Morgunblaðið - 03.01.2012, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
Íslandsfrumsýning á verkinu OnMisunderstanding var í Kass-anum í Þjóðleikhúsinu hinn 28.desember síðstliðinn. On Mis-
understanding er dans-leikhúsverk
þar sem þrír flytjendur bregða sér í
mörg ólík hlutverk og setja fram hug-
mynd um misskilning. Verkið er mjög
aðgengilegt. Það er byggt upp á
ákveðinni hugmyndafræði sem flytj-
endur velta upp á skemmtilegan hátt
með samtölum og sögum. Leikmynd
og hreyfingar dansaranna eru not-
aðar til dýpkunar á hugmyndinni og
áhorfendur fá það á tilfinninguna að
allt sem gerist á sviðinu hafi sér-
stakan tilgang.
Höfundur og leikstjóri verksins er
danslistamaðurinn Margrét Bjarna-
dóttir en hún var jafnframt einn af
dönsurum verksins, auk Sögu Sigurð-
ardóttur og Dani Brown. Myndlist-
armaðurinn Elín Hansdóttir sá um
leikmynd og búninga, en leikmyndin
er einn meginþáttur verksins. Aftast
á sviðinu stóð stór viðarinnsetning. Á
hana var klemmt gult þykkt tjald.
Fyrir aftan tjaldið stóðu speglar, mis-
munandi að lögun. Hægra megin á
sviðinu, framan við tjaldið, stóð nokk-
uð stór viðarskúlptúr sem var svo
tekinn í sundur og settur saman á
ýmsan hátt. Speglarnir höfðu einnig
stórt hlutverk í verkinu en þeir voru
jafnframt notaðir á frumlegan hátt
við gerð ólíkra karaktera og til dýpk-
unar á hugmyndafræði umfjöllunar-
efnisins.
Verkið er leit að skilgreiningu á
raunveruleikanum, en raunveruleik-
inn er byggður á misskilningi. Þannig
fjallar verkið um sjónarhorn og
skynjun okkar á heiminn. Stundum
er ekki allt sem sýnist, en þrátt fyrir
það má einnig halda því fram að
hvernig sem allt virðist vera sé það þó
raunverulegt. Eins og kemur fram í
verkinu er lífið er byggt á eilífum mis-
skilningi sem á sér engan endi og því
væri kannski ráð að hætta að hugsa,
en það er líklega einnig stór misskiln-
ingur eins og flestar aðrar hug-
myndir.
Einnig er tekist á við vangaveltur
um þau skilaboð sem við sendum frá
okkur meðvitað eða ómeðvitað og
misskilning sem getur orðið út frá
sjónrænni skynjun, mistúlkun orða
og áhrifa hreyfiforms. Hreyfing get-
ur gefið frá sér ákveðin skilaboð,
hvort sem um er að ræða hreyfingu í
dansverki eða skynjun okkar á heim-
inum almennt. Sjónarhorn fólks er
alltaf misjafnt og ekkert lögmál er al-
gilt. Í verkinu eru speglar notaðir til
þess að undirstrika þetta og það kom
fyrir í sýningunni að aðeins helm-
ingur salarins skellti upp úr og þann-
ig gat staðsetning áhorfenda ráðið því
hvernig áhorfendur túlkuðu það sem
gerðist á sviðinu fyrir allra augum.
Verkið var virkilega vel unnið og
hugmyndin komst vel til skila. Það er
ekki oft sem svo náið samstarf ólíkra
listgreina heppnast eins vel og það
gerði á þessari sýningu og því ber að
hrósa séstaklega. Flytjendur verks-
ins voru þó missterkir eftir því hvort
um var að ræða leikræn tilþrif eða
hreinan dans, en allar áttu þær ómet-
anlegar senur. Kaflaskiptingar verks-
ins voru góðar, en þó voru hnökrar á
köflum þar sem tilfæringar leik-
myndarinnar voru heldur fyrirhafn-
arsamar. Lokakafli verksins var
virkilega góður. Hann minnti á
koddahjal þriggja vinkvenna þar sem
öll sagan er ekki sögð og þannig held-
ur sagan áfram eftir að áhorfendurnir
gengu út.
Með skondnum hætti fæst verkið
við greinarmuninn á sýnd og reynd,
ekkert er algilt eða óumdeilanlegt.
Hugmyndir manna um raunveruleik-
ann skipta ekki máli, raunveruleikinn
er misskilningur.
Eilífur óendanlegur misskilningur
Misskilningur „Það er ekki oft sem svo náið samstarf ólíkra listgreina heppn-
ast eins vel og það gerði á þessari sýningu og því ber að hrósa séstaklega.“
On Misundersterstanding
bbbbn
Höfundur og leikstjóri verksins: Mar-
grét Bjarnadóttir. Dansarar: Margrét
Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og
Dani Brown. Leikmynd og búningar: Elín
Hansdóttir.
MARGRÉT
ÁSKELSDÓTTIR
DANS
Á liðnu ári var fjölda verðmætra
listaverka og listmuna stolið og hafa
sumir fjölmiðlar talað um 2011 sem
ár listaverkaþjófa. Hjá stofnuninni
Art Loss Register, þar sem skráðir
eru listmunir sem hverfa, kemur
fram að á árinu 2011 hafi hvarf hátt í
12.000 gripa verið skráð í gagna-
grunninn.
Í samtali við danska dagblaðið
Politiken, segir Karl-Heinz Kind
sem starfar í þeirri deild alþjóða-
lögreglunnar Interpol sem fjallar
um listaverkaþjófnaði, að glæpir
sem tengjast list og listmunum séu
oft áberandi í löndum þar sem er
ótryggt stjórnmálaástand.
„Í tengslum við það sem kallað
hefur verið arabíska vorið, og upp-
reisnir í Egyptalandi og Líbíu, hafa
verðmætir hlutir horfið,“ segir Kind.
„Við leitum enn að yfir 200 gripum
frá þjóðminjasafninu í Kaíró og í
Líbíu var svokölluðum Benghazi-
fjársjóði stolið úr bankahólfi í maí.“
Meðal gripanna sem hurfu í Kaíró
var verðmæt stytta af Tutankhamon
faraó en jafnvel er óttast að hluti
Benghazi-fjársjóðsins hafi þegar
verið bræddur og eyðilagður. Í
sjóðnum voru 2.600 ára gamlar gull-
myntir og styttur sem fundust í upp-
greftri í hinni fornu borg Kyrene. Er
Benghazi-fjársjóðurinn sagður verð-
mætustu fornminjar sem þjófar hafa
komið höndum yfir.
Málverk vísaði á Hadzic
Verðmætir gripir hverfa víða en
Kind segir þá ekki alltaf fá sömu at-
hygli fjölmiðla og þegar málverkum
eftir heimsþekkta listamenn eins og
Pablo Picasso er stolið.
„Fjölmiðlum finnst alltaf áhuga-
verðara að skrifa um Picassoverk
sem kostar hundruð milljóna sem er
stolið, en það gerðist líka nokrum
sinnum á liðnu ári. En vandamálið er
útbreiddara,“ segir Kind.
Eitt dularfyllsta málverkahvarfið,
eða réttara sagt málverkafundur
ársins, leiddi til handtöku eftirlýsts
stríðsglæpamanns, Gorans Hadzics,
í Serbíu í fyrrasumar. Þegar serb-
neska lögreglað rannsakaði hús vin-
ar hins eftirlýsta stríðsglæpamanns,
fannst meðal annars stækkuð ljós-
mynd af málverkinu „Portrett af
manni“ eftir ítalska listmálarann
Amedeo Modigliani. Fundur ljós-
myndarinnar og rannsóknin sem
fylgdi leiddi lögregluna að fylgsni í
nærliggjandi skógi og þá fundust
bæði stríðsglæpamaðurinn og um-
rætt málverk, sem talið er að hann
hafi reynt að selja til að ná sér í
lausafé. Verkið var talið hafa verið í
eigu serbnesks safnara og metið á
þrjá og hálfan milljarð króna.
Hadzic hafði verið á flótta í sextán
ár þegar hann náðist en málverkið
kom upp um hann.
Dæmdur fyrir fölsun
Glæpir tengdir listaverkum eru
ekki bara þjófnaðir, því fölsun er líka
glæpur. Í október var Wolfgang
Beltracchi dæmdur í sex ára fangelsi
í Köln í Þýskalandi, fyrir að vera
heilinn á bak við alþjóðlegt svikanet.
Beltracchi og félagar hans komu að
minnsta kosti 53 fölsuðum mál-
verkum í verð, en þau voru eignuð
listamönnum á borð við Max Ernst,
Campendonk og André Derain.
Fleiri lista-
verkum stolið
Fjöldi verðmætra
gripa og listaverka
hvarf á liðnu ári
Verðmætt Þetta málverk Modigli-
anis leiddi til handtöku Hadzics.
Myndlistarmennirnir Kristinn G.
Jóhannsson og Guðmundur Ármann
Sigurjónsson sýna um þessar mund-
ir verk sín í Listasal Mosfellsbæjar.
Þeir hafa báðir verið mikilvirkir á
sviði málverksins árum saman, með
aðsetur á Akureyri.
„Við sýndum stundum þrír saman,
við Kristinn og Óli G. heitinn,“ segir
Guðmundur Ármann, spurður um
verkin á sýningunni. „Við vorum all-
ir þrír að fást við einhverskonar
abstraksjón af náttúruupplifun.
Kristinn hefur verið að vinna út
frá brekkunum, eins og hann segir,
líka brekkum í merkingunni fjöll.
Það eru Ólafsfjarðarbrekkurnar og
síðar brekkurnar hér í innbænum á
Akureyri. Hann hélt sýningar sem
hétu Haustbrekkur, Sumarbrekkur
og Vetrarbrekkur, en nú sækir hann
í brekkurnar við Patreksfjörð.
Kristinn kenndi fyrst á Patreks-
firði,“ segir Guðmundur.
Sjálfur sýnir Guðmundur Ármann
málverk og vatnslitaverk. „Ég sýni
stóra mynd sem heitir Sumarnótt og
hún sprettur af mynd sem upp-
haflega var máluð á Arnarvatns-
heiði. Hún sýnir Arnarvatn litla og í
baksýn er Eiríksjökull í miðnæt-
urbirtu. En nú er sú sýn orðin ab-
strakt í þessu stóra verki en það má
greina teikningu af fjalli undir þess-
um lagskiptu strokum mínum. Og í
forgrunni er vatn, sem er litflötur.
Svo sýni ég stórar vatns-
litamyndir, unnar með svipuðum
hætti. Ég geri oft fígúratífar vatns-
litamyndir úti í náttúrunni en ein-
falda þær síðan í þrjá meginfleti.“
Náttúran býður upp á endalausa úr-
vinnslu. „Ég hef fengist við þessar
strokur mínar í ein fimmtán ár. Þá
hafði ég allur verið í boðskap og fé-
lagslegu raunsæi og áttaði mig á því
að ekki mátti gleyma fagurfræðinni.
Fyrst hreyfðu margir listamen sig
frá náttúrunni í abstraktið, en það er
eins og ég sé að færa mig frá ab-
strakti yfir í náttúruna,“ segir Guð-
mundur Ármann. efi@mbl.is
„Ekki mátti gleyma
fagurfræðinni“
Kristinn G. og Guðmundur Ármann sýna í Mosfellsbæ
Brekkumyndir Kristinn G. Gegnsæi Guðmundur Ármann
„Með pensli og paletthníf II“
nefnist sýning myndlistarmann-
anna Kristins G. Jóhannssonar
og Guðmundar Ármanns Sig-
urjónssonar sem opnuð var fyrir
jól í Listasal Mosfellsbæjar sem
er við bókasafn bæjarins. Sýn-
ingin stendur til 14. janúar. Lista-
mennirnir hafa haldið fjölda
einka- og samsýninga og sýna nú
málverk og vatnslitamyndir.
Með pensli ...
SAMSÝNING LISTAMANNA
Efnt hefur verið til samkeppni um
opnunaratriði Vetrarhátíðar í
Reykjavík en hún verður að þessu
sinni dagana níunda til tólfta febr-
úar næstkomandi. Sóst er eftir úti-
verki sem höfðar til almennings og
inniheldur upplifun, gagnvirkni og
gleði. Á það að vera á fjölförnum en
óvæntum stað í borginni. Verð-
launaféð er hálf milljón króna.
Í tilkynningu segir að sóst sé eftir
opnunarverki með tengingu við
rafmagn. Það þarf að geta staðið í
mánuð hið minnsta og þarf að huga
að því við efnisvalið. Nærvera
verksins má vera fyrirferðarmikil
og snerta skynfæri borgarbúa á
mismunandi vegu. Ekki er verra að
það feli í sér einhvers konar gagn-
virkni eða skynjun.
Samkeppnin er opin öllum mynd-
listarmönnum, hönnuðum, arki-
tektum, tónlistarmönnum, ljós-
mönnum, rafmagnsverkfræðingum
eða öðrum sem vinna með rafmagn
og list í einhverju formi. Hvatt er til
samstarfs milli ólíkra hugsuða og
listgreina.
Samkeppni um opnunaratriði
Morgunblaðið/Kristinn
Frá Vetrarhátíð Leitað er að úti-
listaverki sem höfðar til fólks.