Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 sem er leikari eins og pabbinn, en vel- gengni hans er greinilega umtalsvert minni. Hann elskar líka eiginkonuna heitt en hefur jafnframt áhyggjur af því hvernig hún plumar sig. Smátt og smátt koma svo átök og erfiðleikar upp á yfirborðið. Feðgarnir eru allir syngjandi fyllibyttur og móðirin hef- ur verið háð morfíni og farið í með- ferð en það er spurning hvort hún geti haldið sig frá því til frambúðar. Við fylgjumst síðan með átökum, uppgjörum og játningum persónanna og sjáum vonbrigðin þegar móðirin fellur, yngri sonurinn greinist með berkla og eldri sonurinn kemur alveg á skallanum úr bænum eftir að hafa heimsótt hóruhús, viðskotaillur og eins fullur af galli og fullþroskuð fylli- bytta getur verið. Innri átök í Tyrone-fjölskyldunni eru svo sannarlega ekki neitt léttmeti og sennilega eru jafn sjúkar fjöl- skyldur vandfundnar. Innbyrðis and- úð er hér blönduð ást sem gerir átök- in margfalt harmrænni og flóknari. Allir geta sennilega tengt eitthvað við innihald verksins þó að upplifanir og samskipti okkar flestra séu sem bet- ur fer ekki jafn full af heift. Allar eru persónurnar brotnar. Þrátt fyrir að hafa notið velgengni harmar faðirinn að hafa eyðilagt sig með því að leika sömu persónuna í sama kassastykkinu árum saman í stað þess að þroska sig í listinni. Móð- irin grefur sig í fortíðinni með spurn- ingum um ef og hefði og leitar sektar hjá öðrum. Eldri sonurinn er búinn að finna fjölina sína sem drykkfelldur og metnaðarlaus leikari sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu og yngri bróðirinn er þjakaður af veik- indum og drykkjusýki. Leikritið er þó ekki samfellt svart- nætti, fjarri því. Dregin er upp mjög skemmtileg mynd af heimilsföð- urnum sem, mögulega vegna upp- runa síns, er samansaumuð nánös sem leitar alltaf ódýrustu leiðanna. Þá má finna í verkinu skemmtilega dramatíska íroníu og sprettir í ræðu eldri sonarins þegar hann kemur af hóruhúsinu eru stórskemmtilegir. Allir leikararnir standa sig frábær- lega í þessari uppfærslu. Arnar Jóns- son er mjög góður sem fjölskyldufað- irinn sem sér fyrir allri fjölskyldunni, elskar konu sína innilega, þrátt fyrir vanda þeirra beggja og innra með honum ólgar reiði yfir því hve mis- heppnaðir synir hans séu. Hann er eins og aðrir með klæðskerasniðna skýringu sem sýnir að áfengisnautn hans er viðráðanleg. Hann hefur aldrei misst úr sýningu. Guðrún Snæ- fríður Gísladóttir leikur Mary vel. Hilmir Snær er harmrænn sem glæsimenni á leið til glötunar og þá ekki síður Atli Rafn sem hinn berkla- veiki Edmund. Þeir takast á með orð- um, pústrum og áflogum. Verkið myndar sterka og sam- fellda heild eftir að Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri er búin að stytta það um næstum helming – en það er tæpir þrír tímar þrátt fyrir það. Þór- hildur segist í leikskrá fyrst og fremst beina sjónum að fjölskyldunni í verkinu og það virðist skynsamlegt val. Ný þýðing Illuga Jökulssonar fer vel í munni. Búningar eru góðir, þegar fjöl- skyldufaðirinn bregður sér af bæ er hann að sjálfsögðu klæddur eins og stjarna og bræðurnir og móðirin eru klædd eins og maður býst við í Bandaríkjunum á fyrri hluta 20. ald- ar. Leikmyndin þjónar verkinu vel þó að þokan, sem á sennilega að undir- strika hversu villuráfandi persón- urnar eru, sé ekki jafn vel heppnuð og margt annað. Tónlist styður vel við verkið – píanóleikur sem gefur smá sveiflu og minnir á píanófortíð Mary. Dagleiðin langa bbbbn Dagleiðin langa eftir Eugene O’Neill. Leikarar: Arnar Jónsson, Atli Rafn Sig- urðarson, Guðrún Snæfríður Gísladótt- ir, Hilmir Snær Guðnason. Leikmynd og búningar: Jósef Hall- dórsson, lýsing: Hörður Ágústsson, þýðing: Illugi Jökulsson. Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. Kassinn, Þjóðleikhúsið 24. febrúar. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKHÚS Dagleiðin langa fer fram áheimili Tyrone-fjölskyld-unnar og gerist á innanvið sólarhring. Faðirinn, James Tyrone, er frægur og ríkur leikari og þarna er einnig kona hans Mary og tveir synir: James Tyrone yngri sem er leikari eins og pabbinn og Edmund Tyrone sem á að baki ferðalög, er blaðamaður sem yrkir eitthvað og glímir við heilsubrest. Verkið mun fjalla nokkuð nákvæm- lega um fjölskyldu höfundarins og það var ekki frumflutt fyrr en eftir dauða hans og þá fyrr en hann hafði mælt fyrir um en hann vildi að það yrði ekki sýnt fyrr en 25 árum eftir andlát sitt. Sviðið er stofa í miðju og tveir stig- ar liggja upp á efri hæð í sviðsjöðrum. Heimilisbúnaður er hóflegur, stig- arnir eru laslegir en á veggjum eru margar myndir af heimilisföðurnum í ýmsum gervum sem leikari enda tek- ur hann ekki annað en aðalhlutverk hvort sem er á sviðinu eða eigin heim- ili. Áhorfandinn sér fljótlega að heim- ilisfaðirinn lætur syni sína fara í taug- arnar á sér og þá einkum þann eldri Feðgarnir „Allir leikararnir standa sig frábærlega í þessari uppfærslu“ en í verkinu eru allar persónur brotnar. Hilmir Snær Guðnason, Arnar Jónsson og Atli Rafn Sigurðarson í hlutverkum sínum. Flækjur og fíkn Kári Þormar, dómorganisti í Reykjavík, kemur fram á hádegis- tónleikum í Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudag. Kári kveðst ætla að leika á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju, enda séu þau ólík í eðli sínu, „barokkorgel og rómantískt orgel,“ segir hann. Það fyrrnefnda er niðri í kirkjunni en hitt á svölunum „Ég leik tokkötu eftir 17. aldar tónskáldið Michelangelo Rossi en það er nokkuð brjáluð tónsmíð fyrir þann tíma, til að mynda hvað hljóma varðar,“ segir Kári. „Verk hans heyrast ekki oft. Ég leik líka prelú- díu eftir Buxte- hude. Á rómantíska orgelið leik ég síð- an verk eftir Sieg- fried Karg-Elert, sálmafantasíu út frá „Hærra minn Guð til þín“.“ Kári segir mikilvægt fyrir org- anistann að brjóta upp hið daglega amstur og leika á ólík orgel, enda hafi hvert sinn karakter. Tvennir tímar orgelanna Kári Þormar Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra opnaði nýverið mið- lægan gagnagrunn um íslenskar kvikmyndir sem nefnist Kvikmynda- vefurinn.is. Vefurinn hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um ís- lenskar kvikmyndir og aðstand- endur þeirra jafnt á íslensku og ensku. Samkvæmt upplýsingum frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, sem heldur utan um Kvikmyndavefinn, hefur vefurinn verið í smíðum um nokkurt skeið og má nú þegar finna þar nöfn um 8.000 einstaklinga, 700 fyrirtækja og ríflega 1.200 kvik- myndatitla auk þess sem hægt er að horfa á stiklur úr kvikmyndum og skoða ljósmyndir sem þeim tengjast. Markmiðið með vefnum er að varðveita eins miklar upplýsingar og frekast er kostur um íslenskar kvikmyndir allt frá upphafi kvik- myndagerðar hérlendis. Auk þess eru á vefn- um upplýsingar um ýmsar er- lendar kvik- myndir, sem hafa tengst Íslandi með einum eða öðrum hætti í áranna rás. Kvikmyndavefnum er einnig ætl- að að nýtast í kynningarstarfi er- lendis, t.d. gagnvart dreifingarað- ilum á kvikmyndahátíðum, og fyrir innlenda sem erlenda fræðimenn, sem þurfa á miklu ítarefni að halda. Yfir 1.200 titlar  Kvikmyndavefurinn er nýr miðlæg- ur gagnagrunnur um íslenskar myndir Veggspjaldið fyrir Astrópíu. Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fim 1/3 kl. 19:30 Forsýn Mið 28/3 kl. 19:30 11.sýn Mið 25/4 kl. 16:00 AUKAS. Fös 2/3 kl. 19:30 Forsýn Fim 29/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 Frums Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Lau 24/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Athugið - einungis sýnt í vor! Heimsljós (Stóra sviðið) Fim 8/3 kl. 19:30 18.sýn Mið 14/3 kl. 15:00 AUKAS. Fim 15/3 kl. 19:30 síð.sýn Ein ástsælasta saga Nóbelsskáldsins í nýrri leikgerð. Dagleiðin langa (Kassinn) Mið 29/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 10.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 12.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 9.sýn Frumsýnt 24.febrúar Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 4/3 kl. 13:30 Sun 11/3 kl. 13:30 Sun 18/3 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 15:00 Sun 11/3 kl. 15:00 Sun 18/3 kl. 15:00 Hjartnæm og fjörmikil sýning Sjöundá (Kúlan) Sun 4/3 kl. 19:30 Mið 14/3 kl. 19:30 Fim 8/3 kl. 19:30 Fim 15/3 kl. 19:30 Ný leiksýning um morðin á Sjöundá Orð skulu standa (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 1/3 kl. 21:00 Fim 8/3 kl. 21:00 Útvarpsþátturinn Orð skulu standa öðlast nýtt líf á sviði! Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Fös 9/3 kl. 20:00 Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Fös 23/3 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 aukas Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 lokas Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Sun 4/3 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00 Sun 15/4 kl. 14:00 Sun 11/3 kl. 14:00 Lau 31/3 kl. 14:00 Sun 22/4 kl. 14:00 Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 1/4 kl. 14:00 Sun 29/4 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma NEI, RÁÐHERRA! (Menningarhúsinu Hofi) Lau 3/3 kl. 21:00 Lau 10/3 kl. 22:00 aukas Fös 16/3 kl. 22:00 Lau 10/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Sýnt í Hofi í mars Eldhaf (Nýja sviðið) Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Mið 7/3 kl. 19:00 aukas Fim 15/3 kl. 20:00 Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 aukas Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Fös 9/3 kl. 20:00 Sun 18/3 kl. 20:00 lokas Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Sun 11/3 kl. 20:00 Ath! Snarpur sýningartími. Sýning 7/3 til styrktar UN Women Axlar - Björn (Litla sviðið) Sun 4/3 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Nýtt verk úr smiðju Vesturports. Síðustu sýningar Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Sun 11/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Fös 16/3 kl. 20:00 Lau 24/3 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Á Stóra sviðinu 11/2 Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 14:30 Sun 1/4 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 14:30 Sun 18/3 kl. 13:00 Sun 15/4 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Sun 25/3 kl. 13:00 Sun 22/4 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Mínus 16 (Stóra sviðið) Lau 3/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Fös 16/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin Nei Ráðherra – í Hofi í mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.