SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 30
30 25. desember 2011
Í
fyrradag birtist athyglisverð frétt á
forsíðu Morgunblaðsins. Hún var
svohljóðandi:
„Grágæsir dvelja lengur á Íslandi
en þær gerðu og telur dr. Arnór Þórir Sig-
fússon, dýravistfræðingur og gæsafræð-
ingur, að mildari vetur undanfarin ár og
stóraukin kornrækt eigi mikinn þátt í
lengri dvöl. Gæsirnar fljúga einnig styttra
suður á bóginn en þær gerðu. Þær láta sér
frekar duga að fljúga til Orkneyja en áður
fóru þær sunnar á Bretlandseyjar. Þess
vegna er minna veitt úr stofninum að
vetri.“
Fréttin byggist á grein, sem birtist í
Morgunblaðinu þann dag eftir Guðna
Einarsson blaðamann. Þar kemur fram, að
kornakrar á Íslandi hafi á árinu 1991 verið
200 hektarar en á því ári, sem nú er að
líða, hafi verið skorið upp af um 4.800
hekturum.
Fyrir skömmu hafði ég orð á því á þess-
um vettvangi, að þorskurinn væri að færa
sig norðar í kaldari sjó. Það hefði leitt til
þess í einhverjum tilvikum, að bátar, sem
gerðir hafa verið út frá Snæfellsnesi, hefðu
flutt sig um set til Bolungarvíkur og róið
þaðan, sem að sjálfsögðu leiddi til aukinna
athafna og viðskipta þar fyrir vestan.
Breytingar á hegðun gæsarinnar og
þorsksins eru lítill þáttur í miklu stærri
mynd. Sumir telja, að hlýnun jarðar og
vaxandi þurrkar sunnar á hnettinum eigi
eftir að leiða til þess að vaxandi þrýstingur
verði á fólksflutninga norður á bóginn og
þá m.a. yfir Miðjarðarhafið til suðurhluta
Evrópu, sem aftur ýti á að fólk þar færi sig
norðar.
Með sama hætti og leit þorsksins að
kaldari sjó hefur leitt til aukinna viðskipta
í Bolungarvík má velta því fyrir sér, hvort
áframhaldandi þróun af þessu tagi leiði til
þess að byggðaþróunin á Íslandi snúist við
á næstu árum og áratugum og fólk fari að
flytjast vestur og norður og austur á ný.
Það er ekki bara þorskurinn, sem er á
hreyfingu og getur dregið mannfólkið
með sér. Mikil uppbygging á Grænlandi á
næstu áratugum getur leitt til mikillar
uppsveiflu á Vestfjörðum, sem liggja næst
Grænlandi. Þaðan er stytzt að veita Græn-
lendingum margvíslega þjónustu. Þar er
stytzta leiðin fyrir sæstreng milli Íslands
og Grænlands til flutnings á raforku frá
nýjum vatnsvirkjunum á Grænlandi og
flutning þess áfram til Evrópu um sæ-
streng á milli Íslands og Skotlands. Þaðan
og frá höfnum á Norðurlandi er styttra á
ný fiskimið sem opnast eftir því, sem haf-
ísinn hopar lengra í norður.
Norðausturhorn Íslands liggur vel við
hinum nýju siglingaleiðum til Kyrrahafs,
sem kalla á umskipunarhafnir bæði á Ís-
landi og í Noregi vegna þess að of dýrt er
að flytja vörurnar á áfangastað í Evrópu og
Bandaríkjunum með þeim skipum, sem
sérstaklega verða smíðuð fyrir siglingar á
norðurslóðum.
Atferli gæsarinnar og þorsksins er því
vísbending til okkar mannfólksins um að
hefja undirbúning að breyttum tímum.
Við þurfum að hefja skipulega skoðun á
þeim tækifærum, sem eru að opnast.
Breytt byggðaþróun kann að kalla á nýjar
fjárfestingar í samgöngukerfum. Lítið
sveitarfélag á norðausturhorninu hefur
verið að kanna aðstæður til hafnargerðar.
Þarf samfélagið í heild ekki að koma að því
verkefni?
Samgönguleiðir á Vestfjörðum eru enn
erfiðar, þrátt fyrir mikla uppbyggingu á
síðustu hálfri öld. Er ekki nauðsynlegt að
horfa á þær í stærra samhengi í ljósi fyrir-
sjáanlegra breytinga?
Svo er enn önnur hlið á þessu máli, sem
atferli gæsanna beinir athygli okkar að.
Guðni Einarsson segir að þær vilji vera hér
lengur vegna þess, að þær búi við betra at-
læti en áður. Er hugsanlegt að af sömu
ástæðum vilji fleiri mannverur búa hér en
áður? Um leið og flutningur fólks yfir
Miðjarðarhafið eykur á fólksflutninga
norður á bóginn er ekki ólíklegt að ein-
hverjir af þeim leiti hingað. Erum við
tilbúin til að taka við fleira fólki í veruleg-
um mæli? Erum við tilfinningalega tilbúin
til þess og ef svo með hvaða hætti þurfum
við að búa okkur undir slíka þróun?
Huang Nubo hefur minnt okkur á að
landsvæði á Íslandi getur verið eftirsókn-
arvert fyrir aðra og að óbreyttu hafa þegn-
ar 27 annarra ríkja býsna greiðan aðgang
að því. Værum við sátt við stórvaxandi
eftirspurn eftir landi okkar úr þeirri átt?
Það má draga í efa.
Þetta eru stórar spurningar en þær eru
raunhæfar. Það eru miklar breytingar
framundan í veröldinni. Einn meginþáttur
þeirra eru hugsanlegir miklir fólksflutn-
ingar vegna loftslagsbreytinga, jafnvel
ígildi þjóðflutninga, sem leiði til þess að
fólk flytji sig almennt norðar.
Hinn meginþátturinn snýr að þeim
breytingum, sem eru að verða á afkomu
fólks á heimsbyggðinni. Hinar fátækari
þjóðir eru að sækja fram og kalla eftir betri
lífskjörum. En kakan verður ekki stækkuð
endalaust. Þess vegna mun hlutur þeirra
ekki batna nema ríkar þjóðir Vesturlanda
sætti sig a.m.k. við að afkoma þeirra batni
ekki frá því, sem nú er, og jafnvel að þær
láti eitthvað af hendi. Sum hinna rísandi
efnahagsvelda eru í aðstöðu til að auð-
velda okkur að skilja þennan veruleika
eins og arabaþjóðirnar gerðu, þegar þær
ýttu vestrænum olíufélögum til hliðar og
hækkuðu verulega orkukostnað Vestur-
landaþjóða á áttunda áratug síðustu aldar.
Það getur gerzt aftur. Hvað þýðir það fyrir
okkur? Minnka fiskiskipin á ný? Verður of
dýrt að sækja fiskinn á gífurlega dýrum
skipum, sem kosta mikið bæði í fjárfest-
ingu og rekstri?
Þessi nýju og breyttu viðhorf eru ekki til
umræðu að nokkru ráði á Íslandi vegna
þess að við erum svo upptekin af vanda-
málum líðandi stundar. En það er nauð-
synlegt að ræða þessi mál og hvernig við
eigum að búa okkur undir breytta tíma.
Atferli gæsanna vísbending um breytta tíma hjá mannfólkinu?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Þau merku pólitísku tíðindi urðu á jóladag fyrirtuttugu árum að Mikhaíl Gorbatsjov sagði afsér embætti sem forseti Sovétríkjanna og dag-inn eftir leið Sovétsambandið formlega undir
lok. Hann hafði gegnt embættinu í tæp sjö ár og á þeim
tíma valdið gerbyltingu jafnt heima fyrir sem á al-
þjóðavettvangi. Afsagnarræða Gorbatsjovs, sem var
sjónvarpað um öll Sovétríkin, var stutt, aðeins tólf mín-
útur, og virkaði leiðtoginn lúinn.
Næstu mánuðir á undan höfðu verið Gorbatsjov erf-
iðir. Tilraun var gerð til að steypa honum af stóli í ágúst
og var honum meðal annars haldið í stofufangelsi í þrjá
sólarhringa. Hann komst þó aftur til valda en fann fljótt
að ekkert var eins og áður. Lokatilraun hans til að berja í
brestina fór út um þúfur rétt fyrir jól og leiðtoginn sá
sæng sína uppreidda. Gorbatsjov framseldi völd sín í
Kreml til Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sem um tíma
hafði sótt hart að honum.
„Hálfvolgar umbætur – og það hefur verið nóg af þeim
– fóru út um þúfur hverjar á fætur annarri,“ sagði Gor-
batsjov meðal annars í afsagnarræðu sinni. „Landið var
staðnað og við gátum alls ekki lifað eins og við gerðum.
Við urðum að bylta frá grunni.
Af þessum sökum hef ég aldrei iðrast þess – iðrast þess
aldrei – að ég notfærði mér ekki aðstöðu mína sem að-
alritari til þess eins að halda völdum í nokkur ár. Ég
hefði litið á slíkt sem óábyrga og siðlausa ákvörðun. Ég
gerði mér ennfremur grein fyrir því að það var geysilega
erfitt og áhættusamt verkefni að hleypa af stokkunum
svo umfangsmiklum umbótum á þjóðfélagi eins og okk-
ar. En jafnvel nú er ég sannfærður um að sagan úrskurði
lýðræðisumbæturnar, sem við hófum vorið 1985, réttar.
Endurnýjun landsins og róttækar breytingar á sam-
félagi þjóðanna hafa reynst miklu flóknari en nokkurn
óraði fyrir. Eigi að síður skulum við meta að verðleikum
það sem áunnist hefur.
Þjóðfélagið hefur verið leyst úr fjötrum. Stjórn-
málalegt og andlegt frelsi er nú við lýði. Þetta er mik-
ilverðasti árangurinn en við höfum ekki enn náð tökum
á honum. Það höfum við ekki gert vegna þess að við
kunnum ekki enn með frelsið að fara.“
Ekki stóð á viðbrögðum við hinum miklu tíðindum og
leiðtogar heims voru almennt jákvæðir í garð Gorbat-
sjovs. Langflestir töldu hann hafa unnið gagnlegt starf
sem verða myndi til að halda nafni hans á lofti í framtíð-
inni, ekki síst í þágu heimsfriðar og lýðræðisframfara.
„Gorbatsjov forseti ber ábyrgð á einhverri merkustu
þróun sem orðið hefur á þessari öld – byltingarkennd-
um umskiptum alræðisskipulagsins og lausn þjóðar
sinnar við kæfandi faðmlög þess,“ sagði George Bush,
eldri, þáverandi Bandaríkjaforseti. „Hans eigið framlag
til lýðræðislegra og efnahagslegra umbóta í nafni perest-
rojku og glasnosts – starf sem krafðist geysilegrar hug-
kvæmni og hugrekkis, persónulegs jafnt sem pólitísks,
gerði þjóðum Rússlands og annarra lýðvelda kleift að
varpa af sér þungu oki margra áratuga og leggja í staðinn
grundvöll að frelsi.“
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins horfði meðal annars
til framtíðar 28. desember 1991: „Athygli heimsbyggð-
arinnar beinist nú að Borís N. Jeltsín, forseta Rússlands.
Líkt og aðrir leiðtogar fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna er
Jeltsín fyrst og fremst þjóðernissinni. Hann hefur þegar
sýnt einræðislega tilburði og umskiptunum í Sovétríkj-
unum hefur verið líkt við hallarbyltingu undir forystu
Jeltsíns. Hættan er sú, að hann og aðrir leiðtogar fyrrum
Sovétlýðvelda höfði til þjóðernishyggju er í ljós kemur,
að frelsið nýfengna felur ekki sjálfkrafa í sér velferð og
hagsæld. Þá kann að skapast pólitísk þörf fyrir tilbúna
óvini.“
Borís Jeltsín var við völd til ársins 1999. Hann lést árið
2007. Mikhaíl Gorbatsjov er enn á lífi, áttræður að aldri.
orri@mbl.is
Gorbatsjov
segir af sér
Mikhaíl Gorbatsjov síðasti leiðtogi Sovétríkjanna.
’
Þjóðfélagið hefur verið leyst úr
fjötrum. Stjórnmálalegt og and-
legt frelsi er nú við lýði.
Borís heitinn Jeltsín, hinn litríki forseti Rússlands.
Á þessum degi
Jóladagur 1991