Morgunblaðið - 03.01.2012, Side 10

Morgunblaðið - 03.01.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍFhreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 Vilt þú létta á líkamanum Birkisafinn frá Weleda er vatnslosandi og virkar vel á eðlilega hreinsun líkamans. Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Lifandi markaður, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Lyfjaval, Heilsuver, Apótek vesturlands, Reykjavíkur apótek, Yggdrasill, Árbæjarapótek, Lyfjaborg, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Akureyrarapótek, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land Velkomin að skoða www.weleda.is Lífrænt ræktaður, án aukaefna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta verður rosalegaskemmtileg ferð og margtsem við ætlum að skoða oggera annað en hlaupa,“ segir Jóhanna Eiríksdóttir hjúkr- unarfræðingur en hún og maður hennar Ívar Adolfsson ætla að hlaupa maraþon næstu fjóra sunnu- daga úti í Bandaríkjunum. „Við lendum í Orlando og keyrum svo meðfram Mexíkóflóanum og byrjum á að fara til Alabama og hlaupum fyrsta maraþonið þar. Síðan höldum við til Houston í Texas og hlaupum þar maraþon númer tvö. Eftir það fljúgum við til baka til Orlando og förum niður til Flórída og hlaupum þriðja maraþonið í Ocala. Við endum svo í sól og sumaryl á Miami Beach og hlaupum fjórða og síðasta mara- þonið þar.“ Verðum á handbremsunni Jóhanna segir að vissulega sé það þó nokkur áskorun að hlaupa svona mikið á svo skömmum tíma. „Við erum aðeins að ögra okkur með því að gera þetta og það er auðvitað ekki hægt að hlaupa fjögur maraþon á jafnmörgum vikum nema vera í góðu formi, vera búin að æfa sig vel og halda sér við. Við erum vön að hlaupa langt en við megum samt ekki spenna okkur í hverju og einu maraþoni af þessum fjórum, við megum ekki reyna rosalega á okkur til að ná góðum tíma, við þurfum að vera svolítið á handbremsunni til að finna hvað við þolum. Við viljum náttúrlega fyrst og fremst koma betri heim að lokum. Við gerum þetta fyrir ánægjuna og til að bæta heilsu og líðan.“ Hefur hlaupið 20 maraþon Jóhanna og Ívar hafa gert þó nokkuð af því að hlaupa maraþon í útlöndum, fyrst og fremst vegna vinnu Ívars en hann getur ekki farið í frí á sumrin. „Við höfum farið í okkar sumarfrí á vetrartíma á hverju ári undanfarinn áratug, nælt okkur í sumar og sól og oftast hlaupið hálft maraþon eða heilt í leiðinni, það er margt í boði í al- menningshlaupum á þessum slóð- um,“ segir Jóhanna sem hefur hlaupið hátt í tuttugu maraþon á þessum tíma en Ívar hefur hlaupið um fjörutíu slík. „Ég byrjaði í hlaupahópi um aldamótin 2000 en hafði þá í tíu ár verið að hlaupa ein og var orðin leið á að vera í dæmi- gerðri frúarleikfimi. Við Ívar vorum hvorugt í íþróttum sem krakkar en hjá Námsflokkum Reykjavíkur náð- um við að gera hlaup að okkar íþrótt. Fólk sem hefur ekki verið í íþróttum sem krakkar, á oft svolítið púður inni þegar það uppgötvar þennan heim. Ég er heilsugæslu- hjúkrunarfræðingur og mér finnst mjög gott að hafa kynnst af eigin raun þessum íþróttaheimi og reyna á eigin skinni hvað það er mikils virði að hreyfa sig. Það bætir líðan fólks mjög mikið að stunda mark- vissa hreyfingu.“ Félagslegi þátturinn stór Jóhanna segist hafa farið til- tölulega meiðslalaus í gegnum öll sín hlaupaár. „Fólk meiðist alltaf Hlaupa fjögur mara- þon á fjórum vikum Þau flugu út í heim í gær og ætla næstkomandi fjóra sunnudaga að hlaupa jafn- mörg maraþon í útlöndum. Þau taka sumarfríið yfir vetrartímann og nýta fríið til að taka þátt í almenningshlaupum. Þau hlaupa fyrir ánægjuna og til að bæta heilsu og líðan. Þau voru ekki í íþróttum sem krakkar en eiga púður inni. Garpur Hér hleypur Jóhanna maraþon á Miami árið 2006, alsæl. Hvíld Jóhanna og Ívar eftir Chicago-maraþon 10.10.2010 í sumri og sól. Hjólreiðafélög hafa sprottið upp víða um landið. Eitt þeirra er hjólreiða- félagið Bjartur sem var stofnað árið 2008 þegar Ólafur Baldursson ákvað að hjóla frá Reykjavík til Akureyrar. Í dag heldur félagið út vefsíðunni bjartur.org þar sem nálgast má allar nýjustu fréttir af félagsstarfinu og taka þátt í hjólreiðaumræðum. En all- ir sem geta hjólað eru velkomnir í fé- lagið. Félagar í Bjarti hafa verið sýnilegir í öllum helstu hjólreiðakeppnum landsins, þeirra á meðal Bláalóns- þrautinni og Heiðmerkuráskoruninni. Á síðunni eru líka margar skemmti- legar myndir úr starfi félagsins svo og upplýsingar um æfingar og mót. Áhugaverð síða fyrir hjólareiðafólk sem vill taka þátt í virku félagsstarfi, hjóla í góðum hóp og keppa. Allar nánari upplýsingar er að finna á bjartur.org. Vefsíðan www.bjartur.org/ Ljósmynd/norden.org Hjólreiðar Skemmtilegt er að hjóla um fallega staði og njóta útsýnisins. Hjólreiðafélagið Bjartur Fyrsta Powerade Vetrarhlaupið af þremur á þessu ári verður haldið fimmtudaginn 12. janúar. Alls eru hlaupin sex en þrjú voru hlaupin síð- astliðið haust. Hlaupið byrjar klukkan 20:00 við Árbæjarlaugina. Vega- lengdin er 10 km og hefst við gervi- grasvöll Fylkis. Hlaupið er í suðurátt eftir göngustíg sem liggur upp með Elliðaánum fyrir neðan skeiðvöll Fáks, beygt af yfir göngubrú við Heyvað, þaðan á malbikuðum göngu- stíg í átt að Suðurfelli, fyrir neðan Hóla- og Fellakirkju og áfram niður Elliðárdalinn framhjá Vatns- veitubrúnni, framhjá Árbæjarstíflu, undir Höfðabakkabrú, áfram niður dalinn, framhjá undirgöngum við Blesugróf og áfram á malarstíg, framhjá undirgöngum við Sprengi- sand og yfir Elliðár á hitaveitustokk, þá er beygt til hægri og hlaupið eftir Rafstöðvarvegi upp að Árbæjarstíflu, þaðan eftir nýmalbikuðum stíg sem liggur fyrir neðan einbýlishúsabyggð- ina meðfram ánni beina leið í markið. Markið er við göngustíginn fyrir neð- an gervigrasvöllinn. Allar nánari upp- lýsingar um skráningu og annað sem tengist hlaupinu má nálgast á vefsíð- unni hlaup.is. Endilega… …skelltu þér í vetrarhlaup Ljósmynd/norden.org Vetur Margir hlaupa úti allt árið. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Þá eru flestir búnir að borða mikið af góðum mat yfir jólin og getur nú ver- ið ágætt að létta dálítið á lík- amanum. Grænmetis- og ávaxtasafar eru kjörin leið til að fá fullt af góðum efnum í kroppinn og auðvelt að henda fullt af hollustu í safapress- una og gera góðan safa. Hann má síðan geyma í flösku í ísskápnum og fá sér glas við og við. Epli, sellerí, gulrætur og engifer er t.d. mjög gott í safa. Sítrónu er líka gott að kreista út í en þær eru fullar af andoxunarefnum og C-vítamíni. Margir fá kvefpestir á þessum tíma og þá reynist sítrónan vel þar sem hún hreinsasr líka líkam- ann vel. Rauðrófur eru líka skotheld- ar í safann en þær eru fullar af járni, magnesíum og C-vítamíni. Rauðrófan hefur ýmsa heilsubætandi kosti og er á lista yfir svokallaða ofurfæðu. Frískandi safar Hollur Safi úr rauðrófum og fleiru. Rauðrófa, engifer og sítróna til að hreinsa líkamskerfið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.