Morgunblaðið - 24.02.2012, Side 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Talið er að Vesturveldin og mörg ríki
Arababandalagsins muni á fundi sín-
um í Túnis í dag krefjast þess að
stjórnvöld í Sýrlandi leyfi að veitt
verði mannúðarstoð, að sögn
ónefnds stjórnarerindreka. Sýr-
lenski herinn hefur nú í nær þrjár
vikur haldið uppi stanslausum
sprengjuárásum á borgina Homs
sem er eitt aðalvígi andstöðunnar við
Bashar al-Assad forseta. Ástandið í
borginni er sagt skelfilegt.
Sjónarvottar lýstu í gær „gríðar-
legum sprengingum“ í Homs. Al-
þjóðanefnd Rauða krossins hvatti í
vikunni til þess að gert yrði tveggja
stunda vopnahlé einu sinni á dag til
þess að ráðrúm gæfist til flytja
óbreyttum borgurum á átakasvæð-
um lyf og aðrar nauðsynjar.
Óhug hefur vakið að hermenn
stjórnvalda virðast nú reyna að
hræða erlenda fréttamenn frá því að
segja frá ástandinu. Tveir þeirra,
bandaríski fréttamaðurinn Marie
Colvin og franski ljósmyndarinn
Remi Olchik, létu lífið á miðvikudag
þegar flugskeytum var skotið á
bráðabirgðamiðstöð fyrir fjölmiðla í
Homs. Einnig féll sýrlenski frétta-
maðurinn Rami al-Sayed og nokkrir
erlendir fréttamenn særðust. Í
myndbandi sem Colvin gerði fyrir
BBC á þriðjudag lýsti hún árásunum
á borgina.
„Ég horfði á barn deyja í dag.
Þetta var alveg hryllilegt. Sprengju-
kúlum og flugskeytum rignir látlaust
yfir hverfi þar sem óbreyttir borg-
arar búa,“ sagði hún.
Uppreisnarmaður í Homs, Hadi
Abdullah, sagði að allt benti til að
miðstöðin hefði af ásettu ráði verið
gerð að skotmarki: alls hefðu 11 flug-
skeyti lent á henni. Farsímasam-
skipti milli andófshópa í borginni
hefðu stöðvast vegna þess að fjar-
skiptamastur hefði verið sprengt.
Leyfi mannúðaraðstoð
Ríkjahópurinn Vinir Sýrlands ræðir kröfur á hendur stjórn Assads forseta
Þúsundir hafa fallið
» Talið er að meira en 7.600
manns hafi fallið í átökunum í
Sýrlandi sem staðið hafa í 11
mánuði.
» Ríkin sem hittast á morgun í
Túnis kalla sig Vini Sýrlands.
» Rússar og Kínverjar beittu
fyrir skömmu neitunarvaldi í
öryggisráði SÞ til að fella til-
lögu þar sem grimmdarverk
Assads voru fordæmd.
Lögreglan í Moskvu sagði að um
130 þúsund manns hefðu tekið þátt
í kosningafundi til stuðnings Vla-
dímír Pútín, forsætisráðherra og
þar áður forseta Rússlands, í gær.
Hann býður sig á ný fram í forseta-
kosningum 4. mars og benda kann-
anir til þess að hann sigri þegar í
fyrri umferð, fái hreinan meiri-
hluta atkvæða.
Fundurinn var haldinn undir
slagorðinu Verjum þjóðina og var
Pútín mjög á þjóðernissinnuðum
nótum í ræðu sinni. Hét hann m.a.
að meina erlendum aðilum að
skipta sér af innri málum landsins.
Pútín er fyrrverandi njósnari og
hefur haldið mjög á lofti afrekum
leyniþjónustu Sovétríkjanna gömlu.
Að sögn Jyllandsposten sagði hann
nýlega að sovéskir njósnarar hefðu
smyglað heim geysilegu magni
gagna um fyrstu kjarnorkusprengj-
una frá Bandaríkjunum. Erlendir
vísindamenn hefðu vísvitandi af-
hent þeim þessi gögn til að tryggja
að Bandaríkin hefðu ekki einkarétt
á sprengjunni. kjon@mbl.is
Reuters
Pútín
í miklum
ham
Kát Kona úr röðum stuðningsmanna Pútíns dansar við styttu sovétleiðtogans Leníns í gær eftir kosningafundinn.
Starfsmenn evrópsku kjarneðlis-
fræðistofnunarinnar, CERN, fundu
í fyrra vísbendingar um að kenning
eðlisfræðingsins Alberts Einsteins
um að ekki væri til meiri hraði en
hraði ljóssins væri röng. Fiseindir,
óhlaðnar kjarneindir með lítinn
sem engan massa, virtust ná ívið
meiri hraða. Nú segja þeir hugsan-
legt að tæknilegur galli hafi leitt þá
á villigötur. „Eðlisfræðingarnir
hafa farið yfir þessa hluti, halda
áfram að fara yfir þá og munu gera
það enn á ný,“ sagði fjölmiðla-
fulltrúi CERN sem er með aðal-
stöðvar í Sviss. kjon@mbl.is
Ljóshraðakenning
Einsteins heldur
líklega gildi sínu
SVISS
J.K. Rowling,
höfundur barna-
bókanna vinsælu
um Harry Pott-
er, hefur nú
undirritað samn-
ing við bóka-
forlag um að
skrifa sína fyrstu
skáldsögu fyrir
fullorðna. Fyrri
bækur Rowling, sem er bresk og
var óþekkt áður en Harry Potter
kom til sögunnar, hafa selst í tug-
milljónum eintaka um allan heim.
kjon@mbl.is
Rowling skrifar bók
fyrir fullorðna
J.K. Rowling
BRETLAND
Enn er leitað að líkum sjö manna
sem saknað er eftir að skemmti-
ferðaskipið Costa Concordia sökk
undan ströndum ítölsku eyjunnar
Giglio í janúar. Lík fimm ára stúlku
fannst í fyrradag, faðir hennar
fórst í slysinu. Sjö manns er enn
saknað en 25 fórust með vissu er
skipið strandaði. Um borð í Costa
Concordia voru um 4.200 farþegar.
Nú þykir sannað að skipstjórinn
hafi verið ódrukkinn. kjon@mbl.is
Sjö enn ófundnir í
skipsflakinu
ÍTALÍA
Sjónvarpskappræður forsetaefna
repúblikana í Arizona á miðvikudag
báru þess glögg merki að Rick San-
torum væri farinn að ógna mjög Mitt
Romney sem talinn er líklegastur til
að verða forsetaefni flokksins. Kosið
verður í Arizona og Michigan nk.
þriðjudag og er Santorum efstur í
Arizona en í Michigan eru þeir jafn-
ir, hann og Romney.
Ný könnun á landsvísu sýnir á
hinn bóginn að Santorum myndi
tapa stórt fyrir Barack Obama for-
seta en Romney og Obama yrðu nær
jafnir ef kosið yrði núna.
Romney reyndi ákaft að sýna
fram á að Santorum, sem er fyrrver-
andi fulltrúadeildarþingmaður, hefði
ekki verið jafn stefnufastur íhalds-
maður og hann lætur í veðri vaka.
Santorum hefði m.a. stutt fjárveit-
ingar til umdeildra ríkisfram-
kvæmda. Púað var á Santorum þeg-
ar hann sagðist hafa greitt atkvæði
með dýru menntunarátaki jafnvel
þótt það hefði verið „andstætt
grundvallaratriðum sem ég trúi á“.
kjon@mbl.is
Sótt að Santorum
í sjónvarpskappræðum
Romney með svip-
að fylgi og Obama
í nýrri könnun
Reuters
Slagur Þrír forsetaframbjóðendur, frá v. Ron Paul, Santorum og Romney.
Rick Santorum er afkomandi
ítalskra innflytjenda og kaþólskur.
Hann höfðar sterkt til þeirra sem
eru andvígir hjónabandi samkyn-
hneigðra og fóstureyðingum. En
aðrir benda á að haldi hann fast
við þessi sjónarmið geti honum
reynst afar erfitt að ná eyrum
margra miðjumanna. Á hinn bóg-
inn hefur Romney legið undir
ámæli fyrir að skipta oft um skoð-
un í umdeildum málum, allt eftir
því hvernig vindar blása. Fólk viti
því ekki hvar það hafi hann.
Er Romney tækifærissinni?
STEFNUFESTA OG SVEIGJANLEIKI
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Umskiptin í arabalöndunum hafa
fengið mörg ríki til að endurskoða
stefnu sína gagnvart þeim, ekki síst
ríki sem hafa átt ábatasöm samskipti
við einræðisherra sem ýmist eru
fallnir eða á fallanda fæti. Svíar hafa
lengi verið miklir vopnaútflytjendur,
Bofors-fallbyssur og fullkomnar her-
þotur frá Saab-verksmiðjunum hafa
lengi verið eftirsóttar í herjum
margra landa.
Hátæknibúnaðurinn í þotunum er
að vísu að mestu bandarískur að
uppruna. En Svíþjóð er sjöunda
stærsta vopnasöluríki heims þótt þar
búi aðeins rúmar níu milljónir
manna. Miðað við höfðatölu voru Sví-
ar númer eitt árið 2010 og Norð-
menn númer fimm, að sögn blaðsins
Dagens Nyheter. Sænska þingið
krafðist þess í fyrra að settar yrðu
strangar reglur, einvörðungu seld
vopn til lýðræðislanda. En lítið hefur
orðið úr framkvæmdum.
„Útflutningur á stríðstólum mun
halda áfram þangað til þessi lög hafa
verið sett,“ segir Anna Ek, formaður
Sænsku friðarsamtakanna. Í kalda
stríðinu voru sænskir stjórnmála-
menn ákafir friðarboðendur um all-
an heim. En menn settu kíkinn fyrir
blinda augað þegar kannað var
ástand lýðræðis og mannréttinda í
löndum sem keyptu sænsk vopn.
Svíar deila
um vopnasölu
Þingið bannar sölu til einræðisríkja
Dýr framleiðsla
» Útilokað var fyrir Svía að
halda uppi háþróaðri vopna-
framleiðslu fyrir innanlands-
markaðinn einan.
» Þess vegna var stöðugt leit-
að markaða erlendis.
Dýr vopn Gripen-þotur frá Saab-
verksmiðjunum í Svíþjóð.