SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Page 23
25. desember 2011 23
De ulykkeliges ven“ eða vinur hinna ógæfusömu er skrifað á stöpulinn ástyttu Ólafíu Jóhannsdóttur í Kristjaníu í miðri Óslóarborg. Ólafía fæddist árið 1863 á Mosfelli og dvaldi í Noregi á árunum 1903 til1920, þar sem hún beitti sér í þágu hinna aumustu í fátækrahverfi Óslóar-
borgar. Það er ekki úr vegi fyrir Íslendinga að leggja leið sína að minnisvarðanum ef þeir
eiga leið um borgina, því verðugri fulltrúa á þjóðin ekki á erlendri grund.
Leikkonan ástsæla Guðrún Ásmundsdóttir heillaðist af sögu Ólafíu og skrifaði um hana
leikverk sem sýnt var fyrir fullu húsi í Iðnó og Fríkirkjunni haustið 2003. Hún sagði í við-
tali í Morgunblaðinu árið eftir: „Saga hennar á svo mikið erindi við okkur í dag, því Ólafía
vann sitt hljóðlega en mikilvæga starf þegar hún sinnti þeim aumustu og minnstu í þjóð-
félaginu.“
Og það er fróðlegt að lesa frásögn Guðjóns Friðrikssonar af heimsókn Einars Benedikts-
sonar til frænku sinnar í janúar árið 1914, en þá var Ólafía forstöðukona heimilis fyrir af-
vegaleiddar stúlkur sem rekið var af Hvíta bandinu:
„Einar Benediktsson situr hljóður hjá frænku sinni og hlustar á hana … Ólafía segist ætíð
sýna þeim traust, sem hún hittir, en beri þó alltaf tortryggni í brjósti sínu. „Ég skal kenna
þér eitt ráð,“ segir hún við Einar, frænda sinn: „Reyndu jafnan að sjá manninn í mann-
inum – jafnvel í þeim sem dýpst er sokkinn. Þá lærir þú líka að meðhöndla þá með virð-
ingu.““
Tildrög þess að Ólafía hafði frumkvæði að stofnun heimilis fyrir afvegaleiddar stúlkur
má rekja til vetrarins 1912 sem var óvenjulega harður. Eins og segir í fyrrgreindri ævisögu:
„Einn kaldan morgun þann vetur leituðu þrjár kornungar stúlkur, allar óléttar og nánast
helfrosnar, á náðir Ólafíu í Salgangen eftir að hafa ráfað úti alla nóttina. Þetta varð til þess
að Ólafía hafði samband við formann Hvíta bandsins í Kristjaníu og sagði að brýnt væri að
koma upp heimili þar fyrir umkomulaust fólk.“
Það gekk eftir og fyrsta heila starfsárið fengu 140 stúlkur húsaskjól hjá henni. Mikil gæfa
var það fyrir stúlkurnar að geta bankað upp á hjá Ólafíu.
Síðan eru hundrað ár liðin og enn þarf að huga að fólki sem verður undir í samfélaginu,
af hvaða völdum sem það gerist. Nú er það okkar að taka við keflinu frá Ólafíu. Ótal hjálp-
arstofnanir og góðgerðarsamtök koma að því starfi og ekki má gleyma þeim fjölmörgu
sem leggja góðum málstað lið, ýmist með sjálfboðavinnu eða fjárframlagi. Það er sjálfsagt
að geta þess sem vel er gert og vera stolt af því.
Í Sunnudagsmogganum í dag er talað við fólk sem efnir til jólaveislu á aðfangadag og
jóladag hjá Hjálpræðishernum fyrir fólk sem á enga að eða getur ekki haldið jól heima af
einhverjum ástæðum.
Tugir sjálfboðaliða sjá um veislurnar og lifa þannig eftir boðskap jólanna. Þeir eiga
þakkir skilið, en gleymum því ekki að engir finna til meiri gleði í hjarta sínu en þeir sem
vinna góðverk og leggja sitt af mörkum til betra samfélags.
Á jólum gefst tækifæri til að leiða hugann að þeim sem minnst mega sín í samfélaginu,
hvaða trúarbrögð eða trúleysi sem fólk aðhyllist. Kærleiksboðskapurinn á erindi við alla.
Það er enginn yfir það hafinn að leitast við að verða góð manneskja.
Vinur hinna ógæfusömu
„Við hittum til dæmis sjávarútvegs-
ráðherrann sem kom mér fyrir sjónir
sem þvermóðskufyllsta afturhald frá
fimmta áratugnum, nokkurn veginn
frá Stalínstímanum, sem ég hef
nokkurn tímann rekist á í lýðræð-
isríki.“
Robert Atkins, þing-
maður breska Íhalds-
flokksins, um Jón
Bjarnason.
„Himnaríki
er hreint ekki
ósvipað New
Jersey.“
Rokkarinn Jon Bon Jovi
en fregnir af andláti hans í
vikunni reyndust stórlega
ýktar.
„Ég myndi glaður
vilja vera laus við
hryllinginn, en þetta er
það sem kemur upp úr
mér þegar ég skrifa.“
Steinar Bragi rithöfundur um nýj-
ustu skáldsögu sína Hálendið.
„Heyrðu er þetta ekki Árni Sæ-
berg?“
Jólasveinninn Hurðaskellir, sem bar kennsl á ljós-
myndara Morgunblaðsins á förnum vegi.
„Ég er hreinlega alveg tómur.“
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalands-
liðsins í handbolta, en spennufallið var mikið eftir
að heimsmeistaratitillinn var í höfn.
„Sunnudagsmorgnar eru fyr-
irbrigði sem ég kannast ekki við.“
Málmgyðjan Gyða Hrund Þorvaldsdóttir í Ang-
ist spurð hvað ylji henni á sunnudags-
morgnum.
„Þetta er eins og með kynlíf
yfirleitt. Fólk grunar að ég
stundi kynlíf, enda hef ég verið
gift í tuttugu ár og á þrjú
börn, en það kemur
ekki til greina að ég
geri það á almanna-
færi.“
Sigríður Jónsdóttir
samdi ljóðabók um
kynlíf en les ekki úr
henni opinberlega af
siðferðisástæðum.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
beina kirkjunni frá fólkinu og fólkinu frá henni,
stóð hagur þess einna verst og í fá hús átti það fólk
að venda. Fögur kirkja og sönn er sannarlega lið-
veisla leitandi fólki, því sem trúir og því sem efast,
þeim sem fagna þar eða fara með sorgina sína í
slíkt hús. Mjög mörg okkar vildu ekki án slíks húss
vera. En við vitum það líka að þótt umgjörðin sé í
senn hjálpleg og heillandi nær hún ekki lengra
nema annað og meira fylgi.
„Góðkunningjar“ kristninnar
En þótt lýsingin sem vitnað var til í upphafi hafi
verið ógeðfelld er ekkert nýtt undir sólinni í þess-
um efnum. Fyrir tæpum 130 árum skrifast góðir
vinir á og láta gamminn geisa í sínum einkabréfum
og er fátt utan seilingar þeirra. Annar þeirra hrífst
af heimspekingnum Brandes, „en snilli hans í
framsetningu og flugvit hans, fróðleikur og fjör er
makalaust. Hins vegar (er) hans hærra gáfnafar
ólíkt og hjá þeim Davíð, Esajasi, Jesú Kristi og Páli;
þar er hann api, þar sem þeir eru ljón og ernir. Þeir
eru lifandi fiskar í vatni, hann kryddaður fiskur
upp úr pækli“. En í sama bréfi er einnig að finna
kafla sem sýnir að þeir vinirnir hafa einnig huga
við áþekk efni og fréttaskýring vikuritsins, sem
nefnt var, fjallar um. Nefnd er saga sem birst hafði
í tímaritinu Heimdalli: „… karikatur af lífinu og
augnamiðið: að drepa kristindóminn. Þessi anti-
kirkjulega stefna er annars í eðli sínu illvíg og
fylgin sér og verður enn verri. Kirkjur eru hum-
bug og eiga ekki lengur við í þessu miðaldarmóti.
Fólk, sem hefur lífsnautn og elskar fagrar listir vill
ekki lengur líta við í kirkjunum“. Um þessi jól,
eins og jafnan, heyra þeir sem vilja margan fal-
legan jólasálminn úr pennum pennavinanna sr.
Matthíasar og sr. Valdimars Briem og eiga enn
betri stund fyrir vikið.
Morgunblaðið/RAX
ema ljósið
Í jólasnjó.