Morgunblaðið - 24.02.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 24.02.2012, Síða 36
36 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012 Sudoku Frumstig 1 8 4 9 4 5 8 2 8 1 8 1 3 2 5 6 3 9 6 4 4 2 8 9 5 3 9 4 6 3 7 8 9 3 2 2 8 6 4 3 1 4 7 7 6 1 9 8 2 1 4 2 1 8 5 3 9 4 7 2 7 6 9 6 8 1 4 2 6 3 9 7 3 2 6 8 5 1 3 4 7 9 3 4 5 7 9 8 1 6 2 1 9 7 6 2 4 8 5 3 8 7 3 4 5 2 9 1 6 6 2 4 9 8 1 7 3 5 9 5 1 3 7 6 2 4 8 5 8 2 1 6 7 3 9 4 7 3 9 2 4 5 6 8 1 4 1 6 8 3 9 5 2 7 9 2 6 5 1 4 8 3 7 5 8 4 3 7 2 1 6 9 3 1 7 6 8 9 5 4 2 6 4 8 2 5 1 7 9 3 7 5 3 4 9 8 2 1 6 1 9 2 7 3 6 4 5 8 4 6 5 8 2 3 9 7 1 2 3 9 1 4 7 6 8 5 8 7 1 9 6 5 3 2 4 7 1 4 3 9 5 6 2 8 5 3 8 6 7 2 9 1 4 2 9 6 4 8 1 3 5 7 4 6 3 8 5 7 1 9 2 8 7 1 2 3 9 5 4 6 9 2 5 1 4 6 8 7 3 3 5 9 7 2 8 4 6 1 6 8 2 5 1 4 7 3 9 1 4 7 9 6 3 2 8 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 24. febrúar, 55. dag- ur ársins 2012 Orð dagsins: Hvern þann sem kann- ast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. (Mt. 10, 32.) Víkverji dagsins er yfir sig hrifinnaf fyrirtækinu Dróma sem tók yfir lán sem tvö sáluð félög, Frjálsi fjárfestingabankinn og Spron, veittu. Ekki er Víkverji þó að taka afstöðu til deilnanna milli Dróma og þeirra sem eru í skuldafjötrum og ósáttir við innheimtuaðferðirnar. En honum finnst nafnið einstaklega við- eigandi. Það merkir nefnilega fjötur og er úr Gylfaginningu. Fleiri fyrirtæki mættu taka Dróma til fyrirmyndar, segja við- skiptavinum allan sannleikann með sjálfu fyrirtækisnafninu. x x x Æsir voru orðnir smeykir við of-urafl Fenrisúlfsins og létu gera öflugan fjötur til að binda hann, segir í Gylfaginningu. Ekki dugði þó Drómi, úlfurinn sleit hann léttilega. Má það verða hrjáðum skuldunaut- um fjármálafyrirtækisins nokkur huggun en eigendum skuldanna hrelling. x x x En lýsing Gylfaginningar á eft-irleiknum þegar Drómi hafði verið slitinn sýnir að enginn skyldi fagna sigri of snemma. „Eftir þat óttuðust æsirnar, at þeir myndi eigi fá bundit úlfinn. Þá sendi Alföðr þann, er Skírnir er nefndr, sendimaðr Freys, ofan í Svartálfaheim til dverga nökkurra ok lét gera fjötur þann, er Gleipnir heitir. Hann var gerr af sex hlutum: af dyn kattarins ok af skeggi kon- unnar ok af rótum bjargsins ok af sinum bjarnarins ok af anda fisksins ok af fugls hráka.“ Þessi magnaði fjötur dugði. x x x Nú hrósa erlendir hagspekingarÍslendingum fyrir að ganga þjóða lengst í að létta skuldabyrði af almenningi. Víkverji er farinn að velta því fyrir sér hvort þjóðin sé aft- ur búin að finna upp peningatöfra- formúlu. Fyrir hrun vissum við allt betur en aðrir og ef tilfærslan á skuldunum gengur eftir nálgumst við óðfluga sama ástand, með breytt- um formerkjum. Hmmm... víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 einboðið, 8 spilið, 9 sorg, 10 máttur, 11 gróði, 13 skyldmennin, 15 karldýrs, 18 alda, 21 eldi- viður, 22 ljóður, 23 sárum, 24 getgátu. Lóðrétt | 2 viðurkennt, 3 þreyttar, 4 kalda, 5 svara, 6 flandra, 7 vinna að fram- förum,12 blóm, 14 léttir, 15 blýkúla, 16 landflótta, 17 birtu, 18 réðu fram úr, 19 gunga,20 sárt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ásaka, 4 hregg, 7 ámóta, 8 ólmur, 9 ref, 11 tusk, 13 frúr, 14 ærsli,15 kurr, 17 mont, 20 bak, 22 polli, 23 lynda, 24 renna, 25 remma. Lóðrétt: 1 áfátt, 2 atóms, 3 agar, 4 hróf, 5 ermar, 6 gærur, 10 elska, 12 kær,13 fim, 15 kopar, 16 rolan, 18 ofnum, 19 trana, 20 biða, 21 klár. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Engin eftirmál. N-Allir. Norður ♠ÁK8 ♥ÁKG6 ♦Á65 ♣432 Vestur Austur ♠D9 ♠G10753 ♥942 ♥D1083 ♦KG974 ♦83 ♣K76 ♣D5 Suður ♠642 ♥75 ♦D102 ♣ÁG1098 Suður spilar 3G. Norður opnar á Standard-laufi og suður þarf að finna svar við hæfi. Veikt stökk í 3♣ kemur til greina, ennfremur 1♦ sem eins konar biðsögn, en suður er í eðli sínu göltur og segir því 1G. Ef illa fer má alltaf spinna upp einhverja af- sökun. Norður stekkur í 3G og vestur kemur út með tígul. Sagnhafi fær fyrsta slaginn á ♦10, spilar spaða á ás og laufi úr borði. Hug- myndin er að tvísvína í laufinu, en aust- ur setur strik í þann reikning með því að rjúka upp með ♣D – hátt í annarri, eins og nú er í tísku. Suður drepur og spilar meira laufi, en vestur dúkkar. Heimahöndin er þar með innkomulaus og hjartasvíning síðasta vonin. Sú von bregst, en suður getur huggað sig við að 3G eru enn vonlausari í norður. Hér verða engin eftirmál. 24. febrúar 1847 Bæjarfógetinn í Reykjavík varaði borgarana við óreglu og auglýsti: „Þeir sem drekka og drabba, samt styðja dag- lega krambúðarborðin, verða skrifaðir í bók og fá engan styrk úr fátækrasjóði.“ 24. febrúar 1863 Forngripasafn Íslands var stofnað. Helsti hvatamaðurinn var Sigurður Guðmundsson málari. Á fimmtíu ára afmæli safnsins var nafni þess breytt í Þjóðminjasafn Íslands. 24. febrúar 1924 Tuttugu þingmenn stofnuðu Íhaldsflokkinn. Eitt helsta stefnumál hans var að draga úr ríkisumsvifum. Íhaldsflokk- urinn og Frjálslyndi flokk- urinn sameinuðust fimm árum síðar undir nafni Sjálfstæð- isflokksins. 24. febrúar 1924 Líkneskið af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli í Reykjavík var af- hjúpað að viðstöddu fjölmenni. Styttan, sem er eftir Einar Jónsson, var reist að frum- kvæði Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. 24. febrúar 2006 Framkvæmdir hófust við hæstu byggingu landsins, Turninn við Smáratorg í Kópavogi. Húsið er 20 hæðir og 78 metra hátt. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Gunnlaugur Búi Sveinsson, fyrrverandi varðstjóri í Slökkviliði Akureyrar, er áttræður í dag. „Ég ætlaði nú bara að vera í rólegheitum og fela mig,“ segir Gunnlaugur þegar spurt er hvernig hann haldi upp á daginn. Hann sjái hins vegar ekki fram á að komast upp með það. Dætur hans og konan hafi eitthvað verið að pukra og haldið verði upp á daginn hjá annarri dótturinni „Það verður engum boðið en allir velkomnir,“ segir Gunnlaugur. Af- mælisveislan hefjist upp úr fjögur í dag. Gunn- laugur segist ekki mikið fyrir að halda upp á af- mælið sitt. „Ég gerði það þegar ég varð sjötugur og ég ætlaði að láta það nægja. Það var ekkert víst að maður lifði til áttræðs,“ segir Gunnlaugur léttur í bragði. Gunnlaugur var lengi í Slökkviliði Akureyrar. „Ég var fyrst í vél- virkjun og var í 14 ár í smiðju. Svo náði ég í yndislega konu og á með henni þrjú börn. Þá hætti ég þar og fór að vinna hjá bænum í slökkvi- stöðinni.“ Gunnlaugur gekk í Félag aldraðra þegar hann hætti hjá slökkviliðinu. Þar hefur hann fengist við að skera út en hann segist búinn með félagsmálapakkann. „Ég er orðinn svo heimakær að ég vil helst vera bara heima,“ segir Gunnlaugur. sigrunrosa@mbl.is Gunnlaugur Búi Sveinsson er 80 ára Verður að hafa veislu Nýirborgarar Reykjavík Karítas fæddist 21. janúar kl. 18.05. Hún vó 3.535 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Arna Þrándardóttir og Guðlaugur Fjeld- sted. Flóðogfjara 24. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.43 0,2 7.52 4,0 14.04 0,3 20.07 3,9 8.54 18.29 Ísafjörður 3.51 0,1 9.49 2,0 16.13 0,1 22.05 1,9 9.07 18.26 Siglufjörður 0.07 1,1 6.01 0,1 12.25 1,2 18.28 0,1 8.50 18.09 Djúpivogur 5.04 2,0 11.13 0,2 17.16 2,0 23.30 0,2 8.26 17.56 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Rökvisst fólk skilur ekki fíngerðan og loftkenndan huga þinn. Fólk er óvenju- vinsamlegt og getur því hugsanlega fundið lausnir sem verða öllum til góðs. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert hugrakkur með sannfæringuna að vopni sem er allt sem þarf til að ná fram breytingum. Ekki missa stjórn á þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Næstu vikur verða fullar af alls kyns skemmtilegri afþreyingu. Þú ert sannkallaður gleðigjafi og þess vegna sækjast margir eftir félagsskap þínum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er svo margt að gerast í kringum þig að þér finnst erfitt að einbeita þér að þeim hlutum sem skipta raunverulega máli. En þó er óþarfi að fella allar varnir niður. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Veltu fyrir þér þeim fjárfesting- arkostum, sem freista þín og gerðu ekkert að óathuguðu máli. Þú sækist eftir spennu í dag, jafnvel með því að stofna til rifrildis. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú þarft að sýna mikla þolinmæði í samskiptum þínum við vini og kunningja í dag. Tæknilegar framfarir geta hugsanlega vakið áhuga ykkar á ný. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er nánast ómögulegt að sýna hlut- leysi í skoðunum í dag, ekki síst í ástamálum. Sumar skipta þig litlu máli, en aðrar geta hjálpað þér verulega. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Gættu þess að verða ekki fórn- arlamb sjálfselsku og þröngsýni. Að sjá æv- ina í jákvæðu ljósi gefur þér öruggan grunn sem þú getur staðið á. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þér er efst í huga að grípa til óhefðbundinna úrræða til að leysa ákveðin vandamál. Haltu bara þínu striki. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú gætir þurft að takast á við bil- anir í tæknibúnaði í dag. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Peningar renna milli fingranna á þér um þessar mundir vegna óvæntra út- gjalda og óhaminnar eyðslu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Gerðu ekki úlfalda úr mýflugu og veltu þér ekki upp úr smáatriðunum. Leggðu þig fram því þannig muntu ná mestum árangri. Stjörnuspá 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Rge2 d5 6. a3 Be7 7. cxd5 exd5 8. b4 c6 9. Rg3 b5 10. Bd2 Rbd7 11. a4 Bxb4 12. axb5 c5 13. Db3 Rb6 14. Be2 De7 15. O-O Be6 16. Db2 cxd4 17. exd4 Bd6 18. Hfe1 Hac8 19. Bd3 Db7 20. Bg5 Rfd7 21. Rce2 Rc4 22. Db1 h6 23. Bf4 Be7 24. Rf5 Bf6 25. Reg3 Bxf5 26. Rxf5 Rdb6 27. Dd1 Hfe8 28. Dg4 Kf8 Staðan kom upp í A-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Ítalinn Fabiano Caruana (2736) hafði hvítt gegn Sergey Karjakin (2769) sem teflir nú undir fána Rússlands. 29. Bd6+! Rxd6 30. Rxd6 Hxe1+ 31. Hxe1 Dc7 32. Dxc8+ Dxc8 33. Rxc8 Rxc8 34. Be2 Rd6 35. Ha1 Bxd4 36. Hd1 Bb6 37. Hxd5 og hvítur innbyrti vinninginn nokkru síðar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.