SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Side 28
28 25. desember 2011
varaformann, þótt ég ætti ekki von á að ná
kjöri, og lýsti yfir stuðningi við Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur. Ég tel að það hefði orðið mikil
fylgisaukning til flokksins hefði hún verið kos-
in. Nú óttast ég, en vona að ótti minn reynist
ástæðulaus, að nýir flokkar muni koma fram á
sjónarsviðið og ná fylgi, sem leiði til þess að
Sjálfstæðisflokkurinn verði utan stjórnar í sex
ár.“
Hefurðu hugsað þér að fara í framboð til Al-
þingis?
„Já.“
Heldurðu að það sé gaman að vera á þingi?
„Nei. En það eru svo mörg réttlætismál sem
mér finnst að menn taki ekki á að ég sé mér
ekki annað fært en að bjóða mig fram til að
reyna að leiðrétta þau. Ég hef alltaf verið þeirr-
ar gerðar, að ef ég sé óréttlæti þá berst ég af
alefli á móti því. Mikill ójöfnuður blasir við í ís-
lensku þjóðfélagi og við glímum við erfiðleika
sem við virðumst ekki ætla að komast upp úr
meðan núverandi stjórn er við völd. Við getum
heldur ekki endalaust höggvið á þá samhjálp
sem kristin kirkja stendur fyrir. Ég ætla að gefa
kost á mér til framboðs við næstu kosningar og
jafnframt að skora á nýtt fólk að koma fram í
Sjálfstæðisflokknum og gefa kost á sér til starfa
á Alþingi. Svo ræðst það hvort ég verð kosinn,
en segi: Ef Sunnlendingar þora að kjósa mig, þá
læt ég muna um mig.“
Sterk þjóðkirkja
Á sínum tíma sastu í kirkjuráði þar sem þú
varst gagnrýninn á þjóðkirkjuna vegna að-
gerðarleysis í málum Ólafs Skúlasonar.
„Ég sagði það sem mér fannst vera rétt á
þeim tíma. Ég stóð frammi fyrir Ólafi Skúla-
syni, gagnrýndi hann og átti þátt í því að hann
varð að segja af sér.“
Finnst þér þjóðkirkjan ekki hafa tekið rétt á
þeim málum sem kennd eru við Ólaf Skúlason?
„Þetta er eitt erfiðasta mál sem þjóðkirkjan
hefur mætt frá siðaskiptum, en ég fullyrði að
reynt var að gera það eins vel og hægt var. Nú-
verandi biskup var í afar erfiðri stöðu, einkum
þegar hann stóð frammi fyrir því að móðir
Guðrúnar Ebbu, bróðir og fleiri voru með aðra
framsetningu en Guðrún Ebba, þá var ekki
sjálfgefið hvernig hann ætti að taka á málinu.
Ég hafði hins vegar aðra afstöðu en biskup
vegna fyrri kynna og samskipta við Ólaf biskup
S éra Halldór Gunnarsson í Holti starfaðií 44 ár sem sóknarprestur í Holti íRangárvallaprófastsdæmi. Hann vann ímörg ár í félagsmálum bænda, sat á
kirkjuþingi og í kirkjuráði og er nú formaður
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Rangárvalla-
sýslu. Halldór er ekki sestur í helgan stein, rek-
ur búskap á bæ sínum og hyggur til hreyfings í
pólitíkinni. Hann er dyggur sjálfstæðismaður og
bauð sig fram til embættis varaformanns á síð-
asta landsfundi. Hann hefur gagnrýnt forystu
Sjálfstæðisflokksins harðlega og fyrsta spurn-
ingin snýr einmitt að þeirri gagnrýni.
Hvað finnst þér að flokksforystu Sjálfstæð-
isflokksins?
„Flokksforystan og þingflokkurinn hafa ekki
haldið á málum af nægilegum krafti. Þar má
nefna ansi margt. Eftir hrun hefur lítið sem
ekkert verið gert fyrir heimilin í landinu og
Sjálfstæðisflokkurinn beitir sér ekki ötullega
fyrir leiðréttingu á því. Nær öll landbúnaðar-
heimili landsins eru í miklum vanda því helstu
kostnaðarliðir við búið hafa hækkað um 100
prósent eða meira, en afurðaverð til bænda
hefur aðeins hækkað um 25-30 prósent á sama
tíma. Ýmis óuppgerð mál fyrir hrun eru enn
eins og þrumuský yfir flokknum okkar. Á
landsfundi fyrir ári talaði ég um að ákveðnir
þingmenn yrðu að segja af sér og á nýliðnum
landsfundi minnti ég á að forystan hefði ekki
tekið á því.
Ég vil líka nefna landsdómsmálið. Það er
skiljanlega mikilvægt fyrir Bjarna Benediktsson
að leggja fram á þingi þingsályktunartillögu um
afturköllun ákæru á hendur Geir Haarde. En ég
tel að sjálfstæðismenn hafi klúðrað því máli í
upphafi. Þeir áttu að krefjast þess að ann-
aðhvort færi öll fyrrverandi ríkisstjórn fyrir
landsdóm eða enginn og þeir áttu að ganga
fram af fullri hörku í því, að ekki væri hægt að
afgreiða málið eins og það var gert. Þjóðin hefði
skilið það og aldrei samþykkt að einn maður
væri tekinn út og dreginn fyrir dóm. Að lokum
nefni ég að núna þegar Icesave-málið er að fara
fyrir dóm á þingið að krefjast dóms yfir Bretum
fyrir að hafa sett á okkur hryðjuverkalög og
krefjast mjög hárra skaðabóta. En enginn talar
um það af alvöru.
Forysta flokksins hefur tekið þessi mál vett-
lingatökum. Þess vegna taldi ég að við yrðum
að kjósa nýja forystu. Ég bauð mig fram sem
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Varð fyrir
köllun
Séra Halldór Gunnarsson í Holti ætlaði sér ekki að verða
prestur en varð fyrir köllun sem hann gat ekki annað
en hlýtt. Í viðtali ræðir hann um trúna, þjóðkirkjuna og
þýðingu jólanna. Hann ræðir einnig um stjórnmálin, en
hann hefur ákveðið að gefa kost á sér til starfa á Alþingi.
Ljósmynd: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is