SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Síða 4
4 25. desember 2011
Charles Dickens var alla tíð mikill áhugamaður um
höfundarrétt og barðist ötullega fyrir þeim málum í
Bretlandi – með góðum árangri. Bæði var hann að
hugsa um eigin hag en ekki síður barnanna sinna
eftir sinn dag.
Upp til hópa sýndu menn þessu skilning í Bret-
landi en höfundarréttarmál voru mun skemmra á
veg komin í Bandaríkjunum og þegar Dickens kom
þangað í upplestrarferð öðru sinni 1868 mætti hann
nokkurri óvild. Sjóræningjaforlög önnuðust útgáfu
verka hans og menn skildu ekki hvers vegna taka
þyrfti tillit til óska höfundarins í þessu sambandi.
Fyrir vikið var viðstöddum ekki skemmt þegar
Dickens vék að höfundarrétti í fyrstu ræðu sinni í
Ameríkuferðinni. Útgangspunkturinn var sá að
settu Bandaríkjamenn ekki lög um höfundarrétt á
alþjóðlegum grundvelli myndu þeir aldrei eignast
sínar eigin bókmenntir. Þegar Dickens yfirgaf landið
var hann almennt álitinn ágjarn og peningadrifinn
maður.
En auðvitað sáu Bandaríkjamenn á endanum að
hann hafði á réttu að standa.
Barðist af krafti
fyrir höfundarrétti
Sir Alec Guinness sem Fagin og John Howard Davies
sem Óliver Twist í kvikmynd Davids Leans frá 1948.
Árið 2012 verður ár Charles Dickens enþá verða tvö hundruð ár liðin frá fæð-ingu hins mikla breska skáldjöfurs.Enda þótt hann hafi safnast til feðra
sinna árið 1870 er ekkert lát á vinsældum Dickens,
hvert mannsbarn þekkir sögurnar hans og kar-
akterana. Hafi menn ekki lesið bækurnar hafa þeir
örugglega farið á leikritið eða séð bíómyndina –
oftar en einu sinni. Er Dickens jafnvel líka til í
tölvuleikjaformi?
Fá vörumerki – leyfist manni að taka þannig til
orða – eru verðmætari í heimi menningar og lista
en Charles Dickens. Höfuðvígi hátíðahaldanna
vegna tvö hundruð ára fæðingarafmælis höfund-
arins verður vitaskuld Lundúnir en fastlega má
reikna með að hans verði minnst vítt og breitt um
heiminn. Fjárhagsáætlun liggur ekki fyrir en
Florian Schweizer, framkvæmdastjóri Dickens-
safnsins og verkefnisins Dickens 2012, segir að
fastlega megi taka mið af hátíðahöldunum í tilefni
af 250 ára fæðingarafmæli Wolfgangs Amadeusar
Mozarts í Vínarborg árið 2006. Tæpir fjórir millj-
arðar króna voru lagðir í þau herlegheit og skiluðu
þeir sér tvöfalt til baka – og ríflega það. Áætlað er
að heildarveltan vegna afmælis Mozarts á heims-
vísu hafi slagað í 60 milljarða króna.
Hefði kunnað að meta tilstandið
Hátíðahöldin á næsta ári munu teygja anga sína frá
New York til Zürich, frá París til Toronto, auk þess
sem dagskrá verður á nokkrum stöðum í Eng-
landi, þ.e. Lundúnum, Kent og Portsmouth. Af-
mælið ætti með öðrum orðum að örva ferða-
mennsku innanlands. Hætt er raunar við að enska
þjóðin verði á hvolfi á næsta ári en auk afmælis
Dickens verður haldið upp á sextíu ára krýning-
arafmæli Elísabetar II drottningar og Ólympíu-
leikarnir fara fram í Lundúnum. Mönnum er því
hollara að gera hótelráðstafanir í tíma.
En hvað ætli Dickens gamla hefði fundist um allt
tilstandið?
Færa má fyrir því skynsamleg rök að það hefði
alls ekki verið honum á móti skapi. Sum skáld
spyrja ekki um peninga en Dickens var ekki í þeim
hópi. Faðir hans rataði snemma í fjárhagslegar
ógöngur og sat um tíma inni vegna skulda. Þær
raunir höfðu djúpstæð áhrif á hinn unga Dickens
og upp frá því tengdi hann peninga alla tíð við
hamingju, líkt og einn karaktera hans, herra Mi-
cawber í David Copperfield. Gróði er ígildi ham-
ingju, skuld ígildi volæðis. Dickens var fyrir vikið
aldrei feiminn við að rukka fyrir verk sín.
Meðan hann var á hátindi frægðar sinnar nutu
upplestrar Dickens gríðarlegrar lýðhylli og dæmi
um að hann þénaði allt að sex milljónir króna á
kvöldi. Hann las þá úr helstu verkum sínum, svo
sem Jólasögu, Óliver Twist og Nikulási Nickleby,
með slíkum tilþrifum að fólk dreif að. Enginn vildi
missa af upplifuninni og Dickens fyllti heilu leik-
húsin – kvöld eftir kvöld.
Dickens hafði sjálfur yndi af lestrinum, bæði
sem höfundur en ekki síður teknanna vegna. Til
eru dæmi um að hann hafi líkt áheyrendum við
„pund“ og „dali“ í bréfum til vina sinna. Fræg er
skopmynd af Dickens frá 1868, þar sem hann telur
myndarlegt seðlabúnt eftir upplestur, heldur
hryggur yfir því að búntið sé ekki þrútnara.
Charles Dickens var vinsæll upplesari á sinni tíð. Og þénaði vel.
Malar gull löngu
eftir dauðann
Charles Dickens aldrei
vinsælli en á 200 ára afmælinu
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Jim Carrey í hlutverki Scrooge í Jólasögu frá 2009.
Charles Dickens fæddist í
Portsmouth 7. febrúar 1812.
Hann er af mörgum álitinn
fremsti rithöfundur Viktor-
íutímans í Englandi, dáður fyr-
ir stílsnilld og framúrskarandi
persónusköpun, en þótti einn-
ig skeleggur þjóðfélagsrýnir.
Hann lést 9. júní 1870, að-
eins 58 ára. Charles Dickens á efri árum.
Stílsnilld og
þjóðfélagsrýni
1198kr.kg
Krónu hamborgarhryggur
Norðlen
sk
gæði
– fyrst og fre
mst
ódýr!