Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Miklar annir frá áramótum og utan-
ferðir, meðal annars sigling á suður-
skautið, hafa valdið því að Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
hefur hvorki haft tíma né tóm til að
ákveða hvernig hann bregðist við
áskorun ríflega 31.000 stuðnings-
manna um að bjóða sig fram á ný.
Á þennan veg má draga saman
fund forsetans á Bessastöðum í gær,
þar sem hann veitti ríflega 30.000
undirskriftum stuðningsmanna sinna
viðtöku með áskorun um að bjóða sig
fram 5. kjörtímabilið í röð, og svo
langan blaðamannafund í kjölfarið
þar sem hann útskýrði í ljósi sög-
unnar af hverju hann tæki áskor-
unina alvarlega.
Þjóðin tekur ákvörðun
„Þegar kemur að spurning-
unni um forsetakjör er það
ekki vilji einhverra hugs-
anlegra frambjóðenda
eða … einstaklinga eða fjöl-
miðla sem ræður för eða
skiptir máli. Heldur er það
merkilegur þáttur í okkar
lýðræðiskerfi að þjóðin tek-
ur þessi mál til umfjöllunar
sjálf, Íslendingar á heimilum
sínum, á vinnustöðum, heima í
héraði. Og smátt og smátt mynd-
Fulltrúar fjögurra hópa og félaga í
Vestmanneyjum sendu innanrík-
isráðherra bréf fyrir átta dögum og
kröfðust þess að siglingatími Herj-
ólfs frá 1. apríl til 30. september yrði
rýmkaður þannig að síðasta ferð frá
Eyjum til Landeyjahafnar yrði
klukkan 23.30 og síðasta ferð til
Eyja klukkan eitt eftir miðnætti.
Samkvæmt upplýsingum frá Vega-
gerðinni var ekki gert ráð fyrir
breytingum á siglingatíma í útboði
sem nú stendur yfir í rekstur Herj-
ólfs 2012-2014.
Undir bréfið til ráðherra rituðu
fulltrúar ferðaþjónustu, kaupsýslu-
manna, áhugahóps um bættar sam-
göngur og fulltrúi Íþróttabandalags
Vestmannaeyja.
Samkvæmt sumaráætlun verður
síðasta ferð frá Eyjum kl. 20.30 og
síðasta ferð frá Landeyjahöfn er
klukkan 22.00. Tvær áhafnir eru á
Herjólfi og vegna hvíldartíma-
ákvæða yrði að bæta þeirri þriðju við
ef farið yrði að kröfum Eyjamanna.
Bjarni Ólafur Guðmundsson, veit-
ingamaður í Höllinni, kom að ritun
bréfsins en hann segir að núverandi
siglingaáætlun þrengi mjög að
ferðaþjónustunni í Eyjum og sömu-
leiðis að möguleikum Eyjamanna til
ferðalaga uppi á landi. Bjarni bendir
á að ef hópar komi til Eyja hafi þeir
lítið svigrúm til að skoða eyjuna og
ljúka síðan deginum með sameig-
inlegum kvöldverði. „Fólk þarf nán-
ast gleypa í sig matinn til að vera
komið í Herjólf á réttum tíma,“ segir
hann. Hið sama gildi um þá sem
komi til að spila golf, fólk nái varla
að klára hringinn áður en það þarf
að rjúka niður á höfn.
Hópurinn óskar einnig eftir því að
forgangur fyrir gámaflutninga verði
minnkaður en Bjarni segir brögð að
því að ekki hafi verið pláss fyrir bíla
vegna gámaflutninga og þar með
hafi menn hvergi komist.
runarp@mbl.is
Útboð gerir ekki
ráð fyrir rýmri
siglingatíma
Vilja að síðasta ferð til Vestmanna-
eyja verði klukkan 1 eftir miðnætti
Morgunblaðið/RAX
Á sjó Tvær áhafnir eru á Herjólfi og
tólf skipverjar eru í hvorri.
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Landspítalinn (LSH) var innan fjár-
laga árið 2011, annað árið í röð, en
ekki munaði miklu. Afgangurinn var
fimm milljónir sem samsvarar um
0,012% af tæplega 40 milljarða veltu
spítalans. Undir lok árs var tvísýnt
um að reksturinn yrði réttum megin
við strikið. „Við vorum pínulítið
stressuð í desember en með því að
fara í allar matarholur og fara var-
lega síðustu tvær vikurnar náðist
þetta,“ sagði Björn Zoëga, forstjóri
spítalans, í samtali við Morgunblaðið.
Björn fjallaði um rekstrarniður-
stöðuna, sem Ríkisendurskoðun á eft-
ir að fara yfir, í mánudagspistli á vef
spítalans í gær. Þar kom fram að
starfsemi spítalans jókst í fyrra.
Þannig komu 5.122 fleiri (5,6%) sjúk-
lingar á bráðamóttöku, 1.213 (0,5%)
fleiri komu á göngudeildir, legudög-
um fjölgaði um 7.138 (3,5%) og skurð-
aðgerðum um 666 (4,9%).
Harðduglegt starfsfólk
Starfsmönnum spítalans hefur á
hinn bóginn fækkað um um það bil
600 sl. þrjú ár. Framleiðni vinnuafls
hefur því aukist stórum skrefum.
Björn á ekki von á að hægt sé að auka
framleiðnina mikið meira. „Ég held
að búið sé að ná því sem hægt er að
ná,“ sagði hann. Mestu skipti að
starfsfólkið hefði verið óhemju dug-
legt og lagt meira á sig en áður.
Þótt álagið væri meira væru ekki
merki um að það væri orðið um of,
veikindadögum starfsfólks hefði
t.a.m. ekki fjölgað.
Björn sagði að spítalinn yrði að fá
meira fé til reksturs og til að end-
urnýja gömul tæki. Meðal annars
væri brýnt að kaupa nýjan línuhraðal
sem notaður er í geislameðferðum við
krabbameini en slíkur kostar 400
milljónir. Tveir eru nú í notkun á spít-
alanum og annar þeirra er svo gamall
að ekki er lengur hægt að kaupa í
hann varhluti heldur verða tækni-
menn spítalans að rífa þá úr aflögðum
línuhraðli sem spítalinn á.
Þurftu að leita í öllum matarholum
Landspítalinn innan fjárlaga annað árið í röð Afgangurinn var fimm milljónir af 40 milljarða veltu
Verkefnum fjölgar en starfsfólki hefur fækkað um 600 sl. þrjú ár Framleiðni vinnuafls aukist mjög
Framleiðni vinnuafls LSH
frá árinu 2002 til 2011
(hlutfallsleg breyting vinnuafls sett í samhengi við
hlutfallslega breytingu í þjónustu - án Hfj. 2011)
135
130
125
120
115
110
105
100
95
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Ólafur Ragnar ítrekaði að í nýársávarpi sínu hefði hann skýrmerkilega
gert grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að láta af embætti í sumar. Fjöl-
miðlar hefðu hins vegar skapað þá umræðu að hann hefði ekki útilokað
að sækjast áfram eftir embættinu, stæði vilji þjóðarinnar til þess. Þau
hjónin Dorrit Moussaieff og fjölskyldan hefðu komið sér saman um
áform og áætlanir sem þyrfti að breyta ef hann gæfi kost á sér á
ný. Minnti forsetinn svo á síðar á fundinum að þau hjónin hefðu
haft í hyggju að hefja nýtt líf í Mosfellsbæ þar sem þau hafa fest
kaup á einbýlishúsi. „Og ég vonaði satt að segja þegar þessi um-
ræða fór að þróast í janúar á þennan veg – og eftir því sem leið
á þann mánuð og þegar ég kom aftur frá Suðurskautslandinu
– að þessi þungi í þessari kröfu myndi einhvern veginn fjara
út og ég þyrfti ekki að standa í þessum sporum, að ég þyrfti
ekki að taka þetta aftur til skoðunar.“
Var ákveðinn að hætta
FORSETAHJÓNIN HUGÐUST FLYTJA Í MOSFELLSBÆ
Dorrit
Moussaieff
ast ákveðinn þungi í þeirri umræðu
þar sem vilji [og] viðhorf hluta þjóð-
arinnar birtist með ákveðnum hætti
að baki ákveðnum einstaklingi.
Menn geta meðal annars flett því
upp í því ágæta blaði … Alþýðu-
blaðinu frá … 11. janúar 1996 þegar
ég lýsti því yfir þeirri skoðun minni
þá að þjóðin myndi sjálf finna sér for-
setaefni við hæfi … Ásgeir Ásgeirs-
son ýtti sinni kosningabaráttu árið
1952 úr vör með þeim orðum að fólkið
veldi forsetann. Ég hef alltaf borið
mikla virðingu fyrir þessum vilja
þjóðarinnar og það að hún þyrfti sjálf
að fá tíma og tóm til þess að fjalla um
þessi mál,“ sagði Ólafur Ragnar sem
boðar ákvörðun fyrir eða eftir helgi.
Hefði viljað sjá frambjóðendur
„Ég hefði satt að segja óskað eftir
því að bæði ég og þjóðin þyrftum
ekki að vera nú í lok febrúar í þessum
sporum, heldur hefði á undanförnum
vikum eða mánuðum myndast … rík-
ur vilji að baki tveggja eða þriggja
frambjóðanda sem … gætu axlað þá
ábyrgð sem felst í embætti forseta.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Bessastöðum Fjöldi stuðningsmanna forsetans var viðstaddur þegar Guðni Ágústsson og Baldur Óskarsson af-
hentu honum undirskriftirnar. „Það er ríkur vilji á bak við það að ég breyti ákvörðun minni,“ sagði forsetinn m.a.
Forsetinn ætlar að
íhuga vilja fólksins
Kveðst ekki hafa haft tóm til að bregðast við áskorun
Karlmaðurinn sem var handtekinn í fyrrakvöld í kjölfar undarlegs hátta-
lags á Facebook-síðu sinni var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5.
mars, að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum.
Í íbúð mannsins fannst 22. kalíbera skammbyssa, svokölluð kindabyssa,
rörasprengja og efni til sprengigerðar. Einnig töflur og sprauta með vökva
en hvorutveggja á eftir að efnagreina.
Lögregla ákvað að handtaka manninn í kjölfar ábendingar um sérkenni-
legar færslur hans á Facebook. Þar sást maðurinn handleika vopn og
sprengiefni, auk þess voru myndir af því þegar hann sprengdi fiskikar.
Í viku varðhald vegna Facebook-færslna
Tveir íslenskir menn voru hand-
teknir á Kastrup-flugvelli í Kaup-
mannahöfn sl. miðvikudag fyrir að
hafa í fórum sínum 25.000 e-töflur.
Þeir komu frá London en eru bú-
settir í Danmörku, að sögn vefjar
TV2. Mennirnir voru dæmdir í
gæsluvarðhald á fimmtudaginn var
vegna málsins en þeim er gefið að
sök að hafa ætlað að selja efnin.
Íslendingar teknir
með 25.000 e-töflur
Eldsprengju var varpað á kjall-
araíbúð húss við Hverfisgötu í
Hafnarfirði en með snarræði lög-
reglumanns sem átti leið hjá tókst
að koma í veg fyrir mikið tjón.
Gluggakarmar loguðu og rúður
sprungu í kjallaraíbúðinni en eld-
urinn mun þó ekki hafa náð inn.
Íbúar í kjallaranum munu tengjast
mótorhjólasamtökunum Outlaws.
Eldsprengju varpað
á hús í Hafnarfirði