SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Side 26

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Side 26
26 25. desember 2011 firði, oft kallaður Papamug, en hann hafði eldað fiskisúpu fyrir gesti Munnhörpunnar frammi í tón- listarhúsinu fyrir tónleikana. En þarna blés hann af krafti í básúnu og hvatti sonurinn hann til dáða. Björgvin Gíslason birtist síðan með hárauðan og jólalegan gítar sinn og lék syngjandi laglínuna í „Klettinum“– gestir hylltu Björgvin eins og vera bar þegar hann hrærði í blúsuðum strengjum sínum þetta kvöld. Pétur Ben. var hins vegar í hárauðri og ekki síður jólalegri skyrtu, og ekki síður fingrafim- ur, og eiginkona Mugisons, Rúna Esradóttir, söng nokkur lög með bóndanum. Á fyrstu tónleikunum sótti Mugison Dýra son þeirra út í sal í lokalaginu „Stingum af“, og leiddi hann um þar sem hann söng fyrir gesti og með þeim. „Haldiði að við höldum þetta út í allt kvöld?“ hrópaði Mugison undir lok fyrstu tónleikanna, áður en talið var í hápunkt tónleikanna, lagið „Murr Murr“, og gestir höfðu fulla trú á úthaldinu og ekki að ástæðulausu. Á öðrum tónleikunum bættist við gestur, Ragnar Kjartansson myndlistarmaður og meðhöfundur Mugisons og Rúnu að laginu „Gúanóstelpunni“. Ragnar nýtur sviðsljóssins og Mugison var að ljúga þegar hann boðaði að nú tæki við tólf tíma ópera – vísaði hann þar í úthaldsgjörning Ragnars í New York á dögunum. Og á þriðju tónleikunum var Ragnar enn betur í essinu sínu eins og reyndar flytj- endurnir allir. Mugison sagði þá sögur úr Smugunni og úr tilhugalífi þeirra Rúnu, svo gestir engdust af hlátri. En þetta kvöld var samt kvöld tónlistar Mug- isons og snjallra hljóðfæraleikaranna. Þetta var sannkölluð sigurstund þeirra. Harpa er ævintýrahöll Þegar þriðju tónleikunum lauk, þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tvö, gengu hljómsveitin og Fjallabræður af sviðinu í þriðja sinn þetta kvöld, undir dynjandi fagnaðarlátum. Baksviðs féllst fólk í faðma og þakkaði hvað öðru fyrir skemmtunina. Síðan útdeildi löðursveittur söngvarinn jólagjöfum til félaga í Fjallabræðrum, þakkaði þeim enn og aft- ur, fólk faðmaðist og óskaði hvað öðru gleðilegra jóla. „Ég hefði verið til í fjórðu tónleikana, núna strax!“ sagði Mugison síðan kampakátur við blaða- mann sem trúði því vel. „Það hefur verið rosaleg stemning, á öllum tónleikunum,“ bætti hann við og brosti breitt. Grunaði hann að stemningin yrði svona góð, þótt vitað væri að húsfyllir yrði á öllum þrennum tón- leikunum? „Maður planar ekki svona, hvernig 5.000 manns taka svona rugli,“ sagði hann og hló. „Nei, þetta var geðveikt! Eitthvað sem maður tekur með sér í gröf- ina.“ Og Harpa, hann var ánægður með hana. „Þetta er geðveikt hús, klikkað hús,“ sagði Mug- ison og breiddi út faðminn þarna baksviðs. „Eins og fólk sem var að koma hingað í fyrsta skipti í kvöld sagði við mig, þá er þetta ævintýrahöll. Það er ekk- ert öðruvísi. Ég vona að sem flestir átti sig á því. Það hefur verið svolíitil neikvæðni í kringum sumt hérna – en þetta er geðveikt.“ Þegar Mugison var að lokum spurður hvers konar yfirlýsing það væri að bjóða þjóðinni til ókeypis tónleika á þennan hátt var svarið snaggaralegt: „Það er allt hægt í þessu lífi.“ Svo lyfti hann hatt- inum í kveðju og bætti við: „Gleðileg jól!“ Tónleikagestir í Hörpu nutu hvers augnabliks og hylla hér Björgvin Gíslason eftir sóló. Höfundar Gúanóstelpunnar syngja lagið: Rúna, Ragnar Kjartansson og Mugison. Pétur Ben og Mugison hafa lengi unnið saman og það heyrðist.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.