Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
✝ Einar Olgeirs-son, Sóltúni 11,
fæddist í Reykjavík
2. desember 1934.
Hann lést á sjúkra-
húsinu í Volda, Nor-
egi, 21. desember
2011.
Einar var sonur
hjónanna Hólm-
fríðar Sigurð-
ardóttur húsmóður
frá Flatey á Breiða-
firði, f. 1904, d. 1999 og Olgeirs
Sigurðssonar, húsasmíðameist-
ara frá Suðurhóli, Nesjahreppi,
A-Skaft., f. 1900, d. 1958. Einar
var næstyngstur fimm bræðra.
Hinir eru Jón Sigurður, f. 1927,
d. 1928, Jón Sigurður, f. 1929, d.
1987, Rafnkell, f. 1931 og Gunn-
ar, f. 1949. Eftirlifandi kona Ein-
ars er Emilía Sigurjónsdóttir frá
Steinaflötum, Siglufirði, þau gift-
ust 17. nóvember 1957. For-
eldrar Emilíu eru Rannveig Guð-
rún Sveinsdóttir frá
Steinaflötum. Siglufirði, f. 1913,
d. 1938, og Sigurjón Pálsson úr
Reykjavík, f. 1912, d. 1977. Börn
dóttur, f. 1951. Börn þeirra eru
Guðbjörg Sif, Einar og Agnar.
Langafabörnin eru tuttugu og
þrjú. Einar útskrifaðist sem
framreiðslumaður árið 1953 frá
Iðnskólanum í Reykjavík. Hann
starfaði sem framreiðslumaður í
Ráðherrabústaðnum, Sjálfstæð-
ishúsinu, Þórscafé, Breiðfirð-
ingabúð, Hótel Borg og m/s Gull-
fossi á yngri árum. Síðar varð
hann yfirframreiðslumaður á
m/s Gullfossi og í Veitingahúsinu
Klúbbnum. Hann starfaði sem
aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu
til margra ára þangað til hann
fluttist til Húsavíkur og starfaði
sem hótelstjóri á Hótel Húsavík
frá 1975-1980. Frá árinu 1981
starfaði Einar sem hótelstjóri á
Flugleiðahótelunum þangað til
hann settist í helgan stein árið
1999. Einar gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum um ævina fyrir
sín fagfélög og hlaut fjölda við-
urkenninga á sínum starfsferli.
Hann var heiðursfélagi SVG frá
1993. Einar var brautryðjandi í
íslenskum ferðamálum og á stór-
an þátt í þróun ferðaþjónustu í
landinu.
Útför Einars fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 3. janúar 2012,
og hefst athöfnin kl. 13.
Einars og Emilíu
eru: 1) Septína
Selma f. 1969, gift
Arne Lothe, f. 1966.
Barn þeirra er Isak,
fyrir á Septína
börnin Olgeir, Per
Einar og Emilíu
Ruth. 2) Rannveig
Eir, f. 1965, gift
Hilmari Þór Krist-
inssyni, f. 1966.
Börn þeirra eru
Selma Eir og Dagur Þór. 3) Ósk-
ar, f. 1960, giftur Nina Skjong, f.
1965. Börn Óskars eru Anna Lov-
isa, Maria Therese, Linda, Eli
Kristin og Valdimar. 4) Sveinn
Geir, f. 1957, giftur Guðlaugu
Björnsdóttur, f. 1958. Börn
þeirra eru Arnar Þór og Steinar
Már. Af fyrra hjónabandi á Einar
þrjú börn, 5) Kristinn Maríus, f.
1955. Börn Kristins eru Sara
Rós, Magga Lena og Davíð. 6)
Hólmfríður Guðrún, f. 1954, gift
Sævari Hafsteinssyni, f. 1951.
Börn þeirra eru Margrét Jónína,
Gísli Rúnar og Hafsteinn. 7) Ol-
geir, f. 1952, giftur Unni Skúla-
Í dag verður til jarðar borinn
ástkær faðir okkar Einar Ol-
geirsson.
Það er margt sem kemur upp
í huga okkar nú þegar við rifj-
um upp allar þær minningar
sem við erum svo óendanlega
þakklát fyrir að eiga í hjarta
okkar.
Á langri starfsævi pabba tók
hann öllum störfum og verk-
efnum af mikilli ánægju og
ástríðu, allt sem hann tók sér
fyrir hendur var unnið af lífi og
sál. Það eru varla til þau störf
sem unnin eru á hótelum sem
pabbi hefur ekki sinnt. Við
systkinin nutum þeirra forrétt-
inda að fá að prófa mörg þess-
ara starfa á þeim hótelum sem
pabbi starfaði á og um leið að
læra af honum. Á heimilinu var
stöðugt brýnt fyrir okkur mik-
ilvægi þess að kunna að vinna
með báðum höndum og sífellt
verið að brýna fyrir okkur að
ekkert starf væri ómerkilegt
nema illa unnið starf. Það var
aldrei lognmolla í kringum
pabba enda var hann hrókur
alls fagnaðar og mikill húmor-
isti.
Áhugamál pabba voru ekki
mörg enda gafst lítill tími til
þess framan af sökum vinnu
sem var hans aðaláhugamál.
Hann elskaði þó að fara með
mömmu, sínum besta vini, í
sumarbústaðinn á Laugarvatni.
Naut hann þess að vera þar
hvort sem sól var á lofti eða
stjörnubjartar nætur og fann-
hvít jörð. Hann var handlaginn
maður og naut þess að sinna
viðhaldi á bústaðnum sem ber
þess sterklega merki.
Það var aðdáunarvert hversu
miklir félagar mamma og pabbi
voru. Þau voru sjálfum sér svo
nóg og nutu þess að vera sam-
an, þau gátu ekki án hvort ann-
ars verið.
Tónlist var pabba í blóð borin
en ósjaldan sátum við systkinin
og hlustuðum á pabba spila fal-
legar melódíur á píanó eða
hljómborð, alltaf eftir eyranu.
Pabbi fékk ekki tækifæri til að
læra á hljóðfæri en sá til þess
að við fengjum það. Hann gat
dundað sér við hljóðfærið og á
skammri stundu urðu til lög.
Það var síðan jafn aðdáunarvert
að fylgjast með pabba búa til
texta við lögin en hann átti auð-
velt með að koma hugrenning-
um sínum á blað. Í ræðu og riti
útbjó hann texta í bundnu máli
sem kveðju til fjölskyldu og
vina.
Pabbi var fljótur að taka
ákvarðanir og var ekki að slóra
við hlutina. Það var oftar en
ekki sem pabbi hringdi í
mömmu og lét hana vita með
nokkurra klukkustunda fyrir-
vara að nú væru þau að skjótast
til útlanda. Þá var eins gott fyr-
ir mömmu að hafa hraðar hend-
ur til vera tilbúin í ferðalagið og
stökkva á vit ævintýranna.
Hann lifði lífinu lifandi og hafði
gaman af því að vera til.
Pabbi hætti aldrei að koma
með hugmyndir og var mjög
framsýnn maður. Hann horfði
alltaf til framtíðar og barðist
fyrir þeim hugmyndum sem
hann fékk og hafði trú á. Hann
var brautryðjandi í íslenskum
ferðamálum og á stóran þátt í
þróun ferðaþjónustu hér á landi.
Við erum óendanlega þakklát
fyrir allt sem pabbi gerði fyrir
okkur og kenndi okkur. Við
biðjum góðan guð að gefa
mömmu styrk á þessum erfiðu
tímum.
Pabba verður sárt saknað af
okkur öllum, börnunum hans,
afabörnum og langafabörnum.
Við getum seint þakkað fyrir
allt það sem hann var okkur.
Takk fyrir allt, elsku pabbi. Hvíl
í friði.
Septína Selma, Rannveig
Eir, Óskar og Sveinn Geir.
Það var ungur maður með
hnút í maganum sem stóð fyrir
framan útidyrnar á Þinghóls-
braut 16 og bjó sig undir að
hitta foreldra kærustunnar í
fyrsta sinn. Þegar dyrnar opn-
uðust stóðu fyrir framan mig
hár og þrekinn maður og kona
öllu lágvaxnari. Ótti minn
reyndist ástæðulaus því þótt
vissulega væri maðurinn ábúð-
armikill og óárennilegur var
mér frá fyrstu stundu tekið með
miklum virktum og alla tíð síðan
hafa þau hjón sýnt mér einstaka
vináttu og hlýhug sem ég verð
ævinlega þakklátur fyrir.
Ég varð fljótlega daglegur
gestur á Þinghólsbrautinni og
mörg kvöldin sátum við Einar
saman, hann með pípuna í
brúna legubekknum og ég í sóf-
anum. Við ræddum um landsins
gagn og nauðsynjar eða hann
sagði mér skemmtilegar sögur
frá fyrri árum. Það var gott að
eiga samræður við Einar og
hann hafði lag á því að láta mér
líða eins og jafningja þótt ungur
væri.
Eftir að aðstæður breyttust
og ég hætti að venja komur
mínar á heimili Einars og Millu,
héldum við Einar sambandi
meðan hann var hótelstjóri
Flugleiðahótelanna og ég vann
fyrir hótelin sem arkitekt.
Það var ekki síður gaman að
umgangast Einar á þessum
vettvangi. Hann var ákveðinn
og góður stjórnandi, framtaks-
samur og fullur af hugmyndum.
Hann naut þess að vinna með
ungu fólki og þeir eru margir
sem notið hafa leiðsagnar Ein-
ars fyrstu árin í starfi. Við Ein-
ar lögðum á ráðin um ýmsar
breytingar á hótelunum en það
sem við höfðum hvað mestan
áhuga á að framkvæma var að
breyta jarðhæð Hótel Loftleiða.
Sú breyting varð loks að veru-
leika nú í sumar og það var
gaman að Einar var til staðar til
að sjá þessi áform okkar verða
að veruleika.
Einar var glaðlyndur maður.
það var alltaf gaman að hitta
hann og ég held að ég hafi ekki
fyrirhitt nokkurn mann með
jafn smitandi bros. Hann brosti
með öllu andlitinu og það var
stríðnisglampi í augunum.
Þannig mun ég minnast hans
Einars, skælbrosandi eftir að
hafa sagt verulega góða sögu.
Elsku Milla, megir þú og
börnin ykkar finna styrk til að
takast á við erfiða tíma.
Björgvin Snæbjörnsson.
Í dag kveð ég elskulegan
tengdaföður minn og góðan vin
Einar Olgeirsson.
Leiðir okkar Einars liggja
aftur um aldarfjórðung þegar
ég hitti Einar fyrst á Þinghóls-
brautinni í Kópavoginum. Það
er sagt að við getum ekki til-
greint á hvaða andartaki vinátta
verður til en hvað Einar varðar
var það við fyrstu kynni.
Ástríða Einars fólst í vinnu
hans og var hún ávallt til um-
ræðu, hvað betur mætti fara og
hvernig hlutirnir ættu að vera
til að þeir gætu gengið upp.
Tengdafaðir minn kunni vel
að meta lystisemdir lífsins og
gerði allt það sem honum þótti
gott. Einar hafði unun af tækj-
um sem gengu fyrir rafmagni
eða eldsneyti. Ávallt þegar Ein-
ar fékk nýtt tæki undirgekkst
það þolpróf að hætti Einars sem
fólst í því að allar stillingar og
takkar tækisins voru prófaðir
samtímis. Eftir slíkt þolpróf
gekk yfirleitt erfiðlega að koma
tækinu í fyrra horf, stundum
sást rjúka úr hlutnum en þá
kom iðulega spurningin frá Ein-
ari: „Er þetta bölvað drasl?“
Þess á ég eftir að sakna.
Reglulega gerðum við okkur
ferðir á Laugarvatn til að reyna
að endurstilla það sem úrskeiðis
hafði farið. Því fleiri sem sjón-
varpsrásirnar voru því ánægðari
var Einar en hann elskaði að ná
góðum sjóvarpsrásum alls stað-
ar frá í heiminum, sér í lagi ef
góðir tónlistaþættir náðust, en
þá var allt sett í botn. Ástríða
Einars þegar bifreiðar áttu í
hlut lýsti sér oft þannig að hann
fór í bíltúr og kom síðan heim
klukkutíma síðar á nýjum bíl.
Á sama tíma og það voru
miklar sorgarfréttir þegar
fregnir af andláti Einars bárust
þá verð ég að vera þakklátur yf-
ir að hafa fengið að njóta nær-
veru, vináttu og umhyggju hans.
Við þessa skilnaðarstund í
okkar lífi er dagur samfunda í
himnasal. Ég bið góðan guð að
gefa Millu styrk á þessum erf-
iðu tímum.
Hvíl í friði.
Hilmar Þór Kristinsson.
Í dag verður elsku afi okkar
jarðaður og langar okkur til að
minnast hans með fáum orðum.
Við munum aldrei gleyma
hvað afi var góður við alla, bæði
menn og dýr. Hann var alltaf
uppi í sumarbústað að gefa fugl-
unum og hundunum. Fuglarnir
fengu Ritz-kex og hundarnir
skinku. Nú eiga hundarnir á
Laugarvatni og Mario litli eftir
að sakna afa því afi gaf þeim
alltaf í hvert sinn sem þeir
komu til hans.
Það er alltaf svo gott að gista
hjá afa og ömmu. Þegar við
gistum hjá þeim kúrum við í
holunni hjá þeim sem er alltaf
svo þægileg.
Afi leyfði okkur alltaf allt, og
amma þjónaði okkur alltaf enda-
laust. Amma og afi eru svo góð
að það er ekki hægt að ímynda
sér það.
Við fórum mjög oft í sum-
arbústaðinn á Laugarvatni. Við
fórum alltaf í pottinn á meðan
amma bakaði pönnukökur og afi
hlustaði á útvarpið og horfði á
sjónvarpið.
Við fórum líka saman til Min-
neapolis, það var skemmtilegt.
Það eru góðar minningar sem
við eigum.
En nú er afi kominn upp til
himna sem er svo skrýtið því að
Einar Olgeirsson
✝ Jóhann Hauks-son fæddist á
Oddeyrargötu 6 á
Akureyri 7. júní
1929. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð 18. desember
2011. Foreldrar Jó-
hanns voru hjónin
Haukur Sigurðs-
son, f. 20.10. 1899 á
Akureyri, d. 30.8.
1968 og Jóhanna Jónsdóttir, f.
11.11. 1900 á Læknesstöðum á
Langanesi, d. 14.10. 1985.
Systkini Jóhanns voru Jón
Matthías Hauksson, f. 1923, d.
2002, Sigrún Hauksdóttir, f.
1927, Ásta Hauksdóttir, f. 1931
og Guðmundur Hauksson, f.
1934, d. 1996.
Árið 1953
kvæntist Jóhann
eftirlifandi eig-
inkonu sinni Sig-
ríði Hermanns, f.
17. júlí 1926 og
eignuðust þau
fimm börn: Friðrik,
f. 1950, Sólveigu
Margréti, f. 1954,
Hauk, f. 1955, d.
2009, Ástu, f. 1956 og Guðrúnu
Birnu, f. 1962.
Jóhann bjó á Akureyri alla
sína tíð, og stundaði sjóinn
lengst af.
Útför Jóhanns fór fram frá
Akureyrarkirkju 2. janúar
2012.
Í dag verður elskulegur
tengdafaðir minn, Jóhann
Hauksson, til moldar borinn og
langar mig að minnast hans ör-
fáum orðum. Jóhann var fæddur
á Akureyri og þar bjó hann alla
tíð. Hugur hans hneigðist
snemma til sjómennsku og hann
var ekki hár í loftinu þegar
hann byrjaði að róa til fiskjar
með föður sínum. Sjómennskan
varð svo hans lífsstarf og átti
hug hans allan. Reri hann ýmist
á stórum eða litlum bátum og
sótti bæði um skamman veg og
langan. Eyjafjörðurinn var þó
lengstum hans athafnasvæði og
ekki hvað síst eftir að hann
eignaðist Hauk, trilluna sem
hann lét smíða fyrir sig árið
1973. Það var mikill gleðidagur í
hans lífi þegar báturinn var
settur á flot og stoltur skipstjóri
sem sigldi honum um Eyjafjörð-
inn.
Þeir voru heldur ekki margir
dagarnir sem hann var í landi
eftir að birta tók á vorin og
fram á haust. Alla daga var
dregin björg í bú, ýmist fiskur
eða fugl og ekki var hann
ánægður nema allar frystikistur
í fjölskyldunni væru helst fullar
af fiski. Þeir voru líka ófáir sem
nutu gjafmildi hans þegar kom
að því að fá í soðið og oft á tíð-
um var aflinn notaður sem
gjaldmiðill fyrir ýmsar vörur og
þjónustu eins og algengt var
hér áður fyrr. Kom þar greiði á
móti greiða og var ekkert verið
að flækja hlutina með öðruvísi
bókhaldi.
Yfir vetrartímann þegar ekki
hentaði að stunda sjóinn á
litlum báti vann Jóhann hjá Ak-
ureyrarhöfn, þannig að starfs-
vettvangurinn var alltaf tengdur
sjónum og eiginlega skildi hann
aldrei að menn gætu haft önnur
hugðarefni en sjómennskuna.
Ég hitti Jóhann fyrst þegar við
Friðrik sonur hans vorum í til-
hugalífinu. Ég, ung stúlka bú-
andi í Vestmannaeyjum, fór
norður í heimsókn og var boðið
að dvelja á heimilinu þessa daga
sem heimsóknin varði. Ég man
að ég var hálffeimin fyrst við
þennan alvörugefna mann, því
hvorki var hann margmáll né
sló um sig með neinum gestalát-
um. En feimnin var fljót að fara
af mér og í öll þau ár sem við
bjuggum í Eyjum og fórum
norður í heimsókn fagnaði hann
mér með sama hlýja viðmótinu.
Sama var að segja eftir að börn-
in okkar komu í heiminn, þeim
var líka tekið opnum örmum hjá
afa og ömmu og eftir að þau
komust aðeins á legg var mikið
sport að fá að fara á sjó með
Jóa afa á bátnum hans eða
dunda með honum niðri í skúr í
kringum afla og veiðarfæri. Þar
var hann á heimavelli og naut
sín best.
Þó að Jóhann væri lokaður
maður og bærist ekki mikið á
sló stórt hjarta undir hrjúfu yf-
irborðinu. Hann var vinamargur
og tryggur vinum sínum og
hafði gaman af að gleðjast í
góðra vina hópi. Síðustu tvö
æviárin dvaldi Jóhann á dval-
arheimilinu Hlíð þar sem vel
var um hann hugsað. Samt má
segja að þegar hann gat ekki
lengur farið á sjóinn og stússast
í kringum fisk og veiðarfæri
hafi hann ekki séð mikinn til-
gang í jarðvistinni. Eyjafjörð-
urinn og sjómennskan voru fyr-
ir honum sem lífið sjálft.
Um leið og ég kveð Jóhann
með söknuði þakka ég honum
samfylgdina og allt það sem
hann gerði fyrir mig og mína
fjölskyldu. Minning hans mun
lifa með okkur um ókomin ár.
Eygló Björnsdóttir.
Jæja, afi minn, þá er stríðinu
lokið og þú búinn að fá hinn
hinsta frið. Stundirnar okkar
voru kannski ekki ýkja margar
vegna landfræðilegrar fjarlægð-
ar okkar þar sem ég bjó í Eyj-
um en þið amma á Akureyri, en
eftirminnilegar voru þær. Sem
strákur vissi maður fátt
skemmtilegra en að fá að fara
norður í land að heimsækja Jóa
afa og Sirrý ömmu. Þá var
helsta tilhlökkunarefnið að fara
á sjó á Hauki EA 17 með afa.
Oft hafði litli rauðhærði dreng-
urinn (ég) á orði þegar hafgol-
unni létti síðdegis og Pollurinn
var orðinn spegilsléttur að nú
væri sko tími til að fara á sjó á
trillunni. Var það gjarnan sagt
með orðunum: „Nú er slétt,
afi!“, og varð það seinna að hálf-
gerðu orðatiltæki innan fjöl-
skyldunnar.
Misjafnt var hvernig til tókst
að sannfæra þig um að rjúka á
sjó jafnvel eftir erfiðan vinnu-
dag en stundum tókst það og
það voru sko ekki leiðinlegar
stundir og oft leyfðir þú mér að
taka í stýrið á trillunni þinni
sem var ein þín dýrmætasta
eign og þá upplifði maður sig
sko sem alvöru skipstjóra enda
þótt maður væri bara lítill gutti.
Eitt sumarið þegar ég dvaldi
hjá ykkur ömmu ákvað ég að nú
skyldi ég sko ná mér í peninga
og samdi við eiganda fiskbúð-
arinnar um sölu á rauðsprettu
sem átti að gefa mér fínan pen-
ing í aðra hönd. Líklega var ég
þarna níu ára gamall. Ég sagð-
ist hafa aðgang að trillu og hélt
nú að ég gæti sko græjað þetta
eins og að drekka vatn. Þó var
sá hængur á að ég átti eftir að
semja við þig um lán á trillunni
ásamt veiðarfærum, í mínum
huga var það algjört aukaatriði.
Eftir á ákvað ég svo að semja
við þig um þessi mál en eins og
gefur að skilja varstu ekki alveg
tilbúinn að lána mér einum trill-
una ásamt öllu sem til þurfti,
enda strákguttinn ekki nema
níu ára gamall. Þú ákvaðst að
kenna mér smálexíu og sam-
þykktir að taka þátt í þessu með
mér og næstu helgi ræstirðu
mig fyrir klukkan fimm að
morgni og dróst mig með í
slippinn. Þar var ég látinn
græja veiðarfærin um borð og
svo var haldið út á fjörð með
netin sem voru lögð samkvæmt
þinni leiðsögn. Þetta gekk nú
ágætlega en síðdegis var svo
farið af stað aftur og netin dreg-
in.
Þú ákvaðst að koma sem
minnst nálægt þessu og leyfðir
mér að draga þau úr sjó. Það
var sko ekki auðvelt, taumurinn
var níðþungur og ekkert spil til
að létta manni vinnuna. Þegar í
land var komið, reyndar með
ágætisafla, var ég gjörsamlega
örmagna, seldi fiskbúðinni
aflann og tjáði fisksalanum að
þetta yrði eini skammturinn
sem frá mér kæmi. Þar með
lauk rauðsprettuútgerð Björns
Friðrikssonar snarlega.
Ég veit að þú hafðir lúmskt
gaman af þessum æfingum mín-
um þótt þú hefðir ekki mörg orð
um það og ákvaðst að leyfa mér
að finna hversu mikil vinna ligg-
ur að baki svona veiðum.
Þú hafðir alla tíð þykkan
skráp og barst tilfinningar þínar
ekki á torg en innra með þér sló
hjarta úr gulli. Ég mun minnast
þín alla tíð, afi, hafðu þökk fyrir
allt.
Ég horfi inn í augun þín,
afadrengurinn
og aftur finnur óminn sinn,
innsti strengurinn.
Æska þín og árin mín
eina ganga brú
Ein og sama eilífðin
okkur tengir nú.
(Sigfús Halldórsson.)
Björn Friðriksson.
Það var kalt vor þegar við
hittumst fyrst á bryggjunni við
ÚA. Þú, Nonni og Balli voruð á
trillunum Fjarkanum og Hauk,
að ná í síld eða loðnu úti við
Svalbarðsströnd. Ég hafði verið
á bryggjunni að sníkja far á
Jóhann Hauksson