SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Side 34

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Side 34
34 25. desember 2011 Börnin í fyrsta bekk Glerárskóla áAkureyri voru kát og glöð íbyrjun vikunnar þegar litlu jólinfóru fram í skólanum. Morg- unblaðið fékk að vera fluga á vegg. Allir mættu í sínu fínasta pússi. Kveikt var á kertum í stofunni, kennarar lásu fal- legar sögur, sum börnin laumuðust til þess að kíkja á jólakortin, aðrir sögðu sessunautnum af einhverju skemmtilegu sem gerst hafði heima, einn greindi kenn- aranum frá því að mamma hefði klemmt sig á dyrinni þegar hún var lítil. Hálfur puttinn hefði dottið af. Þetta var árla morguns. Yngsta stigið reið á vaðið, fyrsti, annar og þriðji bekkur en nemendur fjórða bekkjar reyndust ekki langt undan þegar á reyndi og skemmtu „litlu“ krökkunum. Mættu til leiks sem gömlu, íslensku jólasveinarnir, lesin voru kvæði Jóhannesar skálds úr Kötlum um þá sérstöku sveina og þeir birtust þá hver af öðrum ljóslifandi í salnum. Svo var sungið og dansað í kringum jólatréð. Öllum á óvart mættu allt í einu til leiks tveir nútíma jólasveinar, klæddir rauðu og hvítu; ótrúlegt hvað þeir bræður ramba alltaf á réttan stað á réttum tíma. Stúfur og Hurðaskellir sungu hraustlega með börnunum, fljótlega hélt síðan hver nemandi til sinnar stofu, skoðaði jóla- kortin aðeins betur, þáði nammimola og fór síðan heima í faðm fjölskyldunnar að hlakka til jólanna.Hver þeirra ætli þetta sé? Stúlkan mænir á jólasveininn sem birtist skyndilega í salnum. Strákarnir voru spenntir að vita hversu mörg jólakort leyndust í bunkanum þeirra. Börnin sátu stillt og prúð í kennslustofunni áður en skundað var á fund jólasveinanna. Börnin hlýddu á kennarann sinn lesa fallega jólasögu áður en haldið var á sal til þess að dansa, syngja og hitta jólasveinana. Litlu jólin eru að sjálfsögðu stórmál Litlu jólin eru haldin hátíðleg í grunnskólum víða um land, áður en börnin halda í frí í tilefni „stóru“ jólanna. Gleðin er við völd á þeim degi. Myndir og texti: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Svona gerum við þegar við hengjum okkar þvott, hengjum okkar þvott, hengjum...

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.