Morgunblaðið - 03.01.2012, Page 11

Morgunblaðið - 03.01.2012, Page 11
Bætir líðan Jóhanna og Ívar njóta þess að eitt af mörgum hlaupum er búið. eitthvað ef það æfir svona mikið, það er nánast óhjákvæmilegt og vissulega hef ég laskast. En þá er bara að nota skynsemina og hægja á sér, gera eitthvað annað ef maður er meiddur og getur ekki hlaupið. Um- fram allt ekki hætta að hreyfa sig. Það er til dæmis tilvalið að synda.“ Hlaupið er líkamsrækt Jó- hönnu og Ívars og þeirra lífsstíll. „Fólk eins og við sem tekur þátt í maraþonum þarf að hreyfa sig allt árið um kring, lágmark þrisvar til fjórum sinnum í viku og þar af einu sinni í tvo tíma í senn. En ég hleyp líka til að geta liðið vel og haldið þyngdarstjórnun.“ Jóhanna segir að félagslegi þátturinn sé einn af stóru þáttunum í hlaupalífinu. „Mér finnst frábært að vera í hlaupahópi. Þar mæta allir til að gera sér gott og það er alltaf gaman og hverjum og ein- um frjálst hvort hann mætir eða ekki. Í kringum hlaupahópa verður oft til mjög góður félagsskapur og það skiptir miklu máli. Við eigum marga góða vini sem við höfum tengst í gegnum hlaup.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 Gamlárshlaup ÍR var þreytt í 36. skipti á gamlársdag. Alls luku 758 manns hlaupinu og var elsta konan 48 ára en elsti karlmaðurinn 80 ára. Hlaupið var ræst á Sæbrautinni fyrir utan Hörpu klukkan 13 á gamlársdag en til að tryggja öryggi hlauparanna var hlaupaleiðin með öðru sniði að þessu sinni. Liggur nýja hlaupaleiðin um Sæbraut, Vatnagarða og Kletta- garða. Það er árleg hefð hjá mörgum að taka þátt í Gamlárshlaupi ÍR og kveðja þannig gamla árið með góðum spretti. Sumir hlaupa í heldur óhefð- bundnum klæðnaði og klæða sig í ýmiskonar búninga. Í ár voru veitt verðlaun fyrir bestu búningana svo það reið á að vera frumlegur. En í kringum þetta skapast skemmtileg stemning í hlaupinu. Gamlárshlaup ÍR Besti tími kvenna Arndís Ýr Hafþórsdóttir (38:44), Helen Ólafsdóttir (38:17), Íris Anna Skúladóttir (40:23). Góð þátttaka Morgunblaðið/Ernir Kát Margir hlaupa í búningum. Besti tími karla Þorbergur Ingi Jónsson (32:21), Kári Steinn Karlsson (30:47) og Tómas Zoëga Geirsson (33:30).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.