Morgunblaðið - 03.01.2012, Síða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldin hjá
Neytendastofu, Borgartúni 21, dagana 16., 17. og 18. janúar
2012.
Endurmenntunarnámskeið verður haldið 23. janúar 2012.
Sérstök athygli er vakin á því að eftir næsta endurmenntunar-
námskeið verður gert hlé á þeim til ársins 2016 vegna lengingar
á gildistíma úr fimm árum í tíu á árinu 2006.
Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu Neytendastofu,
www.neytendastofa.is, undir hlekknum „Skráning á námskeið “
(ekki þörf á innskráningu) eða undir Mælifræðisvið.
Athygli er vakin á því að gerðar eru kröfur um íslensku-kunnáttu
þar sem öll kennsla fer fram á íslensku - það gildir einnig um
skriflegar spurningar á prófi og svör við þeim.
Löggildingar vigtarmanna gilda í 10 ár frá útgáfu skírteina.
Allar nánari upplýsingar, svo og aðstoð við skráningu þátttak-
enda, eru á heimasíðu Neytendastofu og í síma 510 1100.
Skráningu lýkur 9. janúar n.k.
Borgartúni 21 · 105 Reykjavik · Sími 510 1100 · Bréfasími 510 1101
postur@neytendastofa.is · www.neytendastofa.is
VIGTARMENN
Vinsamlega geymið auglýsinguna
20 ára afmælisár Kínaklúbbs Unnar 2012
20 daga afmælisferð á ári Drekans
með
KÍNAKLÚBBI UNNAR
5. - 24. júní
Farið verður til BEIJING, XIAN, GUILIN, YANGSHUO,
SHANGHAI, SUZHOU og TONGLI.
Siglt verður á LÍ FLJÓTINU og á
KEISARASKURÐINUM og farið á KÍNAMÚRINN.
Heildarverð á mann: Kr. 510 þúsund
Kínastund
Kínaklúbbur Unnar
Njálsgötu 33, 101 Reykjavík
sími/símbréf: 551 2596, farsími: 868 2726
Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur
Netfang: kinaklubbur@simnet.is
Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínastund“, á Njálsgötunni, með mynda-
sýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum.
Kínaklúbburinn sérhannar einnig ferðir fyrir hverja sem er
Til Kína með konu sem kann sitt Kína
Allt innifalið, þ.e. fullt prógramm samkvæmt ferðaskrá, gisting í tvíbýli á
4-5 stjörnu hótelum, (einb. + 95 þ.) fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar
og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta
verður 33. hópferðin sem hún skipuleggur og leiðir um Kína.
Útsalan er hafin
v/Laugalæk • sími 553 3755
Jæja, góðir Íslend-
ingar, þá er komið að
því sem við eldri
borgarar þessa lands
áttum síst von á, og
þó. Maður á von á
öllu frá þessari rík-
isstjórn sem kallar
sig velferðarstjórn.
Að loka sjúkrastofn-
unum og þjónustu við
veikt og eldra fólk
sem bíður eftir dauða
sínum eða er haldið hrörn-
unarsjúkdómum. Mikið getur
þetta fólk lagst lágt að ráðast að
þeim minnimáttar sem ekki geta
borið hönd fyrir höfuð sér og var-
ist þessari ríkisstjórn. Hvað verð-
ur næst hjá þér, Steingrímur?
Viltu ekki bara gefa okkur
sprautu þegar við náum lífeyr-
isréttindum við 67 ára aldur eða
verðum veik? Það myndi spara
stórfé og þá væri einnig hægt að
spara með því að taka bara fjölda-
grafir, eins og Hitler gerði. Ekki
má gleyma að þá væri möguleiki
að yfirtaka alla lífeyrissjóði lands-
ins og hægt væri að gleðjast yfir
velferðinni sem ríkisstjórnin er
alltaf að grobba sig af.
Þjóðarskömm
Það væri gaman ef ríkisstjórnin
og þingmenn tækju til raunhæfra
aðgerða eins og að hætta að
greiða skuldir glæpamanna sem
lifa enn í vellystingum og ekkert
hefur verið gert við og ekkert
verður gert við. Því sömu menn
sátu í stjórnum banka, sparisjóða,
lífeyrissjóða og annarra fyrirtækja
sem fóru á hausinn og eru enn að
þó búið sé að afskrifa milljarða.
Það er almenningur sem greiðir
þessar afskriftir svo halda megi
þeim gangandi og sitja sem fast-
ast á ofurlaunum í sömu störfum.
Við erum enn látin greiða niður
skuldir þeirra með afskriftum eins
og ekkert sé sjálfsagðara. Auðvit-
að á að fjarlægja þá sem ekki geta
sýnt fram á að þeim sé treystandi
til að reka fyrirtækin áfram. Þau
ættu að vera farnir á hausinn
vegna græðgi og offjárfestingar,
en margir hverjir tóra enn í sæt-
um sínum vegna afskrifta bank-
anna sem á sama tíma
láta almenningi blæða
út. Þetta er allt á for-
sendum bankanna og
við vitum ekki einu
sinni hverjir eiga þá.
Kannski þú getir upp-
lýst þjóðina um það,
Steingrímur? Bankar
sem við vitum ekki
hverjir eiga og eru á
fullu í eignaupptökum
á eignum venjulegs
fólks sem tók lán á
forsendum þeirra sem
lánin veittu og gengi
þess tíma og lánin hafa hækkað
um 100%. Heimili sundruð og fólk
á ekki annarra kosta völ en að
flytja úr landi. Hvar eru þing-
mennirnir? Þaðan er einskis að
vænta enda virðast þeir ekki vera
í sambandi við þjóðina.
Sparnaður
Ef ráðherrar, þingmenn og aðr-
ir opinberir starfsmenn sem
ferðast á kostnað ríkisins fækkuðu
ferðum sínum erlendis sparaðist
stórfé. Þeir opinberu starfsmenn
sem þurfa nauðsynlega að fara út
fyrir landsteinana starfa sinna
vegna ættu að sjá sóma sinn í að
ferðast á almennu farrými en ekki
á viðskiptafarrými. Þá væri sjálf-
sagt í sparnaðarskyni að stokka
upp í opinberum stofnunum og ýta
þeim flokksgæðingum og turtil-
dúfum út sem ekkert gera og hafa
aldrei gert neitt af viti. Margir
hverjir hafa verið ráðnir til sér-
verkefna og hafa hvorki menntun
né hæfni til starfsins en hafa
flokksskírteinið í lagi. Flestir
þingmanna ættu að leita sér að
annarri vinnu, þeirra tími er liðinn
enda eru þeir ekki merkisberar
hins venjulega manns á Íslandi.
Þingmenn sitja á Alþingi sem
fulltrúar almennings en ekki
fulltrúar einkahagsmuna fjár-
glæframanna eða einstaka hags-
munasamtaka.
Of langt gengið
Steingrímur, það er margt hægt
að gera án þess að ráðast á þá
sem eru veikastir að burðum í
þjóðfélaginu, þá veiku sem bíða
dauðans og þá sem eru aldraðir og
þarfnast aðhlynningar í ellinni. Þú
ert þegar búinn að taka af þeim
launin og ert á góðri leið með að
eyðileggja lífeyrissparnað þeirra
sem eftir lifa. Hvernig væri að
endurskoða eftirlaun ríkisstarfs-
manna? Þar mætti spara mikið.
Þá mætti leggja niður alls konar
óþarfa launaðar nefndir sem verið
er að setja á laggirnar. Hægt væri
að vísa málum til umfjöllunar til
háskólanna og þar með nýta þá til
uppbyggingar í landinu, þar ætl-
umst við til að sé einhverja skyn-
semi að finna. Sameina ætti alla
lífeyrissjóði landsmanna, fækka í
yfirstjórn og greiða öllum lands-
mönnum sömu eftirlaun sem aldr-
ei mættu vera lægri en helmingur
þingmannalauna með hlunnindum.
Var ekki annars ætlunin að at-
huga hvað átti sér stað í lífeyr-
issjóðunum?
Tími þessarar ríkisstjórnar, með
velferðardrottninguna Jóhönnu og
skattlagningarkónginn Steingrím í
fararbroddi, er löngu liðinn, ef
hann hefur nokkurn tímann kom-
ið!
Eftir Sigurð Ben.
Jóhannsson » Tími þessarar ríkisstjórnar, með
velferðardrottninguna
Jóhönnu og skattlagn-
ingarkónginn Steingrím
í fararbroddi, er löngu
liðinn.
Sigurður Ben.
Jóhannsson
Höfundur er lífeyrisþegi.
Velferðarstjórn?
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá
lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í
bréfum til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til
að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“,
valinn úr felliglugganum. Ekki er lengur tekið við greinum sem
sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru
ekki birtar.
Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang
og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt.
Móttaka aðsendra greina
Jón Guðmar og Björn Hall-
dórsson unnu jólamót Brids-
félags Hafnarfjarðar
Jólamót BH var spilað milli jóla og
nýárs. Það mættu 66 pör til keppni
og voru spiluð 44 spil. Lokastaða
efstu para varð þessi:
60,4 Jón Guðmar Jónss. - Björn Halldórss.
58,7 Halldór Þorvaldss. - Magnús Sverriss.
57,5 Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason
57,4 Halldór Halldss. - Halldór Svanbergss.
57,2 Björn Eysteinss. - Guðm. Hermannss.
56,8 Friðþj. Einarss. - Guðbr. Sigurbergss.
Reykjanesmót í sveitakeppni
Reykjanesmót í sveitakeppni
verður haldið helgina 14.-15. janúar í
Hraunseli (Flatahauni í Hafnarfirði)
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir
12. janúar.
Verð pr. sveit er 24.000 og Reykja-
nes á 8 sveitir inn á Íslandsmót
Skráning er hjá Lofti s/8970881,
Erlu s/6593013, Garðari s/8932974.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is