Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Um þessar mundir er minnst aldarafmælis Brands Jónssonar, fyrrverandi skóla- stjóra Heyrnleys- ingjaskólans í Reykjavík, en hann hefði orðið 100 ára hinn 21. nóvember 2011. Við sem ritum þessar línur viljum taka undir minning- arorð Braga Ásgeirssonar list- málara, sem birtust í Morgun- blaðinu 19. nóvember sl. Okkur er bæði ljúft og skylt að minnast Brands einnig á þessum tíma- mótum. Brandur Jónsson tók við Mál- leysingjaskólanum, sem svo hét, árið 1944. Á þeim tíma voru auk heyrnarlausra þroskaheft börn í skólanum því að þá var álitið að þau stæðu jafnfætis hvað nám varðaði. Málleysi sem orsakaðist af heyrnarleysi gerði það að verkum að ekki var hægt að nálg- ast heyrnarlausa á eðlilegan hátt. Heyrnarlausir læra málið ekki sjálfkrafa vegna þess að þeir heyra það ekki. Þess vegna var Brandur Jónsson álitið að þeir hefðu frávik í þroska og ættu því samleið með öðrum þroska- heftum í námi. Brandur tók við skólastjórn af Mar- gréti Rasmus, sem var að láta af störf- um vegna aldurs, með því skilyrði að hann fengi að gera ákveðnar breyting- ar á tilhögun skólans. Hann vildi aðgreina þroskahefta og heyrn- arlausa þar sem þarfir þeirra í námi væru ólíkar. Það varð úr. Brandur hélt til Danmerkur, Þýskalands og Bandaríkjanna og aflaði sér menntunar á sviði kennslu heyrnarlausra á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Hann tileinkaði sér þær kennslu- aðferðir sem voru efst á baugi þá og voru notaðar alls staðar um hinn vestræna heim. Hann kom svo hingað heim og hófst handa. Þar með hófst mikið brautryðjandastarf sem entist Brandi til æviloka. Hann barðist fyrir menntun og réttindum heyrnarlausra. Sú barátta var oft örðug og mætti litlum skilningi ráðamanna. Sem dæmi má nefna það mannréttindamál að heyrn- arlausir fengju að taka bílpróf. Í kjölfar faraldurs rauðra hunda 1964 tók hann á móti 30 nemend- um í skólann og réð fram úr því sem öðru, þrátt fyrir mjög þröng- an og ófullnægjandi húsakost. Brandur var þrautseigur í starfi sínu og gafst ekki upp þó að á móti blési. Hann fann góðan liðs- mann í Gylfa Þ. Gíslasyni, þáver- andi menntamálaráðherra, og tókst með hans liðsinni að fá byggt nýtt skólahús með þremur heimilislegum heimavistarhúsum í Leynimýri í Fossvogi. Brandi var mikið í mun að nemendur hans yrðu sem best undirbúnir til þess að takast á við líf og störf að lokinni skólagöngu. Til þess að svo gæti orðið taldi hann ekkert eftir sér. Brandi og fjölskyldu hans var mjög annt um velferð nemenda og stóð heimili þeirra þeim alltaf opið. Það gekk ekki þrautalaust að fá fólk til starfa við skólann og fór mikil vinna í að finna mannskap í hin ólíku störf. Sumir veigruðu sér við því og treystu sér ekki til að vinna með börnum sem ekki heyrðu. Brandi var mikið í mun að fá kennaramenntað fólk til starfa og fór á hverju ári í Kenn- araskólann til þess að upplýsa kennaranema um kennslu heyrn- arlausra, í þeirri von að fá mennt- aða kennara. Auk þess bauð hann kennaranemum í skólann til að kynna þeim starfið. Sú kennslustefna sem var alls- ráðandi víða um heim fólst í að leggja grunn að málskilningi heyrnarlausra nemenda með auknum skilningi á talmálinu/rit- málinu. Það var á sínum tíma tal- in nauðsynleg leið í námi heyrn- arlausra barna. Brandur lagði þó áherslu á að kennarar notuðu all- ar boðleiðir í kennslu sem styrkt gætu málskilning heyrnarlausra. Ef hann væri uppi í dag hefði hann örugglega samglaðst heyrnarlausum af heilum hug vegna viðurkenningar á táknmál- inu sem nýverið var samþykkt á alþingi. Brandur Jónsson andaðist 12. september 1982, sjötugur að aldri. Hann var hugsjónamaður og mannvinur og með óþrjótandi baráttu sinni lagði hann svo sann- arlega sitt af mörkum til þeirra lífsgæða og réttinda sem heyrn- arskertir njóta nú á dögum. Hann var lærifaðir og leiðtogi okkar sem komum til kennara- starfa í Heyrnleysingjaskólanum í lok sjöunda áratugarins og það er ómetanleg lífsreynsla að hafa unnið undir hans stjórn. Dóra Steinunn Ástvalds- dóttir, Dóra Pálsdóttir og Sólveig Helga Jónasdóttir. Aldarminning ✝ Erlingur Gunn-arsson fæddist í Bakkabæ á Brim- ilsvöllum í Fróð- árhreppi 1. febrúar 1933. Hann lést á dvalarheimilinu Felli 2. desember sl. Foreldrar hans voru Gunnar Árna- son, sjómaður og verkamaður, f. 25.10. 1896 á Jaðri í Ólafsvík, d. 27.6. 1951, og Bjarney Sigríður Guðjónsdóttir ljósmóðir, f. 5.12. 1894 á Deildará í V-Barða- strandarsýslu, d. 19. nóv. 1981. Sammæðra Erlingi er Kjartan Ólafsson Thoroddsen, f. 17.11. 1919, d. 11.9. 1940. Alsystkini eru: Steinunn, f. 10.12. 1931, d. 1.8. 2010, Halldór Guðmundur, Erlingur tók landspróf frá Flensborgarskóla árið 1951 og lauk prófi frá Samvinnuskól- anum árið 1955. Á þessum árum vann hann m.a. á Bessastöðum þar sem enn var búskapur. Eft- ir samvinnuskólaprófið vann hann um tíma hjá Kaupfélagi Árnesinga. Síðar nam hann skipasmíðar og vann við þá iðn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur til 1961 ásamt öðrum störfum. Erlingur var tápmikill æsku- maður, tók virkan þátt í skáta- starfi, lagði stund á frjálsar íþróttir, söng í Karlakór Kefla- víkur og fór á heimsmót æsk- unnar í Búkarest árið 1953, þar sem ungir sósíalistar söfnuðust saman. Um tvítugt veiktist Er- lingur af hinum óvægna geð- sjúkdómi geðklofa, og þau veik- indi mörkuðu lífsgöngu hans upp frá því. Hann dvaldi síðustu æviár sín á dvalarheimilinu Felli í Reykjavík. Útför Erlings fór fram í kyrr- þey 12. desember sl. og var hann jarðsettur í Innri- Njarðvík. f. 22.2. 1935, d. 2.6. 2005, og Bryndís f. 25.2. 1936. Erling- ur var ókvæntur og barnlaus. Erlingur ólst upp á Brimils- völlum til sex ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan, ásamt móðurafa hans, Guðjóni Brynjólfs- syni, í Hafnir á Reykjanesi. Í Höfnum bjó Er- lingur til 12 ára aldurs en fjöl- skyldan flutti þá til Ytri- Njarðvíkur og settist að í hús- inu Snæfelli við Borgarveg. Þar bjó Erlingur fram undir 1970, fyrst með foreldrum sínum, afa og systkinum en síðar með móð- ur sinni, Steinunni systur sinni og dóttur hennar. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M. Jochumsson) Vinur minn, Erlingur Gunnars- son, hefur líka lokað augum sín- um. Við kynntumst 1946 í Ytri- Njarðvík, hann 14 ára en ég 16. Ég átti að heita flokksforingi í skátafélaginu Áfram. Í því voru flestir Njarðvíkingar undir tví- tugu. Njarðvík var ekki besti staður fyrir útilíf, umkringd bandarískri herstöð svo Grinda- víkurhraunið og Ósabotnar í Höfnum voru okkar útivistar- svæði. Það merkasta við skáta- starf okkar var landsmótið á Þingvöllum árið 1948. Þá gengum við á Heklu sem var leyft í fyrsta sinn eftir gosið mikla. Í gönguna lögðu með okkur 30 landar og 30 Bretar. Erfiðast var mosavaxið öskuþakið hraunið, svo fæstir komust lengra en að rótum fjalls- ins og aðeins 5 á tindinn. Erlingur var einn þeirra og yngstur. Um kvöldið fórum við til Þingvalla dá- lítið eins og 5 litlir negrastrákar, svartir af ösku. Skátalífið var ekki eingöngu útivist. Við færðum upp frumsamin leikrit og skemmti- þætti í Krossinum, amerískum rauðakrossbragga sem Ung- menna- og kvenfélagið höfðu gert að félagsheimili og kölluðu Sam- komuhús Njarðvíkur. Það varð þekktara sem Krossinn. Erlingur var ljúfur unglingur, gáfaður en tregur til þátttöku í starfi þrátt fyrir hæfileikana. Kannski var farið að bera á hjá honum þeim sjúkleika sem hann þoldi ævi- langt. Árið 1953 sóttum við Heimsmót æskunnar í Búkarest í Rúmeníu. Ferðin var á allan hátt dýrmæt upplifun fyrir okkur sem höfðum aldrei áður séð útlöndin. Þarna kynntumst við rúmenskum stúlkum gæddum því sem við köll- uðum svimandi fegurðarhæðum. Engin hlotnaðist okkur, enda var kjörorð mótsins „friður og vin- átta“. Lengra náði það ekki. Þarna veiktumst við og vorum veikir í nokkra daga, eins og tugir ferðafélaga, af því sem læknar kölluðu taugaveikibróður. Heim- komnir fórum við að syngja í Karlakór Keflavíkur og ferðuð- umst með honum um Suðurland. Skömmu seinna fluttist ég úr Ytri-Njarðvík. En þótt vík væri milli vina héldum við vináttunni og konan mín keyrði okkur (ég hef aldrei tekið bílpróf) oft suður í Hafnir á æskuslóðir Erlings en einnig til Þingvalla og Bessastaða. Þar hafði hann verið vikadrengur ásamt vini sínum, Einari Sigurðs- syni, síðar forstöðumanni Þjóðar- bókhlöðunnar. Fátækum orðum læt ég fylgja ljóð sem var okkur kært. Í súlukónginn, sjófugl öllum stærri, sér sæfarendur oft til gamans ná, er fylgir skipum, öllum eyjum fjarri, á óþreytandi flugi um loftin blá. En þegar má á þiljum kóng þann líta – hve þungt klaufskt og hlálegt er hans skrið! Í rænuleysi langa vængi og hvíta hann líkt og árar dregur sér við hlið. Hve hlægilega ljótt er nú að líta þann, sem loftið klauf með slíkum tignarbrag! Af stríðni reyk úr pípu einn blæs á hann, og annar stælir klaufans göngulag. Hvert skáld er þessa skýjajöfurs líki, sem skjól og yndi kýs við storma fang: Í fangadvöl í dægurglaumsins díki þess draumavængir hindra mennskan gang. (Charles Baudelaire) Bjarni Bergsson. Haustið 1947 fluttist ég til Ytri- Njarðvíkur með foreldrum mín- um, þá 14 ára. Ég kynntist fljót- lega unglingum á mínu reki þarna í plássinu, ekki síst fyrir þátttöku í nýlega stofnuðu skátafélagi. Urð- um við Erlingur þá einna nánastir félagar, enda jafnaldrar, auk þess sem það kom í ljós að töluverð frændsemi var með okkur. Haust- ið 1948 hugðum við á frekari skólagöngu. Fyrir valinu varð Flensborgarskóli í Hafnarfirði. Sem aðkomumenn þurftum við að verða okkur úti um fæði og hús- næði. Vegna tengsla við hús- bændurna á ríkisbúinu á Bessa- stöðum réðumst við til vistar þar fyrsta veturinn og fengum sam- fylgd með öðrum unglingum af Álftanesi, sem fluttir voru til og frá skóla. Sumarið eftir störfuðum við Erlingur svo við Bessastaða- búið, í glöðum hópi fólks á ýmsum aldri. Flensborgarskólinn var á þess- um tíma þriggja vetra gagnfræða- skóli, og síðari veturna tvo leigð- um við Erlingur saman herbergi í Hafnarfirði, en vorum kostgang- arar í nálægu húsi. Flensborgar- árin voru góður tími, enda skóla- bragur með ágætum og einvalalið kennara. Þegar leið á síðasta vet- urinn þurftu nemendur að ákveða hvort þeir kysu að ljúka náminu með gagnfræðaprófi eða búa sig undir landspróf, sem gæfi rétt til menntaskólanáms. Völdum við Erlingur síðari kostinn. En þegar til prófanna kom vorið 1951 brá til hins verra með félaga minn Er- ling, því að á hann sótti svefnleysi, og það svo magnað að sumar næt- urnar svaf hann lítið sem ekkert. En Erlingur var vel undirbúinn, og þrátt fyrir þessa erfiðleika stóðst hann prófið, náði meira að segja fyrstu einkunn. Svefnleysið vorið 1951 reyndist vera fyrsti vísir að geðveilu sem átti eftir að marka allt líf Erlings upp frá þessu. Hann var þó sæmi- lega vinnufær framan af, lauk námi frá Samvinnuskólanum 1955 og hugði síðan á iðnnám, en heils- an leyfði það ekki þegar til kom. Við tóku margvíslegar tilraunir til lækningar, en ekkert dugði. Inn- an fárra ára þurfti hann að vistast á sjúkrastofnunum og vistheimil- um, og slíkir staðir urðu margir áður en yfir lauk. Veikindi Erlings lýstu sér með- al annars í ofskynjunum og rang- hugmyndum. Hann hélt þó lengst af allgóðu sambandi við okkur gömlu félagana, en svo hart var hann leikinn af sjúkleika sínum, að hann var orðinn mikið til við- skila við okkur seinustu árin. Þá var líkaminn einnig farinn að gefa sig, og ég hygg að Erlingur hafi dáið saddur lífdaga. Erlingur var sem ungur maður fríður sýnum og vel á sig kominn. Einn veturinn í Flensborg var hinn gamli hefðardans „lancier“ æfður fyrir árshátíð í skólanum. Fjögur pör þurfti til, og auðvitað völdust flottustu strákarnir í herrahlutverkin. Erlingur var einn þeirra. Nú eru hin glöðu æskuár langt að baki. Ég vil öðru fremur muna Erling eins og hann var meðan enn var sól í fullu suðri. Ég þakka honum að leiðarlokum samfylgd- ina og bið honum fararheilla til ei- lífðarlandsins. Einar. Erlingur Gunnarsson Hugur minn er harmi sleginn, fallinn er frá mikill höfðingi. Fréttir af skyndilegu fráfalli Birgis eða Bigga eins og hann var oftast kallaður kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, enda var Biggi ekki nema 51 árs gamall. Ég hitti Bigga fyrst á Neyð- arlínunni/Stjórnstöð Securitas árið 2005. Hann Biggi virtist una sér vel í kringum allar þessar tölvur og stjórnborðstæki sem þar voru til staðar. Það var svo fyrir tæpu ári, er ég byrjaði í annarri deild hjá Sec- uritas, að kynni og samskipti okk- ar Bigga urðu mun nánari. Þau voru ófá símtölin sem við áttum – alltaf var stutt í humorinn hjá Bigga og enduðu flest samtölin hjá okkur á því að við vorum báðir skellihlæjandi yfir bullinu í okk- ur. Hann hafði einstakan ógleym- anlegan hlátur. Biggi var afar fagmannlegur, hjálpsamur og heiðarlegur maður sem dæmdi engan. Það verður skrítið að heyra ekki í þinni djúpu og geðþekku rödd í talstöðinni eða þá í síman- um oftar. Við starfsfélagarnir munum sakna þín óendanlega mikið. En við þykjumst þó vita að þú eigir eftir að fylgjast með okkur áfram og halda verndarhendi yfir okkur. Blessuð sé minning þín elsku Biggi minn. Hugur minn er hjá fjölskyldu Bigga og votta ég ykkur mína dýpstu samúð. Fáfnir Árnason. Hann er grimmur maðurinn með ljáinn og fer ekki í mann- greinarálit, svo mikið er víst. Óréttlæti og ósanngirni komu upp í hugann þegar ég fékk fregnir af andláti Bigga sem hrifsaður var fyrirvaralaust í burtu frá ástvinum sínum og fjöl- skyldu. Samtímis renna góðar minningar í gegnum hugann. Sumarbústaðarferðir sem fjöl- Birgir Arnarson ✝ Birgir Arn-arson fæddist í Reykjavík 18. apríl 1960. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 12. des- ember 2011. Útför Birgis fór fram frá Bústaða- kirkju 21. desember 2011. skyldur okkar fóru saman í, fjölskyldu- boð, jólaboð, afmæli og ýmsar dýrmætar samverustundir í gegnum árin. Hæverskur, lítil- látur, með yndis- lega nærveru, þægi- legur í umgengni, hláturmildur og kokkur með meiru eru einungis hluti af þeim mannkostum sem hann Biggi hafði að bera. „Þegar einhver deyr, breytist ský í eng- il, engillinn flýgur til að segja Guði að nú skuli setja annað blóm á kodda. Fugl kemur skilaboðunum til heimsins og syngur hljóða bæn sem fær regnið til að gráta. Fólk hverfur en fer í raun aldrei, andarnir halda áfram, þeir setja sólina í rúmið, vekja grasið og snúa jörðinni í hringi. Stundum sérðu andanna að degi til dansandi á skýjunum þegar þeir eiga vera sofandi. Þeir mála regnbogann og sólsetrið, þeir berja sjónum að bjarginu, þeir kasta hrapandi stjörnum og hlusta á óskir okkar. Og þegar þeir syngja söngva vindsins hvísla þeir til okkar; „Ekki sakna mín of mikið, útsýnið er frábært og mér líður vel“. Elsku Ragnheiður, Ragnar Örn og fjölskylda, eins vís og sól- aruppkoman er mun kærleikur guðs vera stöðugur með ykkur og styrkja í sorginni. Elsku Biggi, Guð geymi þig. Ingibjörg Thomsen og fjölskylda. Elsku besti Biggi okkar. Við systurnar eigum eftir að sakna þín svo mikið. Þú varst alltaf til í að leika við okkur, hvort sem það var í fót- bolta, feluleik, mömmó eða að kitla hana Sif, hoppa í hoppukast- alanum eða á trampólíninu. Þú sýndir okkur öllum svo mik- inn áhuga og fylgdist vel með því sem við vorum að gera, auk þess áttirðu alltaf eitthvert gotterí handa okkur. Við munum knúsa hana Sif þína eins oft og við getum og passa upp á hana. Þínar frænkur, Anna Helga, Sunna María og Lára Líf. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.