Morgunblaðið - 03.01.2012, Page 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
Atvinnuauglýsingar
Lögfræðingur
Vantar lögfræðing í vinnu til þess að hjálpa
mér. Góð kjör.
Lúðvík Gizurarson,
sími 551 7677.
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Ofanflóðavarnir neðan
Gleiðarhjalla,
Ísafjarðarbæ
Mat á umhverfisáhrifum -
athugun Skipulagsstofnunar
Ísafjarðarbær hefur tilkynnt til umfjöllunar
Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um
ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla í
Ísafjarðarbæ.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar
liggur frammi til kynningar frá 2. janúar
2012 til 14. febrúar 2012 á eftirtöldum
stöðum: Á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar,
Bæjar- og héraðsbókasafni Ísafjarðar, í
Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofn-
un. Frummatsskýrslan er aðgengileg á
heimasíðu www.nave.is: www.isafjordur.is
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmd-
ina og leggja fram athugasemdir. Athuga-
semdir skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 14. febrúar 2012 til Skipulags-
stofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um
mat á umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum, nr. 106/2000 m.s.b.
Skipulagsstofnun.
Félagslíf
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31,
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Ragnhildur
Filippusdóttir, Garðar Björg-
vinsson, Michael-miðill,
Símon Bacon, Guðríður
Hannesdóttir kristalsheilari
auk annarra, starfa hjá félaginu
og bjóða félagsmönnum og
öðrum upp á einkatíma.
Upplýsingar um félagið, starf-
semi þess, rannsóknir og
útgáfur, einkatíma og tíma-
pantanir eru alla virka daga
ársins frá kl. 13-18, auk þess
oft á kvöldin og um helgar.
SRFR.
Smáauglýsingar 569 1100
Gisting
AKUREYRI
Höfum til leigu ýmsar gerðir sumar-
húsa við Akureyri og á Akureyri.
Upplýsingar á www.orlofshus.is.
Leó, sími 897 5300.
Húsnæði íboði
Lítið herbergi við Lokastíg
Herbergið er með húsgögnum,
parket á gólfum, aðgangur að
eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergi
með sturtu. Einnig aðgangur að Inter-
neti og tölvu. Langtímaleiga.
Laust. 50.000. Tveir mánuðir fyrirfram
sem er 100.000.
osbotn@gmail.com
Spánn
Íbúð í Exsample í Barcelona.
Vikuleiga í sumar.
starplus.is - starplus.info á ensku.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Námskeið
Tónskóli Guðmundar
- Frjáls og skemmtilegur-
Geysifjölbreytt námsefni.
Allir velkomnir.
Klassík, popp og sönglög.
Gömlu danslögin eða rokk og ról.
Kennt er á píanó, gítar, harmonikku
og þverflautu.
Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar.
Innritun í síma 5678 150 og 822 0715
Netfang: ghaukur@internet.is
Veffang: tonskolinn.is
Tónskóli Guðmundar,
Hagaseli 15, 109 Reykjavík.
Til sölu
Útsala - Útsala - Útsala
Handslípaðar kristalsljósakrónur
frá Tékklandi og Slóvakíu. Kristals-
glös, vasar, handútskornar trévörur,
Kristalsskartgripir.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
N.P. þjónusta. Annast bókhalds-,
eftirlits- og gæslustörf.
Hafið samband í síma 893 7733.
Þjónusta
ERFÐASKRÁR
Meistaranemi í lögfræði tekur að
sér samningu erfðaskráa, þannig að
öllum lagaskilyrðum sé fullnægt.
Aðstoða einnig við málarekstur í
stjórnsýslunni og fyrir ýmsum
úrskurðarnefndum. Hilmar Þorsteins-
son, s. 696 8442, netf. hth56@hi.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Nýr Mitsubishi Lancer
Evolution X
300 hestafla fjórhjóladrifin súper-
græja sem hefur rústað öllum helstu
sportbílum heims.
Listaverð um 10 milljónir. Þennan
færð þú á 6.590 þús. Síðasti séns.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið 12-18 virka daga.
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
Kebek vetrardekk
Hönnuð og testuð í Kanada.
185/55 R 15 13.900 kr
185/65 R 15 12.900 kr.
195/65 R 15 12.900 kr.
205/55 R 16 14.900 kr
205/60 R 16 16.900 kr.
215/60 R 16 17.900 kr
215/65 R 16 17.990 kr.
205/50 R 17 17.900 kr.
Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
s. 544 4333.
Húsviðhald
Tek að mér ýmis smærri
verkefni
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com
Tign sem
hæsta ber
Í minningargrein sem birtist
30. des. sl. um Önnu Stein-
unni Sigurðardóttur eftir
Ágústu H. Lyons Flosadóttur
misritaðist hjá okkur orð í
ljóði eftir Steingrím Thor-
steinsson. Við birtum hér
ljóðið og biðjum hlutaðeig-
andi afsökunar.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem hæsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
LEIÐRÉTT
Elsku Didda frænka, föður-
systir mín, er farin á vit forferðr-
anna síðust þeirra Kasthvamms-
systkina. Það hafa verið mikil
forréttinda að fá að alast upp
undir handleiðslu þessara syst-
kina. Föðurfjölskyldan mín er
mjög óvenjuleg á margan hátt,
tengsl á milli okkar eru óvenju-
mikil. Stór-Kasthvammsfjöl-
skyldan eins og ég kalla þetta
stundum, þar voru systkinin 5
mjög náin og við afkomendur
þeirra höfum notið þess í hví-
vetna. Því við höfum verið svona í
raun eins og stór systkinahópur
með marga foreldra. Mér hefur
Kristín Petrína
Gunnarsdóttir
✝ Kristín PetrínaGunnarsdóttir
fæddist í Kast-
hvammi, Laxárdal,
Suður-Þingeyj-
arsýslu 4. júní 1922.
Hún lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi 15. des-
ember 2011.
Útför Kristínar
Petrínu fór fram
frá Garðakirkju í
Garðabæ 22. desember 2011.
alltaf fundist við
nánari en hefðbund-
ið er á milli systk-
inabarna. Jafnframt
hefur mér fundist
ég nánari föður-
systkinum mínum
en algent er. Síðast
en ekki síst er það
nú búinn að vera
ansi stór hópur sem
hefur átt Diddu
ömmu.
Ég naut þess að koma í
hlýjuna sem var í Ásgarðinum
(þá á ég auðvitað ekki við að það
hafi verið svo hlýtt inni hjá þeim)
heldur var það viðmótið sem
maður mætti, þessi væntum-
þykja og hlýja sem ég fann svo
sterkt fyrir. Það er reyndar varla
hægt að tala bara um Diddu því
Helgi hefur verið svo stór partur
í þessu „dúói“ Didda og Helgi. Ég
naut heimsóknanna í Ásgarðinn,
naut alls þess sem boðið var upp
á, bæði í andlegri og líkamlegri
næringu. Auðvitað koma upp í
hugann gómsætar veitingar búð-
ingstertur, brúntertur og fleira
góðgæti. Fjörlegar umræður um
landsins gagn og nauðsynjar
voru skemmtilegar og standa
hátt í huga mér. Tengsl milli
Diddu og pabba voru sterk og nýt
ég þess að hugsa til þessara góðu
stunda sem við öll áttum saman.
Ásgarður 5 var eins og félags-
heimili, gestakomur miklar og
öllum tekið með opnum faðmi.
Dugnaðurinn í þessari konu og
Helga var með ólíkindum og elju-
semin var og er okkur góð fyr-
irmynd. Nú er enginn Ásgarður
lengur, engin Didda, hvað gerum
við þá. Nú verður það okkar hlut-
verk „gamla fólksins“ sem enn
stígum lífsdansinn að halda stór-
Kasthvammsfjölskyldunni sam-
an.
Didda veitti mér eins og öllum
öðrum mikla gleði og hlýju. Við
sem nutum samverustundanna
með henni þökkum henni af öllu
hjarta fyrir góðar stundir sem
munu varðveitast í hjörtum okk-
ar um ókomna tíð. Sá saknar mik-
ils sem mikið hefur átt og það á
svo sannarlega við hér. Ég gleðst
í gegnum tárin að hafa einhvers
að sakna. Ég þakka þér innilega
af öllu mínu hjarta, Didda, fyrir
allt og þér líka, Helgi, fyrir þinn
stóra þátt í því.
Gunnar Jón Yngvason.
Didda (Kristín) frá Kast-
hvammi er látin. Langri vegferð
er lokið. Ég er fæddur á sama
bænum og Didda fæddist og ólst
upp. Þegar ég var fimm ára
byggðu foreldrar mínir nýbýlið
Árhvamm í túni Kasthvamms.
Því er hægt að segja að ég hafi
þekkt Diddu frá því að ég man
fyrst eftir mér.
Didda flutti fyrst til Ólafsvíkur
með unnusta sínum Helga
Björnssyni. Hún fékk síðan
berkla og dvaldi á Vífilsstöðum
og voru þeir tímar erfiðir ungu
hjónunum, en þar náði hún heilsu
á ný. Þegar ég flutti suður til
Reykjavíkur í nám haustið 1953
voru þau Didda og Helgi komin í
Ásgarð í Garðahreppi, þar sem
þau áttu heima lengstan hluta af
ævi. Rétt eftir að ég kom suður
hringdi Didda í mig og bauð mér
að koma til þeirra hjóna. Ég var
því mjög feginn, feiminn og
óframfærinn sveitadrengur, þar
sem ég þekkti varla nokkurn
mann fyrir sunnan. Tveim árum
seinna er ég lá í mislingum kom
Didda til mín, til að fylgjast með
hvort nógu vel væri hugsað um
mig og sýnir þetta vel hvað henni
var umhugsað um vini sína. Allar
stórhátíðir jól og páska, þegar ég
fór ekki norður, var ég hjá þeim
að einhverju leyti, áður en ég
stofnaði mitt eigin heimili.
Mikil var gleði ungu hjónanna
er þau byggðu sér eigið hús í Ás-
garði 5 og fluttu þangað, þar sem
þau bjuggu lengst af. Þau komu
sér upp fallegum og vel hirtum
garði og seinna gróðurhúsi, þar
sem þau ræktuðu fagrar rósir.
Bræður mínir sumir dvöldu hjá
þeim, er þeir sóttu vinnu í Hafn-
arfjörð og ekki var síður dekrað
við þá en mig. Ég á ótal góðar
minningar um heimsóknir til
þeirra hjóna um tugi ára og höfð-
um við Didda gaman af að tala
um æskustöðvarnar okkar og
fólkið fyrir norðan. Þegar Didda
og Helgi fluttu í Boðahlein 16
sagði Gunnar frændi hennar að
nú væri hún komin heim, því að
þar sæi hún í hraunið eins og í
Laxárdal.
Fyrir allar þær mörgu stundir,
hjartahlýju og góðgerðir sem ég
þáði hjá Diddu og Helga vil ég
sérstaklega þakka hér. Mig lang-
ar að lokum að láta fylgja hér er-
indi úr ljóði, sem Snorri Gunn-
laugsson í Geitafelli flutti við
kistu Þóru, móður Diddu. Hann
segir þar.
Í bláheiðu veldi vorsins
með vorblómin kringum sig,
örsmáar barnshendur bærast
blessa og faðma þig.
Svo fylgi þér eilíf æska
áfram, hvert þroskastig.
Við systkinin frá Árhvammi og
makar þökkum fyrir ævilanga
tryggð og vináttu og sendum
Helga, Þóru, Öldu og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Diddu frá
Kasthvammi.
Hallgrímur Pétursson.
Að skrifa
minningagrein
Skilafrestur minningagreina er
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrir útfarardag, en á föstudegi
vegna greina til birtingar á mánu-
dag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfara-
rdag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að
birta allar greinar svo fljótt sem
auðið er. Hámarkslengd minn-
ingagreina er 3.000 tölvuslög
með bilum. Lengri greinar eru
vistaðar á vefnum, þar sem þær
eru öllum opnar.