Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, gaf í nýársræðu sinni til kynna svo varla verður um villst að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri í sumar. Hann sagði jafn- framt að ákvörðun hans fæli ekki í sér kveðjustund heldur upphaf að annarri vegferð og að hann yrði óbundinn af þeim skorðum sem embætti forsetans setti jafnan orð- um og athöfnum. Ólafur Ragnar ræddi á hinn bóg- inn ekki um eftir hvaða farvegi hann myndi beina kröftum sínum og í gær gaf hann ekki kost á viðtali til að skýra betur orð sín. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, sagði í viðtali við RÚV að þrátt fyrir býsna afdráttarlausa yfir- lýsingu hefði Ólafur Ragnar haldið ofurlítilli glufu opinni þannig að hann gæti boðið sig fram aftur ef Þegar skyldur þjóðhöfðingjans hvíldu ekki lengur á hans herðum fengi hann meira frelsi til að sinna hugsjónum og málefnum sem honum væru kær; efla framfarir og hag- sæld, vísindi, rannsóknir og atvinnu- líf, styðja baráttuna gegn loftslags- breytingum og kynningu á hreinni orku, þróa samvinnu á Norðurslóð- um og tengsl Íslands við forysturíki í öðrum álfum, auka tækifæri unga fólksins og lýðræði í landinu. „Ákvörðun mín felur því ekki í sér kveðjustund heldur upphaf að ann- arri vegferð, nýrri þjónustu við hugsjónir sem hafa löngum verið mér leiðar- ljós; frjálsari til athafna en áður og ríkari af reynslunni sem forsetaembættið færir hverjum þeim sem þjóðin kýs,“ sagði Ólafur Ragnar. Óbundinn af embætti  Ólafur Ragnar Grímsson ætlar í nýja vegferð, reynslunni ríkari af störfum forseta  Gaf ekki kost á viðtali til að útskýra betur orð sín í nýársávarpinu Öll olíufélögin hafa hækkað hjá sér bensínverðið eftir gærdaginn. N1 reið á vaðið á nýársdag og önnur félög fylgdu á eftir í gær, fyrst Olís og Shell og síðar um daginn Orkan, Atlantsolía og ÓB. Nú kostar bensínlítrinn hjá Orkunni 232 kr. og 232,10 kr. hjá Atlantsolíu og 232,10 hjá ÓB. Hjá N1 og Olís kostar bensínið 232,30 kr. Hjá Shell er algengasta verðið í sjálfsafgreiðslu 233,40 kr. Hjá Orkunni kostar dísilolían 245,50 kr. og er hún 10 aurum dýr- ari hjá Atlantsolíu og ÓB. Hjá N1 og Olís er hún á 245,80 kr. og hjá Shell á 245,90 kr. Þetta verð miðast við sjálfs- afgreiðslu án vildarafsláttar og er fengið af vefsíðunni gsmbensín.is sem er verðkönnunarþjónusta fyrir bensín- og olíuverð. Bensín- og dísil- olíuverð hækkað Morgunblaðið/Kristinn Dælt Olíufélögin hafa öll hækkað bensínverðið á nýju ári. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 31 árs gamlan karl- mann í 21 mán- aðar fangelsi, þar af 19 mánuði skilorðsbundið, fyrir umferðar- lagabrot og fíkniefnabrot. Maður- inn ók m.a. á 148 km hraða gegnum Múlagöngin milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og á 160 km hraða gegnum Héðinsfjarðargöng. Maðurinn, sem var ökurétt- indalaus, varð var við lögreglu á Dalvík og jók þá hraðann og reyndi að flýja undan lögreglunni. Þá kom í ljós að hann var með 2,2 grömm af marijúana í bíl sínum þegar lög- reglan stöðvaði hann. Maðurinn á langan sakaferil að baki. Fram kemur í dómnum að hann hafi gert raunhæfa tilraun til að vinna bug á fíkniefnamisnotkun sinni, sé nú í fastri vinnu og hafi ásamt sambýlis- konu tvö börn á sínu framfæri. Ákvað dómurinn því að skilorðs- binda mestan hluta dómsins. Dæmdur í 21 mán- aðar fangelsi Forsetakjör skal fara fram fjórða hvert ár, síðasta laugardag í júní- mánuði, sem í ár ber upp á þann þrítugasta. Framboðum þarf að skila inn í það minnsta fimm vik- um fyrir kjördag. Kjörgengir eru hverjir þeir sem er 35 ára gamlir og fullnægja skilyrðum kosningaréttar til Alþing- is, að frátöldu skilyrði um búsetu á Íslandi. Nokkru áður en kosið verður til forseta verður ljóst hver verður nýr bisk- up Íslands en hann verður vígður í kringum Jóns- messu, skv. upplýsingum frá Biskupsstofu. Kosið 30. júní FORSETI OG BISKUP Morgunblaðið/Ómar Þáttaskil Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sjást hér við messu í Dómkirkjunni á nýársdag. Ólafur Ragnar tók við embættinu 1996 og Karl varð biskup 1998. Þeir fá væntanlega bráðum enn meiri tíma til bóklesturs. Nýr biskup verður settur í embætti í júní nk. skorað yrði á hann með öflugum hætti. Óvissa um stöðu Íslands Ólafur Ragnar sagði í ávarpi sínu að margir væru þeirrar skoðunar að tímarnir væru markaðir verulegri óvissu, um stöðu stofnana og sam- taka á vettvangi þjóðmálanna, um breytingar á stjórnarskránni, við- ræður við ESB og að áríðandi væri að málstaður þjóðarinnar birtist skýrt í alþjóðlegri umfjöllun. Á grundvelli þessa hefði verið höfðað til skyldurækni forsetans og trúnaðar sem hann nyti. Þessi sjónarmið hefði hann íhugað. „Niðurstaðan kann að hljóma sem þversögn en er engu að síður sú að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans set- ur jafnan orðum og athöfnum,“ sagði Ólafur Ragnar. Skiptum á þrotabúi Þotuflugs ehf. lauk 6. desember síðastliðinn en fyr- irtækið stóð að baki rekstri leigu- flugfélagsins Icejet, sem sérhæfði sig í einkaþotuflugi og þjónustaði m.a. hljómsveitir og íþróttalið. Námu kröfur í félagið tæpum 137 milljónum króna en þar af námu for- gangskröfur, þ.á m. launakröfur, rúmum 29 milljónum króna. Óveru- legar eignir fundust í búinu og feng- ust því engar greiðslur upp í kröf- urnar. Eimskip, Arionbanki og Tollstjóri voru meðal kröfuhafa félagsins en stærstan hluta krafna átti Lands- bankinn, sem leysti til sín eignir móðurfélags Þotuflugs, Nordic Part- ners, í mars 2010. Neyddist Icejet í ágúst sama ár til þess að draga veru- lega úr starfsemi sinni, þar sem ekki samdist um leigu á fjórum Dornier 328 flugvélum, sem voru meðal þeirra eigna sem skilanefnd bankans tók yfir. Icejet var stofnað árið 2005 og rak þegar best lét fimm Dornier 328 þot- ur hérlendis. Í kjölfar bankahruns- ins minnkaði hins vegar eftirspurnin eftir þjónustu félagsins verulega og voru fjórar þotnanna fluttar erlendis og reknar frá t.d. Englandi, Frakk- landi og Lettlandi. Flugfélagið gerði auk þess samstarfssamning við svissneska félagið JetCom Aviation í apríl 2010, um rekstur Dornier-þotu svissneska félagsins, sem aðallega var notuð til að fljúgja með kaup- sýslumenn milli Bretlands og Ítalíu. Fyrirtækið var tekið til gjald- þrotaskipta í apríl 2011. Brotlending einkaflugsins Morgunblaðið/Golli Breyttir tímar Vorið 2007 mátti telja ellefu einkaþotur á Reykjavíkur- flugvelli á sama tíma en nú er tíðin önnur og þoturnar sjaldséðar.  Skiptum lokið á þrotabúi Icejet Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is barnavörur rúmföt púðar lök dúkar ÚTSALAN hefst í dag allt að 50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.