Morgunblaðið - 24.02.2012, Page 28

Morgunblaðið - 24.02.2012, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012 ✝ Halldór Guð-björnsson fæddist í Reykjavík 30. janúar 1961. Hann lést á heimili sínu í Vest- mannaeyjum 15. febrúar 2012. For- erldrar hans voru Guðbjörn Guð- mundsson, f. 21.6. 1941, d. 15.12. 2000, og Jóhanna Halldórsdóttir, f. 3.5. 1940. Þau skildu. Albróðir Halldórs er Guðmundur. Með sambýliskonu sinni, Kristínu Sigurðardóttur, eignaðist Guðbjörn Erling og Gunnar Þór, dóttir Kristínar er Hlíf Helga Káradóttir. Halldór kvæntist 5.4. 1980 Helgu Símonardóttur, f. 13. maí 1962. Foreldrar hennar voru Símon Kristjánsson og Anna Tómasdóttir sem bæði eru látin. Systir Helgu er Líney Sím- onardóttir. Börn: Símon, f. 19.1. 1980, kvæntur Jónu Guðlaugu Þorvaldsdóttur. Jóhann, f. 19.1. 1980, kvæntur Guð- nýju Ólafsdóttur. Dóttir þeirra er Bríet Eva. Anna, f. 28.1. 1983, gift Halldóri Sölva Har- aldssyni. Börn þeirra eru Helga Lind og Halldór Atli, d. 25.11. 2010. Halldór lauk skipstjórnarnámi frá Stýrimanna- skólanum í Vestmannaeyjum 1979 og farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1980. Hann var skipstjóri á Frá VE 78, var áður til sjós á öðrum skipum frá Eyjum. Hann var framkvæmdastjóri Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum síðan 1995. Halldór var félagi í Kiwanisklúbbnum Helgafelli frá 1992 og í Frímúrarareglunni á Íslandi frá 2001. Útför Halldórs fer fram frá Landakirkju í dag, 24. febrúar 2012, kl. 16. Þegar ég var ellefu ára göm- ul kom ég eitt sinn heim og mætti Helgu stóru systur minni við útidyrnar heima ásamt ung- um pilti með sítt hár í galla- jakka. Hæ, sagði hún, þetta er Dóri, vinur minn. Þá var Helga systir 15 ára og Dóri 16 ára. Upp frá þessum degi hefur Dóri verið stór partur af fjöl- skyldunni okkar. Allt gerðist mjög hratt, trúlofun, gifting og tvíburarnir Símon og Jóhann fæddir áður en þau náðu tví- tugu. Í fyrstu bjuggu þau heima hjá foreldrum okkar á Túngötunni í Vestmannaeyjum og ekki veitti þeim nú af hjálp- inni með tvo hressa drengi. Fljótlega bættist svo hún Anna litla pabbastelpa í glaðlyndan krakkahópinn. Dóri kláraði stýrimannaskólann og varð sjó- maður af lífi og sál, duglegur og ábyrgur. Lífið brosti við fjöl- skyldunni, krakkarnir stækk- uðu og fengu að kenna á stríðni föður síns, en það var eitt af að- aleinkennum Dóra, beittur húmor og góðlátleg stríðni. Þá varð Dóri fyrir því óláni að slasast við störf úti á sjó og varð upp frá því að hætta til sjós. Bakið var ónýtt og hann spengdur eftir áralanga bak- verki. Það voru erfið ár fyrir fjölskylduna, en hann dó ekki ráðalaus og fór að baka flatkök- ur og selja í búðir í Eyjum um skeið. Lífsgleðin skein þó alltaf í gegn og má segja að ákveðið jafnvægi hafi náðst. Eftir að ég flutti endanlega upp á land hitt- umst við auðvitað minna, en þó reglulega á mörgum ferðalög- um ykkar Helgu. Dóri hafði mikinn áhuga á veiðimennsku og stundaði hana eins mikið og heilsan leyfði og tók einnig að sér heilmörg fé- lagsstörf. Ég gerði svolítið grín að þeim hjónum og sagði að þau væru farin að lifa eins og eft- irlaunaþegar, löngu fyrir fimm- tugt, sem fólst í langdvölum yf- ir vetrarmánuðina á Kanaríeyjum og svo í Þjórs- árdalnum á sumrin. Alls staðar eignuðust þau marga vini, enda gestrisin mjög og félagslynd bæði tvö. Þá tóku áföllin við, ný veikindi og meðferðir og það tekur á. Með þrautseigju og bjartsýni hélstu þetta ótrúlega lengi út. En þegar þið misstuð barnabarnið voru tímarnir erf- iðir. Von um framtíð með nýtt líffæri stóð stutt og gríðarleg vonbrigði þegar séð varð að sjúkdómurinn myndi ná yfir- höndinni. Ég verð að segja að við höfðum öll gott af því að umgangast jafn jákvæðan og heilsteyptan mann og hann Halldór, hans verður sárt sakn- að. Elsku Helga systir, þetta verða miklar og erfiðar breyt- ingar fyrir þig. Dóri var klett- urinn í lífi ykkar allra. Símon, Jóhann, Anna og fjölskyldur megi þið öll hafa styrk til að takast á við þessar stóru breyt- ingar í lífinu. Minningin um Halldór lifir með okkur. Líney Símonardóttir. Það er sárara en orðum verð- ur að komið að lýsa til fulls hve erfitt það er að rita minning- argrein um minn góða og trausta vin Halldór Guðbjörns- son. Að missa góðan vin á besta aldri er það sem enginn vill upplifa en enginn fær umflúið þegar kallið kemur. Vonin um að sigra er alltaf númer eitt en að lokum verður að gefa hana frá sér líka. Þannig var þetta hjá vini mínum, en það var þó aldrei uppgjöf hjá Dóra og hann brosti sínu hæverska brosi fram á síðustu stundu. Dóri átti ótal marga vini úti um allt land. Ekki það að hann safnaði þeim, heldur laðaðist fólk að honum. Hann vildi gera vel við alla. Þó að við höfum ekki þekkst allt okkar líf var engu líkara en svo væri og deildum við hvor með öðrum málum sem við ræddum ekki við hvern sem er. Dóri var sjó- maður og allt sem að sjónum snéri var hans heimavöllur. Hann varð þó að sætta sig við að fara snemma í land vegna af- leiðinga slyss sem hann lenti í um borð í skipi sínu. Samveru- stundir okkar hjónanna með þeim Dóra og Helgu eru fjár- sjóður út af fyrir sig sem verða geymdar í minningum um góða daga. Helga mín, það verður öðruvísi en áður að hittast. En þegar við syngjum Einn ég stend nú við stýrið, þá höfum við aukastól fyrir Dóra, því ég veit að hann vill ekki missa af því. Dóri var mikið náttúrubarn og naut þess að vera á árbakk- anum með stöngina og þar átt- um við sameiginlegt áhugamál. Hann var líka einstakur veiði- félagi að því leytinu til að það gladdi hann eiginlega meira að veiðifélaginn setti í vænan fisk en hann sjálfur. Þá var hann tilbúinn með háfinn og síðan var félaganum hrósað fyrir góða veiði. Það var einmitt með Dóra sem ég veiddi stærstu bleikju sem ég hef fengið. Þetta var í ánni hans eins og ég kall- aði Fossána og þar fórum við líka síðasta veiðitúrinn saman sl. haust. Við vorum allan dag- inn. Byrjuðum á því að „fá okk- ur bita“ eins og hann sagði allt- af, svo var stefnan sett fram Þjórsárdal. Hann Dóri ætlaði að fara alla leið fram í gljúfur þar sem stóri urriðinn lá í djúp- um hyljunum. Ekkert gat verið betra en að vera þarna síma- sambandslausir og það eina sem heyrðist var niður árinnar. Það fór þó ekki á milli mála að þrekið var orðið verulega skert og viljinn einn dreif hann áfram. Við komum til baka þreyttir en alsælir. Konurnar okkar sátu í fortjaldinu og biðu okkar, það var smásvipur á þeim. Við höfðum gleymt okkur eina ferðina enn úti í nátt- úrunni. Ég mun sakna þess að fá ekki hringingu frá Dóra Vest, eins og hann er skráður í síma- skránni minni. Það voru fáir dagar þar sem var ekki talað saman eða sent sms á milli. Elsku vinur, ég mun sakna þín mikið og ég mun aldrei gleyma þér. Ég kveð þig að sinni, gangi þér vel á nýjum slóðum. Far þú á Guðs vegum. Elsku hetjan og kletturinn Helga Símonardóttir og fjöl- skylda, ykkar missir er mikill en minningin um góðan eigin- mann, föður, tengdaföður og afa mun lifa. Þorleifur og Lára, Bolungarvík. Að eignast góða og trausta vini er eitt af því dýrmætasta í lífinu. Örlögin höguðu því svo, að leiðir okkar og Dóra og Helgu lágu saman á hinum sól- ríku Kanaríeyjum fyrir um 7 árum síðan. Þá hófst kunningsskapur og vinátta, einlægari en við höfum áður kynnst. Fljótt urðu samverustundirn- ar fleiri, okkur var boðið út í Eyjar, upp í Þjórsárdal, þau fóru með okkur vestur á Patró og kynntust okkar heimahög- um, ógleymanlegar stundir þar sem glaðværðin réð ríkjum. Dóri var þannig að ekki var hægt annað en að njóta hverrar mínútu í návist hans. Yfirveg- aður með eindæmum, með skarpa sýn á alla hluti, gam- ansemi og síðast en ekki síst þessa eðlislægu stríðni sem hún Helga fékk svo oft að finna fyr- ir. Hann hafði svo gaman af því að ná henni aðeins upp og jafn- skjótt og það hafði tekist kom stórt bros eða skellihlátur. Það voru þungbærar fréttir sem við fengum fyrir nokkrum misserum að hann væri kominn með sjúkdóm sem yrði illvið- ráðanlegur. Hörð barátta hófst, sem því miður tapaðist að lok- um. Fyrir nokkru hafði verið ákveðið að Dóri yrði heima við til hinstu stundar. Það var okk- ur þungbært en einnig notalegt að vera á heimilinu hjá þeim og fjölskyldunni síðustu dagana. Að upplifa þann styrk, natni og umhyggju sem Helga og fjöl- skyldan veitti Dóra síðustu sól- arhringana snart okkur djúpt. Nánir vinir komu sem nú sakna sárt fallins félaga. Helga og fjölskyldan öll, fá- tækleg orð breyta í engu blá- köldum veruleikanum. En megi minning um ástríkan og ein- stakan mann og fullvissa þess að endurfundir muni verða þeg- ar fram líða stundir, verða ykk- ur styrkur í ykkar miklu sorg og missi. Rögnvaldur og Ólafía. Ég man hvað Halldór var áhugasamur um að fá okkur hjónin til að koma til Vest- mannaeyja í fyrsta sinn. Hann var þá orðinn veikur og það var dagamunur á þreki hans. Ók hann með okkur víða um og fræddi um flest sem fyrir aug- un bar. Halldór þekkti til á Stórhöfða og var okkur þar vel tekið. Þaðan sást vel í gos- mökkinn frá Eyjafjallajökli þar sem hann reis hátt upp þennan sólríka dag. Ekki óraði okkur fyrir að daginn eftir yrði þessi fallega eyja svört af sóti. Og svo dimmt varð að það sá ekki á milli húsa þann dag. Halldór ók með okkur um myrkvaðan bæinn til að setja okkur betur inn í ástandið sem ríkti. Margt var skrafað í þessari drunga- legu ökuferð þennan svarta dag. Það virtist sem ekkert gæti raskað ró Halldórs. Hann var að vísu alltaf pollrólegur og yfirvegaður og kolsvört askan þennan dag breytti engu þar um. Halldór bjó yfir ótrúlegu æðruleysi fram á síðasta dag og vissi vel frá byrjun veikinda sinna að hverju stefndi. Mér er minnisstætt er kom til tals að hann yrði að fara í aðra lyfja- meðferð, sagði hann að það mætti bíða því hann ætlaði sér að fara fyrst í laxveiði, svo á gæs, þar næst á rjúpu og ljúka árinu á hreindýri. Hann stóð við þetta allt. Leiðir okkar Halldórs lágu fyrst saman í Þjórsárdalnum fyrir nokkrum árum. Í þessum fallega dal naut Halldór sín vel og aldrei var vont veður hjá honum þó hjá mér í næsta húsi væri rok og rigning. Þau voru mörg uppá- tækin hjá Halldóri og sumra þeirra verður sárt saknað. Að fá hann ekki lengur í heimsókn því hann átti það til að banka upp á hjá okkur í dalnum á ótrúlegustu tímum til að að- gæta hvernig við hefðum það. Oft var setið lengi að við góðar veigar, blandað með söng og gríni, fram á morgun. Ég tók fljótlega eftir því að Halldór hafði mikinn áhuga á tónlist og hann naut þess að sjá og heyra aðra spila. Í minningunni var hann alltaf mjög nálægt þeim sem spiluðu til að njóta. Hall- dór gaf mikið af sér með nær- veru sinni og uppátækjum. Hann reyndist afar traustur og skemmtilegur félagi. Honum var mjög umhugað um fjöl- skyldu sína og velferð hennar sem og að rækta gott sambandi við vini. Hans mun verða sárt saknað. Haf þökk fyrir allt. Minning um góðan dreng, eig- inmann, föður og vin mun lifa. Við hjónin vottum eiginkonu hans og fjölskyldu innilega samúð. Friðrik og Svava. Elsku Dóri, Eyja-pabbi, „fósturpabbi“ og KR-vinur minn. Mikið eru sporin þung sem stigin eru núna af öllum sem þekktu þig, þá ekki síst af þinni heittelskuðu fjölskyldu. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér þegar við Anna urðum vinkonur fyrir 14 árum. Ég væri ekki að segja satt ef ég viðurkenndi það ekki að ég hefði verið svo- lítið hrædd við þig fyrstu skipt- in sem ég hitti þig, en þegar ég kynntist þér betur sá ég að þannig var húmorinn þinn, þér fannst fyndið að vera alvarleg- ur, en varst í raun einn sá ynd- islegasti, fyndnasti og besti maður sem ég hef kynnst. Síð- an ég fékk fréttirnar af fráfalli þínu hafa ótal minningar flogið í gegnum huga minn og ég get ekki annað en brosað þegar ég rifja upp öll þessi ár, en aldrei minnist ég þess að þú hafir nokkurn tímann verið reiður eða þungur í skapi, alveg sama hvað við Anna gerðum af okkur og margt gerðum við nú af okk- ur á gelgjunni, en þú brostir bara oftast og hlóst að uppá- tækjum okkar. Þú tókst mér sem hluta af fjölskyldunni og þið Helga urðuð mjög fljótt mér sem aðrir foreldrar, alltaf var ég velkomin á heimilið ykkar, hvort sem var á Ásaveginn eða eftir að þið fluttuð í Stóragerð- ið. Ætli ég hafi ekki sofið jafn margar nætur á ykkar heimili og mínu seinni hluta unglings- áranna og ég get ekki talið öll þau skipti sem ég fór með ykk- ur í helgarferðir til Reykjavík- ur. Þau voru ófá sms-in sem gengu okkar á milli á sumrin þegar íslenski fótboltinn var í fullum gangi og ófáir diskar af grjónagraut sem borðaðir voru meðan málefni dagsins voru rædd við eldhúsborðið heima hjá ykkur. Ég hef upplifað með fjölskyldu þinni björtustu og dimmustu hliðar lífsins, hlegið hátt og grátið sárt. Mig langar að þakka þér öll þessi ár sem við þekktumst, takk fyrir húm- orinn þinn, sem var einn sá fyndnasti og besti sem ég hef kynnst, takk fyrir öll góðu ráð- in í sambandi við allt sem ég leitaði til þín með, takk fyrir allan góða matinn sem þú eld- aðir fyrir okkur, takk fyrir þol- inmæðina og kærleikann sem þú sýndir mér ætíð, takk fyrir allar minningarnar sem ég á um þig og takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Það er erfiðara en orð fá lýst að geta ekki fylgt þér síðustu sporin á þessari jörð, en þér til heiðurs ætla ég að elda mér góðan mat og opna góða rauðvín og skála fyrir þér. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér – en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun, sem hvarflar til þín (Hrafn Andrés Harðarson.) Elsku Helga „mamma“, Jó- hann, Guðný, Bríet Eva, Símon, Jóna, Anna mín, Halldór og Helga Lind, ég bið almáttugan guð að styrkja ykkur og um- vefja á þessum erfiðu tímum. Elsku besti Eyja-pabbi minn, ég veit núna að þér líður betur og að þið Halldór Atli vakið yfir okkur og passið. Þín aukadóttir og vinkona, Jóhanna Jóhannsdóttir. Það var fyrir fjórum árum að góður vinur minn Einar Jó- hannsson hafði samband við mig og sagði mér að hann og vinur hans Dóri væru með plön um að taka á leigu Fossá í Gnúpverjahreppi og spurði hvort ég vildi slást í hóp með þeim og nokkrum ágætiskörlum og stofna veiðifélag. Það gekk eftir og þannig byrjuðu kynni okkar Dóra. Við settum saman stjórn um félagið og urðu stjórnarmenn Dóri, formaður og gjaldkeri, Einar varaformað- ur og ég ritari. Veiðifélagið Minkurinn varð til. Ég tel það mikið lán fyrir mig að hafa kynnst Dóra. Við áttum gott samstarf og urðum ágætir mátar. Dóri var athugull og glöggur maður hann vildi hafa allt í föstum skorðum og fór alltaf rétt að, stálheiðarleg- ur, góður drengur og ágætur foringi fyrir okkar hóp. Hans kveðja var alltaf eins þegar ég hringdi „Halldór“ og svo, sæll og blessaður. Hann var maður prúður og skapstilltur en fjallf- astur fyrir. Hann sagði mér að burtförin héðan væri ekkert til að óttast heldur væru löng og erfið veikindi frekar kvíðvæn- leg, samt tókst hann á við þau umyrðalaust af stakri hugprýði og sannri karlmennsku. Hann hafði áður horfst í augu við manninn með ljáin og óttaðist hann ekki hætis hót. Hann átti trú á líf að lokinni burtför héð- an sem er gott, þar vorum við sammála. Við áttum oft spjall um lífið og tilveruna og er mér í fersku minni helgi sem við áttum sam- an á gæsaveiðum norður á Ströndum fyrir hálfu öðru ári. Margar flugu gæsirnar yfir höfði okkar hátt við himnafesti og aðrar gögguðu pakksaddar og bústnar af berjum í móanum allt í kring en engin þeirra féll fyrir okkar höndum, við vorum prýðilega sáttir við það. Þessa helgi styrktust góð vinarbönd, sátum við þolinmóðir tæpan sól- arhring í skurði og ræddum heimsins gagn og nauðsynjar og sögðum hvor öðrum óborg- anlegar sögur og hlógum mikið, Dóri var sögumaður hin besti. Skömmu fyrir burtför hans vorum við að vinna saman að öflun gagna fyrir Veiðimála- stofnun um veiði í Fossá og að undirbúa aðalfund í veiðifélag- inu, Dóri var óvenjuhress þrátt fyrir allt og bjartsýnn á það sem framundan var, engan bil- bug var á honum að finna. En fljótt skipast veður í lofti og af fundi okkar varð ekki heldur hélt hann á vit þess ókunna til fundar við skapara sinn. Dóri var lýsandi mynd hins sterka æðrulausa íslenska sjó- manns, sannur eiginmaður og góður fjölskyldufaðir og afi sem hafði gefið Ægi stórt og stóran hluta af starfsævi sinni, tekist á við hann með kjark og festu að vopni af einurð og kappsamri elju en með skilyrðislausri virð- ingu og aflaði vel. Það er þessi mangerð sem hefur hvað mest lagt íslenskri þjóð til gegnum aldirnar. Ég veit að við eigum einn góðan veðurdag eftir að hittast á ný og renna fyrir þann silfraða í gjöfulli á en er að finna hérna megin. Mín hinstu kveðjuorð til þín, kæri vinur, farðu þú vel og í friði og berðu kveðju mína í hús. Elsku Helga og börn og barnabörn, ég og allir félagar í veiðifélaginu Minknum sendum ykkur okkar hugheilu samúðar- kveðju og biðjum algóðan Guð að gæta ykkar og sefa sára sorg. Samúel Ingi Þórisson. Trúr vinur minn og traustur félagi er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Kynni okkar Dóra hófust haustið 1978 þegar við tókum saman 2. stig í Stýri- mannaskólanum í Vestmanna- eyjum undir styrkri stjórn hins mikla heiðursmanns og skóla- stjóra, Friðriks Ásmundarson- ar. Tíu félagar luku námi þá um vorið og hefur aldrei borið skugga á vinskap okkar síðan. Veturinn í Vestmannaeyjum varð okkur öllum ógleymanleg- ur og þarna bundumst við traustum vinaböndum fyrir lífs- tíð. Á lífsgöngu sinni lagði Dóri gjörva hönd á margt. Hann stundaði sjó um árabil en þurfti að draga sig í hlé á þeim vett- vangi í kjölfar alvarlegs slyss. Eftir það var hann starfsmaður Stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum og allt fram á síðasta dag. Halldór var mikill vinur vina sinna, traustur í alla staði og höfðingi heim að sækja. Hann og Helga tóku á móti okkur Hönnu, dætrum okkar og vinum þeirra marg- sinnis, sama á hvaða tíma sólar- hringsins var bankað upp á. Allir voru velkomnir. Skarð er nú höggvið í vina- hópinn sem vandfyllt verður en við eigum ógleymanlegar og dýrmætar minningar. Leiðir okkar fjölskyldnanna hafa reglulega legið saman síðan haustið 1978 bæði hérlendis og erlendis og hafa þau hjónin ver- ið dugleg að heimsækja okkur Hönnu heim á Seyðisfjörð. Ég sakna vinar í stað og mér þykir leitt að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn. Ég veit þó að sjómaðurinn Dóri hefur skilning á því. Hugur okkar Hönnu er hjá fjölskyldu hans. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur með þökk fyrir frábæra vináttu og margar dýr- mætar samverustundir í gegn- um árin. Sveinbjörn Orri Jóhannsson. Halldór Guðbjörnsson  Fleiri minningargreinar um Halldór Guðbjörns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.