SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Síða 44
44 25. desember 2011
P.D. James – Death Comes to Pemberley
bbbbm
Ekki hef ég tölu á þeim bókum sem skrifaðar hafa
verið sem framhald við þá ágætu bók Pride and
Prejudice, sem Silja Aðalsteinsdóttir snaraði svo
lipurlega sem Hroki og hleypidómar. Það kemur í
sjálfu sér ekki á óvart að höfundar skuli keppast við
að prjóna aftan við bókina, því flesta lesendur
langar að fregna meira af Elizaberth og Darcy og
ekki síður af þrjótnum Wickham og kjánaprikinu
Lydiu. P.D. James, sem óhætt er að kalla drottingu
breskra spennubóka, hefur ekki sent frá sér bók um lögregluforingj-
ann Adam Dalgliesh um hríð, því hún hefur setið við að skrifa fram-
hald af Hroka og hleypidómum og það ekkert venjulegt framhald,
því hér er komin þessi líka fína morðsaga. Bókin hefst þar sem und-
irbúningur stendur sem hæst fyrir árlegt ball á Pemberley, heimili
Darcy-fjölskyldunnar. Um aðfaranótt dansleiksins birtist aftur á
móti hestvagn utan úr myrkrinu og í honum er Lydia viti sínu fær af
ótta, hrópar og kallar um að búið sé að myrða Wickham í skógi þar
skammt frá. James tekst bráðvel að endurskapa andann í Austen, þó
að ekki komist hún alla leið, nema hvað, og úr verður einkar snúin
flétta í skemmtilegri sögu sem hefði gjarna mátt vera talsvert lengri
– mér fannst 320 síður ekki nóg. Kannski við fáum næst framhald af
Mansfield Park? Ég er með lista yfir hverja má drepa í því framhaldi.
Anthony Horowitz – The House of Silk bbbnn
Hér að ofan er getið um framhald af frábærri gam-
alli bók, en Horowitz hefur skrifað nýja bók með
frábærri gamalli hetju – Sherlock Holmes, en The
House of Silk er víst skrifuð með samþykki erfingja
Arthur Conan Doyle. Það kemur þægilega á óvart
hve Horowitz er Holmes trúr – hér er ekki á ferð
bardagaglöð ofurhetja líkt og í nýlegri (og vænt-
anlegri) kvikmynd, heldur er þetta sá Holmes sem
aðdáendur hans þekkja og kunna best við; þó að
stundum komi til átaka er ályktunargáfan helsta vopn Holmes.
Sögumaður bókarinnar er læknirinn John H. Watson og kemur fram
að hún er skrásett allnokkru eftir andlát Holmes í hárri elli, enda sé
þetta ein af þeim sögum sem hafi ekki mátt greina frá á sínum tíma.
Sagan er hin besta skemmtun, snúin og skemmtileg í senn og í raun
tvær morðgátur fyrir eina.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Erlendar bækur
11. - 17. desember
1. Brakið -
Yrsa Sigurð-
ardóttir /
Veröld
2. Einvígið -
Arnaldur
Indriðason
/ Vaka-
Helgafell
3. Gamlinginn sem skreið út um
gluggann - Jonas Jonasson /
JPV útgáfa
4. Útkall ofviðri í Ljósufjöllum -
Óttar Sveinsson / Útkall ehf.
5. Heilsuréttir Hagkaups - Sól-
veig Eiríksdóttir / Hagkaup
6. Málverkið - Ólafur Jóhann
Ólafsson / Vaka-Helgafell
7. Hollráð Hugos - Hugo Þór-
isson / Salka
8. Hjarta mannsins - Jón Kal-
man Stefánsson / Bjartur
9. Stelpur A-Ö - Kristín Tóm-
asdóttir / Veröld
10. Konan við 1000 ° - Hall-
grímur Helgason / JPV útgáfa
Frá áramótum
1. Einvígið -
Arnaldur
Indriðason /
Vaka-
Helgafell
2. Gamlinginn
sem skreið
út um
gluggann - Jonas Jonasson /
JPV útgáfa
3. Brakið - Yrsa Sigurðardóttir /
Veröld
4. Stóra Disney köku- og brauð-
bókin - Walt Disney / Edda
5. Heilsuréttir Hagkaups - Sól-
veig Eiríksdóttir / Hagkaup
6. Útkall ofviðri í Ljósufjöllum -
Óttar Sveinsson / Útkall ehf.
7. Ég man þig - Yrsa Sigurð-
ardóttir / Veröld
8. Hollráð Hugos - Hugo Þór-
isson / Salka
9. Málverkið - Ólafur Jóhann
Ólafsson / Vaka-Helgafell
10. Hjarta mannsins - Jón Kal-
man Stefánsson / Bjartur
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Skannaðu
kóðann til að
sjá allan
listann
Listinn er byggður á upplýsingum frá
Bókabúð Máls og menningar, Bóka-
búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra-
borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni
við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu-
stúdenta, Bónus, Hagkaupum,
Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-
Eymundssyni og Samkaupum. Rann-
sóknasetur verslunarinnar annast
söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags
íslenskra bókaútgefenda.
Í
þessari bók lýsir hinn
heimsþekkti vís-
indamaður Stephen
Hawking sýn sinni á
heildaruppbyggingu og
grunneðli alheimsins. Hawk-
ing þarfnast engrar kynningar
eins og gefur að skilja. Með-
höfundur hans, Leonard
Mlodinow, er lesendum hins
vegar væntanlega ekki eins
kunnur. Hann er prófessor í
eðlisfræði við CalTech í Kalíf-
orníu, en hefur jafnframt lagt
stund á ritstörf og m.a. skrifað
kvikmyndahandrit og barna-
bækur, auk alþýðlegra rita um
náttúruvísindi.
Í Skiplagi alheimsins reyna
höfundarnir að gera þrennt:
(1) að greina lesandanum frá
hinum miklu afrekum og upp-
götvunum eðlisfræðinnar og
veita honum innsýn í þann
skilning á heiminum sem hún
hefur veitt okkur; (2) að leiða
að því rök að eðlisfræðingar
hafi þegar fundið nothæfa
heildarkenningu um raun-
veruleikann, hina svokölluðu
M-kenningu; og síðast en ekki
síst (3) að reyna að sannfæra
okkur um að slík kenning sé
fær um að svara ýmsum sí-
gildum spurningum sem hing-
að til hafa flokkast undir
trúarbrögð eða heimspeki –
spurningum eins og „Hvers
vegna er eitthvað til fremur en
ekkert?“ og „Hvers vegna er-
um við til?“.
Hvað hina vísindalegu
framsetningu varðar tekst
þeim Hawking og Mlodinow
framúrskarandi vel upp. Lýs-
ing þeirra á því hvernig
heimsmynd nútíma eðlisfræði
hefur orðið til, allt frá fornöld
til okkar daga, er einstaklega
skýr og aðgengileg. Hér er
ekki beinlínis um lýsingu á
sögulegri framvindu að ræða,
heldur er verið að greina frá
því hvernig og hvers vegna
tilteknar kenningar og hug-
myndir náðu fótfestu og hvað
var verið að útskýra með
þeim. Einkum er einblínt á
hinn undarlega heim öreind-
anna, sem skammtafræðin og
arftaki hennar, hið svokallaða
staðallíkan, lýsa af svo mikilli
nákvæmni. Þessi skammta-
fræðilega mynd af veru-
leikanum virðist hins vegar
vera ósamrýmanleg við hina
„stóru“ kenninguna í 20. ald-
ar eðlisfræði, þ.e. afstæð-
iskenningu Einsteins. Þar með
gera höfundarnir okkur ákaf-
lega vel grein fyrir meg-
invandanum í kennilegri eðl-
isfræði síðustu áratuga: að
sameina þessar tvær kenn-
ingar í eina allsherjarskýringu
sem gildir bæði um stórt og
smátt en ekki bara um annað
tveggja.
Ein helsta stefnan sem eðl-
isfræðingar hafa tekið í til-
raunum sínum til að mynda
slíka heildarkenningu kallast
strengjafræði, en hún leitast
við að útskýra hinar ýmsu
grunneindir staðallíkansins
sem birtingarmyndir sítitrandi
strengja í fleirvíðu rúmi. Af
henni eru til mörg afbrigði.
Eitt þeirra kallast M-kenning
(sem reyndar er sömuleiðis til
í mörgum útgáfum), og það er
sú kenning sem Hawking og
Mlodinow aðhyllast í þessari
bók. Samkvæmt M-kenningu
er heimur okkar einungis einn
óteljandi alheima sem sífellt
myndast fyrir tilviljun vegna
tómaflökts, svipað og gufu-
bólur í sjóðandi vatni. Hver
alheimur fær sín sérstöku gildi
fyrir tiltekna grunnfasta, s.s.
styrk grunnkraftanna fjög-
urra, og svo vill til að okkar
heimur er einn þeirra sem
hlutu fastagildi sem hentuðu
vel fyrir myndun stjarna og
vetrarbrauta og fyrir þróun
lífs.
Hér hefðu höfundarnir mátt
staldra örlítið við og greina
betur frá hvaða möguleikar
aðrir koma til greina í stað M-
kenningar og hvaða rök eru
með henni og á móti. Þess í
stað fara þeir fljótt yfir sögu
og vinda sér nánast strax í að
reyna að sýna fram á hvernig
M-kenning geti greitt úr
spurningunum sem nefndar
voru hér að ofan: Eitthvað er
til vegna þess að tómaflökt sér
til þess að allir möguleikar eru
raunverulegir. Við erum hér,
og heimur okkar er eins og
hann er, vegna þess að einhver
hinna óendanlega mörgu al-
heima hlaut að vera nákvæm-
lega eins og okkar.
Það er svolítið kaldhæðn-
islegt að Hawking og Mlod-
inow skuli í upphafi bók-
arinnar lýsa því yfir að
heimspekin sé dauð, þegar
svarið sem þeir gefa við
spurningum hennar í lokin er í
grunnatriðum það sama og
dauður heimspekingur,
Demókrítos, gaf fyrir um 2400
árum. Þeir ná m.ö.o. engan
veginn meginmarkmiði sínu
og afhjúpa reyndar að vissu
leyti takmarkaðan skilning á
þeim sígildu spurningum sem
þeir þó telja sig vera að glíma
við (auk þess sem vangaveltur
þeirra um það sem þeir kalla
„líkanaháða raunhyggju“ fyrr í
bókinni eru þeim til lítils
framdráttar).
Það breytir því þó ekki að
meginhluti bókarinnar er
ákaflega áhugaverður, upplýs-
andi og skemmtilegur aflestr-
ar, sem áður segir. Þýðingin er
jafnframt vel af hendi leyst og
frágangur íslensku útgáfunnar
allur til fyrirmyndar. Þess er
að óska að hún finni sem flesta
lesendur.
Lykill að leyndar-
dómi tilverunnar?
Bækur
Skipulag alheimsins
bbbbn
Eftir Stephen Hawking og Leonard
Mlodinow. Baldur Arnarson og Einar
H. Guðmundsson íslenskuðu. Tif-
stjarnan, Reykjavík 2011.
Samkvæmt M-kenningu eru til tíu rúmlegar víddir, en sjö þeirra er þjapp-
að saman í flókin form sem kallast Calabi-Yau-rými. Þjöppunarmöguleik-
arnir eru alls 10^500, og hver þeirra það er, sem verður fyrir valinu skiptir
öllu máli fyrir eðli viðkomandi alheims, þar sem það ákvarðar um leið gildi
grunnfastanna í náttúrulögmálum hans.
Baldur A. Kristinsson
Mynd/Jbourjai