Morgunblaðið - 24.02.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.02.2012, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012 Skrifað var í gær undir samning um Atvinnutorg í Hafnarfirði, úr- ræði fyrir ungt atvinnulaust fólk. Um er að ræða nýtt samstarfs- verkefni Hafnarfjarðarbæjar, Vinnumálastofnunar og Velferðar- ráðuneytis sem ætlað er að veita at- vinnuleitandi og vinnufærum ung- mennum einstaklingsmiðaða, atvinnutengda ráðgjöf og stuðning til að styrkja stöðu sína á vinnu- markaði. Markmiðið er að vinna með ungu fólki, yngra en 25 ára, sem hvorki er í námi né vinnu, og aðstoða það við að finna vinnu eða komast í starfsþjálfun. Nokkrar stofnanir bæjarins hafa nú þegar lýst yfir vilja sínum til að taka þátt og fá ungmenni í starfs- þjálfun. Boðið verður upp á 50% starf í hálft ár og greiðir Hafnar- fjarðarbær laun fyrir viðkomandi ungmenni. Þeir Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, skrifuðu undir samninginn. Atvinnutorg Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri, Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, í gær. Atvinnutorg í Hafnarfirði Tveir styrkir úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar hafa verið veittir til framhaldsnemarannsókna við Háskóla Íslands, Annar styrkþeginn, Esther Ösp Valdimarsdóttir, hlaut styrk fyrir verkefnið Reiðar stelpur, sem mið- ar að því að kanna hvort stúlkum sé síður en strákum kennt að fást við reiðitengdar tilfinningar og fá rétt- mæta útrás fyrir þær. Hinn styrkþeginn er Hjördís Sigursteinsdóttir. Rannsóknar- verkefni hennar ber heitið Líðan og heilsa starfsfólks sveitarfélaga á Ís- landi – Einelti á vinnustað. Rann- sókn Hjördísar er hluti af stærra verkefni sem felur í meginatriðum í sér að kanna líðan og heilsu starfs- manna sveitarfélaga á tímum efna- hagsþrenginga. Styrktarsjóðurinn var stofnaður árið 2001. Markmið hans er að rannsaka einelti og kanna leiðir til að fyrirbyggja einelti og bæta fyrir afleiðingar þess. Stjórn Styrktarstjóðs Margrétar og Bents Scheving Thorsteinssonar ásamt styrk- þegum. Frá vinstri eru Gunnar E. Finn- bogason, Brynhildur Flóvenz, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Hjördís Sigursteinsdóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir. Hlutu styrk til að rannsaka einelti Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður um helgina í nýju sýningarhúsnæði að Kletta- görðum 6 í Reykjavík. Alls verða sýndir 696 hreinræktaðir hundar af 83 hundategundum. Hefjast dómar kl. 9 bæði laugardag og sunnudag og standa fram eftir degi. Sex dómarar frá sex löndum, Bretlandi, Finnlandi, Króatíu, Sviss, Sví- þjóð og Spáni, dæma í sex sýningarhringjum samtímis. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina rækt- endum þannig í starfi sínu. Að þessu sinni taka 28 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, laugardag- inn 25. febrúar kl.13. Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur og sýnendur. Alþjóðleg hundasýning um helgina Langholtssöfnuður fagnar 60 ára afmæli á þessu ári. Verður haldið upp á afmælið með ýmsum hætti og verður fyrsti viðburðurinn í messu næsta sunnudag, 26. febrúar kl. 11. Þá mun Árni Bergmann rithöf- undur prédika. Fram kemur í tilkynningu frá Langholtssöfnuði, að prédikun sé glíma við texta Biblíunnar og til- raun til að túlka og miðla til sam- tímans. Ein bóka Árna nefnist Glíman við Guð. Árni hefur búið um langt skeið í Langholtsprestakalli. Árni prédikar Stefán Jóhannsson ásamt styrkþeg- unum Guðbjörgu Erlingsdóttur og Helgu Ásgeirsdóttur. Námsstyrkjum hefur verið úthlutað úr námssjóði Stefáns Jóhannssonar. Í þetta sinn hlutu styrkina Guð- björg Erlingsdóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi Vímulausrar æsku og Helga Ásgeirsdóttir, ráðgjafi hjá Teigi, Landspítala, til þátttöku í UKESAD-ráðstefnunni í London í maí. Á ráðstefnunni er fjallað um nýj- ungar í meðferð áfengis- og vímu- efnaneytenda. Koma helstu sér- fræðingar í heiminum þar saman og miðla af reynslu sinni. Styrkir úr námssjóði Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Á aðalfundi ICEPRO, sem haldinn var á miðvikudag á Hótel Sögu flutti Stefán Kjærnested varafjársýslu- stjóri erindi um markmið og dag- setningar um innleiðingu rafrænna reikninga hjá opinberum stofnun- um. „Við erum að undirbúa breytingu á rafrænum reikningum þannig að reikningarnir flæði þá inn til okkar og við þurfum ekki að vera að skrá þá,“ segir Stefán spurður um þessi nýju markmið. Í erindinu kemur fram að Fjár- sýsla ríkisins hefur sett fram það markmið að 1. janúar 2013 verði ríkisstofnunum heimilt að senda út rafræna reikninga og taka við þeim og að 1. janúar 2014 verði skylt að senda ríkinu rafræna reikninga. „Þegar þú horfir til annarra Norðurlanda þá eru þeir búnir að gera þetta í mörg ár, segir Stefán og bætir við að Danir hafi klárað þetta strax á árinu 2005. Í erindinu kemur fram að Ísland sé að verða á meðal þeirra síðustu í Evrópu. Stefán segir þessar dagsetn- ingar vera óform- legar og að tals- verður undirbúningur sé eftir. „Við eigum eftir að taka þetta upp við hagsmunasamtök og undirbúa þetta, þannig að þetta er ekki ákvörðun.“ Undirbúningur í nokkur ár Stefán segir að fjársýslan hafi undirbúið innleiðinguna með at- vinnulífinu í nokkur ár, m.a. til að ákveða hvaða staðla eigi að nota, en horft er til Dana í þeim efnum. En ESB hefur tekið þá staðla upp. Stef- án segir almenna samstöðu um að þessir staðlar verði notaðir hérlend- is. Þó að endanlega úrfærsla sé eftir segir hann að rætt hafi verið við hugbúnaðarfyrirtækin um að þau innleiði þetta í sín kerfi. Hann segir að það hafi verið ákveðið áhyggju- efni með minni aðila sem notist við handskrifaða reikninga, en að slíkt yrði leyst með gagnagrunni á netinu þar sem þeir gætu skráð reikn- ingana inn í kerfið. Talsvert hagræði Um hagræði af þessum breyttu vinnubrögðum segir Stefán að það sé margþætt. Sendandi spari sér m.a. prentun og sendingarkostnað. Þá spari viðtakandi sér að skrá reikninga inn í kerfið. Reikningarnir bókist sjálfkrafa inn og skilvirkni aukist með því að flokkunarlyklar haldist í kerfinu frá einum aðila til annars sem auðveldi almennt færslu á bókhaldi og að kostnaðartegundir færist sjálfkrafa. Í gildi er ákveðinn vöruflokkunar- staðall, en þó svo að birgjar hafi mis- munandi vörunúmer, eru vöruflokk- unarnúmerin þau sömu og þau munu halda sér í gegnum allt ferlið og fylgja reikningum. Stefán segir að fjársýslan muni vinna áfram með atvinnulífinu að þessum málum og telur að þetta verði næsta bylgja í rafrænum viðskiptum á Íslandi. Fjársýsla ríkisins vill rafræna reikninga  Taki eingöngu við rafrænum reikningum frá 1. janúar 2014 Stefán Kjærnested Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í þremur lágverðverslunum og fjórum stórmörkuðum á höfuðborg- arsvæðinu og Ísafirði mánudaginn 20. febrúar s.l. Verslanirnar Kostur og Víðir neituðu að taka þátt í könn- uninni. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Samkaupum-Úrvali eða í um helmingi tilvika. Í yfir helmingi tilvika var munurinn á hæsta og lægsta verði allt að 25% og í þriðj- ungi tilvika var 25-50% verðmunur. Af þeim 22 mjólkurvörum, osti og viðbiti sem skoðaðar voru var verð- munurinn undir 25% í 17 tilvikum. Minnstur verðmunur var á létt- mjólk, sem var ódýrust á 109 kr./l hjá Bónus, Krónunni og Fjarð- arkaupum en dýrust var hún á 110 kr./l hjá Nettó, Nóatúni, Hag- kaupum og Samkaupum-Úrvali. Verðmunurinn er 1 kr. eða 1%. Mestur verðmunur var á 10 eggjum frá Brúneggjum, sem voru dýrust á 768 kr. hjá Fjarðarkaupum en ódýr- ust hjá Krónunni á 580 kr. Verðmun- urinn er 188 kr. eða 32%. Munur á ávöxtum og grænmeti Meiri verðmunur var á öllum öðr- um vöruflokkum í könnuninni. Sem dæmi má nefna ávexti og grænmeti en verðmunurinn var í helmingi til- vika milli 50 og 75%. Mestur verð- munur var á spínati í poka sem var ódýrast á 1.630 kr./kg hjá Krónunni en dýrast á 2.850 kr./kg hjá Nettó. Verðmunurinn er 1.220 kr./kg eða 75%. Einnig var 75% verðmunur á rófum sem voru ódýrastar á 199 kr./ kg hjá Krónunni en dýrastar á 349 kr./kg hjá Samkaupum-Úrvali. Minnstur munur var á gulri melónu sem var dýrust á 399 kr./kg hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrust á 295 kr./kg hjá Bónus, eða 35% munur. Af öðrum vörum í könnuninni má nefna að mestur verðmunur var á triple action-tannkremi frá Colgate sem var dýrast á 5.427 kr./l hjá Sam- kaupum-Úrvali en ódýrast á 2.450 kr./l hjá Bónus. Verðmunurinn er 2.977 kr. eða 122%. Ein 737 g dós af Swiss miss með sykurpúðum var dýrust á 688 kr. hjá Fjarðarkaupum en ódýrust á 543 kr. hjá Bónus, sem er 27% verðmunur. Mömmu- hindberjasaft var ódýrust á 798 kr. hjá Nóatúni en dýrust á 849 kr. hjá Hagkaupum og Samkaupum-Úrvali, sem er 6% verðmunur. Barnamatur frá Gerber, „eplamauk“, var ódýrast á 149 kr./st. hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 189 kr./st. hjá Samkaupum- Úrvali, sem er 27% verðmunur. Frosinn lambahryggur var ódýr- astur á 1.498 kr./kg hjá Hagkaupum en dýrastur á 1.898 kr./kg hjá Nóa- túni og Krónunni, sem er 27% verð- munur. Heimilisbrauð frá Myllunni var ódýrast á 298 kr./st. hjá Fjarð- arkaupum en dýrast á 334 kr./st. hjá Hagkaupum og Samkaupum-Úrvali, sem er 12% verðmunur. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Ísa- firði, Krónunni Árbæ, Nettó Mjódd, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Nóa- túni Hringbraut, Samkaupum- Úrvali Hafnarfirði og Hagkaupum Holtagörðum. Aðeins er um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu sölu- aðila, segir í tilkynningu frá ASÍ. sisi@mbl.is Mikill munur var á verði í verslunum Morgunblaðið/Sverrir Verslanir Verðmunurinn reyndist mikill í könnun ASÍ. Til dæmis var munur á tannkremi 122%. Minnstur reyndist munurinn vera á mjólkurvörum. Af þeim 110 vörutegundum sem skoðaðar voru var Samkaup- Úrval með hæsta verðið í 58 til- vikum, Hagkaup í 31, Fjarð- arkaup 21 og Nóatún í 20. Bónus var með lægsta verðið í 63 tilvika. Krónan var lægst í 29 tilvikum og Fjarðarkaup í 15. Þegar umbeðin vara var bæði til í Bónus og Krónunni var um eða undir 2 kr. verðmunur í næstum helmingi tilfella. Flestar vörurnar sem skoð- aðar voru í könnuninni voru til hjá Hagkaupum eða 104 af 110, næstflestar hjá Fjarðarkaupum eða 101, Nóatún og Samkaup Úrval áttu til 94. Fæstar vörurnar í könnuninni voru fáanlegar í Bónus eða 81, Nettó átti 85 og Krónan 92. Oft munar litlu á verði SAMANBURÐUR STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.