Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 34
34 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Sudoku Frumstig 8 2 5 4 2 9 1 4 7 6 2 5 6 9 8 9 1 8 9 5 1 4 7 6 4 8 5 9 7 4 2 3 9 3 2 1 8 3 7 1 7 2 4 5 4 2 2 5 1 8 8 1 1 5 2 4 5 4 7 2 7 6 8 2 9 5 7 9 8 7 5 1 2 6 5 7 6 4 1 8 2 3 9 1 8 3 7 9 2 4 6 5 4 9 2 5 3 6 8 1 7 9 3 4 1 6 7 5 2 8 6 1 7 2 8 5 9 4 3 2 5 8 9 4 3 1 7 6 3 6 1 8 5 4 7 9 2 8 2 9 6 7 1 3 5 4 7 4 5 3 2 9 6 8 1 2 5 7 9 8 1 4 6 3 8 6 3 5 4 7 1 2 9 4 1 9 6 2 3 5 7 8 9 2 6 3 1 5 7 8 4 1 4 5 7 6 8 9 3 2 7 3 8 4 9 2 6 1 5 5 8 4 1 3 6 2 9 7 6 9 2 8 7 4 3 5 1 3 7 1 2 5 9 8 4 6 1 4 5 7 9 2 8 3 6 3 7 2 8 4 6 5 9 1 9 8 6 1 3 5 7 2 4 2 3 8 4 1 7 6 5 9 7 5 4 6 2 9 1 8 3 6 1 9 3 5 8 4 7 2 8 9 1 2 7 4 3 6 5 5 6 3 9 8 1 2 4 7 4 2 7 5 6 3 9 1 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 23. desember, 357. dagur ársins 2011 Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jobsbók 36, 15.) Frá því Víkverji man eftir sér hef-ur hann borðað skötustöppu á Þorláksmessu. Sumir hafa ekki verið yfir sig hrifnir af þessari hefð og mætustu matgæðingar hafa fundið skötunni allt til foráttu en allt kemur fyrir ekki. Vinsældir kæstrar skötu virðast aukast með hverju árinu og undanfarin ár hefur Ásmundur Frið- riksson, bæjarstjóri í Garði, bætt um betur og boðið til skötumessu á Þor- láksmessu á sumri, 20. júlí. Það mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar. x x x Afi Víkverja kom að eldamennsk-unni einu sinni á ári. Það var þegar hann verkaði Þorláks- messuskötuna, roðreif hana, sauð og stappaði. Skatan var sérpöntuð að vestan og því kæstari sem hún var þeim mun betri var hún. Best var ef vitin hreinlega „loguðu“ og mikilvægt að lyktin bærist úr eldhúsinu að minnsta kosti á næstu strætóstöð, sem var í um 200 m fjarlægð. Um kvöldið og næstu daga var afgang- urinn síðan hafður kaldur ofan á brauð. x x x Í áratugi hefur fjölskylda Víkverjakomið saman og borðað skötu á Þorláksmessu. Í þessum veislum bauð Víkverji dóttur sinni upp á skötu frá því hún var nýfædd þar til hún fór að ganga. Þá gekk hún frá borðinu meðan beðið var eftir næsta skammti og fór til eldri barnanna sem litu ekki við skötunni og fengu því pitsur í staðinn. Eftir það varð ekki aftur snúið á þeim bænum. x x x Í vikunni var greint frá því að þeirsem eldri væru borðuðu frekar skötu en hinir yngri. Samkvæmt könnun MMR ætluðu aðeins 24,3% fólks á aldrinum 18-29 ára að borða skötu í dag en 55,5% á aldrinum 50-67 ára. 46,6% karla ætluðu að fá sér skötu og 37,0% kvenna. Víkverji er í hópi þeirra sem ætla að njóta dagsins til fulls og það verður ekki gert nema með skötu. Þeir sem eru í hinu liðinu vita margir ekki hvers þeir fara á mis við, en það er aldrei of seint að njóta ávaxtanna. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 mjög grannur, 8 málmþráðum, 9 tekur, 10 elska, 11 óhreinindi, 13 pen- ingar, 15 máttar, 18 viða að sér, 21 skarð, 22 minnka, 23 ákveð, 24 ónauðsynlegt. Lóðrétt | 2 eiga sér stað, 3 auðlindin, 4 ops, 5 stór, 6 dæld, 7 ósoðinn, 12 gyðja, 14 dveljast, 15 lofa, 16 öskra, 17 sáldur, 18 fiskur, 19 þungrar byrði, 20 tóma. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 aðild, 4 sakka, 7 fæddi, 8 rófan, 9 grá, 11 roða, 13 ás- um, 14 Krist, 15 hema, 17 tjón, 20 und, 22 mótun, 23 urðar, 24 arinn, 25 dýrin. Lóðrétt: 1 aðför, 2 ildið, 3 deig, 4 skrá, 5 kufls, 6 afnám, 10 reisn, 12 aka, 13 átt, 15 hemja, 16 metti, 18 jaðar, 19 nýrun, 20 unun, 21 dund. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Á önglinum. A-Allir. Norður ♠1074 ♥K4 ♦Á10985 ♣D63 Vestur Austur ♠D9 ♠ÁG8652 ♥653 ♥D2 ♦KG72 ♦D ♣G1095 ♣Á874 Suður ♠K3 ♥ÁG10987 ♦643 ♣K2 Suður spilar 4♥. Sumarið 1968 réð Ira „stóri“ Corn nokkra einstaklinga í óvenjulega vinnu – þá James Jacoby, Bobby Wolff, Billy Eisenberg, Bob Goldman og Mike Law- rence. Starfsmönnunum var gert að flytjast til Dallas til að sinna þar brids- verkefnum á venjulegum skrifstofu- tíma. Í boði voru föst mánaðarlaun, ásamt fríu fæði og húsnæði. Þannig hófu Dallas-Ásarnir feril sinn, sem stóð óslit- ið til 1982. Á HM fyrir margt löngu varð Ásinn Mike Lawrence sagnhafi í 4♥ eftir opn- un austurs á spaða. Útspilið var ♠D, sem austur yfirtók með ás og spilaði meiri spaða. Spilamennska Lawrence var einföld, en djúphugsuð: hann fór inn í borð á ♥K til að spila laufi. Austur beit á agnið, flaug upp með ♣Á og þrumaði út ♠G í von um uppfærslu á trompslag. Nákvæmlega það sem Lawrence vildi. 23. desember 1193 Þorlákur Þórhallsson biskup í Skálholti lést, sextugur að aldri. Helgi hans var lögtekin á Alþingi 29. júní 1198 og ári síð- ar var messudagur hans ákveð- inn 23. desember. Önnur messa hans er 20. júlí. Páfi staðfesti helgi Þorláks 14. janúar 1984. 23. desember 1878 Í Ísafold birtist auglýsing sem samkvæmt Sögu daganna markar upphaf jólaauglýs- ingaflóðsins. Hún var svohljóð- andi: „Jóla- og nýársgjafir. Ýmsir munir mátulegir í jóla- og nýársgjafir eru til sölu við niðursettu verði í Siemsens verslun.“ 23. desember 1906 Samkomuhúsið við Hafn- arstræti á Akureyri var vígt. Í því er samkomusalur sem rúm- aði þriðjung bæjarbúa og var lengi sá stærsti á landinu. Leik- félag Akureyrar hefur haft þar aðsetur frá stofnun, árið 1917. 23. desember 1968 Til átaka kom í miðborg Reykjavíkur milli lögreglu og fólks sem mótmælti þátttöku Bandaríkjamanna í Víetnam- stríðinu. „Svívirðileg árás lög- reglunnar á almenning,“ sagði Þjóðviljinn. Átök þessi hafa verið nefnd Þorláksmessuslag- urinn. 23. desember 1980 Blysför var farin frá Hlemmi og niður Laugaveg í Reykjavík til að mótmæla vígbún- aðarkapphlaupinu. Slíkar frið- argöngur hafa síðan verið ár hvert á Þorláksmessu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … „Það er óneitanlega dálítið sérstakt að eiga af- mæli á Þorláksmessu enda er fólk almennt á ferð og flugi um bæinn að undirbúa jólin og því nánast ómögulegt að halda stóra afmælisveislu á þessum tíma árs. Í staðinn fyrir mikið veisluhald er ég með opið hús á afmælisdaginn og býð vinum og ættingjum að koma og líta inn og fá sér kökubita. Þá fæ ég að sjá fólkið mitt og gef því um leið tæki- færi á að hvíla sig frá amstri jólaundirbúnings- ins.“ segir Guðný Inga Ófeigsdóttir, líffræðingur og afmælisbarn dagsins. Guðný er alin upp austur á Fljótsdalshéraði og segir að jólin í sveitinni hafi verið öllu rólegri en hér í bænum. „Það var aldrei svona mikið stress fyrir jólin í sveitinni eins og ég hef upplifað hérna í bænum. Það voru allir heima og mamma eldaði pítsu fyrir mig því ég hef alltaf haft eina reglu á afmælisdaginn minn og það er; enga skötu takk fyrir!“ Guðný er mikill Bubba-aðdáandi og segir að eftirminnilegasta afmælið henn- ar hafi verið þegar hún fór á Þorláksmessutónleika með Bubba. „Mig var búið að dreyma um það í mörg ár að fara á tónleika með Bubba á Þorláksmessu og svo lét ég loksins verða af því þegar ég var tvítug.“ Guðný Inga Ófeigsdóttir er 35 ára í dag Opið hús á afmælisdaginn Hlutavelta Gunnar Stefán Bjarnason og Styrmir Karvel Atlason héldu tombólu fyrir utan Krónuna í Árbæjarhverfi. Þeir söfnuðu 6.727 kr. sem þeir gáfu Rauða korssi Ís- lands. Flóðogfjara 23. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.57 4,0 11.18 0,6 17.18 3,7 23.30 0,5 11.23 15.31 Ísafjörður 0.41 0,3 6.58 2,2 13.24 0,3 19.13 2,0 12.10 14.54 Siglufjörður 2.48 0,2 9.03 1,3 15.19 0,0 21.48 1,1 11.55 14.35 Djúpivogur 2.03 2,1 8.22 0,3 14.19 1,8 20.25 0,2 11.02 14.51 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ef þú lofar öllu fögru í dag gætirðu þurft að standa við loforðið síðar. Farðu var- lega að öðrum og sýndu þeim og skoðunum þeirra tillitssemi. (20. apríl - 20. maí)  Naut Vini þínum virðist umhugað um að draga kjark úr þér í fyrirhuguðum kaupum. Haltu bara ró þinni, hvað sem á dynur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ef þú heldur rétt á spöðunum ætti flest að ganga þér í haginn. Vertu jákvæður og skemmtu þér í návist vina þinna. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Láttu það ekki draga úr þér kjarkinn þótt einhver meiningarmunur komi upp. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þetta gæti orðið svolítið erfiður dagur í vinnunni en það er þó ekkert sem þú ræður ekki við. Annars áttu á hættu að sjá ekki skóginn fyrir trjám. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú peppar upp vin og vonar að hann breytist til hins betra. Einhver sem þú hélst að væri mótfallinn aðferðum þínum á eftir að koma til á lokasprettinum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er engin ástæða til að draga sig í hlé þótt hugmyndir þínar slái ekki í gegn. Notaðu skipulagshæfileikana til að sýna ást þína á skapandi hátt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Sú manneskja sem dregur fram í þér hvatvísina pg lífsgleðina er sannur vinur. Andrúmsloftið fyrir ný viðskiptasambönd er ekki gott núna og ekki á næstu vikum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hafirðu sótt um vinnu og ekki fengið hana er kominn tími til að reyna aftur. Þú þráir að láta til þín taka í heiminum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Notaðu tímann á næstunni til þess að vera í félagsskap vina og kunningja. Mál sem tengjast menntun barna, útgáfu og fjöl- miðlun munu einnig ganga vel. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk setja svip sinn á daginn. Reyndu að leysa vandamálið, ekki flækja það. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ættir að gera sparnaðaráætlun til að tryggja framtíð þína. Njóttu kraftsins sem þú finnur fyrir og leyfðu hugmyndunum að flæða. Dæmdu aldrei það sem þú þekkir ekki. Stjörnuspá 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rge7 5. 0-0 g6 6. c3 Bg7 7. d4 b5 8. Bb3 d6 9. a4 bxa4 10. Bxa4 0-0 11. He1 Bg4 12. d5 Rb8 13. h3 Bxf3 14. Dxf3 Rd7 15. Bxd7 Dxd7 16. Dd3 a5 17. c4 f5 18. Rc3 fxe4 19. Rxe4 Rf5 20. Be3 c5 21. b3 Hfb8 22. Ha3 Ha6 23. Hea1 Hba8 24. Ha4 Dc7 25. H1a2 Hb8 26. Bd2 Db6 27. Bxa5 Dxb3 28. Dxb3 Hxb3 29. Bc7 Hxa4 30. Hxa4 Bf8 31. Ha8 Kg7 32. Ha7 Kh8 33. g4 Hb1+ 34. Kh2 He1 35. Rf6 Be7 Staðan kom upp á Vetrarmóti öðl- inga sem lauk fyrir skömmu í húsa- kynnum Taflfélags Reykjavíkur. Krist- ján Guðmundsson (2.277) hafði hvítt gegn Birni Þorsteinssyni (2.214). 36. Bd8! Kg7 svartur hefði orðið mát eftir 36. … Bxd8 37. Hxh7#. 37. gxf5 Kxf6 38. Bxe7+ Kxf5 39. Bxd6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.