SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Síða 15

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Síða 15
25. desember 2011 15 hverju sinni var ég í bíó að horfa á mynd- ina Gangs of New York með Leonardo Di- Caprio og fleiri snillingum. Í henni er atriði þar sem einhverjir írskir gangsterar koma saman og rita nöfn sín í bók og fyrsti maðurinn heitir Mooney. Þá gall í ein- hverjum sem sat ekki hjá mér en vissi að ég var í salnum: Hey Mooney, er þetta pabbi þinn?! Mér fannst það hrikalega fyndið og allur salurinn hló.“ Netið ýtti undir leitina Þegar netið kom til sögunnar varð leit að öllu mögulegu og ómögulegu mun auð- veldari. „Það eru til fyrirtæki sem sérhæfa sig í að finna upplýsingar um fólk fyrir nokkra dollara. Ég gerði þetta tvisvar en það hafði enga tilfinningalega þýðingu fyrir mig á þessum tíma, var meira til gamans gert. Í báðum þessum leitum kom fram maður að nafni Steven Xavier Moo- ney, en hann var skráður með búsetu í Kaliforníu þannig að ég var viss um að þetta var ekki hann. Ég hélt hann væri í New York, ég gerði bara ekki ráð fyrir að hann gæti flutt eins og annað fólk! Í dag veit ég að þetta var pabbi.“ Hún aðhafðist hins vegar ekkert frekar í málinu á þessum tíma. „Mér lá ekkert á, innst inni hef ég alltaf vitað að þetta myndi á endanum hoppa upp í hendurnar á mér. Ég, Lára systir og Elín æskuvinkona mín grínuðumst oft með það að þegar að því kæmi myndu þær hringja „símtalið“ fyrir mig. Þótt ég sé hress og opin þá þjáist ég af símafælni á háu stigi. Ég svara til dæmis ekki blaðamönnum sem hringja með óskráð númer,“ segir Hrafnhildur og hlær. Fyrir nokkrum árum síðan hitti Lára, systir Hrafnhildar, íslenskan mann sem hafði þekkt afa hennar, Ed Mooney, sem var verkalýðsleiðtogi í Bandaríkjunum. „Hann vildi hjálpa mér að hafa uppi á pabba en okkur varð ekki mikið ágengt. Áhugi minn á pabba jókst hins vegar nokkuð við þetta.“ Á þessum tíma var Dagur Salberg, sonur Hrafnhildar, sem nú er tólf ára, líka far- inn að spyrja reglulega um „Stebba afa“ í Ameríku. „Ég held að áhuginn hafi í raun vaknað eftir að ég eignaðist strákinn minn. Þá þurfti ég að svara alls konar spurningum um sjúkrasögu og þess háttar sem ég hafði eðlilega ekki svör við. Ég gúglaði nafn hans annað veifið en það kom alltaf þetta heimilisfang í Kaliforníu. Mér fannst það ekki passa og lét bara þar við sitja.“ Ég er búin að finna pabba þinn á Facebook! Kvöld eitt í byrjun mars 2009 dró heldur betur til tíðinda. Hrafnhildur var í MBA- námi í Háskólanum í Reykjavík á þessum tíma og var að lesa fyrir próf þegar Lára systir hennar hringdi óðamála. „Hvað ertu að gera? Ertu sitjandi? Sestu niður, ég þarf að segja þér dálítið.“ Skilaboðin voru skýr: „Ég er búin að finna pabba þinn á Facebook!“. „Ég trúði henni auðvitað ekki og sagði bara: Hættu þessu rugli ég er að læra fyrir próf!“ Lára hafði verið á Mooney-veiðum á Fa- cebook og fundið konu, Julie Mooney, sem henni þótti svipa til systur sinnar. Lára sendi henni skilaboð og sagðist vera að leita að feðgum, Steven og Ed Mooney, og hvort hún þekkti þá. Julie hélt það nú og sagðist vera fyrrverandi eiginkona Ste- vens. Bingó! Í framhaldi af þessum tíðindum sendi Hrafnhildur bréfið sem vitnað er til í upp- hafi þessarar greinar. Faðir hennar var þarna nýkominn inn á Facebook og átti hvorki fleiri né færri en fjóra vini. „Seinna kom í ljós að systir mín úti, Joyce, hafði komið honum inn á Facebook. Það var sumsé önnur systir mín sem setti pabba inn á Facebook og hin sem fann hann!“ Hrafnhildur bunar úr sér orðunum sem hún greip til þegar hún sá að svar hafði borist frá föður hennar morguninn eftir en biður blaðamann vinsamlega að hafa þau ekki eftir á prenti. „Segjum bara að ég hafi Það eru ýmsar tilfinningar sem kvikna þegar faðir og dóttir kynnast eft- ir svo langan tíma og faðir Hrafnhildar hefur glímt við sektarkennd yfir því að hafa ekki leitað hennar að fyrra bragði. Hrafnhildur lét föður sinn þó strax vita að hún væri ekki sár yfir því að hann hefði ekki leitað hana uppi. „Ég fann strax að hann hafði samviskubit yfir því. Ég sagði honum hins vegar að ég hefði átt mjög gott líf, frábæra fjölskyldu og fengið öll þau tækifæri sem mig hefði dreymt um,“ segir Hrafnhildur og bætir við að hún hafi fyrst og síðast verið afskaplega þakklát og fegin að faðir hennar skyldi vera á lífi. „Stundum hugsaði ég: Hvað ef hann er dáinn? Maður hefur heyrt sögur af fólki sem hefur fundið foreldra sína of seint.“ Hún segir pabba sinn hafa glaðst yfir því að hún væri vel menntuð og hefði ferðast um heiminn. En hann er mikill hippi og honum fannst því dálítið skondið að dóttir hans væri með MBA og hefði valið sér fjár- málamarkaðinn sem sinn starfsvettvang. Hún byrjaði líka fljótlega að kalla Steven pabba. „Ég hef ekki kallað neinn annan pabba þó afi sé auðvitað pabbi minn. Þess vegna var þetta ekki viðkvæmt, „pabbi“ var bara laust til notkunar, ef það er hægt að segja það.“ Kallaði hann strax pabba Hrafnhildur ásamt föður sínum, Steven Xavier Mooney.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.