Morgunblaðið - 24.02.2012, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. F E B R Ú A R 2 0 1 2
Stofnað 1913 46. tölublað 100. árgangur
UNGAR STÚLKUR
FRAMLEIÐA
SKEGGSLAUFUR
FOOD & FUN
BLAÐAUKI UM MATARHÁTÍÐINA,
KOKKANA OG ALLT GÓÐGÆTIÐMOTTUMARS 10
Ljósmynd/Hjalti Stefánsson
Á vettvangi Rútan valt þrjá hringi.
Betur fór en á horfðist þegar far-
þegarúta með starfsmönnum Alcoa
á Reyðarfirði valt þrjá hringi út af
veginum við Oddsskarðsgöng í gær-
kvöldi. „Það var kolvitlaust veður …
hún fór þrjár veltur að minnsta
kosti,“ sagði Jónas Wilhelmsson,
yfirlögregluþjónn á Eskifirði.
Átta voru í rútunni og voru þeir
sendir á heilsugæsluna á Eskifirði til
eftirlits. Einn var fluttur á sjúkra-
húsið á Norðfirði til öryggis.
Bjarni Freyr Guðmundsson, for-
maður björgunarsveitarinnar Brim-
brúnar á Eskifirði, var á staðnum:
„Það var bálhvasst og glerhálka á
veginum. Við vorum á tveimur jepp-
um og þegar við höfðum staðnæmst
fuku tveir fólksbílar á annan
þeirra,“ sagði Bjarni Freyr.
Rúta valt þrjá
hringi í Oddsskarði
Dragi úr álögum
» Í tillögum sjálfstæðismanna
er m.a. gert ráð fyrir að sér-
stakt bensíngjald og almennt
bensíngjald lækki um tugi kr.
» Bent er á að ríkið taki til sín
um 119,5 kr. af bensínlítra sem
kostar 246,89 kr., eða tæplega
helming af útsöluverði.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
leggur til að tímabundið verði dregið
úr álögum á bensín og eldsneyti svo
skilyrði skapist til að lækka lítra-
verðið niður í u.þ.b. 200 krónur.
Tillagan er lögð fram í tveimur
breytingatillögum á lögum um elds-
neytisverð og á lækkunin að gilda frá
1. apríl til 31. desember. Með tillög-
unni fylgir greinargerð og segir þar í
niðurlagi að lækkunin myndi auka
ráðstöfunartekjur, örva hagvöxt og
leiða til lækkunar vísitölu neyslu-
verðs „sem aftur lækkar höfuðstól
verðtryggðra lána heimila og fyrir-
tækja og afborganir af þeim“.
Er lækkunin jafnframt sögð
mundu virka sem vítamínsprauta á
ferðaþjónustuna og minnka flutn-
ingskostnað og þar með vöruverð.
Í greinargerðinni er áætlað að
tekjur ríkisins af sölu á bensíni og
díselolíu frá og með 1. apríl til 31.
desember nk. verði samanlagt um
28.200 milljónir króna. Haldist notk-
unin óbreytt munu skatttekjurnar
aukast enda er olíuverðið á uppleið.
Aðspurður um þróunina bendir
Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1, á að tonnið af bensíni hafi hækk-
að úr 1.000 Bandaríkjadölum í 1.100
dali síðustu viku. Díselolían hafi
hækkað en þó ekki jafnmikið.
„Við höfum séð snarpar hækkanir.
Fyrir vikið hefur skapast hækkunar-
þörf. Við gætum séð bensínlítrann
hækka í allt að 260 kr. næstu daga.“
Bensínlítrinn kosti 200 kr.
Sjálfstæðismenn leggja til mikla lækkun á álögum á eldsneyti Örvi hagkerfið
Forstjóri N1 segir þörf fyrir hækkanir Bensínið stefni í 260 kr. næstu daga
MLækki bensínlítrann »4
Morgunblaðið/Ómar
Margir án vinnu Spáð er 6,4% at-
vinnuleysi hér á landi í ár.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Útgjöld úr atvinnuleysistrygginga-
sjóði hafa verið meiri að undanförnu
en reiknað var með á síðasta ári og
er því nú spáð að útgjöld vegna at-
vinnuleysisbóta á þessu ári verði
19,2 milljarðar kr. eða einum millj-
arði kr. meiri en fjárlög ársins kveða
á um. Þessi áætlun er byggð á nýrri
spá um að atvinnuleysi verði 6,4% á
árinu 2012.
Þetta eru þó mun lægri fjárhæðir
en runnu úr atvinnuleysistrygginga-
sjóði á seinasta ári, skv. upplýsing-
um Sigurðar P. Sigmundssonar, for-
stöðumanns rekstrarsviðs Vinnu-
málastofnunar. Á árinu 2010 voru
greiðslur úr atvinnuleysistrygginga-
sjóði 23,5 milljarðar kr. sem fóru til
greiðslu atvinnuleysisbóta og átaks-
verkefna á borð við starfsþjálfun o.fl.
Á seinasta ári námu heildarútgjöld
vegna bóta og starfsþjálfunar 22,4
milljörðum og minnkuðu um 1.100 á
milli ára. „Þetta fer lækkandi en
kannski ekki eins mikið og menn
voru að vonast til,“ segir Sigurður P.
Sigmundsson.
Milljarð fram úr fjárlögum?
Spá 19,2 milljörðum úr atvinnuleysistryggingasjóði í ár
Kraftur hefur verið í loðnuvertíðinni síðustu vik-
ur og veiðar og vinnsla verið á fullu. Hrognataka
og frysting gætu hafist upp úr helgi. Loðnan hef-
ur undanfarið fengist út af Þykkvabæ og Eyrar-
bakka og er fremsta gangan komin langleiðina
að Reykjanesi, en myndin er tekin út af Vík. Eft-
ir er að veiða um þriðjung af 590 þúsund tonna
heildarkvóta. Einnig hefur vel veiðst af bolfiski
undanfarið og víða gengið verulega á kvóta. »6
Loðnuveiðar og -vinnsla á fullu
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
„Mér finnst
þetta vera alls-
herjar hand-
arbakavinna og í
raun algjört
klúður,“ segir
Sigurður Líndal,
prófessor við Há-
skólann á Bif-
röst, um þá
ákvörðun Al-
þingis að kalla stjórnlagaráð saman
til fjögurra daga vinnu í næsta
mánuði. Hann telur að tillögur
stjórnlagaráðs um breytingar á
stjórnarskránni þarfnist rækilegr-
ar skoðunar. „Eins og málin standa
í bili, að það takist að leysa þetta á
einum mánuði. Ég held það myndi
jaðra við almættisverk,“ segir Sig-
urður. »9
Handarbakavinna
og algjört klúður
Sigurður Líndal
Fundi í atvinnuveganefnd Alþingis,
sem halda átti í vikunni, var frestað
vegna þess að engin stór mál lágu
fyrir þingnefndinni. Jón Gunn-
arsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði við umræður á Al-
þingi að atvinnumálin væru alger-
lega í lausu lofti og engar tillögur
hefðu komið fram. „Afleiðingin er
sú, virðulegi forseti, að atvinnuvega-
nefnd þingsins er atvinnulaus,“
sagði Jón. Sigurður Jóhannsson,
þingmaður Framsóknarflokksins,
segir að nefndin hafi verið að skoða
eitt og annað. „Til að hafa eitthvað
fyrir stafni höfum við líka verið að
skoða raforkumarkaðinn og skýrslu
um jöfnun raforkukostnaðar,“ segir
hann. Stjórnarliðar boða að tvö stór-
mál, frumvarpið um stjórnkerfi fisk-
veiða og rammaáætlunin um vernd
og orkunýtingu náttúrusvæða, verði
lögð fyrir þingið innan nokkurra
vikna. »12
Nefndarfundi frestað
vegna verkefnaleysis
„Atvinnuveganefnd er atvinnulaus“