SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Qupperneq 20

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Qupperneq 20
20 25. desember 2011 Það er styttra í Stjórnarráðið fránýjum vinnustað Sigurðar KáraKristjánssonar en frá Alþing-ishúsinu. Hefur hann þó sagt skilið við stjórnmálin og er orðinn með- eigandi að lögmannsstofunni Lögmönnum Lækjargötu. Húsnúmerið er Lækjargata 2, nýreist húsið stendur við Lækjartorg og ekki langt að sækja dómssalina, 200 skref í Héraðsdóm og Hæstiréttur innan seil- ingar. Það eru nýútprentuð málsskjöl í stafla af kössum við innganginn er við hittumst að kvöldi dags. Sigurður Kári vísar blaða- manni í fundarherbergið, færir honum kaffi og hallar sér aftur í stólnum. Hann er verklegur, búinn að bretta upp ermarnar og veltir gleraugunum í höndum sér – nokkuð sem blaðamaður kannast við frá öðrum eldri þingmanni. Fyrsta spurningin blasir við. Endurnýjunin of hröð – Ertu hættur í stjórnmálum? „Það var náttúrlega sjálfhætt á þinginu fyrir mig vegna þess að ég datt út af því eftir kosningarnar 2009. Ég tók hins vegar þá ákvörðun að fara að vinna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæð- isflokksins, við þær aðstæður sem þá voru uppi. Flokkurinn var í sárum og rann- sóknarskýrsla Alþingis framundan. Mér fannst það krefjandi verkefni að aðstoða minn góða vin, hann Bjarna, við að byggja flokkinn upp á nýtt og ég vildi leggja mitt af mörkum við það. Síðan skolaði mér óvænt aftur inn á þing þegar Illugi Gunnarsson fór í leyfi á meðan hans mál voru til meðferðar. Ég vissi ekkert hversu lengi ég myndi sitja á þingi. Sú seta varð þó töluvert lengri en ég hafði reiknað með eða um það bil eitt og hálft ár. En ég hafði verið með það í mín- um plönum að hverfa til annarra starfa fyrst kosningarnar 2009 fóru eins og þær fóru. Þá blasti við sá möguleiki að fara aftur í lögmennsku. Ég starfaði við hana á Lög- mannsstofunni Lex í fimm eða sex ár áður en ég fór á þing, er menntaður á því sviði og hef ekkert síður metnað til að ná langt í lögfræðinni en í pólitík. Þegar tækifæri bauðst til að starfa með mínum bestu fé- lögum frá því í lagadeildinni og örlögin leiddu okkur saman aftur, þá var það ein- faldlega of gott tækifæri til að hægt væri að sleppa því. Þetta eru vandaðir menn, flinkir lögmenn og harðduglegir. Ég hlakka mikið til að vinna með þeim.“ – Ertu þá hættur í pólitík? „Já. Að öllu óbreyttu er ég ekki á leið í stjórnmálin aftur. Ég er búinn að ráðast í fjárfestingu sem einn af eigendum þess- arar stofu og skuldbinda mig gagnvart fé- lögum mínum til framtíðar. Og ég geng ekki á bak orða minna. Það blasir við að ef samstarfið gengur vel og rekstur stof- unnar, þá er ég ekkert að fara héðan. Ég get sagt það frá hjartanu, að það eru rosaleg viðbrigði, að vera kominn af Al- þingi Íslendinga og inn á tiltölulega nýja lögmannsstofu, sem er að taka á sig end- anlega mynd – að taka þátt í að ýta fyr- irtæki úr vör í einkageiranum. Það er líka allt öðruvísi tilfinning að taka ákvörðun núna um að hverfa frá stjórnmálum, en árið 2009 þegar úrslit kosninganna lágu fyrir. Ég skal alveg viðurkenna að þá kvaddi ég þingið með mikilli eftirsjá og í raun sorg. Ég missti starfið mitt sem var mér afar kært. Ég hafði ofboðslega gaman af því að vera alþingismaður, lagði mig allan fram um að standa mig vel og hafði metnað fyrir hönd míns flokks og Alþing- is. Það tók því verulega á mig að lenda í þeirri stöðu að falla út af þingi. En síðan fór ég aftur inn á þing og inn í allt annað andrúmsloft en þar var áður. Það hafði orðið mikil endurnýjun á árinu 2009 og frá því ég tók fyrst sæti á Alþingi árið 2003 og gríðarlegar mannabreyt- ingar. Þegar ég settist á þingið árið 2003 sat þar fólk sem hafði afar mikla reynslu af þingstörfum og stjórnmálum og hafði metnað fyrir hönd þingsins. Þá er ég ekki bara að tala um fólk sem var með mér í flokki, heldur líka í öðrum flokkum. Það skiptir miklu máli fyrir Alþingi sem löggjafarsamkomu að þar sé fólk með reynslu og þekkingu á verkefnum sem þinginu er ætlað að sinna. Fólk sem ber virðingu fyrir Alþingi, sögu þess og þeim hefðum sem það byggir á. Ég tel að end- urnýjunin hafi verið of hröð og það komi niður á störfum þingsins. Því miður verð ég að segja, að núna þegar ég hverf frá þingstörfum og tek að mér önnur verk- efni, þá er eftirsjáin miklu minni og allt önnur en árið 2009.“ Togstreita og vantraust – Fleiri ástæður eru fyrir því? „Mér finnst að vinnubrögðum hafi hrakað á Alþingi, fagmennskan hefur minnkað og mér hefur fundist að þeir sem þarna eiga sæti beri ekki nægilega virð- ingu fyrir því verkefni sem þeim hefur verið falið og kasti oft til höndunum varð- andi mikilvægar lagabreytingar, sem þyrftu miklu meiri yfirlegu í þingstörfum. Ég hef horft upp á að mikilvægum laga- bálkum hefur á síðustu misserum verið breytt nánast án allrar umræðu. Þetta þekktist ekki áður. Þar við bætist að andrúmsloftið er miklu verra, togstreitan og vantraustið meira en áður var. Ég held það sé meðal annars þess vegna sem þingið hefur á sér þann brag sem birtist fólki. Fólk ber ekki traust til Alþingis og stjórnmálanna al- mennt vegna þess að skynjar engan ár- angur. Það árangursleysi skrifast á reikn- ing þeirra sem ráða, ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna. Í annan stað skýrist það af því mikla vantrausti sem ríkir á milli manna í stjórnmálum. Það treystir enginn neinum og ekki hjálpar að inni á Alþingi er fólk sem stígur varla í ræðustól þingsins eða talar opinberlega í fjöl- miðlum án þess að níða þingið niður. Þetta er auðvitað skelfileg þróun. Og það er við þessar aðstæður sem hugarfar manns gagnvart stjórnmálum breytist.“ – Á málshöfðunin gegn Geir H. Haarde þátt í breyttu viðhorfi þínu? „Hún ýtti undir þessa tortryggni, bæði hugmyndin sem slík, að krefjast fangels- isvistar eða sektar yfir fyrrverandi for- sætisráðherra landsins og formanni Sjálf- stæðisflokksins og líka hvernig að því var staðið, hvernig menn greiddu atkvæði eftir flokksskírteinum. Það sýndi hvert hugarfarið var þegar að því kom að greiða atkvæði um ákærurnar. Sumir þingmenn misskildu hlutverk sitt. Aðrir misbeittu valdi sínu. Þeir voru ekki í hlutverki lög- gjafa heldur ákæranda. Þeir stóðust ekki það próf og ákváðu frekar, sumir án þess að reyna einu sinni að fela það, að greiða atkvæði til að ná sér niður á pólitískum andstæðingum. Þegar þannig er á málum haldið er ekki nema von að virðing fólks gagnvart þinginu sé lítil enda þessi fram- ganga öll því fólki sem á henni ber ábyrgð til ævarandi skammar.“ – Þarf að breyta skipulagi þingsins? „Ef þingið á að skila sínu þarf að tryggja að vinnubrögðin batni og þeir sem þar sitja beri meiri virðingu fyrir löggjaf- arstarfinu. Mér finnst að stjórnmálamenn þurfi til framtíðar að líta til þeirra verk- efna sem þeim hefur verið falið að leysa, fremur en að horfa á alla hluti út frá sinni eigin persónu og flokksskírteinum. Þann- ig er pólitíkin að mörgu leyti orðin, per- sónuleg og rætin. Þar bera þeir þyngstu sökina sem hæst hafa talað um breytt vinnubrögð. Ég þekki þetta vel sjálfur. Menn leggja fram tillögur sem allir eru sammála um í hjarta sínu og telja til bóta, en vegna þess að þær koma ekki frá réttum stjórn- málaflokki eða manni, ná þær ekki fram að ganga. Ég lagði til dæmis ítrekað fram í þinginu frumvarp sem hefði tryggt að öll dómsmál sem tengdust hruninu, s.s. um gengistryggð og verðtryggð lán, fengju flýtimeðferð í gegnum dómskerfið. Það hefði hraðað uppgjörinu og eytt óvissu. En það frumvarp varð aldrei að lögum þó flestir eða allir alþingismenn hafi verið sammála efni þess. Vandamálið var að höfundur þess var núverandi stjórnvöld- um ekki þóknanlegur. Svo þarf líka að skapa þingmönnum þau starfsskilyrði að það sé eftirsóknarvert að starfa á Alþingi. Til þess að fá frambærilegt fólk til að sinna þessum störfum þarf það að vera að minnsta kosti sæmilega vel launað. Það þorir varla nokkur þingmaður að segja þetta, og ég er illa svikinn ef ég verð ekki gagnrýndur fyrir það, en þing- mennska getur verið fulldýrt áhugamál. Ég held að fólk átti sig ekki á því, að þing- menn eru í rauninni alltaf í vinnunni og launakjör eru ekki sambærileg því sem býðst á almennum vinnumarkaði, að minnsta kosti ekki fyrir fólk sem hefur annað hvort aflað sér mikillar menntunar eða reynslu. Fyrir utan að ef fólk ætlar að hasla sér í völl í stjórnmálaflokki, þá þarf það að leggja ýmislegt á sig til að ná árangri og geta kynnt sig. Ég er ekki að tala um nein forstjóralaun, en það verður að horfa til þess að skapa þingmönnum þau skilyrði að það sé eftirsóknarvert að eiga þar sæti.“ Hræðilegur tími – Eitt af því sem fólk tengir við nafn þitt, er að þú varst gagnrýndur fyrir frum- varp um sölu á léttvíni og bjór í búðum, Pólitík verði óháð flokks- skírteinum Sigurður Kári Kristjánsson hefur kvatt stjórn- málin og gerst meðeigandi á stofunni Lögmönn- um Lækjargötu. Hann ræðir um viðburðarík ár í pólitíkinni, virðingarleysi fyrir þinginu, aft- urhvarf til lögmennsku og endurreisnina sem enn er beðið eftir. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Sigurður Kári við sögufrægt hús á Lækjargötu 2, sem gert hefur verið upp eftir brunann árið 2007. Nú eru Lögmenn Lækjargötu þar til húsa.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.