SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Qupperneq 38
38 25. desember 2011
Tvíburasysturnar Mary-Kate og As-hley Olsen hafa lengi tollað í tískunni, efekki leitt hana, en núna eru þær alla-vega á toppnum, samkvæmt banda-
rísku tískubiblíunni Vogue. Þær prýða forsíðu
tímaritsins sem tileinkuð er best klæddu kon-
um ársins. Í þetta sinn er sérstök áhersla á
systur og beinir blaðið kastljósinu að nokkrum
systrapörum.
Vogue skrifar almennt um þessar stællegu
systur: „Þær skiptast á tvídjökkum og
hælaskóm. Þær ýta hvor annarri út fyrir
þægindasviðið. Þær eru innblástur hvor
annarrar og helsta samkeppni.“
Líka eru teknar fyrir systur sem urðu mjög
frægar á árinu eftir konunglega brúðkaupið, Pippa
Middleton og Katrín hertogaynja af Cambridge. Svo
eru þarna líka söngelsku systurnar Beyoncé og Sol-
ange Knowles.
Í eitt skiptið er ekki um systrapar að ræða heldur fjór-
ar systur kenndar við Courtin-Clarins, afabörn stofn-
anda snyrtivörufyrirtækisins Clarins, Jacques Court-
in-Clarins.
Ár systra af ýmsu tagi
„Þetta hefur verið ár systranna,“ sagði einn tísku-
ritstjóra Vogue, Mark Holgate, í samtali við Reu-
ters-fréttastofuna.
Holgate segir að Middleton-systurnar hafi
gert nýja kjólasídd vinsæla, aðeins fyrir ofan
hné, „of stutt fyrir eldri kynslóð konungbor-
inna en nógu sítt til að vera sæmilegt þegar
þarf að beygja sig.“
Þrátt fyrir þetta tróna Olsen-tvíburasyst-
urnar á toppnum og segir Holgate valið hafa
verið „alveg augljóst“. „Eru til smartari,
meira töff, stællegri eða uppfinningasamari
systur en Mary-Kate og Ashley? Þær eru ótrú-
lega flottar,“ sagði hann.
Þær hafa þrátt fyrir þetta hafnað á listum yfir
verst klæddu stjörnurnar eins og hjá tískugagnrýn-
andanum mr. Blackwell heitnum. Holgate segir það
Tískubiblían Vogue leggur áherslu
á systur í blaði sínu sem er til-
einkað best klæddu konum
ársins 2011. Tvíburasyst-
urnar Mary-Kate og Ashley
Olsen tróna á toppnum.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Systur með stíl
Olsen-tvíburasysturnar á forsíðu Vogue.
Olsen-systurnar hafa
algjörlega mótað sinn
eigin sérstaka stíl. Reuters
Reuters
Fyrir ofan er Kate Mara á rauða dregl-
inum en fyrir neðan Rooney Mara.
Tillegg rithöfunda til jólanna hefur jafnan skipt miklu meðalÍslendinga. Vöruskortur á tímum seinni heimsstyrjald-arinnar og á haftaárunum hefur verið nefndur meðal skýr-inga, en í allsleysi þess tíma var þó eitthvað tiltækt af pappír.
Hvítar arkirnar voru nánast ígildi gulls og því hægt að gera sér að góðu
að renna þeim í gegnum prentvélarnar svo úr yrði bók. Því festist í
sessi sá siður að bókaútgáfa Íslendinga væri bundin við jólin, svona að
mestu leyti. Um allan aldur hefur tíðkast að fá höfunda til að mæta á
hin ýmsu mannamót svo sem í aðdraganda hátíða og lesa þar upp úr
verkum sínum og flytja þjóðinni þannig andlegan boðskap. Skemmra
er síðan þeir fóru að mæta út um borg og bý til að árita bækur sínar og
raunar er ekki jafn mikið um slíkt og var fyrir tíu til tuttugu árum.
Margar skemmtilegar frásagnir eru í dagblöðum fyrri ára um höf-
unda að árita bækur sínar. Fyrir jólin 1980 kom Ásgeir Sigurvinsson í
verslun Pennans í Reykjavík og áritaði þar og þá 300 bækur á einni
dagstund. Þangað mættu einnig Stefán Jónsson frá Möðrudal og Gunn-Nóbelsskáldið Halldór Laxness mætti í búðir fyrir jól og áritaði bókina Og árin líða sem var safn greina fyrri tíðar.
Myndasafnið 12. desember 1984
Áritað
í Eymundsson
Frægð og furður