SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Síða 21

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Síða 21
25. desember 2011 21 sem tekið var fyrir þegar mótmælin stóðu sem hæst á Austurvelli. „Það er ekkert skrýtið þegar málinu er stillt upp með þessum hætti. Þegar þingið kom saman eftir jólafrí var þetta umdeilda frumvarp á dagskrá fyrsta fundarins. Stjórnarandstaðan gerði mikið úr því. Það hafði ekkert með mig að gera. Ég hafði lagt það fram mörgum mánuðum áður. Ég hvorki krafðist þess að þetta mál væri á dagskrá eða hafði nokkuð um það að segja. Það var yfirstjórn þingsins sem ákvað það. En þetta var gagnrýnt harðlega og rétti- lega. Þá hélt ég ræðu í þinginu og óskaði eftir því að þetta tiltekna mál væri tekið út af dagskrá þingsins til þess að hægt væri að ræða önnur og brýnni mál. Og það var gert. Málið var því ekki tekið á dagskrá að mínu frumkvæði og ég var ekki svo veru- leikafirrtur á þeim tíma,“ segir hann og fær ekki varist hlátri, „að telja að í miðju efnahagshruni væri það góð hugmynd að fara að diskútera þessi mál inni á Alþingi á meðan eldar brunnu á Austurvelli! Ef ég hefði einhverju ráðið, þá hefði ég óskað þess að þetta hefði aldrei gerst. En þrátt fyrir að ég stigi upp í ræðustól sem fyrsti flutningsmaður málsins, ásamt öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þá dugði það ekkert – menn fengu „blod på tanden“ í stjórnarandstöðunni og gengu á lagið. Ef til vill var það eðlilegt, en mér fannst það persónulega leiðinlegt. Það er eflaust skiljanlegt að stjórnarandstaða sem vill koma valdhöfum frá gangi á lagið þegar tækifæri gefst. Og það gerði hún þarna“ – Þetta var ótrúlegur tími? „Já, alveg hræðilegur tími. Bara sá versti,“ segir Sigurður Kári með áherslu. „Ég hef átt rosalega góða daga og góðar stundir í stjórnmálunum, talið mig vera að vinna að mjög góðum málum, eignast mikið af góðum vinum og lært gríðarlega mikilvæga hluti af mér reyndari og eldri mönnum og konum. Ég hef notið mikilla forréttinda. Ég hef fengið ótrúlega reynslu þrátt fyrir ungan aldur sem ég mun alltaf búa að. En þessi reynsla í kringum hrunið var ekki eins jákvæð, hún var alveg hreint skelfileg. Maður skynjaði og fann það á fólki, einstaklingum sem voru að missa aleiguna eða bjarga fyrirtækjunum sínum, hvað það átti erfitt. Síðan braust út þessi ofboðslega reiði hvar sem maður kom, sem endurspeglaðist í mótmælunum á Austurvelli. Lætin og hamagangurinn var slíkur, að á köflum var varla vært inni í þinghúsinu. Ég held að enginn geti ímyndað sér hvað var erfitt að vera þar inni þessa daga – og sorglegt. Á meðan fólk stóð allt í kringum þetta virðulega hús og lamdi það að utan af öllum lífs og sál- arkröftum, lögreglan var grýtt úti og ef ekki var verið að grýta hana, þá voru aumingja mennirnir í áfallahjálp niðri í kjallara. Við heyrðum varla mannsins mál á meðan húsið var barið að utan og maður komst ekki einu sinni út, ekki á leikskól- ann að sækja börnin sín. Á þeim tíma- punkti hefði svo sem verið auðvelt að segja: Heyrðu, nú er ég búinn að fá nóg, ég tek ekki þátt í þessu lengur! En það var ekki þannig í mínu tilviki. Ég vildi halda áfram og taka þátt í endurreisn samfélag- ins.“ Eins og óþekkir krakkar – Hvernig miðar endurreisninni? „Hún gengur hvorki né rekur. Þau komast ekkert áfram Jóhanna og Stein- grímur. Bæði finnst mér þau hafa kol- rangar áherslur og þar fyrir utan fer alltof mikill tími í það að laga einhvern inn- byrðis ágreining milli flokkanna. Þetta er eins og hjá óþekkum krökkum sem geta ekki hætt að rífast. Það gerir það að verk- um, að menn einblína á innri vandamál stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar, frekar en að leysa þau verkefni sem blasa við. Við vinnum okkur ekki út úr svona efnahagshruni með hærri sköttum og álögum á fólk og fyrirtæki. Það á frekar að hvetja fyrirtæki til að ráða fólk en að skattleggja ráðningarnar, refsa fyrirtækj- unum fyrir að ráða fólk í vinnu! En það er gert í dag. Og svo skilja menn ekkert í því hvers vegna ekkert gengur að vinna gegn atvinnuleysinu! Mér finnst vandinn vera sá að Jóhanna og Steingrímur skynja ekki hvað er að gerast á Íslandi. Þau hlusta ekkert á það sem er að gerast úti í þjóðfélaginu. Jó- hanna hefur aldrei verið sveigjanleg, en hún er ósveigjanlegri núna en nokkru sinni fyrr. Hún neitar að horfast í augu við út á hvað atvinnulíf og fyrirtækjarekstur gengur. Hún virðist ekki hlusta á það sem forsvarsmenn atvinnulífisins hafa fram að færa og neitar að horfast í augu við stað- reyndirnar. Fólk er endalaust að hafa samband við mann, fólk sem er annaðhvort búið að missa allt eða alveg á mörkunum, fólk á mínum aldri, og það sér enga framtíð í þessu landi aðra en eilíft strögl. En á sama tíma segja forsætisráðherra og fjár- málaráðherra að allt sé hér á uppleið og að útlendingar dauðöfundi okkur að því hversu vel gengur hér. Þessu fólki sem ég nefndi finnst landið ekki vera á uppleið. Það vill fara. Ég þekki alltof marga sem hafa flutt úr landi eða vilja gera það við fyrsta tækifæri. Þegar tölur birtast frá Hagstofunni um að fólksflótti úr landinu hafi ekki verið meiri síðan 2009, þá segir forsætisráðherra að það sé ekki rétt! Þau eru að mínu mati ekki í neinum takti við dagleg vandamál fjölskyldna og fyr- irtækja. Og það er alveg sama við hvern maður talar,“ segir Sigurður Kári og fórn- ar höndum, „Ég hef talað við fólk um allt land og í öllum atvinnugreinum, sjávar- útvegi, iðnaði, landbúnaði, smásölu, inn- flutningi og líka lögmenn og endurskoð- endur, sem gæta hagsmuna þessa fólks, og allir segja sömu söguna – þessu verður að linna! Það verður að breyta um kúrs og hjálpa fólkinu og fyrirtækjunum að rísa upp aftur. Einu svörin sem koma úr Stjórnarráðinu,“ segir hann og horfir yfir götuna, „eru að það eigi að skattleggja fólk og fyrirtæki alveg undir drep.“ – Sumir segja um stjórnmálaflokkana að þetta sé allt sama tóbakið! „Já, ég held að þeir séu það nú ekki,“ svarar hann og hlær. „Það er ákveðin ímynd sem fylgir stjórnmálunum og það er rétt að margir segja að það skipti engu máli hver stjórni. En ég held það skipti miklu máli, sérstaklega við þær aðstæður sem við búum við, þar sem við þurfum að standa saman og rífa okkur upp. Þá er bara spurning hvort menn vilja gera það undir formerkjum sósísalisma eða á grundvelli frjáls markaðshagkerfis.“ Hann leggur áherslu á orð sín. „Þetta er auðvitað ekki sama tóbakið. Það skiptir máli hvaða leiðir við viljum fara. Það hefur engu landi tekist að rífa sig upp úr hruni á grundvelli sósíalisma. Ég þekki ekki dæmi þess úr sögunni: Og það er ekki ríkið sem mun standa fyrir end- urreisn efnahagslífsins, heldur fólkið í landinu og fyrirtækin. Þau skapa verð- mætin. Og meðan þau fá ekki svigrúm til þess, þá verður engin endurreisn. Þeir stjórnmálamenn sem leysa krafta at- vinnulífsins úr læðingi og leyfa fólki að njóta sín og nýta sína hæfileika og þekk- ingu og kunnáttu, þeir eru miklu líklegri til að ná árangri en þeir sem ætla að byggja á miðstýringu og ríkisforsjá. Það er algjör grundvallarmunur á hugmyndafræði þessara arma í stjórnmálunum.“ –Þú ert fjölskyldumaður! „Já mikill. Ég er með tvö fósturbörn, Sindra sem er 16 ára MR-ingur og Sölku sem er átta ára Melaskólamær. Svo eigum við Birna [Bragadóttir] hann Kára sem verður tveggja ára í mars. Við eigum líka hund sem heitir Bjartur. Þannig að þetta er tiltölulega stórt heimili í Vesturbænum, maður þarf að hafa sig allan við til að sinna skyldum sínum. Við höldum mikið sam- an; ég geri eins og ég get og hún líka.“ Aldrei dauður tími – Það gefur hvíld frá amstrinu að fara í göngutúr með hundinn? „Já, já, ég nýt þess á hverju einasta kvöldi þegar búið er að elda og vaska upp og taka til og lesa fyrir krakkana og koma öllum niður – þá er alltaf gott að fara út í hríðina með hundinn í stað þess að skríða upp í rúm og fara að sofa,“ segir hann og kraumar í honum hláturinn. „Það getur náttúrlega verið alveg skelfilegt!“ bætir hann við og skellihlær. „En maður verður að sinna honum greyinu. Nei, þetta geng- ur allt saman vel hjá okkur, þrátt fyrir að mikið sé um að vera á heimilinu og við bæði krefjandi störfum, hún hjá Icelandair og ég búinn að vera í stjórnmálunum og núna í uppbyggingu á þessari góðu lög- mannsstofu. Það er aldrei dauður tími. Og ég er búinn að vera upp fyrir haus í...“ Hann hikar. „Mörg mörg ár!“ – Hefur lögmennskan ekki breyst á þessum tíma? „Í grunninn hefur hún ekkert breyst. Vinnubrögðin og viðfangsefnin eru þau sömu og áður. Hins vegar hefur umhverfið breyst mikið. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref við lögfræðistörf og í lög- mennskunni voru stofurnar flestar til- tölulega litlar og þjónustan mjög persónu- leg. Þannig var það á lögmannsstofu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þar sem ég starfaði meðfram námi, og einnig á Lög- mannsstofunni Lex. Nú eru margar lögmannstofur orðnar að gríðarlega stórum og öflugum fyrirtækjum með tugi lögmanna á sínum snærum. En við hér í Lækjargötunni ætlum fyrst og fremst að einbeita okkur að því að veita viðskiptavinum okkar persónulega, fag- lega og góða þjónustu, hvort sem í hlut eiga einstaklingar eða fyrirtæki. Ég tel að við höfum til þess alla burði. Sameiginleg reynsla okkar úr atvinnulífinu, í stjórn- kerfinu og hjá opinberum stofunum gerir okkur kleift að sinna vandasömum og flóknum verkefnum en stærð stofunnar gerir það að verkum að þjónustan sem við veitum verður alltaf persónuleg, sem ég held að sé mjög mikilvægt Og það er að minnsta kosti dálítið spennandi tilhugsun að fara fyrir dóm- stóla og reyna að útskýra fyrir þeim hvernig þeir eigi að túlka lög sem maður hefur sjálfur átt þátt í að setja!“ Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.