SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Qupperneq 35
25. desember 2011 35
Kennararnir buðu hverjum nemanda einn sælgæt-
ismola í tilefni dagsins áður en farið var heim.
Þetta var einn glæsilegasti jólasveinn-
inn í samkvæminu. Hann er nemandi...
Fjórðu bekkingar skemmtu yngri krökkunum;
mættu í gervi gömlu, íslensku jólasveinanna.
Flott kort hjá þér! Stúlkurnar greinilega ánægðir með jóla-
kortið frá bekkjarsystrum sínum hinum megin í stofunni.
Skapti Hallgrímsson
„Ég sá mömmu kyssa jólasvein...“ Sungið var af mikilli innlifum á meðan gengið var í kringum jólatréð.
’
Andi jólanna
sveif yfir
vötnum
í Glerárskóla
á Akureyri
í vikunni
Fjórir skákmenn urðu efstir á skákmóti öðlinga sem lauk
í síðustu viku.
Eins og vænta mátti börðust nokkrir af „strákunum úr
taflfélaginu“ um efstu sætin þ.e.a.s. nokkrir af þeirri
kynslóð sem lét rækilega til sín taka upp úr 1970 þegar
Taflfélag Reykjavíkur var nýflutt á Grensásveginn:
Kristján Guðmundsson, Ögmundur Kristinsson, Sævar
Bjarnason, Benedikt Jónasson, Þorsteinn Þorsteinsson
og Bjarni Hjartarson. Og þá voru mættir ýmsir sigursæl-
ustu skákmenn þess tíma, Íslandsmeistarinn frá 1967 og
1975, Björn Þorsteinsson, Bragi Halldórsson, Harvey
Georgsson og Þór Valtýsson.
47 skákmenn voru skráðir til leiks og aðeins tefld ein
skák í viku hverri. Fyrir síðustu umferð voru Kristján
Guðmundsson og Björn Freyr Björnsson efstir með fimm
vinninga hvor og innbyrðis viðureign þeirra lauk með
jafntefli. Það kvöld var höfð til sýnis skák sem Halldór G.
Einarsson og Benedikt Jónasson höfðu teflt tveim dög-
um fyrr og Benedikt hafði fengið flýtt. Úrslitum var
haldið leyndum en leikjunum komið á framfæri á eðli-
legum hraða meðan á lokaumferðinni stóð. Þetta var
tvímælalaust skák mótsins sem báðir geta verið stoltir
af. Með sigri náði Benedikt efsta sæti og telst eftir sig-
urútreikning sigurvegari mótsins:
1.-3.Benedikt Jónasson, Kristján Guðmundsson og
Björn Freyr Björnsson 5½ v. (af 7) 4.-5. Þorsteinn Þor-
steinsson og Halldór Pálsson 5 v.
Skákmót öðlinga 2011; 7. umferð:
Halldór G. Einarsson – Benedikt Jónasson
Benóní-vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3
a6 7. a4 g6
8. e4 Bg4 9. Be2 Bg7 10. 0-0 0-0 11. h3 Bxf3 12. Bxf3
Rbd7 13. Bf4 De7 14. Dd2 Hab8 15. Hfe1 Re8 16. Be2 Rc7
17. Bf1 Hfc8 18. Kh1 b5 19. Bg3 g5 20. axb5 axb5 21. Rd1!
Svartur má vel við una eftir byrjunina en Halldór
benti á 19. … g5 veikti um of f5-reitinn. Þessi riddari er á
leiðinni þangað!
21. … Ha8 22. Re3 Be5 23. Rf5 Df6 24. f4 Bxf4 25. Bxf4
gxf4 26. Dxf4 Hxa1 27. Hxa1 Re5 28. Be2 Kf8 29. g4 Re8
30. Bxb5 Rg6 31. Dh6+ Kg8 32. Hf1 Dxb2 33. Bxe8 Hxe8
34. Rxd6 Ha8 35. De3 Ha2 36. Dg3 Rh4?
Báðir keppendur voru í miklu tímahraki. Hér var
betra að leika 36. … Re5.
(Sjá stöðumynd)
37. Rf5?
37. Rc4 vinnur –
fullyrðir Halldór en
skýrir það ekki frek-
ar. Eftir 37. … De2 38.
Db8+ Kg7 á hvítur til-
þrifamikla mát-
sókn:39. Hxf7+! Að-
alleiðin er þessi: 39. …
Kxf7 40. Re5+! Kg7 41.
Dc7+ Kh6 42. Rf7+!
Kh6 (eða 42. … Kg7
43. Rd8+! Kg6 44.
Df7+ Kg5 45. Re6+ Kh6 46. g5 mát) 42. Rh8+! Kh6 43.
Df4+! Kg7 44. Df7+! Kh6 (eða 45. … Kxh8 46. Df8 mát)
45. Df6+ Rg6 46. Rf7 mát.
37. … Rf3!
Krókur á móti bragði, svartur hótar „arabísku máti“ á
h2.
38. Hf2! Db1+
Alls ekki 38. … Dxf2 39. Db8 mát!
39. Kg2 Dg1+ 40. Kxf3 Ha3+ 41. Kf4 Hxg3
42. Ha2!
Frábært svar, hvítur hótar máti á a8.
42. … Ha3 43. Hxa3 Dc1+! 44. He3 c4 45. d6?
Betra er 45. e5! og hvítur á að vinna að mati Houdinis.
Tímahrakið tekur alltaf sinn toll.
45. … Dd2 46. Re7+ Kg7 47. Rd5 Dh2+ 48. Hg3 Db2 49.
d7 Db8+ 50. e5 f6 51. Rxf6 Kf7 52. Hc3 Ke6 53. d8R+??
Þetta ógnandi peð mátti hann alls ekki gefa. Með 53.
Kf3! heldur hvítur í horfinu.
53. … Dxd8 54. Hxc4 Dd2+ 55. Ke4 De2+!
– og Halldór gafst upp. Eftir 56. Kd4 Dxe5+ fellur
riddarinn á f6.
Benedikt
Jónasson
vann skákmót
öðlinga
Skák
Helgi Ólafsson helol@simnet.is