Morgunblaðið - 03.01.2012, Side 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
✝ G. EyrúnGunnarsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 11. janúar
1985. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 23. desember
2011.
Hún var dóttir
hjónanna Rann-
veigar Rúnu
Viggósdóttur hár-
greiðslumeistara, f. í Reykjavík
1. júlí 1957, og Gunnars Þórð-
arsonar framreiðslumeistara, f.
í Reykjavík 17. september
1945. Foreldrar Rannveigar
eru Viggó Þorsteinsson og
Guðríður Eyrún Jónsdóttir.
Foreldrar Gunnars voru Þórð-
ur Geirsson og Unnur Guðný
Albertsdóttir, bæði látin. Systir
Eyrúnar er Unnur Guðný
Gunnarsdóttir flugfreyja í sam-
búð með Gísla Jóhannssyni
flugstjóra.
Eyrún var í sambúð með
Árna Snæ Kristjánssyni bygg-
ingartæknifræð-
ingi, f. í Reykjavík
4. september 1984.
Foreldrar hans eru
Kristján A. Ólason
og Þuríður R. Sig-
urðardóttir. Árni á
soninn Jóhann
Grétar.
Eyrún gekk í
Seljaskóla og
stundaði körfu-
knattleik með ÍR.
Eyrún lærði hárgreiðslu við
Iðnskólann í Reykjavík og út-
skrifaðist sem stúdent frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti
2006. Síðar lagði Eyrún stund
á lögfræði við Háskólann í
Reykjavík og sálfræði við Há-
skóla Íslands. Eyrún starfaði
frá unga aldri samhliða námi
við Landsbanka Íslands á fyr-
irtækjasviði og fræðslusviði
bankans.
Útför Eyrúnar fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 3. jan-
úar 2012, og hefst athöfnin kl.
15.
Elsku Eyrún mín.
Þetta hafa verið miklu meira
en yndislegir tímar sem við átt-
um saman. Það er erfitt að átta
sig á því að þeim tíma sé lokið og
að ég þurfi að halda áfram án þín,
það virðist mér ógerlegt með öllu.
Eins og Jóhann sagði: „Ég trúi
ekki orðunum þegar ég segi þau,
að Eyrún sé dáin.“ Ég held að
það lýsi vel hvernig okkur öllum
líður, það er erfitt að trúa því.
Hvern hefði órað fyrir því að
þetta færi svona, konan mín, sem
hafði allt til brunns að bera. Orð
fá ekki lýst fegurð þinni að utan
sem innan, enda hugsaði ég
reglulega með mér hvað ég væri
lánsamur maður að fá að eyða
ævinni með þér.
Það er því sárt að hugsa til
þess nú að við fáum ekki að eyða
ævinni saman. Allir draumarnir
sem við áttum saman eru nú
minningin ein, en góðar minning-
ar, minningar sem ég mun bera
með mér um ókomna framtíð.
Ég sakna þín svo mikið, ég
sakna þess að hafa þig hjá mér,
halda utan um þig og sjá bros þitt
þegar þú hlærð. Ég er búinn að
fara yfir þennan yndislega tíma
sem við áttum sama með tárin í
augunum. Fyrstu kvöldin sem ég
læddist til þín eftir að mamma
þín og pabbi höfðu verið í heim-
sókn á Grettisgötunni. Stuttu
seinna tilkynntir þú mér að þú
hefðir farið í búðina með mömmu
þinni og keypt handa mér tann-
bursta, ég var sem sagt kominn
til að vera. Næsta stóra skrefið
var þegar Jóhann kom heim yfir
okkar fyrstu jól og áramót sam-
an. Þú tæmdir herbergið sem þú
hafðir notað til geyma hluta af
búslóðinni þinni því hann Jóhann
yrði að eiga herbergi hjá okkur
þegar hann kæmi, það kæmi ekki
annað til greina.
Þetta var auðvitað allt gert á
þinn 110% hátt því það dugði
ekkert minna fyrir okkar mann.
Það var svo aðdáunarvert hvern-
ig þú tókst Jóhanni sem þínum
eigin frá fyrsta degi. Þið náðuð
svo vel saman, hvernig hann bor-
aði sig í hálsakot þitt á næturnar
með tilheyrandi svefnleysi,
hjúfruðum okkur öll saman uppi í
sófa þegar það var kósý-kvöld og
allt undir það síðasta þegar hann
skreið upp í til þín í heimsóknum
sínum á líknardeildina og kúrði
hjá þér.
Þær voru erfiðar seinustu vik-
urnar, en mikið svakalega var
gott að geta eytt þeim með þér,
þó að það hafi verið í tveimur
sjúkrarúmum sem sett voru
saman í eitt. Þú barðist svo
hetjulega og það vantaði ekki
baráttuviljann í þig. Þú gerðir
mig að betri manni, svo miklu
betri manni. Okkur Jóhanni þótti
svo vænt um þig, elsku Eyrún
mín, minning þín mun lifa með
okkur um ókomna framtíð. Þó að
það verði ekki í bráð, þá hittumst
við á ný. Hvíldu í friði, elsku Ey-
rún mín.
Árni Snær.
Elsku, elsku, besta, fallega,
duglega Eyrún, það er ekki hægt
að lýsa því með orðum hvað við
söknum þín mikið. Þú barðist svo
hetjulega fyrir því að fá að lifa
lengur, svo lífsglöð og jákvæð, að
missa þig frá okkur skilur eftir
sig stórt skarð. Það hlýtur eitt-
hvað mikilvægt að bíða þín þar
sem þú ert núna.
Eyrún þessi gullfallega
frænka alltaf svo hlýleg og ljúf.
Maður minnist hennar alltaf
brosandi og hlæjandi. Það er svo
sárt að þurfa að kveðja þig svona
snemma því maður veit hversu
mikið þú hefðir lífgað upp á til-
veru annarra og hafðir svo mikið
til að lifa fyrir.
Þú varst alltaf svo dugleg við
það sem þú tókst þér fyrir hend-
ur. Útskrifaðist úr Iðnskólanum í
hárgreiðslu, kláraðir stúdentinn
og varst í háskólanum þegar þú
veiktist og fórst að berjast við
þessi veikindi með ótrúlegri yf-
irvegun og dugnaði og aldrei
vantaði kærleika og umhyggju
fyrir öðrum.
Við eigum svo góðar minning-
ar um þig. Þú munt alltaf lifa í
hjörtum okkar, þín er sárt sakn-
að. Hvíldu í friði, elsku Eyrún,
maður veit að það er vel hugsað
um þig þar sem þú ert, því að þú
hugsaðir alltaf svo vel um alla
aðra. Elsku Rannveig, Gunnar,
Unnur, Gísli, Bríet, Árni og Jó-
hann, megi Guð gefa öllum styrk
á þessum erfiðu tímum.
Hér þótt lífið endi,
rís það upp í Drottins dýrðar hendi.
Salome, Baldur, Davíð,
Sigurður og Ólöf Guðrún.
Elsku fallega Eyrún okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þú varst ein sú besta vinkona
sem hugsast getur og það er svo
sárt að þurfa að kveðja þig svona
snemma. Við erum ríkar af því að
hafa kynnst þér og þakklátar fyr-
ir að hafa fengið að njóta nær-
veru þinnar. Stundirnar sem við
áttum saman einkenndust af
gleði og þegar við minnumst þín
munum við eftir stelpunni sem
var svo fyndin og skemmtileg, já-
kvæð og lífsglöð. Einstök er orð
sem lýsir þér vel, þú snertir
hjörtu svo margra. Þú ert hetjan
okkar og minning þín mun lifa í
hjörtum okkar um alla tíð. Þín
verður sárt saknað og skarð þitt
aldrei fyllt elsku vinkona okkar.
Þriðjudagarnir eru og verða
alltaf okkar.
Elsku Árni, Jóhann, Gunnar,
Rannveig, Unnur og Gísli.
Þó þung séu oft sporin á lífsins leið,
og ljósið svo skelfing lítið,
skaltu eiga þér von, sem þinn vin í neyð,
það virkar, en virðist skrýtið.
Því vonin hún vinnur gegn myrkri og
kvíða,
og veitir þér styrk sinn, í stormi og byl,
sjá ljósið mun stækka, og þess skammt
er að bíða,
að sólskinið sjáir, ég veit það er til.
(SHL)
Við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Megi hlý orð ylja
ykkur á köldu kvöldi og fullt
tungl lýsa um dimma nótt.
Kristín Hrund, Kristjana,
Sara Rut, Sigrún Helga,
Unnur Birna og Vigdís.
Elsku Eyrún okkar. Það er
sárt að þurfa að kveðja eins ynd-
islega manneskju og þú varst
með alla þessa útgeislun og hlýju.
Þú komst inn í líf okkar með þín-
um alkunna kærleika og birtu.
Börnin urðu strax mjög hænd að
þér enda gafstu þig að þeim í
hvert sinn sem við hittumst, varst
alltaf til í að bregða á leik og flétta
fastar fléttur. Fráfall þitt, þetta
ung, undirstrikar merkingu orð-
taksins „þeir deyja ungir sem
guðirnir elska“ í huga okkar.
Þær eru fjölmargar góðu
stundirnar sem við áttum saman
við Meðalfellsvatnið og í Álftagróf
sem munu lifa áfram með okkur í
minningunni. Við munum aldrei
gleyma því hvernig þú krafðist
þess að bræðurnir kláruðu að
setja saman barnarúmin á
Strandveginum þrátt fyrir að
komið væri vel fram yfir miðnætti
og við freistuðum þess að slá
verkinu á frest. Þar endurspegl-
aðist ákveðni þín og styrkur sem
við urðum síðar vitni að í baráttu
þinni við veikindin. Það eru allar
þessar góðu minningar sem við
varðveitum vel og munu lifa
áfram með okkur.
Þú varst okkur áhrifarík fyr-
irmynd í öllu sem þú tókst þér
fyrir hendur, tókst öllu með miklu
jafnaðargeði og kvartaðir aldrei.
Við skiljum við þig sem betri
manneskjur eftir kynni okkar og
minnumst þín með sama kærleika
og hlýju og þú sýndir okkur. Hug-
ur okkar er hjá fjölskyldu þinni á
þessum erfiðu tímum, við munum
hugsa vel um strákana þína tvo
fyrir þig.
Við kveðjum þig með þínum
eigin lokaorðum: „Þar til næst.“
Óli Freyr, Ágústa og
Soffía Rún.
Elskuleg systurdóttir hún Ey-
rún mín hefur kvatt okkur að
sinni.
Í kringum hana var ekkert
nema sólskin frá því hún fæddist,
því hún var svo einstök og alltaf
svo blíð og góð.
Ég man þegar hún kom með
afa sínum hingað út til Svíþjóðar
til þess að halda upp á stórafmæli
hans. Hún átti líka afmæli í þeirri
ferð og gleymi ég aldrei þegar við
vöktum hana með pökkum og
söng að morgni afmælisdags
hennar hversu hún varð glöð.
Augun hennar fallegu tindruðu af
gleði og undrun og ekki síst þakk-
læti, því það var sama hvað maður
gerði fyrir hana Eyrúnu mína,
hún sýndi alltaf svo mikið þakk-
læti og ást. Hún var einstök hún
Eyrún frænka mín.
Ég minnist þess tíma er hún
kom til okkar til Svíþjóðar þá 13
ára gömul ásamt Möggu frænku,
til þess að passa Jónas Hólm son
okkar hjóna og sjá um heimilið í
heilt sumar. Hvað þær frænkur
stóðu sig vel og gott var að fá
tækifæri til þess að kynnast þess-
ari ungu, fallegu og góðu systur-
dóttur minni sem mér hefur alltaf
þótt svo undurvænt um og þær
frænkur sem voru alltaf eins og
tvíburar.
Ég man líka hvað henni þótti
kaka, sem ég bakaði oft góð, svo-
kölluð Silvíu-kaka – það væri
hennar uppáhaldskaka, sagði hún
svo oft við mig. Þess vegna hef ég
ákveðið það að hér á mínu heimili
á Villagatan verður alltaf bökuð
Silvíu-kaka 11. janúar á afmælis-
degi Eyrúnar.
Ég kynntist Árna, unnusta Ey-
rúnar og þvílíkur gæðapiltur sem
hann er. Hann hefur staðið þétt
við bak frænku minnar í veikind-
um hennar og söknuður hans er
því sár.
Ég á eftir að sakna hennar
frænku minnar sárt eins og fjöl-
skyldan öll, ekki síst elskuleg
Unnur systir hennar, foreldrar,
afi, amma og frændgarðurinn all-
ur.
Ég veit að minningu hennar
verður haldið á lofti á heimili okk-
ar allra.
„Hvað er það að deyja annað
en að standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið?“
Elsku Árni, Rannveig, Gunnar,
Unnur og fjölskyldan öll. Hugur-
inn er stöðugt hjá ykkur og veit
ég að Eyrún verður alltaf hjá okk-
ur í anda.
Guð blessi minningu hennar.
Ógurlega sjúm.
Guðrún frænka í Svíþjóð.
Elsku besta vinkona mín.
Hvernig á ég að fara að því að
koma örfáum orðum niður á blað
til þess að kveðja þig? Ég er svo
langt frá því að skilja þetta allt
saman. Af hverju þarf ég að
kveðja þig svona alltof alltof
snemma? Af hverju þurfa Árni og
Jóhann, mamma þín og pabbi, þín
eina systir, mágur, amma, afi,
frænkur og frændur að kveðja þig
þegar þú áttir að eiga allt lífið
framundan?
G. Eyrún
Gunnarsdóttir
✝ Halldóra Stef-ánsdóttir fædd-
ist á Sólheimum í
Garði 14. desember
1947. Hún andaðist
á D deild Heilbrigð-
isstofnunar Suð-
urnesja 17. desem-
ber 2011.
Foreldrar Hall-
dóru voru Guðbjörg
Jóhannsdóttir frá
Skálum á Langa-
nesi, f. 1908, d. 1983 og Stefán
Sveinbjörnsson frá Eiði í Garði, f.
1909, d. 1956. Halldóra átti einn
bróður Jónatan Jóhann Stef-
ánsson.
Halldóra giftist í október 1979
Hjálmari Kristinssyni, f. 1.1.
1933, d. 13.6. 2010. Þau eign-
uðust tvo syni 1) Stefán Hjálm-
arsson, f. 4.7. 1979, giftur Victo-
ríu Nunez Cavazos, dóttir þeirra
er Azúl Björt, 2)
Guðbjörn Már
Hjálmarsson, f. 26.9.
1982, d. 13.9. 1995.
Dóra ólst upp í
Garðinum þar sem
hún gekk í Gerða-
skóla og kláraði síð-
ar gagnfræðapróf
frá Flensborg í
Hafnarfirði. Að
gagnfræðaprófi
loknu stundaði hún
nám við Lýðháskóla í Danmörku í
eitt ár. Á sínum yngri árum starf-
aði Dóra við verslunarstörf í
Reykjavík. Seinna vann hún sem
símadama hjá Ökuleiðum í Kefla-
vík og vann þar í nokkur ár. Síð-
ustu tvo áratugina vann Dóra
umönnunarstörf á Garðvangi,
hjúkrunarheimili fyrir aldraða.
Útför Halldóru fór fram frá
Útskálakirkju 23. desember 2011.
Það var mikið áfall þegar
læknirinn sagði mér frá hver
staðan væri og hversu langt
genginn sjúkdómurinn væri. Ég
varð eiginlega bara dolfallinn og
keyrði næstu daga í raun bara á
sjálfsstjórn og gerði hvað ég gat
til þess að þurfa ekki að meta
ástandið eða takast á við það. Það
var ekki fyrr en á síðustu dögum
að ég gerði mér grein fyrir því að
ég hefði misst móður mína. Ég er
mjög þakklátur fyrir þessa fáu en
góðu daga sem ég átti með þér á
sjúkrahúsinu, en þín líðan og
ástand á afmælisdaginn þinn
gáfu mér falsvonir, því þú varst
svo full af orku og þér leið svo vel,
þótt ég vissi í hvað stefndi þá
grunaði mig ekki hversu stutt
væri í endalokin. Ég skil vel af
hverju þú fórst svona leynt með
þitt ástand jafnvel við mig, út af
því langa og erfiða veikindaferli
sem við fórum í gegnum eftir að
pabbi veiktist. Krafturinn sem þú
bjóst yfir til að takast á við vinnu
og daglegar skyldur síðastliðnar
vikur og mánuði var alveg ótrú-
legur, og það gleður mig að vita
af því að þú hafir stjórnað ferð-
inni alveg til enda. Þessir und-
anfarnir dagar hafa minnt mig
mikið á það tímabil þegar þú last
fyrir mig bókina Bróðir minn
ljónshjarta, en nú eruð þið pabbi
sameinuð á betri stað og munið
takast á við ný ævintýri. Ég vil
koma á framfæri þökkum til allra
þeirra sem hafa stutt mig og
mína fjölskyldu á þessum erfiðu
tímum, og fyrir þá góðu umönn-
um sem móðir mín fékk á Heil-
brigðisstofnum Suðurnesja.
Stefán Hjálmarsson
og fjölskylda.
Mig setur hljóða, kveðjustund-
in er runnin upp, Dóra fjöl-
skylduvinkona er látin. Margs er
að minnast og margs er að sakna.
Góðar minningar streyma fram
frá afmælisveislum, jólum og öðr-
um tækifærissamkomum, allt
ljúfar minningar sem við munum
ylja okkur við. Einnig skemmti-
leg ferðalög vestur á firði, á
Kirkjubæjarklaustur eða í Þjórs-
árdalinn með þeim Hjálmari og
Dóru. Húsmæðraorlof okkar
Dóru til jólaþorpsins Würzburg í
Þýskalandi 2007. Þegar tveir
bogmenn ferðast saman er það
örugg ávísun á mikið fjör sem
varð raunin. Við áttum dýrmætar
stundir yfir góðum mat, búða-
rápi, skoðunarferðum og á kvöld-
göngu um jólaþorpið með heitt
glögg í jólabolla.
Kærleikurinn er fólginn í svo
mörgu og helst finnum við fyrir
honum í þessum litlu hversdags-
legu atburðum daglegs lífs. Það
að sýna kærleik sem skiptir máli
þarf ekki alltaf að vera eitthvað
stórt og hlutbundið. Það er svo
margt annað sem er dýrmætara
og gefur meira af sér og endist,
minningar sem við munum
geyma innra með okkur. Einmitt
á þennan hátt sýndi Dóra okkur
fjölskyldunni mikinn kærleik,
svona þekktum við best til henn-
ar og erum ævinlega þakklát fyr-
ir.
Það er rétt um eitt og hálft ár
síðan Hjálmar lést og í minning-
argrein sem Dóra skrifaði þá
kemur fram að hún hafði velt því
fyrir sér hvað myndi hún gera ef
hans nyti ekki lengur við. Lífs-
neisti hennar dofnaði verulega en
sárþjáð og með mein í líkamanum
hélt hún áfram vinnuskyldum
sínum þar til alveg undir það síð-
asta.
Fjölskylda mín hefur orðið
þeirrar gæfu njótandi að þekkja
Dóru og Hjalla í tæpa tvo ára-
tugi. Þau stóðu saman sem eitt í
greiðasemi og stuðningi við okk-
ur allan þennan tíma. Skilningur
þeirra á hlutverki sínu og sá
þroski að miðla af reynslu sinni
sem foreldrar fatlaðs barns eru
meðal helstu vitrænu dyggðanna,
sem eru skilningur, þekking,
viska og hyggindi. Þakkir og góð
orð til þeirra verða sem hjóm eitt,
í virðingarskyni drúpi ég höfði og
fyllist lotningu og þakklæti fyrir
að hafa átt þau að sem vini.
Fjölskyldan mín vottar Stef-
áni, Vicky og Azúl Björt, dýpstu
samúð sem og öðrum aðstand-
endum. Minning um Dóru lifir í
hjarta okkar.
Jónína Holm.
Stjörnurnar, sem við sjáum
sindra um himininn,
eru gleðitár Guðs, sem hann felldi,
er hann grét í fyrsta sinn.
Honum fannst ekkert af öllu
yndi sér veita né ró
og allt vera hégómi og heimska
á himni, jörð og sjó.
Svo var það á niðdimmri nóttu,
að niðri á jörð hann sá,
hvar fagnandi hin fyrsta móðir
frumburð sinn horfði á.
Og þá fór Guð að gráta
af gleði; nú fann hann það
við ást hinnar ungu móður,
að allt var fullkomnað.
En gleðitár Guðs, sem hann felldi,
er grét hann í fyrsta sinn,
eru stjörnurnar, sem við sjáum
sindra um himininn.
(Davíð Stefánsson.)
Kæra Dóra, takk fyrir okkur.
Ari Páll og Una María.
Hún læðist svo undur hægt og hljótt
í húmi um miðja nótt.
Nú sofa þó margir sætt og rótt,
og svefninn á töframátt.
En hér í skugganum hrynja tár
á heljar og þrautastund.
Hér vakir margur með sollin sár,
og svefninn flýr hinar þreyttu brár,
þá leggur hún líknarmund.
Að þyrstum vörum hún vatnsdrykk ber
og vermir sárkaldan fót.
Og margt hún heyrir, og margt hún sér,
á mörgu hún ræður bót.
Hún lagar koddana, klappar þýtt
og hvíslar um ró og frið.
Og mörgum veitir það viðþol nýtt,
það verður aldrei jafn feikna-strítt
ef einhver leggur þér lið.
Hún fórnar deginum fjölmörg ár,
hún fórnar sérhverri stund,
er himininn ljómar heiður og blár,
og hlær í sólskini grund,
til hvíldar leggst hún og lokar brá,
svo lúin, svo skelfing þreytt.
Og sólbjartur dagur svífur hjá,
en svefns og hvíldar hún nýtur þá.
Í grímu glóey er breytt.
(M.J.)
Ljóð þetta tileinkum við sam-
starfskonu okkar til margra ára
sem sannarlega vann sín verk í
hljóði, vann meðan aðrir sváfu.
Hún var hin sanna vökukona og
hafi hún þökk fyrir sín störf og
tryggð við stofnunina.
Við vinnufélagar vottum ykkur
Stefáni, Victoriu, Azúl og Jónat-
ani okkar dýpstu samúð og megi
góður guð styrkja ykkur í sorg-
inni
Hvíl í friði, elsku Dóra.
F.h. vinnufélaga Garðvangi,
Garði,
Aðalheiður
Valgeirsdóttir.
Halldóra
Stefánsdóttir