SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Síða 8

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Síða 8
8 25. desember 2011 Kynþáttafordómar á knattspyrnuvöllum eru íbrennidepli þessa dagana eftir tvö atvik íEnglandi þar sem heimsfrægar stjörnur (ogfyrirmyndir) komu við sögu. Annars vegar sakaði franski varnarmaðurinn Patrice Evra hjá Man- chester United framherjann Luis Suárez frá Uruguay, sem leikur með Liverpool, um gróft níð í sinn garð í miðjum leik. Hins vegar á í hlut sjálfur fyrirliði enska landsliðsins, John Terry, varnarmaður hjá Chelsea, sem fór afar ófögrum orðum um landa sinn, Anton Ferdin- and hjá Sunderland. Eða svo virtist. Þeldökkir leikmenn hafa haldið því fram í mörg ár að þeir hafi þurft að þola ýmislegt misjafnt frá andstæð- ingum sínum. Þá eru ónefndir stuðningsmenn á áhorf- endapöllum; þeir hafa ekki sparað níðið í gegnum tíð- ina, hvorki í orði né verki. Á síðustu áratugum aldarinnar sem leið var algengt að banönum væri hent inn á völlinn þegar þeldökkur leikmaður tók á sprett upp kantinn. Áhorfendur gáfu síðan oft frá sér apahljóð í kjölfarið. Í orði hefur verið átak í gangi í Englandi og víðar ar hefur verið tilkynnt að Suárez muni áfrýja úrskurði knattspyrnusambandsins. Hann viðurkennir að hafa notað orðið „negrito“ í samskiptum sínum við Evra, en í heimalandi hans sé það ekki talið niðrandi og hann hafi því ekki meint neitt illt. Aðrir benda á að hann hafi leikið í fjögur ár í Norður-Evrópu og eigi að gera sér grein fyrir menningarlegum aðstæðum í þeim heims- hluta. Í vikunni var tilkynnt að breski saksóknarinn hefði kært John Terry fyrir ummæli hans. Hann segist sak- laus; á sjónvarpsupptökunni sjáist þegar hann kallaði til Ferdinands að hann hefði ekki látið þau orð falla sem mótherjinn sakaði hann um. Chelsea hefur lýst yfir fullum stuðningi við fyrirliða sinn. Málið er hið vandræðalegasta; Englendingar eru við- kvæmir fyrir því að landsliðsfyrirliðinn skuli vera í þessum sporum. Dómsmál gæti dregist á langinn og hvískrað er um að það gæti haft áhrif á undirbúning landsliðsins fyrir Evrópukeppnina næsta sumar. Svo er spurning hvað knattspyrnuhreyfingin sjálf gerir; hvort Terry verður settur í leikbann eins og Suárez. Rautt spjald á rasisma Aðalatriðið að breyta hugarfari með fræðslu Ekki við hæfi? Leikmenn Liverpool klæddust allir treyjum með mynd af Suárez í upphitun fyrir leikinn gegn Wigan í vikunni. Reuters Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is John Terry tekur í hönd þjálfarans, Villas-Boas, eftir leik Chelsea og Tottenham í vikunni. Luis Suarez, t.v. og Patrice Evra í leik Liver- pool og Manchester United 15. október. Reuters gegn kynþáttafordómum. Rauða spjaldið á rasismann er það kallað á Bretlandseyjum en virðist ekki hafa skilað miklum árangri enn sem komið er. Undanfarið hafa ýmsar gamlar kempur stigið fram í sviðsljósið og bent á að hér sé ekki einungis um að ræða vanda knattspyrnuhreyfingarinnar heldur þjóðfélagsins alls. Ef árangur eigi að nást í baráttu gegn kynþátta- hatri verði það að gerast með fræðslu í skólum og víð- ar, ekki bara á vellinum. Áðurnefndur Suárez var í vikunni úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir ít- arlega rannsókn á því hvort ásakanir Evra ættu við rök að styðjast. Að auki er honum gert að greiða 40.000 punda sekt, nærri átta milljónir króna. Eins og búast mátti við brást félag leikmannsins harkalega við, lýsti yfir skilyrðislausum stuðningi við hann og eins og til að undirstrika það hituðu allir leik- menn Liverpool upp fyrir leik gegn Wigan í vikunni, klæddir hvítum treyjum með mynd af Suárez, nafni hans og númeri. Þykir ýmsum í Englandi það misráðið en öðrum finnst ekkert athugavert við uppátækið. Þeg- Máslvarar Luis Suárez, ekki síst landar hans, segja orðið „negrito“ sauðmeinlaust og alls ekki niðrandi í Úrúgvæ. Sú meining sé þar lögð í orðið að helst mætti líkja við félagi, gæskur, jafnvel vinur hér uppi á Ís- landi. Komið hefur fram erlendis að orðið sé meira að segja, a.m.k. stundum, notað á rómantískum augnablikum; að negrito geti þá þýtt minn kæri eða elskan. Alejandro Balbi, umboðsmaður og lög- fræðingur Suárez, varði hann með kjafti og klóm í vikunni. Dró m.a. upp á blaðamanna- fundi mynd af leikmanninum og þeldökku barni í Suður-Afríku því til stuðnings að leik- maðurinn væri alls ekki kynþáttahatari. Svartur sauður eða sauðmeinlaust? Lögmaðurinn Alejandro Balbi með mynd af Luis Suárez og svörtu barni í Suður-Afríku. Reuters Orðbragð leikmanna á knatt- spyrnuvelli er ekki alltaf eftir hafandi og hefur lengi verið vitað. Sjónvarpsáhorfendur sjá oft að dómarar fá orð í eyra frá leikmönnum sem eru ósáttir við úrskurð þeirra, en flestir láta það sem vind um eyru þjóta. Leyfa mönnum að blása. Öðru máli gegnir um kynþáttaníð. Eftir að sást á sjónvarpsupptöku að John Terry kallaði Anton Ferdinand „helvítis svarta skíthæl“ og Luis Suárez níddist á Patrice Evra þykir mörgum vera nóg komið. Útrýma verði kynþátta- fordómum í íþróttinni. Er þetta bara toppur á ísjaka?

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.