SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Side 29

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Side 29
25. desember 2011 29 og það var miklu auðveldara fyrir mig að standa frammi fyrir Guðrúnu Ebbu og trúa henni.“ Hver er að þínu mati staða þjóðkirkjunnar? „Þó að mönnum finnist þjóðkirkjan vera veik er hún í mínum huga ákaflega sterk. Íslenska þjóðkirkjan býr ennþá að þeim grunni sem barnatrúin gefur fólki þegar það lærir faðirvorið og að signa sig. Þegar fólk mætir erfiðleikum leitar það í trúna. Íslenska þjóðkirkjan er kannski sterkust við skírnir, fermingarund- irbúning og jarðarfarir. Að vera prestur og mæta fólki á þessum tímapunktum í lífi þess og finna hvað það er dýrmætt fyrir fólk að fá þjón- ustu kirkjunnar fyllir mig stolti gagnvart því hvað þjóðkirkjan er. Stundum er sagt að það sé veikleiki að við prestar séum opinberir starfsmenn. En af því við erum opinberir starfsmenn, getur hver sem er kallað okkur til hvenær sem er, að nóttu eða degi, til dæmis á slysstað, og þá spyrjum við ekki hvort viðkomandi sé í þjóðkirkjunni eða ekki. Þessi staða gerir þjóðkirkjuna afar sterka. Annars vegar er hún sjálfstæð og hins vegar er hún með tengingu við ríkið. Þegar gosið varð í Eyjafjallajökli var ég í því hlutverki að ferðast um sveitina mína og heimsækja fólk sem átti afskaplega erfitt. Þarna var ég milliliður til björgunarsveita og fagfólks. Þá fann ég vel hvers virði það er að vera sveitaprestur í ná- lægð við fólkið.“ Fann fyrir handleiðslu Guðs Hvernig var það að vera prestur í sveit öll þessi ár? „Það var yndislegt. Ég ætlaði ekki að verða prestur en ég varð fyrir köllun sem ég gat ekki annað en hlýtt. Í Menntaskólanum á Akureyri var ég frekar góður í stærðfræðifögum en léleg- ur málamaður og ætlaði að verða verkfræð- ingur. Til að komast í verkfræðinám þurfti ég að fá fyrstu einkunn í stærðfræðifögum á stúd- entsprófi en mér gekk illa í hverju prófinu á fætur öðru og náði þessu ekki. Þegar kom að síðasta prófinu sem var munnlegt frönskupróf þurfti ég að fá 8,6 til að ná fyrstu einkunn á stúdentsprófi, sem mér þótti þá mjög mik- ilvægt. Þetta var gjörsamlega útilokað, því ég kunni ekkert í frönsku. Heimurinn hrundi. Því hafði verið spáð fyrir mér að ég yrði prestur, því ég er af prestaættum í móðurætt. En ég hafði aldrei ætlað mér að verða prestur því tilhugsunin um að læra grísku og hebresku var óyfirstíganleg. Þegar ég vaknaði prófmorg- uninn leit ég til himins og sagði við Drottin: Ef þú ætlar mér virkilega að verða prestur þá bið ég þig um það sem ekki er hægt, að ég fái 8,6 í frönsku. Síðan fór ég að líta á námsefnið og sá að ég hafði glósað eina sögu orðrétt frá því í 5. bekk. Ég las bara þessa einu sögu, en las hana mörgum sinnum, fór svo í morgunkaffi og eftir það fór ég að skoða málfræðibókina, sem ég hafði eiginlega ekkert litið í allan veturinn. Ég datt ofan í óákveðnu fornöfnin og lærði þau nokkurn veginn utanað. Svo kom ég til prófs. Nemendur vissu að ég kunni ekkert í frönsku og höfðu hópast að til að fylgjast með frammi- stöðunni. Friðrik kennari minn var tauga- óstyrkari en ég. Svo dró ég miða og þá kom upp þessi saga sem ég kunni utan að. Síðan kom að málfræðinni og þá var ég beðinn um að takast á við óákveðnu fornöfnin og ég þuldi þau öll upp. Kennarinn byrjaði svo að tala við mig á frönsku og ég sem skildi ekki neitt sagði: oui, oui. Ein- kunnin var 8,6. Eftir það gat ég engan veginn vikist undan því, algjörlega óverðugur, að byrja að læra grísku og hebresku í guðfræðideild.“ Varstu trúaður á þessum tíma? „Ég var trúaður á þann hátt sem við Íslend- ingar eru. Við höfum okkar bernskutrú. Fað- irvorið og signingin frá foreldrunum eru með því dýrmætasta sem við eigum. Ég fór í prests- starfið af köllun og fann hvað eftir annað fyrir handleiðslu Drottins Guðs og efldist í trúnni. Ég er afar sáttur við starf mitt og það hefur gefið mér mikið. Ég get samt alveg viðurkennt að ef ég hefði ekki farið í félagsstörf með bændum og setið í yfirstjórn kirkjunnar hefði mér ekki fundist það nægur starfsvettvangur að vera prestur í svona litlu prestakalli. Það er ham- ingja mín að hafa alltaf nóg að gera.“ Kraftaverk jólanna Áttu uppáhaldskafla úr Biblíunni? „Það er erfitt að svara því vegna þess að eftir 44 ára starf þá leita ég í Biblíuna á svo marg- víslegan hátt. Stundum hefur verið sagt að ég sé góður jarðarfararprestur en þegar ég var yngri fannst mér oft erfitt að jarðsyngja. Á þeim árum þegar ég var í guðfræðideild var nemendum ekki kennt á nokkurn hátt að und- irbúa sig fyrir jarðarför. Þegar ég var orðinn prestur spurði ég sjálfan mig hvernig best væri að hafa predikun við jarðarför. Ég var alveg ráðalaus en mundi þá eftir boxi með Bibl- íutextum sem faðir minn hafði gefið mér. Ég hafði það fyrir sið þegar kom að jarðarförum að fara með bæn og biðja um leiðsögn áður en ég dró texta upp úr boxinu. Hvað eftir annað fékk ég yndislegan texta til að leggja út af, sem tengdist kveðjuathöfninni. Ég lærði þessa texta og þeir urðu mér eins konar veganesti. En þegar þú spyrð mig, næstum eins og kennari að spyrja barn, um uppáhaldskafla úr Biblíunni þá hefur Jobs bók verið mér dýrmæt. Í Jobs bók eru þessi sterku orð Jobs sem hann segir eftir að hafa gengið í gegnum miklar þján- ingar: „Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefur auga mitt litið þig! Þau lýsa skilningi á því að lífið er svo miklu meira en við getum í rauninni áttað okkur á. Þjáningin er ekki eitthvað sem Guð ákveður, heldur er hún lífsins skóli og við- brögð okkar við henni skera úr um hver við er- um.“ Hvaða þýðingu hafa jólin í þínum huga? „Á jólum mætum við fögnuðinum þegar Kristur fæðist. Jóhannes segir svo sterkt frá þeirri fæðingu í einni setningu, sem tekur kannski alla ævi að skilja: Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann er að segja frá fæðingu Krists. Í þessari einu samsetningu Jóhannesar koma jólin til okkar með því stórkostlega kraftaverki og undri, að barn fæðist. Þetta barn er fulltrúi kærleikans og alls þess besta, sem við getum móttekið og eig- um að miðla áfram til þeirra sem við mætum á lífsleiðinni. Það er yndislegt viðfangsefni fyrir prest að miðla þeim boðskap í skammdeginu.“ ’ Við höfum okkar bernskutrú. Faðirvorið og signingin frá foreldrunum eru með því dýrmætasta sem við eigum. Ég fór í prestsstarfið af köllun og fann hvað eftir annað fyrir handleiðslu Drottins Guðs og efldist í trúnni. Ég er afar sáttur við starf mitt og það hefur gefið mér mikið.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.