Morgunblaðið - 03.01.2012, Side 24

Morgunblaðið - 03.01.2012, Side 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Írönsk yfirvöld sögðust í gær hafa prófað lang- dræg flugskeyti austur af Hormuz-sundi við mynni Persaflóa en þau geta náð til skotmarka í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð. Þannig geta skeytin nú náð til ísraelskra og bandarískra herstöðva á svæðinu. Að sögn breska blaðsins The Guardian voru prófanirnar gerðar á síðasta degi heræfinga ír- anska sjóhersins en á sunnudag voru einnig meðaldræg flugskeyti prófuð. Segjast írönsk stjórnvöld standa fyrir þessum prófunum til þess að sýna fram á að þau muni hrinda hugsan- legum árásum Ísraela eða Bandaríkjamanna. Mikil spenna hefur ríkt á svæðinu undan- farið en Íranar hafa hótað því að loka fyrir allar siglingar um Hormuz-sund ef vesturveldin standa við sínar hótanir um að beita þá við- skiptaþvingunum vegna deilna um kjarn- orkuáætlun landsins. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar bannað innflutning á íranskri hráolíu og Evrópusam- bandið íhugar að gera slíkt hið sama. Yfirmenn bandaríska herflotans í Persaflóa hafa sagt að þeir muni ekki sitja auðum höndum ef Íranar reyna að stöðva olíuflutninga um Hormuz-sund. Tilraunir Írana nú á svæðinu eru því síst til þess fallnar að draga úr þeirri spennu sem hlaðist hefur upp á milli þeirra og vesturveldanna. Flugskeytaprófanir auka spennuna  Íranski sjóherinn sýnir hernaðarmátt sinn við mikilvæga olíuflutningaleið við Persaflóa  Prófaði meðal- og langdræg flugskeyti sem geta náð til ísraelskra og bandarískra herstöðva Reuters Prófun Íranskt herskip skýtur á loft meðaldrægu Qader-flugskeyti við Hormuz-sund á nýársdag. Hormuz-sund » Um fjórðungur allra sigl- inga með olíu í heiminum fer um Hormuz-sund við mynni Persaflóa. Sundið er 50 km breitt þar sem það er mjóst. » Stór olíuútflutningslönd eins og Írak, Sádi-Arabía, Sam- einuðu arabísku furstadæmin, Kúveit flytja olíu sína um þessa leið. » Írönsk stjórnvöld hafa hótað því að loka siglingaleið- inni ef vesturveldin herða efna- hagsþvinganir sínar gegn land- inu vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Breska lögreglan hefur fundið vís- bendingar um að einkaspæjarar á vegum nokkurra þarlendra dagblaða hafi brotist inn í tölvupóst Gordons Browns, fyrrverandi forsætisráð- herra, þegar hann var fjármálaráð- herra í stjórn Tonys Blairs. Breska blaðið The Independent greindi frá þessu í gær. Rannsókn sérsveitar Scotland Yard á um tuttugu tölvum sem lagt hefur verið hald á bendir til þess að brotist hafi verið inn í tölvupóst hundraða manna. Reynist það rétt er umfang tölvuinnbrotanna sam- bærilegt við símahleranir News of the World sem komust í hámæli í fyrra. The Independent segist hafa heimildir fyrir því að á meðal þeirra hundraða þúsunda skilaboða sem hafa fundist í tölvunum séu tölvu- póstsamskipti Browns við Derek Draper, fyrrverandi ráðgjafa Verka- mannaflokksins og hagsmunagæslu- mann. Þar á meðal gætu verið við- kvæmir póstar um stirt samband Browns við Tony Blair. Fyrirtæki Ruperts Murdochs, News International, sem átti News of the World hafði áður lýst því yfir að það hefði engin tengsl við Brown eða Draper. Brown hefur sakað fyr- irtækið um að ráðast inn í einkalíf sitt, þar á meðal með því að skoða bankareikninga sína. Árið 2008 voru einkapóstar á milli Drapers og þingmannsins Mandel- sons lávarðar birtir í fjölmiðlum og voru þeir hinir vandræðalegustu fyr- ir Verkamannaflokkinn. Þar ræddu þeir um hvernig lappa mætti upp á ímynd Browns og var forsætisráð- herranum lýst sem „sjálfsmeðvitaðri manneskju líkamlega og andlega“. Ennþá liggur þó ekkert fyrir um hvort fjölmiðlar hafi komist yfir þá tölvupósta með ólöglegum tölvuinn- brotum. Nýtt hneyksli í uppsiglingu Hlerað Stolnu póstarnir gætu komið inn á stirt samband Browns og Blairs.  Einkaspæjarar breskra dagblaða taldir hafa brotist inn í tölvupósta fjölda manna  Málið er hugsanlega eins umfangsmikið og símahlerunarhneyksli síðasta árs Nokkrir borgarbúar standa með öndina í háls- inum á bökkum árinnar Tíber í Róm, höfuðborg Ítalíu, og fylgjast með Marco Fois þar sem hann stekkur tignarlega af Cavour-brúnni út í ána á nýársdag. Alls stukku fimm menn út í grugguga og níst- ingskalda ána í ár en sú hefð hefur verið í heiðri höfð í borginni allt frá árinu 1946 til að fagna komu nýs árs. Reuters Stokkið í ána Tíber til að fagna nýju ári Óvenjulegur nýársfagnaður í Rómaborg Erfðarannsóknir á fuglaflensu- veirunni sem dró kínverskan mann til dauða í borg- inni Shenzhen á laugardag sýna að maðurinn smitaðist beint frá fuglum og getur veiran því ekki borist á milli manna. Heilbrigðisyfirvöld í borginni greindu frá þessu í gær. „Þó að veiran sé mjög sýkjandi fyrir menn þá getur hún ekki smit- ast á milli manna. Það er engin ástæða fyrir íbúa Shenzhen til að fyllast ótta,“ segir í tilkynningunni. Hinn 39 ára gamli rútubílstjóri var lagður inn á sjúkrahús á jóla- dag og var það staðfest á laugardag að hann hefði verið sýktur af H5N1- veirunni að því er AFP-fréttaveitan segir frá. Enn er ekki ljóst hvar maðurinn sýktist. Síðasta fuglaflensutilfellið sem greindist í Kína var í júní árið 2010 en þá lést 22 ára gömul kona úr veikinni. Flensan berst ekki milli manna Fuglaflensutilfelli smitaðist frá fuglum Fuglaflensa er bráðsmitandi. Pólski sendiherr- ann í Þýskalandi, Marek Prawda, neitar því að Pól- verjar beri ábyrgð á fjölda bílþjófnaða á landamærum ríkjanna tveggja. Samkvæmt töl- fræðilegum upplýsingum þýsku lögreglunnar hefur bílþjófnuðum fjölgað um 250% í sambandslandinu Brandenborg frá árinu 2007 þegar Pólland gerðist hluti af Schengen- svæðinu. Í landamærabænum Frankfurt an der Oder hefur fjölg- unin verið 500% á sama tíma. Bíl- arnir eru oft seldir í fyrrverandi Sovétlýðveldum. „Þetta er aðallega vandamál fyr- ir lögregluna í landinu þar sem bíl- unum er stolið. Hún ætti að vera betur undir það búin. Kannski er ennþá of auðvelt að stela bílum í Þýskalandi,“ segir Prawda. Þýskir bílar auðveld bráð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.