Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Í lok næstu viku lýkur sýningunum Samræmi og Hamskiptum í Hafn- arborg í Hafnarfirði og af því til- efni verður sýningarstjóraspjall næstkomandi fimmtudag. Á Sam- ræmi eru aðallega ný verk eftir Hildi Bjarnadóttur og Guðjón Ket- ilsson, en Hamskipti byggist á hug- myndum úr tískuheiminum eftir þær Hildi Yeoman fatahönnuð og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara. Ólöf K. Sigurðardóttir verður með sýningarstjóraspjall um Sam- ræmi á fimmtudag, 29. desember, kl. 20 og þau Hildur og Guðjón verða með í spjallinu. Hildur vinnur út frá handverkshefð kvenna en efniskennd og nálgun Guðjóns tengjast timbri og öllu karlmann- legri vinnuaðferðum um leið og þau fást bæði við hefðbundin listræn viðfangsefni. Þau eiga bæði langan feril að baki í myndlist. Sýningalok og sýningar- stjóraspjall  Samræmi rætt í Hafnarborg Timbur Brot úr Spýtusafni eftir Guðjón Ketilsson. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er dramatísk og örlaga- þrungin spennusaga,“ segir Stefán Máni um nýjustu bók sína Feigð sem fjallar um lögreglumanninn Hörð Grímsson. Aðspurður segist hann heillast mest af því að skrifa spennusögur sem eru fagur- fræðilegar og bókmenntalegar samtímis því sem þær hafa ein- hvern tilgang. „Ég er svo heim- spekilega sinnaður að það er óhjá- kvæmilegt að bækur mínar séu fullar af vangaveltum, pælingum og heimspeki,“ segir Stefán Máni og tekur fram að hann sé stöðugt að velta fyrir sér stórum spurn- ingum á borð við hver tilgang- urinn með lífinu sé og hvort guð sé til. „Hörður er mikill efa- hyggjumaður og er í stöðugri bar- áttu við spurningar um tilganginn og guð.“ Spennandi en jafnframt kvíð- vænlegt að skrifa um snjóflóðið Að sögn Stefáns Mána hefur Feigð verið í smíðum sl. tvö ár. Spurður hvernig sagan hafi komið til hans svarar Stefán Máni því til að fyrst hafi persóna lögreglu- mannsins Harðar Grímssonar komið til hans þegar hann var að skrifa síðustu bók sína Hyldýpi. „Á einhverjum tímapunkti spratt þessi persóna fram ljóslifandi, þessi risastóri rauðhærði Vestfirð- ingur. Það kom bara allur pakk- inn,“ segir Stefán Máni og tekur fram að hann hafi strax heillast af persónunni. „Ég hef lent í þessu áður að það kom til mín persóna frá a til ö. Hörður hreinlega sótti á mig. Miðað við aldur hans var augljóst að hann hefði verið í Súðavík þegar snjóflóðið féll og ég fór að velta honum sífellt meira fyrir mér. Það endaði með því að saga hans varð svo stór að það kallaði á heila bók. Fljótlega sá ég að ég kæmist ekki hjá því að skrifa um snjóflóðið. Mér fannst það spennandi en kveið því sam- tímis, enda var erfitt að skrifa um það,“ segir Stefán Máni. Aðspurður segist hann hafa lagst í töluverða heimildavinnu fyrir bók sína. Þannig fór hann vestur til Súðavíkur til að kynnast umhverfinu, taka viðtöl við íbúa og vinna undirbúningsvinnu. „Það var mjög gefandi fyrir mig að skrifa þessa bók,“ segir Stefán Máni og tekur fram að hann sé afar þakk- látur fyrir góðar viðtökur heima- manna við bókinni sem séu bestu meðmælin sem hugsast geti. En hvað er það við Hörð sem heillar höfundinn? „Það eru and- stæðurnar í honum og öfgarnar. Hann er heljarmenni, risastór og sterkur, og langar til að vera hetja en er samtímis mjög lítill í sér og að berjast við mikla minnimátt- arkennd þar sem honum finnst hann ómögulegur. Hann er mjög jarðbundinn, nánast eins og Vest- firðir holdi klæddur, á sama tíma og hann er skyggn og á erfitt með að höndla það, því hann trúir ekki á neitt sem hann getur ekki fest hönd á. Í gegnum skyggnigáfuna og drauma upplifir hann skrýtna hluti sem honum finnst óþægilegir og ógnvekjandi.“ Neyðist til að draga úr til að skapa trúverðugleika Líkt og í fyrri bókum Stefáns Mána er skyggnst inn í undirheim- ana. Spurður hvort hann sé að draga upp raunsæja mynd af und- irheiminum segir Stefán Máni ekkert í bókum hans sem hafi ekki gerst í raunveruleikanum. „Ég veit og heyri ýmislegt,“ segir Stefán Máni og tekur fram að hann sé í miklum og góðum samskiptum við menn í lögreglunni í rannsókn- arvinnu sinni auk þess sem hann þekki menn sem þekki menn. „Hins vegar er það svo að sann- leikurinn um undirheimana er þannig að ég verð alltaf að draga úr honum til að gera hann trú- verðugan fyrir hinn almenna les- anda, því viðbjóðurinn er slíkur að það er varla hægt að trúa honum.“ Ekki er hægt að sleppa Stefáni Mána án þess að grennslast fyrir um hvort framhald verði á per- sónu Harðar. „Ég er ekki alveg búinn að afgreiða Hörð og hann er ekki búinn með sig. Hann er ansi fyrirferðarmikill í höfðinu á mér og ég get ekki hunsað hann. Það er ekki í boði,“ segir Stefán Máni og er að öðru leyti mjög leynd- ardómsfullur og vill lítið sem ekk- ert gefa upp um komandi bók. Hann fæst þó til að ljóstra því upp að hann stefni að útgáfu fram- haldsbókarinnar strax á næsta ári. Og hvað á bókin að heita? „Nafnið á henni leynist í Feigð. Ég segi ekki meir.“ Örlagaþrungin spennusaga Morgunblaðið/Sigurgeir S. Pælingar „Ég er svo heimspekilega sinnaður að það er óhjákvæmilegt að bækur mínar séu fullar af vangaveltum og heimspeki,“ segir Stefán Máni.  Stefán Máni boðar framhald um helj- armennið Hörð Grímsson á næsta ári Út er komin ný bók eftir Krist- ínu Ómarsdóttur og ber titilinn Við tilheyrum sama myrkrinu – Af vináttu: Mari- lyn Monroe og Greta Garbo. Í bókinni eru sex smásögur, ljóð eftir Marilyn Monroe og tuttugu og tvær blýants- og vatnslitateikningar. Bókaútgáf- an Stella gefur bókina út. Kristín les upp úr bókinni í dag kl. 17:30 í verslun Útúrdúrs við Hverfisgötu 42. Ný bók Krist- ínar Ómars Kristín Ómarsdóttir en nýja og ítarlega bók hefur vantað eftir að þjóðgarð- urinn komst á Heimsminjaskrá UNESCO. Höfundurinn hefur sett saman handbók sem er margt í senn; veitt- ar eru upplýsingar um gönguleiðir á þessu undurfagra og fallega svæði, og fjallað um örnefni og margbreytilega náttúruna. Sagan er viðamikill þáttur bókarinnar, saga ábúenda en ekki síst saga Alþingis og minjanna sem eftir standa, og saga þjóðgarðsins. Það hvað þungi sögunnar er mikill á Þing- völlum gerir sögulega slagsíðu verks- ins nokkuð mikla, þar sem þetta er handbók, en erfitt er að sjá að höf- undur hefði komist hjá því. Í bókinni er fjöldi vandaðra ljósmynda, með ít- arlegum myndatextum, sem styðja við textann, fræða og skreyta. Und- irritaður hefur gengið um þjóðgarð- inn með bók Björns Th. og hlakkar til að fara um Þingvallaskóg og þing- helgina með þessa í höndunum, en þar er umkvörtunarefnið þó eitt: það vantar fleiri og ítarlegri kort í bókina. Með hverjum kafla þyrfti að sýna hvar hver einasta forna búð er stað- sett, hvert einasta örnefni. Laust gönguleiðakort er vandað en fleiri ör- nefni hefði einnig þurft á það. Þá sakna ég þess að hafa ítarlegri kafla um nálgun listamanna; það hefði þurft að sýna nokkur lykilverk gömlu meistaranna og hvar þeir unnu. Fjallamjólk Kjarvals vantar – slík verk eru hluti af sögu Þingvalla. En að því slepptu þá er ástæða til að hrósa höfundinum fyrir þetta vand- aða og yfirgripsmikla rit. Sigrún þekkir svæðið vel og liggur ekki á skoðunum sínum um hvað þurfi að gera í þjóðgarðinum, eins og að draga úr umferð og fjarlæga barrtré. Rökin eru sannfærandi og úthugsuð, eins og önnur skrif í bókinni. Ný bók Sigrúnar Helgadótt-ur, Þingvellir – Þjóðgarð-ur og heimsminjar, erönnur bók hennar í rit- röðinni Friðlýst svæði á Íslandi. Sú fyrsta, um Jökulsárgljúfur, kom út 2009 og hlaut verðskuldaða athygli og hrós. Það var löngu tímabært að gefa út rit sem þetta um Þingvelli. Árið 1984 kom út vönduð og vel stíluð bók Björns Th. Björnssonar um Þingvelli, Frá Þingvöllum Ástæða er „til að hrósa höfundinum fyrir þetta vandaða og yfirgripsmikla rit“ um þjóðgarðssvæðið og sögu þess. Efnismikið verk um Þingvelli Þingvellir – Þjóðgarður og heimsminjar bbbbn Eftir Sigrúnu Helgadóttur. Opna 2011. 320 bls og gönguleiðakort. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Morgunblaðið/Golli „Hörður er að stórum hluta byggð- ur á dularfullum manni sem Þór- hallur miðill lýsti fyrir mér. Hann sagði mér að það fylgdi mér maður sem væri mikið karlmenni, stór og í síðum frakka,“ segir Stefán Máni um tilurð Harðar Grímssonar, söguhetju Feigðar. Spurður hvort hann hafi kannast við manninn svarar Stefán Máni því neitandi og rifjar upp að Þórhallur hafi einnig lýst því fyrir sér hvernig maðurinn hafi hulið andlit sitt og haldið sig í það mikilli fjarlægð að miðillinn gæti ekki séð framan í hann. „Þetta fannst mér magnað og hafði mikil áhrif á mig. Ég er alltaf opinn fyrir svona stórkostlegum hliðum lífsins,“ segir Stefán Máni og rifjar upp að atvikið hafi átt sér stað 2008 eða nokkru áður en hann byrjaði að skrifa bókina. Lýsing miðils hafði mikil áhrif AÐALPERSÓNAN BYGGÐ Á MANNI SEM FYLGIR HÖFUNDINUM Á nýju vefsetri, www.reykvelin.is er vefrit helgað íslenskri sviðsl- ist. Tilgangur útgáfunnar er að skapa opinn grundvöll fyrir frjálsa og faglega umfjöllun um íslenska sviðslist og efla með því íslenska sviðlistaumræðu. Öllum er frjálst að senda inn greinar og hugleiðingar um sviðslistir á reykvelin@gmail.com, en rit- stjórn skipa Heiðar Sum- arliðason, Leifur Þór Þorvalds- son, Árni Kristjánsson, Símon Birgisson, Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophanías- ardóttir. Vefrit helgað íslenskri sviðslist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.