Morgunblaðið - 24.02.2012, Page 22
héldu vopnin áfram að streyma til
landsins.
Þegar kalda stríðinu lauk
hrundu stjórnir þessara tveggja
landa. Fjarað hafði undan Siad
Barre, einræðisherra í Sómalíu, á ní-
unda áratugnum og var hann kall-
aður „borgarstjórinn í Mogadishu“
vegna þess hvað ítök hans voru lítil
utan höfuðborgarinnar.
Í Sómalíu búa á milli sjö og átta
milljónir manna. Þeir tala flestir
sama tungumál, sómölsku, og eru
múslímar, súnnítar nánar tiltekið. Í
landinu eru hins vegar miklir flokka-
drættir milli ættbálka þótt ekki sé
alls staðar jafnróstusamt.
Bandaríkjamenn hugðust reyna
að stilla til friðar þegar þeir gengu á
land í Sómalíu 1992, en hurfu á braut
með skottið á milli fótanna tveimur
árum síðar.
Frá 2007 hafa um 10.000 frið-
argæsluliðar á vegum Afríku-
sambandsins verið í Sómalíu til
að verja bráðabirgðastjórnina
fyrir uppreisnarmönnum. Í
ágúst voru þeir hraktir frá Mo-
gadishu, en hafa haldið
uppi skærum með bíl-
sprengjum og sjálfs-
morðsárásum. Upp-
reisnarmennirnir eru
aðþrengdir, en þeir neita
að gefast upp.
Þegar hefur verið
ákveðið að halda aðra ráð-
stefnu um Sómalíu í
Istanbúl í júní.
Er von að finna í
landi án ríkis?
AP
Á undanhaldi Liðsmenn uppreisnarsamtakanna al-Shabab munda
sprengjuvörpur. Þau tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda.
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÁAlþingi hef-ur nefndfjallað mán-
uðum saman um
sundurlausar til-
lögur svonefnds
stjórnlagaráðs, án þess að taka
afstöðu til einnar einustu
þeirra. Nú hefur minnihluti
þingsins ákveðið að vekja
„stjórnlagaráðið“ aftur til lífs-
ins, og kallar það til fundar,
segist munu láta ríkissjóð
borga ráðsmönnum laun á ný,
enda fáist þeir til að spjalla
saman aftur um gömlu tillög-
urnar sínar.
Enginn veit af hverju þetta
er gert. Stjórnlagaráðsfólki,
sem á sínum tíma tók því miður
þátt í tilburðum ríkisstjórn-
arinnar til að niðurlægja
Hæstarétt, virðist órótt núna.
Það er ekki að undra. Enginn
veit til hvers er ætlast að því.
Nokkrir hinna gömlu fulltrúa
ráðsins hafa þegar meldað for-
föll, sumir lýst furðu sinni á
uppátæki þingnefndarinnar og
algjöru afstöðuleysi kjörinna
fulltrúa á löggjafarsamkund-
unni. Einn fulltrúi segist svo
sem geta mætt en botnar ber-
sýnilega hvorki upp né niður í
stöðunni.
Ekkert bendir ennþá til að
forsætisráðherra landsins hafi
enn sem komið er lesið tillögur
„stjórnlagaráðs“.
Hvorki hún né
nokkur forystu-
maður í stjórnar-
flokkunum hefur
tekið tillögur
„ráðsins“ upp á sína arma.
Þvert á móti. Þeir virðast ætla
að henda stórgölluðum tillög-
unum munaðarlausum í alls-
herjaratkvæðagreiðslu, sem
gæti jafnvel orðið enn vitlausari
en kosningin um stjórnlaga-
þing, sem Hæstiréttur hafnaði.
Sagt er að atkvæðagreiðslan
eigi að fara fram samhliða for-
setakosningum. Nú hefur það
iðulega gerst að sjálfkjörið sé í
forsetakosningum, einkum þó
ef sitjandi forseti er áfram í
kjöri. Þá fer engin kosning
fram. Varla gerir ríkisstjórnin
ráð fyrir að hinar sérkennilegu
tillögur „stjórnlagaráðs“ verði
„sjálfkjörnar“ eins og forsetar
eru stundum.
Eða er hún tilbúin með fram-
bjóðanda, ef Ólafur Ragnar
Grímsson étur ofan í sig ný-
ársávarpið, til að tryggja að
kosning fari fram? Eða er þetta
allt saman einn og sami hræri-
grauturinn eins og svo margt
verður í höndum núverandi rík-
isstjórnar? Þjóðin þarf síst á
enn einum skrípaleiknum að
halda, eins og nú er statt fyrir
henni.
Bröltið með stjórn-
arskrána lendir í sí-
fellt meiri ógöngum}
Því er komið svona fram
við stjórnarskrána?
Dönsk stjórn-völd hafa nú
fundið út að engin
ástæða sé til að
bera nýjan sátt-
mála Evrópusam-
bandsins um aukinn efnahags-
samruna undir þjóðaratkvæði.
Uppgefin ástæða er sú að þessi
aukni samruni feli ekki í sér
skerðingu fullveldis landsins,
sem er athyglisverð niður-
staða. Nýi sáttmálinn felur í
sér að lokaorðið um opinber
fjármál aðildarríkjanna kemur
frá Brussel og sé niðurstaðan
sú að sáttmáli sem feli þetta í
sér þrengi ekki að fullveldinu
hlýtur að verða að draga þá
ályktun að fullveldið hafi ekki
verið mikið fyrir.
Þessi niðurstaða í Dan-
mörku er í samræmi við þá
stefnu sem ríkt hefur í Evr-
ópusambandinu og gengur út á
að halda almenningi sem
fjærst öllum ákvörðunum um
hvernig Evrópusambandið á
að þróast og þar með um stöðu
og þróun ríkjanna sem mynda
sambandið. Smátt og smátt
hefur verið klipið af fullveldi
ríkjanna en almenningur hefur
sáralítið haft um þróunina að
segja. Og í þau fáu
skipti sem hann
hefur verið spurð-
ur og haft aðra
skoðun en ráða-
menn í Brussel
hefur hann yfirleitt verið
spurður aftur þar til þókn-
anlegt svar fæst.
Ekkert bendir til að þetta sé
að breytast. Þvert á móti eru
sterkar vísbendingar um að
miðstjórnarvaldið sé að herða
tökin og nýtt dæmi þar um eru
nokkurs konar efnahags-
þvinganir sem verið er að beita
Ungverja. Þeir hafa ekki skor-
ið niður í ríkisútgjöldum eins
og framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins ætlast til og
nú hefur verið ákveðið að
skerða verulega styrki til
þeirra þar til þeir hlýða.
Hér á landi ræða stjórnvöld,
sem eiga sér ekkert stærra
markmið en að þröngva land-
inu inn í Evrópusambandið,
ekki um þessa þróun. Þau
reyna að fela eðli Evrópusam-
bandsins og vonast til að með
því takist að nudda aðlög-
uninni áfram og læða aðild-
arsamningnum í gegn hjá þjóð-
inni.
Almenningur fær
engin áhrif að hafa á
þróun ESB}
Danir fá ekkert að segja
S
umir segja að samskiptasíður á borð
við Facebook sameini fólk og séu vel-
komin viðbót við þá samskiptamögu-
leika sem áður voru fyrir hendi. Aðr-
ir eru á gagnstæðri skoðun. Þeir
segja Facebook og skyld fyrirbæri sundra fólki,
því þegar fólk eigi stóran hluta félagslegra sam-
skipta sinna á Facebook eigi það síður í annars
konar samskiptum.
Það sem fólki fer á milli á samskiptasíðum
segja þessir sömu vera yfirborðslegt og tak-
markað þar sem fólk dragi upp fegraða og
brenglaða mynd af sér í von um að það virki álit-
legra en það er í eigin persónu. Ekki sé hægt að
tala um raunveruleg samskipti, því að fólk komi
ekki til dyranna í eigin persónu. Hvernig ætli
samskipti okkar augliti til auglitis væru annars
ef við værum alltaf að „póka“ hvert annað eða
„læka“ aðra hvora setningu sem við látum út úr okkur? Svo
ekki sé talað um ef við værum stanslaust að blikka á eftir
hverju einasta orði, eins og tíðkast á Facebook.
Hvað sem er til í þessu, þá eru stöðuuppfærslur á Face-
book kapítuli út af fyrir sig.
Eitt sinn þótti það óskaplega óviðeigandi hegðun hjá full-
orðnu fólki að monta sig. Það var í mesta lagi að ungum
börnum fyrirgæfist slíkt sökum æsku. En með tilkomu
Facebook virðist mont hafa orðið að félagslega við-
urkenndri hegðun. Til dæmis er ekkert óalgengt að lesa
stöðuuppfærslur á borð við þetta: „Byrjaði daginn á brjál-
uðum púltíma, fór heim, bakaði brauð handa fjölskyldunni,
setti í vél, fór með börnin í skólann, fór í vinn-
una, sló algjörlega í gegn á fundinum, kom
heim, fór síðan út að hlaupa (tók 15 km), tók úr
vél, þreif allt, hjálpaði krökkunum að læra
heima, eldaði þríréttaðan kvöldmat og dagurinn
bara rétt að byrja …“
Þetta myndu fáir láta út úr sér í hversdags-
legum samræðum manna á milli og spyrja má
hver tilgangurinn sé með þessu. Það virðist aft-
ur á móti vera í besta lagi á Facebook að tjá sig
á þennan hátt, a.m.k. eru viðbrögðin við svona
stöðuuppfærslum yfirleitt afar jákvæð. Reynd-
ar er til orð yfir svona hegðun á ensku: Face-
bragging.
Bandarísk könnun sýndi að það sem fer mest
í taugarnar á fólki varðandi facebook-
stöðuuppfærslur er óhóflegt nöldur, öfgafullar
pólitískar skoðanir og mont. Samkvæmt sömu
könnun voru eftirfarandi þrjár manngerðir nefndar til sög-
unnar sem þær mest pirrandi á Facebook: Stolta foreldrið
sem skrifar fjálglega um hvern einasta andardrátt sem af-
kvæmið tekur (jafnvel þótt það sé komið hátt á þrítugs-
aldur), uppstillingargínan, sem fegrar eigið líf og stillir því
upp eins og búðarglugga, og aðgerðasinninn, sem linnulaust
býður fólki á alls konar viðburði sem tengjast hugðarefnum
hans.
En kannski er bara gott að til sé vettvangur fyrir ókost-
ina okkar. Þar sem við getum verið montin án þess að fá
skömm í hattinn. Við högum okkur þá kannski aðeins skikk-
anlegar í „alvörulífinu“. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Fullorðnir montrassar á Facebook
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Uppreisnarsamtökin al-Shebab
spruttu fram eftir að Eþíópía
réðst inn í Sómalíu 2006. Nafn-
ið merkir „æska“ á arabísku og
hefur samtökunum verið líkt við
talibana í Afganistan. Samtökin
höfðu náð hlutum höfuðborg-
arinnar, Mogadishu, á sitt vald,
en hafa nú verið hrakin þaðan.
Þau ráða þó enn svæðum í suð-
urhluta landsins og gilda þar
íslömsk lög, sjaría.
Talið er að í samtökunum
séu fimm til átta þúsund
manns, þar af tvö þúsund
þrautþjálfaðir hermenn
og eru tvö hundruð út-
lendingar í þeim hópi.
Al-Shebab lýsti yfir
stuðningi við Osama
bin Laden 2009. Í
liðinni viku sagði arf-
taki bin Ladens,
Ayman al-Zawahiri,
að vígamenn al-
Shebab hefðu gengið
í al-Qaeda.
Tengjast
al-Qaeda
VÍGAMENN Á UNDANHALDI
Ekki ég Andstæðingur
al-Shebab með skilti.
BAKSVIÐ
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Ý
mislegt bendir til þess
að nú sé lag að binda
enda á 20 ára hörm-
ungar í Sómalíu. Á fjöl-
þjóðlegri ráðstefnu í
London í gær var hvatt til þess að
gripið yrði til aðgerða og sagði David
Cameron, forsætisráðherra Bret-
lands, að það yrði „dýru verði keypt“
að sitja með hendur í skauti því að
„vandi Sómalíu hefði ekki aðeins áhrif
á Sómalíu. Hann hefur áhrif á okkur
öll“.
Hillary Clinton, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði að
Bandaríkin myndu þrýsta á um refsi-
aðgerðir, þ. á m. farbann og frystingu
eigna, á hendur þeim, sem stæðu í
vegi fyrir því að brothætt bráða-
birgðastjórn Sómalíu næði árangri.
Í Mogadishu, höfuðborg Sómal-
íu, mátti í gær sjá breska fána á lofti
til stuðnings ráðstefnunni þar sem
saman eru komnir fulltrúar um 40
landa, þar á meðal Eþíópíu, Úganda
og Kenía auk Sameinuðu þjóðanna,
Afríkusambandsins og Arababanda-
lagsins. Fréttaskýrendur hafa þó efa-
semdir um að næg athygli muni bein-
ast að Sómalíu, sérstaklega í ljósi
ástandsins í Sýrlandi um þessar
mundir.
Bitbein í kalda stríðinu
Sómalía hefur verið í upplausn
síðan 1991, land án ríkis. Mörg
hundruð þúsund manns hafa látið lífið
í landinu vegna hungursneyðar og
átaka. Einkum hefur þó athygli
beinst að Sómalíu vegna tíðra sjórána
undan strönd landsins. Um þrjú þús-
und km strandlengja þess liggur að
Adenflóa þar sem um 20 þúsund skip
sigla á ári hverju og Indlandshafi.
Sómalía ásamt Eþíópíu, Erítreu
og Súdan hefur verið þungamiðja of-
beldis og átaka í heiminum. Vegna
legu sinnar urðu þau að bitbeini í
kalda stríðinu. Einhvern tímann var
sagt að einræðisherrar á þessum
slóðum þyrftu aðeins að taka upp
símann til að fá send vopn frá Banda-
ríkjunum eða Sovétríkjunum. Fyrst
var Sómalía áhrifasvæði Kremlar og
Washington með ítök í Eþíópíu. Þeg-
ar Haile Selassie var myrtur og nýir
valdhafar kváðust aðhyllast marx-
isma snerist taflið við. Þótt Sómalía
væri orðið peð Bandaríkjamanna