Morgunblaðið - 03.01.2012, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
Við gerum
Vínbúðina
Dalvegi
fallegri og betri
Vínbúðin Dalvegi verður lokuð
til 15. febrúar vegna endurbóta.
Opnum aftur15. febrúar
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
N
4
9
4
4
0
Með nýju rauntímakorti á vef
Strætó bs. er nú hægt að fylgjast
með ferðum strætisvagna í raun-
tíma. Þannig geta strætófarþegar
með hjálp nýjustu tækni séð hvar
vagninn sem þeir ætla að taka sér
far með er staddur á hverjum tíma.
GPS-búnaður sem nú er um borð
í öllum vögnum gerir farþegum
kleift að fylgjast með ferðum vagn-
anna á vefnum www.straeto.is.
Staðsetning vagnanna er uppfærð á
u.þ.b. tíu sekúndna fresti. Einnig er
unnið að nýrri útgáfu Leiðarvísis á
vef Strætó og munu rauntíma-
upplýsingar einnig verða aðgengi-
legar þar á næstu mánuðum. Sam-
fara því er ráðgert að bjóða upp á
viðbætur (apps) fyrir flestar gerðir
snjallsíma og það gerir við-
skiptavinum kleift að fylgjast með
ferðum vagnanna í farsímanum.
Morgunblaðið/Ómar
Snjallt Bráðum verður hægt að fylgjast
með ferðum strætisvagna í snjallsímum.
Fylgst með ferðum
Strætó á rauntíma
Styrkur svifryks í Reykjavík var á mælistöð-
inni við Grensásveg um 61 míkrógramm á
rúmmetra á nýársnótt 2012. Árið 2011 mæld-
ist hann 23 míkrógrömm á rúmmetra og 225
árið 2010. Heilsuverndarmörkin á sólarhring
eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og 1. janúar
2012 því fyrsti svifryksdagur ársins, segir í
frétt frá umhverfis- og samgöngusviði
Reykjavíkurborgar.
Fyrstu klukkustundina árið 2012 fór styrk-
ur svifryks þó í rúmlega 1000 míkrógrömm á rúmmetra en flugeldar eru
meginástæða þess að 1. janúar er oft svifryksdagur í Reykjavík.
Árið 2010 fór styrkur svifryks 29 sinnum yfir heilsuverndarmörk en árið
2011 fór hann 17 sinnum yfir. Sú tala gæti reyndar lækkað í 15 skipti því
verið er að skoða betur gögn frá tveimur svifryksdögum. Árið 2012 má
ekki fara oftar en sjö sinnum yfir heilsuverndarmörk samkvæmt reglugerð
um svifryk.
Svifryk 17 sinnum yfir mörkum árið 2011
Uppsafnaður heildarfjöldi léna var
í lok árs 2011 rétt um 36.000 og hef-
ur rúmlega tvöfaldast á fimm árum.
Nýskráð voru 7.903 lén, en 3.329
lén voru afskráð á árinu. Nettó-
fjölgunin reyndist því 4.574 lén,
sem þýðir um 14,5% aukningu léna
á árinu 2011.
Landshöfuðlénið .is verður 25
ára 18. nóvember nk. þótt fyrsta
lénið, hi.is, hafi reyndar verið skráð
11. desember 1986.
ISNIC lækkaði af þessu tilefni ár-
gjald léna til að stuðla að um 18%
fjölgun léna á árinu 2012.
Stefnt að 18%
fjölgun léna í ár
Sjö ökumenn voru teknir fyrir
ölvunarakstur í Reykjavík um
helgina. Fimm þeirra voru stöðv-
aðir á nýársdag. Þetta voru
fimm karlar á aldrinum 18-24
ára og tvær konur, 26 og 28 ára.
Tveir þessara ökumanna höfðu
þegar verið sviptir ökuleyfi og
einn hefur aldrei öðlast ökurétt-
indi.
Sex ökumenn voru teknir á
höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka
undir áhrifum fíkniefna um
helgina. Fimm þeirra voru stöðv-
aðir í Reykjavík og einn í
Hafnarfirði. Þetta voru allt karl-
ar en þeir eru á aldrinum 18-28
ára. Þrír þeirra höfðu þegar ver-
ið sviptir ökuleyfi og einn hefur
aldrei öðlast ökuréttindi.
Sjö óku ölvaðir
STUTT
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, sæmdi ellefu Íslendinga
heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu. Athöfnin fór fram á
Bessastöðum á nýársdag.
Hinir nýju orðuhafar eru þessir:
Arnar Jónsson leikari, Reykjavík,
riddarakross fyrir framlag til ís-
lenskrar leiklistar.
Eymundur Magnússon bóndi,
Vallanesi, riddarakross fyrir frum-
kvæði á sviði búskaparhátta og
matvælamenningar.
Friðrik Ásmundsson fyrrverandi
skipstjóri og skólastjóri, Vest-
mannaeyjum, riddarakross fyrir
framlag til öryggis sjómanna og
menntunar skipstjórnarmanna.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir
framkvæmdastjóri, Reykjavík,
riddarakross fyrir framlag til upp-
byggingar atvinnulífs á heilbrigðis-
sviði.
Hafsteinn Guðmundsson fyrrver-
andi forstöðumaður, Keflavík, ridd-
arakross fyrir forystu á vettvangi
íþróttastarfs á Suðurnesjum og á
landsvísu.
Halldór Guðmundsson rithöf-
undur og verkefnisstjóri, Reykja-
vík, riddarakross fyrir störf á vett-
vangi íslenskra bókmennta .
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir
skólastjóri, Reykjavík, ridd-
arakross fyrir framlag til íslenskra
heimilisfræða.
Ragnhildur Gísladóttir tónlistar-
maður, Reykjavík, riddarakross
fyrir framlag til ísl. tónlistar.
Sigrún Aðalbjarnardóttir pró-
fessor, Reykjavík, riddarakross
fyrir störf í þágu uppeldisvísinda
og menntunar.
Stefán Hermannsson verkfræð-
ingur, Reykjavík, riddarakross fyr-
ir framlag til borgarþróunar.
Vilborg Einarsdóttir fram-
kvæmdastjóri, Reykjavík, ridd-
arakross fyrir framlag til nýsköp-
unar á sviði hugbúnaðar fyrir
skóla.
Morgunblaðið/Ómar
Nýársdagur Hinir nýju orðuhafar ásamt forsetahjónunum, Dorrit Moussaieff og Ólafi Ragnari Grímssyni.
Ellefu voru sæmdir fálkaorðunni
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Árið 2008 var tímamótaár að ýmsu
leyti, m.a. vegna þess að þá fórst
enginn íslenskur sjómaður við vinnu
sína og má leiða að því sterkum lík-
um að það hafi aldrei áður gerst í
sögu landsins. Nú hefur sagan end-
urtekið sig því á árinu 2011 fórst
heldur enginn sjómaður í sjóslysi,
annað árið frá því skipuleg skráning
hófst. Skólastjóri Slysavarnaskóla
sjómanna segir að stakkaskipti hafi
orðið í öryggismálum sjómanna og
að sjómenn hafi nú allt annað viðhorf
til öryggismála en áður.
Reyndar er ekki svo gott að eng-
inn hafi farist á Íslandsmiðum árið
2011 því grænlenskur sjómaður
drukknaði þegar hann tók út af
grænlensku skipi sem var við veiðar
út af Malarrifi á Snæfellsnesi í lok
febrúar.
Jafnhliða fækkun banaslysa hafa
orðið færri slys á sjómönnum á síð-
ustu árum en upplýsingar um fjölda
vinnuslysa á sjó árið 2011 lágu ekki
fyrir í gær.
Hilmar Snorrason, skólastjóri
Slysavarnaskóla sjómanna, segir
engan vafa leika á því að sú menntun
sem sjómenn hafi sótt sér hjá Slysa-
varnaskólanum eigi þátt í að tekist
hefur að fækka slysum.
Aldrei hafa fleiri sjómenn sótt
námskeið hjá skólanum en árið 2011
en þá komu 3.112 á námskeið en þeir
voru um 2.300 í fyrra. Fjölgunin staf-
ar af því að nú verða sjómenn á smá-
bátum að sækja eins dags grunn-
námskeið í öryggismálum og síðan
hálfs dags endurmenntunarnám-
skeið á fimm ára fresti.
En betur má ef duga skal. „Ég á
mér draum um ekkert slys á sjó,“
segir Hilmar.
Nú leggi Slysavarnaskólinn
áherslu á að áhafnir geri áhættumat
fyrir skip sín, skrái óhöpp og hugi
betur að forvörnum. Samkvæmt lög-
um um öryggi og hollustu á vinnu-
stöðum eigi að gera áhættumat um
borð í öllum stærri skipum, eins og á
öðrum stærri vinnustöðum, en það
hafi oft farist fyrir.
Skipting banaslysa árin 2002-2011
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Sjóslys 2 2 3 2 2 3 1 1 1
Umferðarslys 29 23 23 19 31 15 12 17 8 12
Flugslys 1
Drukknanir 2 1 2 1 2 3 1 3 3 1
Heima- og frítímaslys 9 8 9 2 7 4 11 9 2
Vinnuslys 2 1 4 6 4 6 3 2 2
Önnur slys 2 3 1
Samtals: 42 36 38 28 50 29 30 25 26 19
Te
gu
nd
sl
ys
a
Heimild: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Allir íslenskir sjómenn
voru hólpnir árið 2011
Aldrei fleiri á námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna
Morgunblaðið/RAX
Verklegt Sjómenn á stærri bátum og skipum þurfa að sækja fimm daga ör-
yggisnámskeið og síðan endurmenntunarnámskeið á fimm ára fresti.
Hörmungar
» Í samantekt rannsókn-
arnefndar sjóslysa kemur fram
að frá árinu 1971 urðu flest
banaslysin á sjó árið 1973. Þá
fórust 65 manns.
» Árið 1972 fórust 56 í sjóslys-
um, 40 fórust árið 1979 og 39
árið 1980.
» 19 manns létust í banaslys-
um á Ísland árið 2011. Þar af
fórust 12 í umferðarslysum,
fjórum fleiri en árið 2010.