Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 56

Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 56
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 365. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Megrunartöflur Jennifer Aniston 2. „Ekki sami maður“ 3. Tók á móti eigin barni 4. Toyota flytur í Kauptún  Opnað hefur verið fyrir skráningar í Íslandsriðillinn í Wacken Metal Battle. Umsóknarfrestur er til 22. janúar og keppnin verður haldin í Nasa 3. mars. Sigurvegari mun leika á virtustu þungarokkshátíð heims og verða erlendir blaðamenn á staðnum. Fólk skrái sig í Wacken Metal Battle  Stikla úr Svart- ur á leik er nú komin á netið en þar fer Jóhannes Haukur mikinn sem bandingi. Myndin er byggð á bók Stefáns Mána og verður frum- sýnd hér í mars. Leikstjóri er Óskar Þór Axelsson og er myndin fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Framleiðendur eru Zik Zak, Filmus og þeir Nicholas Winding Refn og Chris Briggs (Hostel). Stikla úr kvikmynd- inni Svartur á leik  Skagfirskar skemmtisögur, sem Björn Jóhann Björnsson safnaði og Hólar gáfu út, voru langsöluhæstar í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki fyrir jólin. Bókin seldist í 638 eintökum en af bókum metsöluhöfundanna Arn- aldar og Yrsu seldist 71 eintak af hvorri bók. Bók Skagfirð- ingsins Hannesar Péturssonar, Jarð- lag í tímanum, var þriðja mest selda bókin en af henni seldust 115 ein- tök. Skagfirðingar lásu skagfirskt FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 2-11 m/s og él en úrkomulítið norðaustantil. Norð- austlæg átt og snjókoma eða slydda norðvestantil í kvöld og él sunnantil en áfram úr- komulítið norðaustanlands. Hiti víða 0 til 5 stig en kólnar í kvöld. Á sunnudag (nýársdag) Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma með köflum á Vestfjörðum, annars hægari suðlæg átt og él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Sundkonan efnilega Bryndís Rún Hansen frá Akureyri gerði það gott í sundlauginni á árinu en hún var iðin við að slá Íslandsmet og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Bryndís býr í Noregi ásamt móður sinni. Hún er með rússneskan þjálfara og keppir bæði við norskt félag og fyrir lið Óðins á Akureyri. »2 Bryndís Rún á miklu flugi í sundlauginni Íslendingaliðið AG Kaup- mannahöfn styrkti stöðu sína í danska handboltanum í gærkvöldi með sigri á Kold- ing, 28:20, í toppslag efstu deildar. AG er með fimm stiga forystu á toppnum en deildin fer nú í frí fram í febrúar vegna EM landsliða í Serbíu. Guðjón Valur Sig- urðsson var á meðal at- kvæðamestu manna á vell- inum eins og oft áður. »1 AG með fimm stiga forskot Afmælisveisla á Old Trafford í dag Pétur Blöndal pebl@mbl.is „Það fór nú ekki svo að Nubo kæmi ekki,“ segir Sigríður Hallgrímsdóttir á Grímsstöðum. Þannig var að Bragi Benediktsson var á leið heim á Grímsstaði með hrút þegar dóttir hans hringdi með þær fregnir að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði hafnað beiðni Huangs Nubos um undanþágu til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum. „Þannig að hrúturinn var bara nefnd- ur Nubo,“ segir Bragi. „Það fór ekki svo að hann kæmi ekki til okkar – hann var bara ferfættur.“ Bragi og Sigríður eru gagnrýnin á ákvörðun stjórnvalda, segja hana vonbrigði og að algjört áhugaleysi hafi ríkt um byggðina á Grímsstöðum þar til núna. Þetta kemur fram í myndríkri frásögn í Áramótablaði Sunnudagsmoggans. Þau segjast ekki hafa ætlað að flytja, heldur búa áfram í húsi sínu á Grímsstöðum og taka þátt í uppbyggingunni sem ráð- gerð hafi verið á staðnum. Og þau hefðu gjarnan viljað fá Nubo sem ná- granna. „Það hefði lífgað upp á,“ segir Bragi og sýpur á kaffinu – brosandi. „En kannski hefði hann verið svolítið ónæðissamur. Maður veit það ekki.“ „Það er hætt við því,“ segir hún, „að það hefði eitthvað raskast hádegislúrinn.“ „Síestan,“ segir hann. „Maður veit það ekki.“ Þó að þau ræði Nubo á léttum nót- um, þá segjast þau mjög vonsvikin með ákvörðun stjórnvalda. Það búa átta manns á tveimur bæjum á Grímsstöðum. En þegar mest lét um aldamótin 1900 bjuggu þar 100 manns og Bragi segir að staðurinn hafi ekki orðið einangraður fyrr en undir lok síðustu aldar. „Frá því ég man eftir mér lá straumurinn hérna í gegn, hér var bæði gisting og veitingasala. Þannig að ef eitthvað er, þá var fólk í miklum tengslum við sveitirnar í kring og byggðarlögin, þrátt fyrir fjarlægðir.“ – Hvers vegna þessi mikla fækkun? „Stærstu mistökin voru gerð árið 1991 þegar fólki var gert að hætta með sauðfé. Þá fluttu fjölskyldur í burtu,“ segir Bragi. Og þeim líst vel á ráðagerðir Nubos um uppbyggingu á staðnum, ekki síst að reist yrði hótel, flugvöllur og að borað yrði eftir heitu vatni. En hvar myndi Bragi setja 18 holu golfvöllinn? „Golfvöllinn,“ svarar Bragi. „Ég bara þekki ekkert til golfs og veit ekkert hvernig golfvellir eiga að vera.“ – Þarf ekki landrými? „Það er nóg af því,“ svarar hann. „Og þetta er ekki vitlausari áning- arstaður ferðamanna en var um síð- ustu öld.“ Nubo kominn á Grímsstaði  Hrútur nefndur Nubo  Vonuðust eftir uppbyggingu Morgunblaðið/RAX Í fjárhúsinu Hrúturinn Nubo til vinstri í fjárhúsinu á Grímsstöðum og Bragi Benediktsson í bakgrunni. Morgunblaðið/RAX Frost Sigríður á Grímsstöðum með fallega jólaskreytingu úr grýlukertum. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjór- inn sigursæli hjá Manchester United, fagnar tímamótum í dag en hann heldur upp á 70 ára afmæli sitt. Af- mælisveisluna ætlar Ferguson að halda á Old Trafford en hans menn fá þá botnlið Blackburn í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni. »1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.