Morgunblaðið - 03.01.2012, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
ÚTSALAN
ER HAFIN
50%
afsláttur
af allri útsöluvöru
10%
afsláttur
af annarri vöru
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Jakkaföt
Stakir jakkar
Stakar buxur
Kakí- og flauelsbuxur
Frakkar
Vetrarúlpur
30%
afsláttur
ÚTSALA
Stórhöfða 21 • 110 Reykjavík • Sími 545 55 00 • flisabudin.is • flis@flis.is
STÓRRÝMINGARSALA
DOMTI.IS SMÁRATORGI
STÓRRÝMINGARSALA
50-80% AFSLÁTTUR
OPNAR ÞRIÐJUDAGINN
3. JANÚAR KL. 11
Tveir karlar voru handteknir í
austurborginni í fyrrinótt eftir að
þeir höfðu sjálfir hringt í lögreglu
og tilkynnt um innbrot samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar.
Þegar rætt var við þá á vett-
vangi voru mennirnir margsaga
en einnig var ýmislegt í fari
þeirra sem gaf sterklega til kynna
að þeir hefðu komið við sögu í
öðru innbroti, sem lögreglan hafði
nýhafið rannsókn á. Það var fram-
ið skömmu áður á svipuðum slóð-
um.
Ekki bætti heldur úr skák fyrir
mennina að í fórum þeirra fundust
munir sem þeir gátu ekki gert
grein fyrir. Mennirnir hafa áður
komið við sögu hjá lögreglu.
Innbrotsþjófar til-
kynntu um innbrot
Jóna Valgerður
formaður
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir er
formaður Landssambands eldri
borgara. Í Morgunblaðinu á gaml-
ársdag var ranglega sagt að Helgi
K. Hjálmsson væri formaður. Hann
lét af formennsku sambandsins í maí
á síðasta ári. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Kristrún Heimis-
dóttir, lögfræð-
ingur og fyrrver-
andi aðstoðar-
maður Árna Páls
Árnasonar, efna-
hags- og við-
skiptaráðherra,
og Árni Snæ-
björnsson, ráðu-
nautur og fyrr-
verandi aðstoðar-
maður Jóns Bjarnasonar, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
misstu bæði vinnuna þegar ráðherr-
arnir tveir létu af embættum sínum á
gamlársdagsmorgun.
Kristrún kvaðst ætla að njóta þess
til að byrja með að geta tekið sér
eitthvað frí, enda ekki getað tekið frí
lengi og ekki farið í sumarfrí á ný-
liðnu ári. Hún gerði ráð fyrir að fara
svo að vinna lögfræðistörf, bæði á
vettvangi háskóla og annars staðar.
„Það er svo ljómandi gott að kom-
ast út úr pólitíska umhverfinu, sér-
staklega eins og það er núna. Vinda
ofan af sér alla þá togstreitu sem þar
ríkir og hugsa um aðra hluti,“ sagði
Kristrún. Hún sagðist hafa hugsað
sér að nota næstu mánuði til þess að
skrifa. En um
hvað á að skrifa?
„Það er margt
sem maður hefur
frá að segja um
stjórnmálin frá
árinu 2007 sem
maður hefur tek-
ið þátt í,“ sagði
Kristrún. Hún
var spurð hvort
hún ætlaði að
keppa við metsöluhöfundana Arnald
og Yrsu í bókaflóðinu um næstu jól.
„Ég segi það ekki – ég held að ég
geti ekki verið með óvænt endalok,
en það verður örugglega frá ýmsu að
segja,“ sagði Kristrún.
Aftur til Bændasamtakanna
„Ég sný aftur til fyrri starfa hjá
Bændasamtökunum,“ sagði Árni
Snæbjörnsson ráðunautur.
Árni kvaðst eiga eftir að ræða við
sína menn hjá Bændasamtökunum.
Hann var í launalausu leyfi þaðan
þann tíma sem hann var aðstoðar-
maður ráðherra.
„Ég var ráðinn til Jóns og fór
sjálfkrafa út þegar hann hætti,“
sagði Árni. gudni@mbl.is
Ætlar að skrifa
um stjórnmálin
Misstu vinnuna á gamlársdag
Kristrún
Heimisdóttir
Árni
Snæbjörnsson
Samningur var undirritaður 30.
desember síðastliðinn á milli
Sveitarfélagsins Skagastrandar og
RARIK um lagningu hitaveitu til
sveitarfélagsins.
Verður hitaveitan tengd við Hita-
veitu Blönduóss og mun RARIK sjá
um að leggja stofnæð til Skaga-
strandar auk dreifiveitu um byggð-
ina. Gert er ráð fyrir að fyrstu hús-
in á Skagaströnd geti tengst
hitaveitunni haustið 2013 og að öll
hús á staðnum hafi möguleika á
tengingu við hana ári síðar. Fram
kemur í fréttatilkynningu sveitar-
stjórnar Skagastrandar að verkleg-
ar framkvæmdir verði boðnar út á
þessu ári.
Skagstrendingar semja um hitaveitu
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is