Morgunblaðið - 03.01.2012, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
✝ JóhannaTryggvadóttir
fæddist 29. janúar
1925. Hún lést á
hjúkrunarheimili
Hrafnistu í Kópa-
vogi 28. desember
2011.
Hún var dóttir
hjónanna Tryggva
Ófeigssonar út-
gerðarmanns og
Herdísar Ásgeirs-
dóttur. Systkini: Páll Ásgeir,
Rannveig, Herdís og Anna.
Árið 1948 giftist Jóhanna
Jónasi Bjarnasyni kven-
sjúkdómalækni og seinna yf-
irlækni á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði. Börn Jóhönnu og
Jónasar eru: 1) Bjarni, heim-
ilislæknir, f. 21.5. 1949,
kvæntur Önnu S.Guðmunds-
dóttur, lífeindafræðingi. Börn
þeirra eru a) Jóhanna Bryn-
dís, gift Finni Magnússyni,
börn: Anna Bryndís og Magn-
ús; b) Ólöf Kristjana, sambýlis-
maður Freyr Karlsson; c)
Bjarney Anna, sambýlismaður
Guðmundur Pétur Ólafsson; 2)
Tryggvi Jónasson, kírópraktor
f. 22.3. 1951, kvæntur Kristínu
fyrrv.eiginmaður Brynjar
Þórsson,viðskiptafræðingur,
börn þeirra eru a) Jónas Þór,
sambýliskona Harpa Sif Har-
aldsdóttir, b) Elísabet c) Katr-
ín; 6) Jóhanna leikkona, f. 3.8.
1964, fyrrv. eiginmaður Illugi
Eysteinsson, myndlistarmaður
og arkitekt; 7) tvíburi hennar
Jóhanna (Jonna) lést stuttu
eftir fæðingu; 8) Ásgeir innan-
hússarkitekt, f. 2.4. 1971
kvæntur Stanislava Toneva
Jónasson markaðsfræðingi,
dóttir þeirra er Joana Maria.
Jóhanna er af mörgum talin
frumkvöðull á Íslandi varð-
andi heilsurækt og holla lífs-
hætti. Hún var einn af stofn-
endum Heilsuræktarinnar í
Glæsibæ um 1970 og var leið-
beinandi þar í líkamsrækt og
jóga. Hún varð fyrsta konan á
Íslandi til að ná svörtu belti
(1. dan) í júdó og á efri árum
var hún gerð að heiðursfélaga
í Glímufélaginu Ármanni. Jó-
hanna var um árabil umboðs-
maður á Íslandi fyrir portú-
galska stórfyrirtækið
EFACEC, sem framleiddi
spennubreyta og fleiri vörur
til raforkuframleiðslu. Þá
stofnaði hún og rak ferða-
skrifstofuna Evrópuferðir,
sem sérhæfði sig í ferðum til
Portúgal.
Útför Jóhönnu Tryggva-
dóttur var gerð frá Víðistaða-
kirkju 2. janúar 2012.
Hraundal, skrif-
stofustjóra, börn
þeirra eru: a) Jó-
hanna, gift Alberti
Jóhannessyni,
börn: Guðrún Pál-
ína og Kristín
Ósk, b) Óskar
Hraundal, sam-
býliskona Sólveig
Jónsdóttir, börn
Jón Gabríel og
Mikael Hrafn, c)
Tryggvi Kristmar, unnusta Sif
Haukdal Kjartansdóttir; 3)
Helga Jónasdóttir, fjár-
málastjóri, f. 17.2. 1955, gift
Snæbirni Geir Viggóssyni
skipstjórnarmanni, börn
þeirra eru a) Bjarni, eig-
inmaður Frímann Sigurðsson,
b) Steinar, sambýliskona Bríet
Einarsdóttir, c) Jónas, kvænt-
ur Heather Sosbee, sonur
þeirra er Noah Þráinn; 4) Jón-
as framkvæmdastjóri, f. 28.10.
1956, kvæntur Eiríksínu Kr.
Ásgrímsdóttir, bókmennta-
fræðingi, börn þeirra eru a)
Guðbjörg Oddný, sambýlis-
maður Gísli Gíslason, b) Helga
Dagný; 5) Herdís hjúkr-
unarfræðingur, f. 8.11. 1958,
Elskuleg móðir mín er búin að
fá hvíldina. Hún sofnaði svefnin-
um langa að kvöldi 28. desember.
Það var einhver tign og ró yfir
henni síðustu stundirnar og var
ómetanlegt fyrir okkur systkinin
að geta verið hjá henni meðan
hún tók þessi síðustu skref lífs
síns.
Mamma var stórbrotin kona.
Hún var fyrst og fremst móðir
barnanna sinna og eiginkona síns
heittelskaða eiginmanns. Á upp-
vaxtarárum okkar systkinanna
var hún mikil húsmóðir og þau
pabbi voru samtaka um að gæta
þess í hvívetna að við fengjum
heilbrigt og kærleiksríkt uppeldi.
Þau lögðu metnað sinn í að und-
irbúa okkur af kostgæfni undir
lífið. Við vorum m.a. send í tungu-
málanám erlendis og var ég fyrst
send aðeins ellefu ára gömul í
enskan heimavistarskóla yfir
sumartíma. Eftir að ég fullorðn-
aðist hef ég oft hugsað til baka til
þessa tíma sem hafði jákvæð
áhrif á mig til framtíðar. Hún
mótaði ungan huga minn til
menntunar og heilbrigðs lífernis
með hvatningu sinni sem ég er
ævinlega þakklát fyrir.
Mamma hafði mörg áhugamál.
Auk þess að vera húsmóðir á
stóru heimili iðkaði hún jóga og
júdó, stundaði innflutning á
vörum til raforkuframleiðslu frá
Portúgal, stofnaði og rak ferða-
skrifstofu og stofnaði og rak
heilsurækt ásamt öðrum kjarna-
konum. Mamma hafði ákveðnar
skoðanir á hlutunum og var á
stundum stjórnsöm. Hún hikaði
ekki við að hringja í háttsetta
embættismenn til að fá sitt fram
ef henni fannst hún beitt órétt-
læti. Hún kom sér oft í vandræði
með ákveðni sinni en tókst með
einhverri seiglu að halda áfram
þótt á móti blési. Á seinni árum
dró verulega úr ákefðinni, en hún
hélt áfram að fá hugmyndir að
nýjum viðskiptatækifærum sem
náðu ekki alltaf að verða að veru-
leika. Ég dáðist oft að umburð-
arlyndi pabba á þessu tímabili
atorku og framkvæmda enda
hann mjög upptekinn sem yfir-
læknir á St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði.
Eftir að pabbi dó fyrir rétt
rúmlega þrettán árum var eins og
neisti slokknaði hjá mömmu. Hún
dró sig mikið í hlé og lifði í minn-
ingum um pabba á heimili þeirra
á Kirkjuveginum. Hún hafði æv-
inlega mynd af honum á náttborð-
inu sínu og talaði um það á hverj-
um degi hve mikið hún saknaði
hans. Með aðstoð okkar systkin-
anna og síðar heimahjúkrun og
Lilju aðstoðarkonu sinni tókst
henni að dvelja á heimili sínu
lengur en ella. Fyrir rúmu ári var
svo komið að hún gat ekki lengur
verið heima og flutti á Hrafnistu
við Boðaþing í Kópavogi þar sem
hún fékk alúðlega umönnun fram
til síðasta dags. Vil ég koma á
framfæri þakklæti mínu til þeirra
sem gerðu henni lífið auðveldara
síðustu ár ævinnar.
Mamma og pabbi voru glæsi-
legt par og mikið ástríki var á
milli þeirra og voru þau óspör á
kærleik til okkar barnanna. Ég er
þakklát og stolt af því að hafa ver-
ið dóttir þeirra Jónasar og Jó-
hönnu. Ég trúi því að pabbi hafi
tekið á móti henni með faðminn
útbreiddan og hún sé loksins
komin til hans hans eftir þrettán
ára aðskilnað og söknuð. Hvíl í
friði elsku mamma mín.
Helga.
Þegar ég hitti tengdamóður
mína, Jóhönnu Tryggvadóttur,
fyrir rúmum þrjátíu árum fór
ekki fram hjá mér að ég hitti konu
sem fór ótroðnar slóðir í fram-
komu, klæðaburði og öllu fasi.
Strax á fyrstu mínútum var mér
ljóst að hún hafði þróað hjá sér
mannþekkjarapróf sem byggðist
á því að spæla fólk og sjá hvernig
það brygðist við. Ég ákvað að
hlæja að spælingunni og síðan
hafa samskipti okkar verið góð
enda nauðsynlegt þar sem við
höfum búið í miklu sambýli við
sömu götu í 27 ár. Ef ég ætti að
lýsa henni með einu orði notaði ég
orðið ólíkindatól þar sem hún var
oftast algjörlega óútreiknanleg.
Mér fannst hún líkari persónu í
skáldsögu en raunverulegri
manneskju því slík voru stundum
uppátæki hennar. Hún var kona
mikilla andstæðna sem best er
hægt að útskýra með því að hún
var með svarta beltið í júdó og
lagði stund á jóga. Skapferli
hennar var þannig að í huganum
var hún ýmist í júdó eða jóga og
leyndi aldrei hvort var ríkjandi.
Hún var frumkvöðull og fram-
kvæmdi yfirleitt það sem henni
datt í hug og skipti þá ekki máli
hvort leiðin var greið eða ekki.
Hún var fyrsti stórhuga heilsu-
frömuðurinn því hún var einn af
stofnendum og aðaldriffjöðrin á
bak við Heilsuræktina í Glæsibæ.
Hún kenndi þar jóga og leikfimi,
ég hef rekist á fólk sem stundaði
Heilsuræktina og það hefur hrós-
að henni sem góðum kennara og
glæsilegri konu. Hún hugðist
flytja Heilsuræktina og byggja á
nýjum stað og þá dugði ekki ann-
að en að fá Alvar Aalto í verkið.
Hún fór því til Finnlands og átti
stefnumót við arkitektinn. Hann
teiknaði fyrir hana stórglæsilega
byggingu sem rísa átti í Laugar-
dalnum. Úr því varð ekki því stór-
huga hugmyndir hennar og fjár-
hagur áttu ekki saman. Hún sneri
sér þá að gjörólíkum viðskiptum
við Portúgal þar sem hún annað-
ist umboðssölu á rafspennum fyr-
ir dreifistöðvar. Hún var hörð í
þessum viðskiptum þótt hún hefði
takmarkað vit á þessu. Hún lá í
símanum, fyrstu árin telexaði hún
skeyti, en eftir að hún eignaðist
faxtæki varð algjör bylting hjá
henni á skrifstofunni. Hún hand-
skrifaði bréf og sendi um allar
trissur og þurfti hvorki ritvél né
tölvu til að selja rafspenna með
góðum árangri.
Hún var líka frábær ljósmynd-
ari og tók ómetanlegar myndir af
börnunum sínum þar sem upp-
stillingarnar eða pósurnar voru
oft þannig að engu var líkara en
þarna væru heimsfrægar popp-
stjörnur á ferðinni.
Hún var úrræðagóð, hjálpsöm
og hvetjandi og átti auðvelt með
að setja sig í spor þeirra sem röt-
uðu í vandræði. Þegar ég dvaldi
eitt sumar með dætrum mínum í
litlu sjávarþorpi í Norður-Portú-
gal kom vinkona mín í heimsókn
með fjölfatlaðan son sinn. Þegar
litli drengurinn veiktist hringdi
ég í tengdamömmu. Hún hringdi
til Portúgals og reddaði okkur
einkabílstjóra, lækni og öðrum
praktískum atriðum. Þetta gerði
hún um miðja nótt á Íslandi með
takmarkaða kunnáttu í portú-
gölsku. Hún fór svona á fullt í öll
verk.
Tengdamóðir mín gaf mér
margt, hún sýndi mér væntum-
þykju, gaf mér tíma, hrós, gætti
dætra minna, hún hló með mér og
hún hló að mér. Fyrir allt þetta er
ég þakklát.
Eiríksína Kr.
Ásgrímsdóttir.
Elsku amma. Nú þegar við
getum ekki lengur skapað nýjar
minningar minnist ég hinna
gömlu. Ég mun aldrei gleyma því
hversu skemmtilegt það var að
koma í heimsókn til þín á Kirkju-
veginum. Við Katrín fengum
endalaust af ís sem þú áttir alltaf
nóg af og ég man hversu heillaðar
við vorum af risastóra sjónvarp-
inu þínu og nuddstólnum sem við
gátum klukkutímum saman setið
í og horft á Cartoon Network.
Það var alltaf gott að vera á
Kirkjuveginum, í heimsókn hjá
ömmu.
Þegar ég frétti að við ættum að
fara saman í ferðalag til Madeira
gat ég ekki annað en velt því fyrir
mér hvernig sú ferð myndi fara
fram. Hún fór þó langt fram úr
væntingum mínum. Ég gleymi
því seint þegar við vorum komnar
í lúxusíbúðina okkar, og þú sast
úti á svölum í sérsniðna sundboln-
um þínum með Gucci-gleraugun
að lesa Hello. Og gleðin í augum
þínum þegar þú fórst í sund í inni-
lauginni, sjaldan hef ég fengið að
kynnast jafninnilegri gleði hjá
þér amma mín. Að sjálfsögðu
fengum við nóg af ís alltaf, og svo
mikið að súkkulaðiísbirgðirnar
kláruðust á hótelinu.
Við fórum saman í aðra slíka
ferð árið eftir og ég mun aldrei
gleyma þessum samverustundum
með þér amma mín. Ég fékk að
kynnast þér á öðru stigi en ég
hafði þekkt þig áður, við hlógum
að bröndurum hvor hjá annarri
og nutum lífsins. Þú vildir öðrum
alltaf vel og þú sást alltaf um
þína.
Nú kveð ég þig, en get þó
huggað mig við þessar góðu
minningar okkar saman í gegnum
ævi mína.
Þín dótturdóttir,
Elísabet Brynjarsdóttir.
Hún amma Jóhanna kenndi
okkur systrunum faðirvorið. Við
eigum svo margar minningar um
okkar yndislegu ömmu að það er
erfitt fyrir okkur að velja. Alveg
frá því við munum eftir okkur
höfum við haft hana ömmu mjög
nálægt okkur, fyrst var bara ein
hæð á milli okkar og svo bara
Kirkjuvegurinn. Því kölluðum við
hana ýmist ömmu Jóhönnu eða
ömmu hinum megin. Hún var alla
tíð stór hluti af okkar daglega lífi.
Hún var fyrsti vinnuveitandinn
því hún borgaði okkur fyrir að
viðra hundinn og fyrir garðyrkju-
störf.
Hún amma hinum megin var
engin venjuleg amma. Hún hafði
alltaf eitthvað fyrir stafni og
blandaði okkur oft í sín mál og
það tókum við alvarlega. Hún
kenndi okkur snemma að faxa
fyrir sig skjöl og raða bókhaldinu.
Hún sendi okkur líka oft í bank-
ann fyrir sig með plögg undirrit-
uð af henni þar sem hún skrifaði:
Sonardóttir mín, nafnið okkar,
má taka út peninga og svo allar
nauðsynlegar upplýsingar. Gjald-
kerarnir hringdu svo í hana og af-
hentu okkur síðan umbeðna fjár-
hæð í umslagi. Amma hafði
nefnilega svo margt annað merki-
legra að gera en að standa í röð í
bankanum.
Við fórum oft með ömmu og
afa í sund í Suðurbæjarlauginni
og þá fræddi hún okkur um mik-
ilvægi þess að rækta sál og lík-
ama á meðan við skulfum úr
kulda í útiklefanum, hún fór alltaf
í útiklefann því það er víst hollt.
Við tókum mikið mark á henni því
hún stundaði jóga og júdó. Þegar
við vorum litlar þá ýmist bauðst
hún til að kenna okkur júdóbrögð
eða jógaöndun og framboðið
réðst af því hvað hrjáði okkur
hverju sinni.
Amma var heimskona og
fylgdist grannt með tískunni.
Fataskáparnir hennar voru heill
ævintýraheimur þar sem allir
máttu fá lánuð föt og leika sér í
þeim. Amma var svolítil Lína
langsokkur í sér, hún var óþekk
og henni var alveg sama hvað öðr-
um fannst. Eitt árið fékk hún
dellu fyrir því að baka pönnukök-
ur með okkur og spurði alltaf:
Hvað eigum við nú að hafa mörg
egg? Ef við sögðum átta egg, þá
voru átta egg í deiginu og við
hrærðum öll eggin saman við á
meðan amma hló.
Hún dýrkaði Elvis Presley og
henni fannst gaman að stilla hann
í botn og dansa við okkur. Svo gaf
hún okkur ís á eftir og sagði: Er
ekki alltaf nóg pláss í ísmaganum
og við sögðum auðvitað já og
fengum meira. Amma passaði
upp á það að eiga alltaf til nægan
ís í frystinum. Eitt sinn í barna-
afmælinu okkar áttu allir að
koma í grímubúningum og amma
var eini fullorðni gesturinn sem
var í búning. Hún var hrókur alls
fagnaðar í júdóbúningnum þegar
hún sýndi nokkur júdóbrögð.
Ást ömmu og afa var mikil og
það voru forréttindi að búa í svo
miklu návígi við þau. Amma stóð
alltaf í dyrunum og horfði á eftir
okkur labba heim. Eftir því sem
árin liðu og amma átti erfiðara
með gang þá snerist þetta við og
við horfðum á eftir henni eða
fylgdum henni heim. Amma var
oft ströng en líka umhyggjusöm.
Við höfum alltaf verið stoltar af
því að eiga hana fyrir ömmu.
Okkur þykir svo vænt um þig
elsku amma og Kirkjuvegurinn
verður ekki eins án þín. Við sökn-
um þín og munum alltaf muna eft-
ir þér og afa.
Þínar sonardætur,
Guðbjörg Oddný og
Helga Dagný
Jónasdætur.
Amma mín Jóhanna og nafna
er látin. Við þessi tímamót hrann-
ast upp alls konar minningar sem
ég á um hana og afa Jónas af
Kirkjuveginum. Þó að ég hafi í
gegnum tíðina ekki verið dagleg-
ur gestur á Kirkjuveginum var
gott að koma þangað. Við amma
gátum oft átt gott spjall um
heima og geima, þótt henni hafi
að vísu alltaf fundist skemmtileg-
ast að ræða aðstæður þjóðfélags-
ins á hverjum tíma og ráðamenn
þess. Hún hafði alltaf sterkar
skoðanir á hlutunum og fannst
gaman að finna að maður hafði
líka sterkar skoðanir. Við vorum
ekki alltaf sammála um alla hluti,
en það gerði umræðurnar alltaf
líflegri. Þegar ég var yngri fannst
mér næstum því óþægilegt
hversu margir tengdu nafn mitt
við ömmu, alls konar fólk kom
upp að mér og spurði um ömmu,
hvernig hún hefði það, hvað hún
væri að gera núna og fleira í þeim
dúr. Þetta gátu verið allt frá
kennurum mínum til ókunnugs
fólks sem spurði, en ansi margir
virtust kannast við nafnið og svip-
inn sem ég bar. Þegar ég eltist fór
ég að bera mikla virðingu fyrir
nafninu sem ég á og segist í dag
stolt heita Jóhanna Tryggvadótt-
ir, barnabarn þeirrar einu sönnu.
Sem barn man ég eftir ömmu
kennandi okkur júdó á efri hæð
Kirkjuvegarins, henni fannst að
konur þyrftu að geta varið sig
eins og karlar og júdóið var að
hennar mati alveg tilvalið til þess.
Mörg svona minningakorn koma
upp í hugann þegar hugsað er til
baka. Amma var á sínum yngri
árum stórglæsileg kona og þótti
okkur frænkunum fátt skemmti-
legra en að fá að fara með henni í
fataskápana og skoða kjólasafnið
og máta þá helst alla. Eins er
minningin um ömmu alltaf tengd
ís. Þegar ég kom með bræðrum
mínum á Kirkjuveginn vorum við
varla búin að heilsa þegar hún
spurði hvort við værum búin að
kíkja í frystinn. Þegar ég fór að
koma með Guðrúnu Pálínu dóttur
mína á Kirkjuveginn gat amma
alltaf unnið hana á sitt band með
því að benda henni í átt að frystin-
um.
Amma Jóhanna studdi við bak-
ið á mér í því sem ég tók mér fyrir
hendur. Hún fylgist vel með námi
mínu við KHÍ og var einn helsti
stuðningsaðili minn þegar ég hóf
fyrir örfáum árum nám við guð-
fræðideild HÍ, og hún gat með
engu móti skilið þegar ég tók þá
ákvörðun að hvíla námið. Þegar
við Albert fluttumst vestur til
Tálknafjarðar fylgdist hún
áhugasöm með. Henni þótti alveg
tilvalið að við settumst þar að, þar
sem hún vissi að Helga, Geir og
þeirra fólk höfðu unað sér þar vel
alla tíð.
Minning mín um ömmu Jó-
hönnu er alltaf tengd órjúfanleg-
um böndum við minningar um afa
Jónas. Þegar hann dó fór mikill
hluti af henni með honum, en hún
hélt alla tíð sinni reisn og lét í
raun ekkert buga sig, þótt lífið án
hans hafi oft verið erfitt. Ég veit
að þegar hún kvaddi okkur í gær-
kvöldi þá beið afi hennar og að
þar hafi orðið fagnaðarfundir
þegar þau hittust loks eftir að
hafa verið aðskilin þennan tíma.
Og þótt maður kveðji með sökn-
uði þá er gott að vita af þeim sam-
an aftur.
Guð varðveiti þig amma mín.
Jóhanna Tryggvadóttir.
Amma mín, Jóhanna Tryggva-
dóttir, er látin. Ég held að ekki
nokkur maður andmæli þegar ég
segi og skrifa að hún hafi verið
einstök. Hún var hreint ekki eins
og aðrar ömmur og fór alla tíð
sínar eigin leiðir í lífinu. Það get-
ur verið erfitt að feta í sífellu
ótroðnar slóðir en öðruvísi þekkti
ég ekki ömmu mína.
Ég er næstyngst af mínum
systkinum og áttunda barnabarn-
ið pabba megin. Amma hafði því
hlotið ágætis þjálfun í ömmuhlut-
verkinu þegar ég kom til sögunn-
ar en rétt eins og geta mátti sér
til fór amma Jóhanna sínar eigin
leiðir í þessu hlutverki rétt eins
og á öðrum sviðum. Hún prjónaði
ekki sokka og steikti ekki kleinur.
Þess í stað sagði hún sögur og
miðlaði af reynslu sinni. Reynslan
var mikil og hafði hún frá mörgu
að segja enda átti amma afar við-
burðaríka ævi og alltaf var af
nógu að taka þegar litið var yfir
farinn veg. Stundum gapti ég af
undrun og það kom fyrir að ég
klóraði mér í hausnum. Sögurnar
sem hún hafði að segja.
Fráfall afa Jónasar markaði
djúp spor í tilvist ömmu og sætti
hún sig aldrei almennilega við til-
veruna án hans. Ást þeirra var
mikil og það kom alltaf alveg sér-
stakur svipur á ömmu og augun
leiftruðu þegar hún rifjaði upp
gamla tíma. Með aðdáun fylgdist
ég með ömmu minni lýsa öllu því
sem á daga hennar og afa dreif og
hvernig þau stýrðu saman í gegn-
um lífsins ólgusjó.
Síðastliðin ár hafa samveru-
stundirnar verið margar og góðar
og hefur töluverður hluti þeirra
verið yfir enska boltanum sem við
horfðum reglulega saman á, fyrst
á Kirkjuveginum og síðar uppi í
Boðaþingi, stundum bara við
tvær en oft í félagi við bróður
minn og pabba. Það vakti iðulega
kátínu í vinahópi mínum þegar ég
sagðist myndu horfa á leik dags-
ins með ömmu minni.
Amma mín var mikil kona og
ekki óumdeild. Ég hef alla tíð ver-
ið stolt af því að vera barnabarn
ömmu minnar og mun halda því
áfram um ókomna tíð. Elsku
amma, ég bið að heilsa afa og
Jonnu, þið hafið eflaust margt að
ræða.
Bjarney Anna.
Látin er elskuleg föðuramma
mín, Jóhanna Tryggvadóttir. Ég
kallaði hana oft ömmu Jó, fyrir
henni var ég Hanna Dís. Ég er
elsta barnabarn hennar og skírð í
höfuðið á henni. Á milli okkar var
Jóhanna
Tryggvadóttir
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR