SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Page 19

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Page 19
25. desember 2011 19 „Já, ég held það. Það er virkilega mik- ilvægt að vera stöðugt að spyrja sig: Hver er þessi manneskja? Hvernig verð ég hún? Hvernig þarf ég að breytast? Og maður þarf að losa sig við eigin hégóma og for- dóma, verða frjáls til að verða þessi per- sóna. Mér er alveg sama hvort hún er feit, sköllótt, kvenleg, stelpuleg, stráksleg eða vöðvastælt – ég geri það sem þarf.“ – Það er gaman að sjá þig á hestbaki í myndinni. Mér var sagt þér hefði verið boðið að fara til reiðkennara? „Já, það var fyndið, ég hef verið á hest- baki alla ævi. En svo vorum við á spænsk- um hestum, sem eru hálfskrítnir og taugaveiklaðir, það býr allt önnur orka í þeim og þeir bíta jafnvel og sparka. Ég spurði hvað væri eiginlega að þessum hestum, af hverju þeir væru svona heimskir og vondir, þeir ættu ekki að hegða sér svona!“ – Sherlock Holmes fékk litla hestinn! „Já, smáhest frá Hjaltlandi.“ – Hefurðu komið á hestabúgarðinn til föður þíns nýlega? „Ég fer á morgun suður til mömmu og já, Lev sonur minn spurði einmitt hvort við gætum farið á hestbak til Hrafnkels. Ætli við heimsækjum hann ekki á jóla- dag.“ Ísland er besta landið – Hvernig var svo sumarið á Íslandi? Þú varst með annað aðalhlutverkið í mynd Ridleys Scotts, Prometheus! „Hann féll í stafi yfir landinu og ég sagði við hann: „Þetta er besta landið – ég sagði þér það!“ Þetta var frábær tími. Ég var svo glöð að vera komin aftur til Íslands. Og ekki var síðra að geta sýnt Ridley landið. Ég dýrka hann og dái, hann er alveg frá- bær! Allur íslenski hópurinn sem kom að myndinni stóð sig líka frábærlega. Það mátti glöggt heyra á tökuliðinu sem kom frá London að þau hrifust af því hversu fagleg vinnan var hér á landi og hversu duglegir Íslendingarnir voru. Ég varð mjög stolt. Þeim fannst til dæmis athygl- isvert að Íslendingarnir kvörtuðu aldrei, hvorki yfir daglegum viðfangsefnum né fjármálakreppunni. Ég man að Ridley sagði við mig: „Þau kvarta aldrei!“ Ég svaraði: „Ég veit, þau hafa frasa yfir það: „Þetta reddast!“ Og kenndi honum að segja það: „Þetta reddast!“ Við vorum á einu máli um að þetta væri svo fallegt líf, þar sem fólk fyndi lausnirnar möglunar- laust, og ég fann sterkt fyrir því í sumar.“ – Þú ert þannig sjálf! „Já!“ svarar hún og þagnar. En stenst ekki mátið: „Í tökunum hljóp ég í hrauninu og átti að láta mig detta. Líkaminn fann auðvitað fyrir því, hnén voru blá og svört, annað orðið fullt af vökva. En ég hljóp engu að síður, lét mig detta og lenti harkalega. „Er allt í lagi Noomi? Meiddirðu þig?“ kallaði Ridley. Ég svaraði: „Nei, nei, það er allt í lagi.“ Og hann sagði tortrygginn: „Ég sá að þú meiddir þig!“ En svona er maður gerður. Ég er ekki góð í að láta sjást að ég finni til, en annað gildir þegar aðrir sjá ekki til.“ – Og þú fórst í þyrluflug með Særúnu systur þinni og Lev syni þínum? „Já, við fórum nokkrum sinnum. Eitt skiptið var alveg frá Reykjavík til Detti- foss. Ég var í þyrlu í tvo og hálfan klukku- tíma og flaug yfir jökulinn, það var æð- islegt. Svo ég hef ákveðið að taka próf til að fljúga þyrlu! Þá kem ég og flýg yfir Ís- land!“ – Prometheus er byggð á Alien- myndunum, horfðirðu á þær á sínum tíma? „Já, ég man að ég var gagntekin af fyrstu myndinni. Það var í fyrsta skipti sem ég upplifði annað eins, heim sem var skapaður frá grunni. Ég var þrettán ára og velti fyrir mér: „Guð minn góður, hver gerði þessa mynd?“ Líf á jaðrinum – Þú tekur enn að þér verkefni á Norð- urlöndum. Er það meðvitað af þinni hálfu, að halda í ræturnar? „Já, ég þarf að ljúka við tvær banda- rískar myndir fyrst, en draumurinn er að koma stöðugt aftur og gera litlar óháðar myndir, raunverulega leiklist, en festast ekki alfarið í stóru draumasmiðjunni.“ – Hvaða tvær myndir eru það? „Næsta mynd verður Passion undir leikstjórn Brians de Palma, þar sem ég leik á móti Rachel McAdams. Það er virkilega svalt handrit, margsnúið og myrkt. Myndin er tekin í Berlín og New York. Svo geri ég mynd með Colin Farrell, Dead Man Down. Fyrst þegar ég las handritið minnti það mig á Taxi Driver eða True Romance. Hún fjallar um miskunnarlaust líf á jaðr- inum í New York, fólkið er búið að tapa sér í þessum myrka heimi, en hún er al- gjörlega óútreiknanleg.“ – Lísbet Salander hefur haft mikil áhrif á feril þinn, hvað um karakterinn? „Ég veit það ekki. Ég held að allt sem ég hef gert dvelji hjá mér og breyti mér. Ég fór virkilega djúpt í hana, hún tók yfir líf mitt í eitt og hálft ár, og ég held að ég hafi uppgötvað margt um hvar mörkin liggja – hversu djúpt er hægt að kafa. Ég vil ekki fara fram af hengifluginu, en ég vil vera nálægt brúninni og ég var að átta mig á þessu þegar hún var í mér.“ – Í nýlegu viðtali í The Telegraph var haft eftir þér að þú hefðir verið vand- ræðaunglingur í skóla sem hefði drukkið viskíflösku á hverju kvöldi! „Stóð það?! Auðvitað drakk ég ekki viskíflösku á hverju kvöldi. Það er svo heimskulegt að halda því fram. Ég drakk eins og allir þrettán til fimmtán ára ung- lingar á Íslandi gerðu á þeim tíma og skemmti mér, en jafnvel seigustu drykkjumenn ættu í erfiðleikum með heila viskíflösku! Guð minn góður, ég veit ekki hvað skal segja, þeir skrifa sínar eigin sögur!“ – En þú hættir að drekka 15 ára? „Það er satt. Þegar ég yfirgaf fjölskyld- una og fór í leiklistarskóla í Stokkhólmi, þá lifði ég ekki venjulegu unglingalífi. Ég var mjög einbeitt í mínum verkefnum, var meira út af fyrir mig og helgaði mig leik- listinni. Ég hef alltaf viljað gera allt 100% sem ég fæst við og geri það af öllu hjarta. Ég vildi stokka upp líf mitt og verða leik- kona, fara aftur til draumsins sem Hrafn Gunnlaugsson vakti í mér þegar ég var sjö ára á Íslandi og var við tökur á Í skugga hrafnsins. Þá ákvað ég að verða leikkona og að ekkert myndi stöðva mig. Maður getur ekki drukkið og verið skýr í koll- inum. Svo ég hætti því bara.“ – Er það enn þannig? „Alltaf þegar ég vinn, þá tekur við fasi þar sem ég er einbeitt og byggi lífið í kringum persónuna. Það fer eftir því hvaða persónu ég glími við.“ Á heima í sjálfri mér – Þegar við töluðum saman fyrir tveimur árum, þá kom fram að þú værir af mörg- um heimum, móðir þín frá Svíþjóð, upp- eldisfaðir frá Íslandi og faðir þinn frá Spáni. En heimunum hefur fjölgað síðan, nú síðast bjóstu í London við tökur á Sherlock Holmes? Hvernig gengur að halda í ræturnar? „Ég er með ræturnar í mér. Ég hef fjöl- skylduna hjá mér, Hrafnkell var með mér í London í mánuð til að hjálpa mér með son minn og amma Gunna og Helga föð- ursystir komu í tvær vikur, svo var mamma lengi hjá mér. Ég held að við kunnum öll að meta líf sem er opið fyrir breytingum, það skiptir ekki máli í hvaða landi maður býr – það er hægt að skapa heimili á hótelherbergi ef svo ber undir. Maður þarf ekki að búa alltaf á sama staðnum, svo lengi sem fjölskyldan er nærri. Og ég held að maður geti átt heima í sjálfum sér – hvar sem er.“ – Hvenær kemurðu næst til Íslands? „Vonandi fljótlega. Ég ætlaði að koma þegar afi Kalli átti afmæli, en gat það ekki vegna eftirvinnslu á Prometheus. Mark- miðið er að fara einu sinni á ári til Íslands. Og sonur minn kann virkilega vel við sig á Íslandi, svo við verðum að koma bráð- um.“ – Hvernig er að lesa ævisöguna um sjálfa sig í netmiðlum jafnóðum og mað- ur lifir lífinu? „Ég les aldrei neitt um sjálfa mig og býst við að 50% af því sem skrifað er á netinu sé ekki satt. Ég var á kvikmyndahátíð í Róm með kvikmyndina Babycall, fékk verðlaun, hélt stutta ræðu og veitti svo viðtöl. Einn blaðamaður sagði að hann hefði lesið að ég væri finnsk, fædd í Finn- landi, en ég sagði að það væri ekki rétt. Annar spurði hvort ég væri 25 og þriðji hvort ég væri 35. Þeir höfðu fundið þetta á netinu. Ég les aldrei neitt, en segi við alla í kringum mig: Hvað sem þú lest, gerðu þína útgáfu af því, því það er líklega ekki rétt sem skrifað er.“ – Nema það sé skrifað af Pétri! „Já auðvitað, þess vegna tala ég við þig aftur!“ – Eitthvað að lokum? „Vel á minnst, ég hef talað mikið við Baltasar Kormák. Mér finnst hann dásam- legur. Við töluðum um handrit á skype og hlógum. Sonur minn sat bak við mig með gítar, spilaði Smoke on the Water og Balt- asar þekkti lagið. Sonur minn sagði: „Yes!“ Og spurði hvenær við færum aftur á skype með manninum með skeggið. Ég sagðist ekki vita það, en ég vil mjög gjarn- an vinna með honum.“ – Rædduð þið tiltekið handrit? „Við ræddum ameríska mynd sem hann leikstýrir, en ég held það gangi ekki upp tímalega. En ég sagðist vilja vinna með honum og kannski fyndum við eitthvað annað. Hann er svalur náungi, ég var næstum stokkin til Íslands að sjá leikrit sem hann leikstýrði, en gat það ekki vegna vinnu.“ Daniel Smith Robert Downey Jr., Rapace, Jude Law stilla sér upp fyrir ljósmyndara á frumsýningu Skugga- leiks, nýju myndarinnar um Sherlock Holmes, í London 8. desember. Reuters ’ Vel á minnst, ég hef talað mikið við Balt- asar Kormák. Mér finnst hann dásamlegur. Við töluðum um handrit á skype og hlógum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.