Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bandaríkjamenn reyna nú ákaft að efla varnir gegn Írönum í Miðaust- urlöndum eftir að hafa dregið her sinn frá Írak. Skýrt var á fimmtudag frá samningi um að selja Sádi-Aröbum uppfærðar útgáfur af F-15 orrustu- þotum fyrir nær 30 milljarða dollara, um 36 þúsund milljarða króna. Einnig íhuga ráðamenn í Washington að selja Írak margvísleg vopn, þ. á. m. þotur, fyrir um 11 milljarða dollara, þrátt fyrir mikla óvissu og stríðs- hættu þar í landi, að sögn The New York Times. Ríkisstjórn Baracks Obama forseta hefur að sögn Wall Street Journal einnig rökstutt vopnasöluna með því að hún muni efla hag landsins og draga úr þrálátu atvinnuleysi. Við- skiptin við Sádi-Araba eru sögð geta skapað um 50 þúsund störf í alls 44 sambandsríkjum. Orrustuþoturnar eru framleiddar hjá verksmiðju Bo- eing í St. Louis. Einnig mun salan skapa störf í Sádi-Arabíu. Miklar væringar í Írak Viðskiptin við stjórn Nuri al-Mal- ikis, forsætisráðherra Íraks, eru um- deildari. Ráðherrann, sem er úr röð- um sjíta, virðist hafa ákveðið að ganga milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum meðal súnníta. Annar varafor- seta landsins, súnní-arabi, er nú flúinn til héraða Kúrda í Norður-Írak vegna ákæru um að hafa skipulagt morð. Íraskir sjítar hafa margir náið sam- band við Írana og bent er á að í versta falli gætu bandarísku vopnin þannig lent óbeinlínis í höndum Írana ef land- ið klofnaði og sjítar stofnuðu sitt eigið ríki. Róttækir sjítar undir forystu klerksins Moqtada al-Sadrs krefjast nú nýrra kosninga og því óvíst að stjórn Malikis hjari en hún nýtur stuðnings Sadrs. Hátæknivopn til Sádi-Araba  Stjórn Obama íhugar einnig að selja Írak þotur til að efla varnir gegn Íran Áhyggjur Ísraela » Ísraelar hafa lengi haft áhyggjur af því að háþróuð, bandarísk vopn lendi í höndum ráðamanna í arabalöndum. Yf- irburðum Ísraela á hern- aðarsviðinu geti verið ógnað. » Bandarískir embættismenn hafa reynt að slá á þann ótta. Þeir segja að öryggi Ísraels verði meira ef hófsamir banda- menn Vesturveldanna efli her- varnir sínar. Leiðtogi lýðræðissinna í Búrma, Aung San Suu Kyi, heimsótti í gær klaustur í milljónaborginni Yangon þar sem um þúsund manns sem misstu heimili sín í mikilli sprengingu í fyrradag hafa fengið skjól. Tuttugu létu lífið í sprengingunni sem varð í vöruskemmu í íbúðar- hverfi og nær 100 slösuðust. Ekki er vitað hvað olli henni en talsmenn lögreglunnar segja að ekki hafi ver- ið um tilræði að ræða. Suu Kyi huggar heimilislausa Reuters Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Hafið ekki mishá kerti of nálægt hverju öðru. Hiti frá lægra kerti getur brætt hærri kertið. Erlent Danir taka við sex mánaða for- ystu í Evrópu- sambandinu um áramótin. Breska tímaritið The Economist efast um að hlut- verkið verði til að bæta stöðu Helle Thorning- Schmidt for- sætisráðherra. Ný samsteypustjórn hennar hefur átt erfitt uppdráttar og fær afleita útkomu í könnunum. Og um 60% Dana segjast aðspurðir ekki hafa trú á að ESB leysi skulda- vandann og aðeins 24% vilja taka upp evru. kjon@mbl.is EVRÓPUSAMBANDIÐ Thorning-Scmidt stýrir frá áramótum Helle Thorning- Schmidt Hlátur á sér minnst 30-60 milljóna ára forsögu, að sögn vísindamanns- ins Marinu Davila-Ross við Ports- mouth-háskóla sem hefur að sögn BBC rannsakað hvaða áhrif kitlur hafa á 19 ára górillu, Emmie. Við- brögð hennar við kitlum minni mjög á viðbrögð manna. Umsjón- armaður Emmie, Phil Ridges, seg- ist oft hafa séð górillur kitla hver aðra, það sé notalegt þegar þær leyfi honum líka að kitla sig. Rann- sóknir á rottum sýna einnig að þær gefa frá sér eins konar „hlátur“ þegar þær eru kitlaðar. kjon@mbl.is BRETLAND Górillur „hlæja“ þegar þær kitlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.