SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Qupperneq 12
12 25. desember 2011
Hún er nokkru þykkari og þyngri en sumir keppi-
nautarnir, en annars er snúið að tala um keppi-
nauta því hún er til að mynda talsvert frábrugðin
iPad frá Apple eða Galaxy Tab frá Samsung. Mik-
ið er lagt upp úr öryggi hvað varðar tölvupóst og
einnig er hægt að kveikja á dulritun á gögnum á
vélinni og læsa henni rækilega. Koma má því svo
fyrir að hún verður ónothæf ef henni er stolið.
Hún er með hefðbundna
tengimöguleika, gerð fyr-
ir 3G-kort, 802.11 b/
g/n þráðlaust netkort
og Bluetooth og
með innbyggt gps.
Rafhlaðan dugir í
rúma átta tíma
að sögn, en fer
vitanlega eftir
því hvað maður
er að gera og
þannig er til að mynda skynsamlegt að slökkva á
sem mestu til að kreista svo mikinn tíma út úr henni.
Lenovo ThinkPad 1838 er með áþekkan
vélbúnað um margt og aðrar spjaldtölvur,
til að mynda er í henni 1 GHz tveggja
kjarna NVIDIA Tegra-örgjörvi, vinnslu-
minnið er 1 GB og geymsluminni 32 eða
64 GB. Það er líka rauf fyrir minniskort ef
vill. Skjárinn er mjög góður, 10,1" IPS TFT
skjár með 1280 x 800 díla upp-
lausn. Á henni er HDMI-tengi.
Nýstárlegt, þegar spjaldtölvur eru annars vegar,
er að með henni fylgir sérstakur penni sem nota
má til að skrifa beint á skjáinn og tölvan snýr því
svo í tölvutækan texta. Þetta gefur eðlilega
ýmsa möguleika í skráningu og eins ef maður
þarf að hripa eitthvað niður á fundum. Pennanum
er svo smellt í viðeigandi rauf aftan á tölvunni.
Slagurinn er harður á spjaldtölvu-
markaði og á eftir að harðna enn. Far-
tölvan er þó ekki búin að syngja sitt
síðasta, en stefnir í að verða þynnri
og léttari en nokkru sinni, annars veg-
ar fyrir áhrif af spjaldtölvuþróuninni –
fólk vill fartölvur sem eru fartölvur
(meðfærilegar og léttar) – og svo hafa
menn magnaða fyrirmynd þar sem er
MacBook Air.
Ytra nota menn merkimiðann Ultra-
book yfir slíkar tölvur og keppast við
að hafa þær sem þynnstar og létt-
astar en líka verða þær að vera spar-
neytnar á rafmagn, fljótar að ræsa sig
og hraðvirkar. Þær eru ekki með
geisladrif, sem flestir eru hættir að
nota hvort eð er, yfirleitt með SSD-
diska sem þurfa minna rafmagn, eru
hljóðlátari og hitna ekkert (ekkert
sem snýst í þeim) en líka dýrari og
rúma ekki eins mikið. Apple hefur for-
skot á markaðnum sem stendur, er
með flottustu vélina, en aðrir eru ekki
langt undan og nýkomnar á markað
eða væntanlegar örþunnar fartölvur
frá Acer, Samsung, Lenovo, LG, Tosh-
iba, Asus og HP. Slagurinn stendur
um að vera með flottustu vélina, en
ekki síst að bjóða þá ódýrustu, því þar
er líka hart barist.
Örþunnar fartölvur
Þynnri,
léttari og
öflugri
fartölvur
Mánudagur
Ása Lind Finnbogadóttir
Kenning: Framan af
barneignaraldri velur
fólk sér maka sem er
ólíkur þeim bæði í út-
liti og skapgerð … en
ef fólk eignast maka í seinni tíð þá
velur það maka sem er líkari sér.
Ræðið.
Þriðjudagur
Kári Sturluson
Jeminn eini hvað ég
er búinn að fá nóg af
þessu eilífa væli
hins skapandi geira
um að hann skapi nú
störf, gjaldeyri, sé landkynning,
hver króna sem sett er í skapandi
greinar komi þrisvar sinnum til
baka o.s.frv. Er sjálfsvirðing lista-
fólks á Íslandi í dag virkilega bund-
in við hagfræðivísa og fjárhagslegt
viðurkenningarklapp á bakið frá
stjórnmálafólki?
Gerður Kristný
Í dag er auglýsing frá
bókaútgefanda/
rithöfundi í Frétta-
blaðinu sem virðist
ekki kunna að beygja
nafnið sitt. Hann segir bækurnar
vera eftir „Huginn Þór“.
Fésbók
vikunnar flett
Fyrirtækjaspjaldtölva
Það er ekki síður munur á milli spjaldtölva en fartölva hvað varðar búnað og
frágang. Þannig virðist ný spjaldtölva frá Lenovo, Lenovo ThinkPad Tablet
1838, frekar sniðin fyrir fyrirtæki en almenning.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is