Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 30
Í
febrúar á nýju ári verða liðin þrjú ár
frá því að ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna með stuðningi Fram-
sóknarflokksins var mynduð. Með
þeim tímamótum lauk nær 18 ára
óslitinni valdatíð Sjálfstæðisflokksins í lands-
málum. Líkt og allir þekkja endaði sú valdatíð
við dramatískar aðstæður eftir að eitt um-
fangsmesta efnahagshrun í þróuðu hagkerfi
varð staðreynd í október 2008.
Stærð hrunsins á Íslandi orsakaðist af
mörgum þáttum en ein meginskýring á um-
fangi þess voru stórkostleg mistök í efnahags-
stjórn. Þrátt fyrir sterk aðvörunarorð um að
hemja þenslu hagkerfisins gerði þáverandi
ríkisstjórn hið þveröfuga og jók á þenslubálið
með m.a. skattalækkunum, stórfram-
kvæmdum sem knúnar voru áfram með póli-
tísku handafli og aukningu húsnæðislána.
Og þetta allt skilaði sér í bólu sem sprakk. Á
árinu 2008 var ríkissjóður gerður upp með 216
milljarða króna halla, aðallega vegna 192 mia.
kr. taps Seðlabanka Íslands sem hafði fram að
hruni reynt með veikum mætti að bjarga út-
rásinni með fyrirgreiðslu sinni. Gengi krón-
unnar var í frjálsu falli, 18% óðaverðbólga, at-
vinnuleysi fór úr 1% í nálægt 9%, 18%
stýrivextir, samdráttur landsframleiðslu
stefndi í 10%, skuldir ríkissjóðs snarjukust, at-
vinnulífið var í lamasessi, bankakerfið í rúst
og samfélagið í upplausn. Til marks um þetta
var að málsmetandi fólk úti í heimi gerði al-
mennt ráð fyrir að á Íslandi stefndi í þjóð-
argjaldþrot og efnahagslegt sjálfstæði þjóð-
arinnar var glatað.
Nú þremur árum seinna eftir að Samfylking
og Vinstri græn tóku við stjórn landsmála
blasir við allt önnur og betri mynd. Sjálfstæði
landsins í efnahagsmálum hefur verið end-
urheimt. Áætlaður halli ríkissjóðs verður til að
mynda liðlega 20 mia. kr. á næsta ári og nær
horfinn árið 2013, sem setur Ísland í sérflokk í
Evrópu þegar kemur að halla ríkissjóða. Verð-
bólgan hefur hjaðnað niður í 5,3%, atvinnu-
leysið er komið niður í 7,1% og vextir eru
4,5%.
Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuðum
þessa árs var sterkari en bjartsýnustu grein-
ingaraðilar þorðu að spá en nýjustu tölur Hag-
stofunnar benda til að hann hafi orðið 3,7% á
fyrstu níu mánuðum ársins. Kaupmáttur launa
hefur vaxið um 3,7% undanfarna tólf mánuði.
Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið því sem
næst stöðvuð og sett hafa verið fram metn-
aðarfull markmið um hvernig megi lækka þær
skuldir á komandi árum. Vegna þessa árang-
urs náði ríkissjóður í fyrsta sinn frá árinu 2006
að fjármagna sig á þessu ári á alþjóðlegum
fjármálamarkaði. Hugtakið þjóðargjaldþrot
heyrist ekki lengur þegar rætt er um Ísland
heldur þvert á móti hampa margir landinu fyr-
ir árangurinn við að koma sér út úr kreppunni.
Ríkisstjórn 1991 og 2009
Þó að rík ástæða sé til að varast samanburð
á árangri mismunandi ríkisstjórna er þó
freistandi að leyfa sér það stundum. Það er til
að mynda ekki úr vegi að rifja upp í þessu
blaði fyrstu ár ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks frá 1991 og bera þau saman
við svipað tímabil núverandi ríkisstjórnar.
Sjálfstæðisflokkurinn hóf sína tæplega 18
ára valdatíð 1991 með myndun svokallaðrar
Viðeyjarstjórnar ásamt Alþýðuflokknum.
Þessi ríkisstjórn varð til þrátt fyrir að þeir
flokkar sem sátu í ríkisstjórn fram til kosning-
anna 1991, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur, héldu meirihluta í þeim
kosningum. Fyrir marga voru það talsverð
vonbrigði enda hafði sú ríkisstjórn undir for-
ystu Steingríms Hermanssonar náð árangri á
mörgum sviðum efnahagslífsins eftir að hún
tók við af ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Rík-
isstjórn Þorsteins lifði í rúmt ár eftir kosning-
arnar 1987 en sprakk í beinni útsendingu í
sjónvarpi eftir að hafa heykst á því að ná sam-
an um aðgerðir í efnahagsmálum.
Á þremur árum, 1988-1991, tókst hins vegar
að snúa þróuninni við og ná fram stöðugleika í
efnahagsmálum. Ríkisstjórn Steingríms Her-
manssonar tókst með tilstyrk hinnar rómuðu
þjóðarsáttar aðila vinnumarkaðarins og
bændasamtakanna að koma á ró á vinnumark-
aði og skapa góð skilyrði til frekari uppbygg-
ingar. Hrun atvinnulífsins blasti við 1988 en
stjórninni tókst að afstýra því m.a. með víð-
tækum aðgerðum til að endurfjármagna út-
flutningsstarfsemina.
Við brotthvarf ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar var atvinnuleysi aðeins um
1,2%, hagvöxtur var yfir eitt prósent og kaup-
máttur launa hafði aukist um 2,1% tólf mán-
uðina á undan. Og kannski var það einna
markverðast að verðbólgan var komin niður í
5,8% úr meira en 20%, sem var í fyrsta skipti
frá árum viðreisnarstjórnarinnar sem verð-
bólgan fór niður fyrir tveggja stafa tölu. Enn
minnast menn þeirra tímamóta sem fólust í
þjóðarsáttarsamningunum.
Við áramótin 1993 var staðan breytt en þá
hafði Viðeyjarstjórnin setið svipaðan tíma og
núverandi ríkisstjórn. Atvinnuleysi hafði auk-
ist úr 1,2% í maí 1991 í 6,3% í desember 1993
sem er meira en fjórföld aukning. Enginn
frekari árangur náðist í að kveða niður verð-
bólgu og stóð hún í stað. Þetta var þrátt fyrir
að hagvöxtur hafði mælst neikvæður tvö ár í
röð m.a. vegna þess að fjárfesting í atvinnulíf-
inu var lítil og allt botnfrosið. Kaupmáttur
launa dróst jafnframt saman um vel yfir 3% á
þessum tíma.
Miðað við þau viðmið og mælikvarða sem
núverandi ritstjóri Morgunblaðsins tileinkar
sér við árangursmat á störfum ríkisstjórn-
arinnar Samfylkingar og Vinstri grænna má
því spyrja hvaða einkunn hæfði Viðeyj-
arstjórninni og fyrstu 30 mánuðum hennar við
völd. Yrði það ekki örugglega að Viðeyj-
arstjórnin hefði verið sú versta sem setið hef-
ur frá lýðveldisstofnun? Þrátt fyrir að taka við
góðu búi árið 1991 mistókst henni að byggja á
þeim árangri.
Núverandi ríkisstjórn tók hins vegar við
nær gjaldþrota þjóðarbúi en hefur náð fram
algjörum viðsnúningi svo eftir er tekið. Fram-
undan er betri tíð eftir mikla erfiðleika síðustu
ára og Ísland er á réttri leið þótt vissulega sé
glíman enn hörð við skulda- og atvinnuleys-
isvandann. Eitt og aðeins eitt má ekki gerast:
að sá árangur sem þegar hefur náðst og vissu-
lega hefur kostað miklar fórnir glatist. Á
grunni þess árangurs og með þeim fórnum
sem hann hefur kostað erum við að leggja
grunn að betra og heilbrigðara samfélagi og
mistök áranna fyrir hrun ætlum við aldrei að
endurtaka.
Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs
árs.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Áramót nú og þá!
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Steingrímur J. Sigfússon „Framundan er betri tíð eftir mikla erfiðleika síðustu ára og Ísland er á réttri leið þótt vissulega sé glíman enn hörð við skulda- og atvinnuleysisvandann.“
30 STJÓRNMÁL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011