plötunnar Parallax hafi honum liðið vel þrátt fyrir að hafa verið einmana. Hann segir jafn- framt að honum hafi liðið eins og geimveru sem væri sátt við fjar- lægð. Þessar tvær fullyrðingar finnst mér í raun einkennandi fyrir Atlas Sound í heild. Þessi kæru- lausa og jarðbundna tilfinn- ingasemi er vandfundin og vel þess virði að kynna sér á milli þess sem lýsið er sötrað. Nauðsynlegt bætiefni Einlægni Bradford Cox er einn forsprakka hljómsveitarinnar Deerhunt- er en hann hefur samhliða því gefið út efni undir formerkjum Atlas Sound. »Heilkennið hefuróneitanlega haft áhrif á sviðsframkomu Bradfords Cox, hvort sem það hefur verið með Deerhunter eða Atlas Sound Hljómsveitin Árstíðir og tónlist- arkonan Lay Low halda tónleika saman í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld og hefjast þeir kl. 21. Árstíðir hafa haldið tónleika í kirkjunni í desembermánuði undanfarin þrjú ár og því komin hefð fyrir tónleika- haldinu en Lay Low leikur nú með hljómsveitinni í fyrsta sinn. Hátíðlegt Lay Low leikur í kvöld. Árstíðir og Lay Low í Fríkirkjunni Valdimar, Moses Hightower og Ojba Rasta halda tónleika í kvöld á Nasa og hefjast þeir kl. 22. Valdi- mar hefur gert það gott með fyrstu breiðskífu sinni, Undralandi, og plata Moses Hightower, Búum til börn, sem kom út í fyrra, hlaut einnig góðar viðtökur. Ojba Rasta er að ljúka við sína fyrstu breið- skífu. Á túni Drengirnir í Moses Hightower. Þrjár hljómsveitir á Nasa í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.