SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Page 24
24 25. desember 2011
Takk fyrir að bjóða okkur!“ er hrópað aft-arlega í Eldborgarsal Hörpu og salurinntekur undir með klappi og blístri. „Takkfyrir að koma,“ svarar Mugison, Örn Elías
Guðmundsson, og brosir. Hann býður svo einn gest
hljómsveitarinnar til velkominn á svið á þessum
fyrstu tónleikum kvöldsins, Pétur Ben. gítarleikara,
og Addi trommari telur í næsta lag.
Það var gríðarlega fín stemning á þrennum tón-
leikum Mugisons í Hörpu að kvöldi 22. desember; á
þessari þjóðargjöf tónlistarmannsins – hann bauð
og um 5.000 gestir fylltu salinn í þremur hollum; á
tónleikum sem hófust klukkan 19.30, 22.00 og
24.15. Þjóðin fékk reyndar öll að fylgjast með, því
fyrstu tónleikunum var útvarpað og öðrum sjón-
varpað. Enda var þetta eftirminnileg stund sem
enginn hefði átt að missa af.
Hver öðrum þéttari og betri
Mugison var mættur á svið í Hörpu um sexleytið á
fimmtudag og með honum ofurþétt hljómsveit
hans; Guðni Finnsson bassaleikari, Arnar Þór Gísla-
son trymbill og Þorbjörn Sigurðsson hljómborðs-
og gítarleikari. Það var auðheyrt að hljómurinn yrði
góður; Eldborgarsalurinn hefur sannað sig sem
snilldarhljóðfæri. Boðsgestir Mugisons tíndust á
svið á lokaæfingunni; Pétur Ben., annað gítargoð,
Björgvin Gíslason, og Fjallabræður ásamt stjórn-
anda kórsins, Halldóri Gunnari Pálssyni. Svart-
klæddir kórbræðurnir áttu eftir að heilla í lokalög-
um allra tónleikanna, þar sem þeir gengu á svið
syngjandi „Ljósvíkinginn“, hugljúft lag af hinni
nýju metsöluplötu Mugisions, Hagléli, og rödduðu
einnig í lokalaginu, smellinum ljúfa „Stingum af“.
Klukkustundu fyrir tónleika var salurinn orðinn
hljóður, fyrir utan stöku gítarriff rótara sem stilltu
hljóðfærin. Síðan tóku eftirvæntingarfullir gestir að
streyma í salinn og spenna líka að byggjast upp
baksviðs. Þegar Eyþór Árnason sviðsstjóri ákvað að
tími væri kominn til að byrja föðmuðust félagarnir í
hljómsveitinni og hvöttu hver annan til dáða – og
veitti ekki af, því þetta yrði sannkölluð törn og
mikil áskorun. Að halda dampi á þrennum tón-
leikum. En það tókst, svo sannarlega, og voru tón-
leikarnir hver öðrum þéttari og betri.
Sigurstund Mugisons
Hljómsveitin lék sextán lög á hverjum tónleikum,
stillt sem tryllt; eitthvað af öllum diskum lista-
mannsins en flest lög af þeim nýjasta. Í því fyrsta,
„Moogie Boogie“, kallaði Mugison karl föður sinn á
svið, Guðmund M. Kristjánsson, hafnarstjóra á Ísa-
Geðveikt!
„Ég hefði verið til í fjórðu
tónleikana, núna strax!“
sagði Mugison að loknum
þriðju tónleikum sínum í
Hörpu. Fimm þúsund gestir
nutu gestrisni hans.
Ljósmyndir og texti: Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Áfram Papamug! Sonurinn hvetur föður sinn áfram.
Hljómsveitarfélagarnir Tobbi, Mugison og Guðni féllust í faðma áður en þeir gengu á svið.
Kjaftfullur Eldborgarsalur í þrígang. Mugison og Rúna við míkrafónana.
Fyrir fyrstu tónleikana hitaði Björgvin Gíslason upp fingurnar hjá bassatöskum Sinfóníunnar baksviðs.